Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Um viðburðinn

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Click here to join the meeting
Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers mun leiða ykkur í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og segja frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

 Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er aðeins boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams.

Click here to join the meeting

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?