Hlekkur á viðburðinn:
Stjórnvísi, Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi og Prósent kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði
Smelltu hér til að skrá þig Það þarf að skrá sig á fyrirlesturinn fyrir klukkan 20, þriðjudaginn 14. október og þá sendir Prósent fjarfundarboð í gegnum teams.
Um þriðjungur finnst þau útkeyrð í lok vinnudags nokkrum sinnum í viku eða daglega.
Um þriðjungur finnst þau tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar nokkrum sinnum í viku eða daglega.
Fyrirlesari
Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.
Um Rannsóknina
Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.
Árið 2024 var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif. Hægt verður að skoða þróun á milli tímabila í kynningunni.
Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.
Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2025 – sex ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.
Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.