Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Á þessum morgunfundi fjallaði Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu fjallaði Sigurður Ólafsson út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Birta lífeyrissjóður nálgast ábyrgar fjárfestingar sem hugmyndafræði sem miðar að því að bæta vænta ávöxtun og áhættu til lengri tíma með sjálfbærni sem megin markmið samkvæmt UFS flokkun. Það sem er í boði eru viðmið ESG Reporting Guide 2,0, GRI Standards og IR Integrated Reporting. (ófjárhagslegar upplýsingar).  Meðalhófið er mikilvægt.
Ólafur tók nokkur dæmi af UFS umræðu; umhverfið, samfélagið og stjórnarhættir.  Birta styrkir Virk sem er mikilvægt og þar er hægt að ræða um fjárhagslega stærð.
Það er frábært framlag sem felst í að veita umhverfisverðlaun í atvinnulífinu því það virðist minnka kostnað og bæta framlegð sem verður vegna tiltektar í rekstrinum.
Árið 2015 voru gefnar út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og SI.  Leiðbeiningarnar fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og þeim fylgir meiri sveigjanleiki þar sem grundvöllur leiðbeininganna um stjórnarhætti fyrirtækja er “fylgið eða skýrið” reglan.  Stjórnarhættir eiga að vera virðisskapandi.
Vínbúðin og ISAVIA vinna skv. GRI.  GRI 300 er ekkert annað en fjárhagslegar upplýsingar.  Það að draga úr útblæstri dregur úr kostnaði.  Í GRI 400 eru áhugaverðar kennitölur eins og hve margir voru veikir vegna álags í vinnu.  Fari talan yfir 5% í veikindum þá er það sannarlega farið að hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.  Sama á við um fræðslu og þróun þegar fyrirtæki fjárfesta í menntun starfsmanna sem svo hætta vegna of mikils álags.  Til að dæma um hvort þetta eru verðmyndandi upplýsingar þá þurfa upplýsingarnar að vera til staðar yfir 5 ára tímabil.
Þegar borin er saman arðsemi eigin fjár og þess að fylgja reglunum þá er fylgnin ekki mikil ca. 0,07 en alla vega, þá leiðir það ekki til lakari árangurs.  Margt bendir til að það bæti ávöxtun og minnki áhættu Birtu.

Birta breytir ekki heiminum en lýsir yfir vilja til samstarfs og tengir sig við markmið. Birta hefur fjárfest bæði í Marel og Össur og einnig í mörgum nýsköpunarfyrirtækjum.  Nýsköpun og uppbygging á innviðum tengjast markmiðum nr.9 sem er nýsköpun og uppbygging og byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu.  Niðurstaða Ólafs er sú að það þurfi viðbótarupplýsingar og nú er öskrandi tækifæri fyrir gagnaveitur. 

Sigurður sagði ófjárhagslegar upplýsingar verða fjárhagslegar til lengri tíma.  Í dag er öskrað eftir upplýsingum og kallað eftir gagnsæi og réttum upplýsingum í stjórnkerfinu, á almennum og opinberum markaði.  Skýrsla stjórnar um ófjárhagsleg mál getur uppfyllt þessa þörf.  Endurksoðendur gefa álit sitt að ársreikningi, í skýrslu stjórnar koma upplýsingar úr samfélagsskýrslunni ESG/GRI. Úr ársreikningi koma tölur sem skipta máli fyrir fjárfesta og meta fyrirtækið út frá þeim gögnum sem þar eru settar fram.  Endurskoðendur staðfesta að í skýrslu stjórnar sé verið að fjalla um ákveðin málefni.  Stjórnarmaðurinn er því ábyrgur fyrir að þær upplýsingar sem komi fram í skýrslu stjórnar séu ábyggilegar.  Félag endurkoðenda telja að óvissa ríki um hvort endurskoðun skuli ná til upplýsinga í skýrslu stjórnar eða eingöngu staðfesti að  upplýsingar séu veittar án álits á réttmæti þeirra.  Ársreikningaskrá RSK sýnir að úrbóta er þörf.  Sérstaklega verður gengið eftir því að kanna upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar hvað varðar ófjárhagslegar upplýsingar. 

Ófjárhagslegar upplýsingar eru viðbótarupplýsingar og mikilvægt fyrir stjórnarmenn að kynna sér þær vel, þær séu vandaðar og hægt að treysta því að þær séu í lagi.  Málið snýst um 65.gr. og 66.gr. í 6.kafla skýrslu stjórnar.  Í Skýrslu stjórnar 8.grein skal upplýsa um aðalstarfsemi og gefa yfirlit yfir þróun, stöðu og árangur í rekstri félagsins ásamt lýsingu á megináhættu og óvissuþáttum.  Spurningar sem vert er að velta upp eru t.d. Er stjórnarmaður viss um að fylgt sé skilgreindu verklagi og góðum stjórnarháttum? Mega bankar og lífeyrissjóðir fjárfesta í eða lána fyrirætkjum ef vandaðar ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar frá stjórnendum fyrirtækja staðfestar af stjórn?

