Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun

Á fundum faghópsins er fjallað um aðferðir við að móta stefnu um með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, innleiða stefnu og mæla árangur. Auk þess er oft fjallað um tiltekin verkefni sem fela í sér sjálfbæra þróun. Varpað er ljósi á nýjar rannsóknir á þessu sviði og ýmis verkfæri sem eru notuð við innleiðingu og mælingu á áragri, s.s. UFS, UN Global Compact, ISO 26000 leiðbeiningarstaðal og viðmið GRI (Global Reporting Initiative).

 

Viðburðir

Deiglufund­ur – Sjálf­bærni upp­lýs­inga­gjöf @Rafrænn viðburður

ATHUGIÐ!  SKRÁNING ER HÉR

Á síðasta Deiglufundi fyrir sumarfrí munum við rýna í stöðuna hjá íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að sjálfbærni upplýsingagjöf.  Hvernig eru íslensk fyrirtæki að standa sig, hvað er til fyrirmyndar og hvar eigum við eftir að stíga stóru skrefin?

Nú eru að taka gildi Evrópusambands lög sem bæði munu gera ítarlegri kröfur þegar kemur að upplýsingagjöf sem snýr að sjálfbærni og á sama tíma stækkar sá hópur fyrirtækja sem þurfa að huga að stöðluðum og vottuðum sjálfbærni upplýsingum í ársskýrslum. Við munum á deiglufundinum fræðast um þessi lög og aðrar breytingar sem eru í vændum í þessum málaflokki.

Reynir Smári Atlason forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo mun halda fræðandi erindi, en Reynir hefur verið einn af okkar fremstu sérfræðingum hér á landi um þessi málefni síðustu ár.

Við bjóðum þá til panel umræðna þar sem þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia mun taka þátt ásamt Reyni – og taka þá við spurningum og eiga samtal við fundargesti.

Aðalfundur Faghóps um sjálfbæra þróun

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um sjálfbæra þróun verður haldin miðvikudaginn 3. maí á Teams frá kl 9-10. Á fundinum eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

  1. Formaður gerir grein fyrir starfi ársins.
  2. Kosning nýrrar stjórnar. 

Í fráfarandi stjórn faghópsins sitja nú Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Eva Magnúsdóttir, Podium, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá, Harpa Júlíusdóttir, Festu, Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn, Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgum lausnum, Þóra Rut Jónsdóttir, Advania og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Í framboði til stjórnar eru eftirfarandi: Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga og Marta Jóhannesdóttir, Grant Thornton endurskoðun og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Heimilt er að hafa 4-10 manns í stjórn og eru frambjóðendur beðnir um að senda póst á núverandi formann í eva@podium.is óski þeir eftir að bjóða sig fram. 

 

Fréttir

Janúarráðstefna Festu 2023 - Lítum inn á við

Stjórn faghóps um sjálfbærni vekur athygli félaga á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
Vertu með á stærsta árlega sjálfbærniviðburði hér á landi, sem er nú haldinn í tíunda sinn. Þetta er viðburður sem uppselt hefur verið á síðustu ár – tryggðu þér miða!

Í ár munum við heyra um hugmyndir sem breyta heiminum. 

Við fáum skýra mynd af breytingum framundan á lögum og kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja af öllum stærðum, stórhuga aðgerðum í farvatninu af hálfu nýsköpunarráðherra og dýpkum þekkingu okkar á stórum skrefum framundan í heimi sjálfbærni.

 

  • 26. janúar kl. 13:00
  • Hilton Nordica 

Kaupa miða

Betri heimur byrjar heima Ný lög um hringrásarhagkerfið

Við héldum streymisfund í gær um nýju hringrásarlögin í samstarfi við Samtök Atvinnulífsins. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM-Vallár voru með fróðlegar og framsögur. Að framsögum loknum stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins pallborðsumræðum sem Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóra hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu, Líf Lárusdóttur markaðsstjóri Terra umhverfisþjónustu og Brynjar Bergsteinsson, framleiðslustjóri Set hf. tóku þátt í.
Við þökkum þeim sem horfðu á útsendinguna og þeir sem ekki náðu að fylgjast með geta séð viðburðinn hér. 
https://vimeo.com/751019525?embedded=true&source=vimeo_logo&owner=11332684&fbclid=IwAR2hHm7omdnohfh583opWOgpMfRAfQ25ia8AZ6AcFeusEBBvEWig_8N2RWI
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Stjórn

Freyr Eyjólfsson
Upplýsingafulltrúi -  Formaður - Terra umhverfisþjónusta
Þórdís Sveinsdóttir
Fjármálastjóri -  Formaður - Samband íslenskra sveitarfélaga
Eiríkur Hjálmarsson
Annað -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Marta Jóhannesdóttir
Stjórnandi - Háskóli Íslands
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?