Faghópur um sköpunargleði í vinnunni: Fréttir og pistlar

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Gríðarlega áhugaverður fundur um sköpunargleði var haldinn hjá TM Software

Gríðarlega áhugaverður fundur um sköpunargleði var haldinn hjá TM Software (#ofurhetjur) nýlega. Þar fjölluðu þær Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir og Kristín Guðjónsdóttir um niðurstöður rannsóknar á nýsköpunarumhverfi í íslenskum sprotafyrirtækjum. Soffía Kristín Þórðardóttir hjá TM Software sagði svo frá því umhverfi sem þar hefur verið skapað til að framleiða ofurhetjur með frábær markmið.
Hér má sjá myndir af fundinum: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=402489076485715&set=a.402489056485717.95695.110576835676942&type=1&theater

Stjórn faghóps um Sköpunargleði vekur athygli á Startup Icland 2012

Stjórn faghóps um Sköpunargleði vill vekja athygli á þessari einstöku ráðstefnu Startup Icleland 2012.

Startup Iceland 2012 býður þér og þínu fyrirtæki til þátttöku á fyrstu ráðstefnu sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi.

Ráðstefnan verður haldinn þann 30. maí 2012, í Andrews Theater á Ásbrú (Keflavík). Þessi alþjóðlegi atburður teflir saman frumkvöðlum, fjárfestum og fyrirmönnum frá nokkrum af heitustu nýsköpunarsamfélögum veraldar. Í þeirra hópi eru t.a.m. fyrstu fjárfestarnir í Twitter og Zynga, framleiðanda Farmville. Ísland hefur mikla nýsköpunar og frumkvöðlamenningu og er í vel stakk búið til að verða áhrifamikill þáttakandi í nýsköpun á heimsvísu. Startup Iceland ráðstefnan leitast við að efla alþjóðleg áhrif Íslands og tengja frumkvöðla og aðra aðila í nýsköpun til að styðja sjálfbæra efnahagslega vistkerfaþróun á heimsvísu.

Helstu ræðumenn:

• Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands

• Brad Burnham, stofnandi Union Square Ventures og fyrsti fjárfestinn í Twitter

• Brad Feld, MP Foundry Group, fjárfestir í Zynga framleiðandi Farmville

• Gunnar Hólmsteinn, CEO, CLARA

• Eirikur Hrafnsson, CEO, GreenQloud

• Rebeca Hwang, CEO, younoodle.com

• Hilmar B. Janusson, EVP of R&D, Ossur

• Hilmir Ingi Jonsson, CEO, Remake Electric

• Rebecca Kantar, stofnandi & CEO, BrightCo.

• Isaac Kato, CFO, Verne Global

• Alison MacNeil, CEO, GogoYoko

• Hilmar Veigar Pétursson, CEO, CCP

• Sarah Prevette, stofnandi & CEO, Sprouter.com and BetaKit

• Rakel Sölvadóttir, Stofnandi Skema

• Helga Valfells, MD, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins

• Matt Wilson, meðstofnandi, Under30CEO

• Ted Zoller, Kauffman Foundation Senior Fellow

Miðaverð er kr. 19.500 en við bjóðum upp á sérverð til fyrirtækja og hópa sem kaupa 5 miða á 50.000 kr.

Ráðstefnan er einstakur vettvangur til að kynnast því allra heitasta í frumkvöðlafræðum, tækni og viðskiptum í dag. Einnig er þessi viðburður gott tækifæri til að stækka tengslanetið og hitta aðra ,,mindalike‘‘ vini.

Markmið okkar er að gera Startup Iceland ráðstefnuna að árlegum viðburði á Íslandi (eins og Icelandic Airwaves). Á hverju ári ætlum við að fá áhrifamestu fjárfesta og hugsjónarmenn í frumkvöðla og tæknigeiranum til að koma til Íslands og kynna það nýjasta sem Í boði er í heiminum í dag.

Til þess að panta miða, getur þú sent okkur póst tilbaka og við staðfestum komu ykkar með reikningi og miða í pósti.

Við vonum að þú sjáir þér fært að koma og taka þátt í því að koma Íslandi efst á kortið í frumkvöðlasamfélagi heimsins !

Frekari upplýsingar má nálgast á: http://2012.startupiceland.com/

Með vinsemd og virðingu,

Team Startup Iceland.

Fjörugur fundur hjá faghóp um Sköpunargleði

Það var aldeilis fjör á fundi faghóps um Sköpunargleði í morgun
Hér má sjá myndir frá sköpunargleðifundinum 6.mars 2012
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.298639733537317.71064.110576835676942&type=1

Myndir frá fundinum hjá CCP

Við höfum sett myndir af fundinum hjá CCP inn á Facebook síðuna okkar. Slóðin er: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.153479861386639.38829.110576835676942&type=1

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?