Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin “þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni” vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Viðburðir

Hvernig nýtist viðurkenndur ferlarammi við að bæta þjónustu

Viðurkenndur ferlarammi eins og ráðgjafafyrirtækið Noventum beitir með viðskiptavinum sínum auðveldar ferlaskráningu og breytingar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Noventum nýtir slíkan ferlaramma í verkefnum við að bæta þjónustu hjá viðskiptavinum fyrirtækisins víða um Evrópu og í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hilbrand Rustema, framkvæmdastjóri Noventum, kynnir ferlarammann, notagildi og dæmi um notkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins við að bæta þjónustu. 

Kynningin er ætluð starfsmönnum, stjórnendum og sérfræðingum sem vinna að breytingum í starfseminni; í gæðamálum auk ferla- og þjónustumálum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla er á ferlaskráningu, breytingastjórnun, ásamt mikilvægi lykilmælikvarða (KPIs). Þá verða tækninýjungar eins og IoT í að bæta þjónustu ræddar.  

 

Erindið verður á ensku.

Er ekki nóg að vera Lean! / Aðalfundur faghóps um BPM

Formaður faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM), Magnús Ívar Guðfinnsson, verður með kynningu á mismunandi leiðum í að straumlínulaga og samhæfa starfsemina með það að leiðarljósi að bæta þjónustu og gæði. Rætt verður um ólíkar leiðir sem hafa sammerkt að hafa ferla í forgrunni og nokkuð vel þekktar við að ná bættum árangri í starfseminni: Lean, BPM, Six Sigma og gæðastjórnun/ISO. Farið veðrur yfir hvaða áherslur eru að baki þessum aðferðum í stjórnun og hvað hentar vel í hvaða samhengi.
Eftir kynninguna og umræður í ca. klst. hefst aðalfundur BPM hópsins og stendur frá kl. 9.30 til 10.00. Bjóðum nýja meðlimi í faghópinn um stjórnun viðskiptaferla velkomna á kynninguna sem og á aðalfundurinn sem einnig er opinn öllum. Dagskrá aðalfundar: Val í stjórn, dagskrá framundan og umræða um starfið. Önnur mál.
Stjórn fagshóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghóps um BPM

Aðalfundur faghóps um BPM ferla verður haldinn í beinu framhaldi erindi sama dag.
Á aðalfudni verður upplýst um breytingar á stjórn, en nokkrir í stjórn sjá sér ekki fært að halda áfram starfinu en aðrir hafa óskað eftir að koma að starfinu. Öllum meðlimum Stjórnvísi er velkomið að bjóða sig fram í stjórn. Við munum raða í nýja stjórn, skipa formann og varaformann stjórnar ásamt því að fara yfir liðið ár og skoða það sem er framundan í starfi hópsins.

Áhugasamir aðilar um að koma í stjórn er bent á að hafa samband við formann fahgópsins eða framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Fundurinn verður í stofu 131 í Nátttúrufræðihúsinu Öskju (við Sturlugötu), Háskóla Íslands.

Fréttir

Hvernig nýtist viðurkenndur ferlarammi við að bæta þjónustu

Magnús Ívar Guðfinnsson formaður faghóps um Stjórnun viðskiptaferla (BPM) bauð Stjórnvísifélaga velkomna í Marel í morgun.  Magnús hvatti gesti til að skrá sig í faghópinn.  Í stjórn faghópsins eru í dag níu kröftugir aðilar og kynnti Magnús frábæra fundarröð sem er framundan hjá faghópnum.  „ If you can´t describe what you are doing as a process, you dont know what you´re doing“ eru mikilvæg skilaboð.  Ertu að verða betri eða lakari í að veita þjónustu? Er ferlið skráð og markvisst unnið í að bæta það?  Ef ekki eru ferlar er ómögulegt að vita rétta svarið. Ertu að mæla þjónustustigið?  Í hvorum hópnum ertu? Vonar það besta eða ertu að stjórna ferlinu?  Magnús sagði að notagildi og ávinningur ferlaramma væri margvíslegur, hann auðveldar mælingar, samanburð við önnur fyrirtæki o.fl.  Að lokum kynnti Magnús ýmsar gerðir af  ferlarömmum. 

Viðurkenndur ferlarammi eins og ráðgjafafyrirtækið Noventum beitir með viðskiptavinum sínum auðveldar ferlaskráningu og breytingar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Noventum nýtir slíkan ferlaramma í verkefnum við að bæta þjónustu hjá viðskiptavinum fyrirtækisins víða um Evrópu og í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hilbrand Rustema, framkvæmdastjóri Noventum, kynnti ferlarammann, notagildi og dæmi um notkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins við að bæta þjónustu.  Noventum er með mörg af stærstu fyrirtækjum heims í viðskiptum og er Marel stolt af að vera í þeirra hópi.  Efni frá fundinum er aðgengilegt undir „itarefni“. 

