Faghópur um sköpunargleði í vinnunni: Fréttir og pistlar
Gríðarlega áhugaverður fundur um sköpunargleði var haldinn hjá TM Software (#ofurhetjur) nýlega. Þar fjölluðu þær Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir og Kristín Guðjónsdóttir um niðurstöður rannsóknar á nýsköpunarumhverfi í íslenskum sprotafyrirtækjum. Soffía Kristín Þórðardóttir hjá TM Software sagði svo frá því umhverfi sem þar hefur verið skapað til að framleiða ofurhetjur með frábær markmið.
Hér má sjá myndir af fundinum: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=402489076485715&set=a.402489056485717.95695.110576835676942&type=1&theater
Stjórn faghóps um Sköpunargleði vill vekja athygli á þessari einstöku ráðstefnu Startup Icleland 2012.
Startup Iceland 2012 býður þér og þínu fyrirtæki til þátttöku á fyrstu ráðstefnu sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi.
Ráðstefnan verður haldinn þann 30. maí 2012, í Andrews Theater á Ásbrú (Keflavík). Þessi alþjóðlegi atburður teflir saman frumkvöðlum, fjárfestum og fyrirmönnum frá nokkrum af heitustu nýsköpunarsamfélögum veraldar. Í þeirra hópi eru t.a.m. fyrstu fjárfestarnir í Twitter og Zynga, framleiðanda Farmville. Ísland hefur mikla nýsköpunar og frumkvöðlamenningu og er í vel stakk búið til að verða áhrifamikill þáttakandi í nýsköpun á heimsvísu. Startup Iceland ráðstefnan leitast við að efla alþjóðleg áhrif Íslands og tengja frumkvöðla og aðra aðila í nýsköpun til að styðja sjálfbæra efnahagslega vistkerfaþróun á heimsvísu.
Helstu ræðumenn:
Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands
Brad Burnham, stofnandi Union Square Ventures og fyrsti fjárfestinn í Twitter
Brad Feld, MP Foundry Group, fjárfestir í Zynga framleiðandi Farmville
Gunnar Hólmsteinn, CEO, CLARA
Eirikur Hrafnsson, CEO, GreenQloud
Rebeca Hwang, CEO, younoodle.com
Hilmar B. Janusson, EVP of R&D, Ossur
Hilmir Ingi Jonsson, CEO, Remake Electric
Rebecca Kantar, stofnandi & CEO, BrightCo.
Isaac Kato, CFO, Verne Global
Alison MacNeil, CEO, GogoYoko
Hilmar Veigar Pétursson, CEO, CCP
Sarah Prevette, stofnandi & CEO, Sprouter.com and BetaKit
Rakel Sölvadóttir, Stofnandi Skema
Helga Valfells, MD, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
Matt Wilson, meðstofnandi, Under30CEO
Ted Zoller, Kauffman Foundation Senior Fellow
Miðaverð er kr. 19.500 en við bjóðum upp á sérverð til fyrirtækja og hópa sem kaupa 5 miða á 50.000 kr.
Ráðstefnan er einstakur vettvangur til að kynnast því allra heitasta í frumkvöðlafræðum, tækni og viðskiptum í dag. Einnig er þessi viðburður gott tækifæri til að stækka tengslanetið og hitta aðra ,,mindalike vini.
Markmið okkar er að gera Startup Iceland ráðstefnuna að árlegum viðburði á Íslandi (eins og Icelandic Airwaves). Á hverju ári ætlum við að fá áhrifamestu fjárfesta og hugsjónarmenn í frumkvöðla og tæknigeiranum til að koma til Íslands og kynna það nýjasta sem Í boði er í heiminum í dag.
Til þess að panta miða, getur þú sent okkur póst tilbaka og við staðfestum komu ykkar með reikningi og miða í pósti.
Við vonum að þú sjáir þér fært að koma og taka þátt í því að koma Íslandi efst á kortið í frumkvöðlasamfélagi heimsins !
Frekari upplýsingar má nálgast á: http://2012.startupiceland.com/
Með vinsemd og virðingu,
Team Startup Iceland.
Það var aldeilis fjör á fundi faghóps um Sköpunargleði í morgun
Hér má sjá myndir frá sköpunargleðifundinum 6.mars 2012
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.298639733537317.71064.110576835676942&type=1
Við höfum sett myndir af fundinum hjá CCP inn á Facebook síðuna okkar. Slóðin er: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.153479861386639.38829.110576835676942&type=1