 

Aðalfundur BPM faghóps - ný stjórn 2017-2018.

Faghópur um stjórnunun viðskiptaferla BPM hélt í dag fund sem bar yfirskriftina "Er nóg að vera Lean?". Eftir kynninguna og umræður í ca. klst. hófst aðalfundur BPM hópsins. Magnús Ívar Guðfinnsson, formaður faghópsins fór yfir að hópurinn var stofnaður 2015. Ný stjórn var kosin á fundinum :

 Magnús Ívar Guðfinnsson, Marel, formaður.

Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip, varaformaður.

Benedikt Rúnarsson, Míla

Guðmundur Helgason, Íslandsbanki

Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, Icelandair ITS

Pétur Snæland To increase

Eva Karen Þórðardóttir, Háskólinn á Bifröst

Ása Linda Egilsdóttir, Eimskip

Ásdís Sigurðardóttir, Marel. 

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði
Pétur Snæland, véla- og iðnaðarverkfræðingur frá To-increase hugbúnaðarfyrirtækinu hélt í morgun kynningu um rafræna viðskiptaferla. Þessi kynning var á vegum faghóps um BPM ferla og var haldin í Náttúrufræðihúsinu Öskju við Sturlugötu. To-increase er fyrst og fremst framleiðslufyrirtæki. Fyrirtækið er stærst í sínum geira á iðnaðarlausnum. Viðskiptavinir eru 1800 í 15 löndum. To-increase er með alhliða lausnir og reiðir yfir helmingur Microsoft Inner Circle fyrirtækja sig á þeirra lausnir. En hvað er virðisdrifin ferlastjórnun? Það þarf að vera alveg með það á tæru, hvað fyrirtæki vill fá út úr þessu, hvert er markmiðið? Mikilvægt er að forgangsraða. Stefna og markmið fyrirtækisins er grunnurinn. Til er frábær bók: „Value-Driven“ sem Pétur mælir með að sé lesin. En hverjir nýta sér þessa aðferð? Aðferðin hentar öllum vinnustöðum sem vilja ná fram auknum gæðum. Ekki er hægt að gera allt í einu þannig að fyrst þarf að ákveða hvaða aðferð skuli beitt.
Virðisdrifin ferlastjórnun hjálpar fyrirtækjum að bæta afköst. 1. Viðskiptalíkan: stefna, markmið og mælikvarðar. Skipulag deilda, fólk, hlutverk, skipulag viðskiptaferla, tengsl ferla og markmiða 2. Ferlislíkan, ferli , ábyrgð, vinnuflæði verklýsingar. 3. Kerfislíkan, vörpun verklýsinga í tilteknar skjámyndir.
Skoða þarf hvaða kerfi tengjast hvaða starfsmönnum í fyrirtækinu. Hvernig tengjast þau markmiði fyrirtækisins, af hverju er þetta mikilvægara en annað?. Varðandi grunninn; þá er mikilvægt að gera þarfagreiningu og byggja á henni. Þegar búið er að byggja kerfi og fá nýja lausn þá þarf að fá fólkið með, skipuleggja þjálfun og búa í haginn fyrir sífelldar umbætur. Mikilvægt er skilgreina hvaða fólk hefur hvaða hlutverk. Einn og sami starfsmaðurinn getur haft mörg hlutverk. Þannig vita allir starfsmenn hvaða ferlum þeir eru að vinna í. Þeir vita nákvæmlega hversu mörg verk eru á þeirra könnu. Verkvísir(task gude) í AX7 er inn í kerfin og leiðir starfsmanninn í gegnum verklýsinguna skref fyrir skref. Framleiðslufyrirtækjum er oft skylt að hafa leiðbeiningar um t.d. samsetningu tækja á tungumáli heimalands varðandi tryggingar. Lykilatriðið í kerfinu er að nota ekki skjöl. Skjöl eru ekki góður miðill fyrir svona verk. Enginn keyrir framleiðslufyrirtæki í word.
Stefnan er alltaf grunnurinn, passa þarf sig á að gleyma sér ekki í smáatriðum.

Stjórn

Magnús Ívar Guðfinnsson
Formaður - Marel Iceland ehf
Ása Linda Egilsdóttir
Stjórnandi - Eimskip
Ásdís Sigurðardóttir
Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Benedikt Rúnarsson
Stjórnandi - Míla ehf.
Eva Karen Þórðardóttir
Stjórnandi - Háskólinn á Bifröst
Guðmundur Helgason
Stjórnandi - Íslandsbanki
Heiða Njóla Guðbrandsdóttir
Stjórnandi - Icelandair
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?