Það er til staðall sem dregur þetta saman, en viðmið hafa ekki verið til hér á landi.  Til eru alþjóðleg viðmið  “The integrated Reporting Framework.  Að lokum sagði Sigurður að stjórnarmenn ættu að kynna sér vel lög og reglur um framsetingu viðbótarupplýsinga, upplýsingar verða að byggja á góðum stjórnarháttum, ferlum og undirliggjandi eftirlits-/stjórnkerfum.  Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að auka gagnsæi og veita góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækis.  Vönduð og vel unnin skýrsla stjórnar er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verðs-og lánshæfismats.  Þetta er ekki sprettur heldur langhlaup.

Hér er hlekkur á áhugavert myndband um "Integrated Reporting Framework": https://videopress.com/v/nboxyfAp
H
ér er hlekkur á vefsvæði Kontra Nordic en þar er að finna ýmsar upplýsingar á þessu sviði: https://kontranordic.com/links/

Fundinum var streymt á Facebook - hér er hlekkur á myndskrána:
https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

 

Um viðburðinn

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Kærar þakkir þið sem mættuð á fundinn - Hér er tengill á Facebook streymið: https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

Á þessum morgunfundi mun Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs fjalla um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu mun Sigurður Ólafsson fjalla út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Um þetta verður m.a. fjallað á þessum áhugaverða viðburði.

Ábyrgð einstakra stjórnarmanna er talsverð hvað varðar viðbótarupplýsingar. Mikilvægt er að upplýsingagjöfin byggi á vönduðum stjórnarháttum og lög um ársreikninga eru afgerandi um að viðbótarupplýsingagjöf um árangur, stöðu og megin óvissuþætti skulu vera hluti af skýrslu stjórnar. Atvinnuvegaráðuneytið gaf nýlega út reglugerð til fyllingar þessum ákvæðum.
Það er einnig athyglisvert að ársreikningaskrá RSK birtir nú sérstakar áherslur sínar um að í eftirliti með ársreikningum 2019 verði sérstaklega gengið eftir því að kanna ófjárhagslega upplýsingagjöf og skýrslu stjórnar. Þetta gæti bent til að úrbóta sé þörf í tilviki margra fyrirtækja.

Snertifletir umræðunnar eru allmargir og því er athygli áhugafólks innan margra faghópa vakin á þessum viðburði!

Fleiri fréttir og pistlar

Sögur af framtíðinni

Í gær lauk framtíðarráðstefna Dubai Future Forum. Á ráðstefnunni voru um 2000 framtíðarfræðingar, frá 95 þjóðum, en alls voru um 150 fyrirlesarar á ráðstefnunni. Af nógu að taka. Læt hér fylgja, til gamans, vefslóð á sögum frá framtíðinni, sem sendar voru út rétt fyrir ráðstefnuna. 

Stories From The Future (mailchi.mp) 

 

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.  Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Öryggismál og stjórnun: Gervigreind

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt helstu atriði sem fram kom á ráðstefnunni AI Safty Summit sem haldin var í Bretlandi að frumkvæmði breska forsætisráðherrans, Rishi Sunak. Sjá meðfylgjandi vefslóð:

To make the most of AI, we need multistakeholder governance | World Economic Forum (weforum.org) 

Vefslóðir um alþjóða strauma og stefnur

Hér eru nokkrar vefslóðir um alþjóðalega strauma og stefnur. Gæti verið áhugavert fyrir suma til að fletta :)

1/ The International Futures (IFs) model is a powerful simulation tool that enables users to explore, understand and shape global questions about future human wellbeing:
https://dms.academy/international-futures-simulation/

2/ The Futures of US-China Relations: Examining Historical Trends and Projections Using International Futures (IFs) System
https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/05/the-future-of-us-china-competition.html

3/ Figure 1 shows a future wheel example created on 25 February 2022 exploring the impacts of the Ukraine War.

https://drive.google.com/file/d/1LXHBLMHxZDw7b8XuEXjWZJDSXCQDNvi7

 

 4/ Cloud Service for causal mapping through systemic thinking:

https://insightmaker.com/insight/3BbHZaQdMeoYFj8Iwp2FFX/A-Future-Wheel-Ukraine-War

Watch the YouTube video here About Planetary Foresight; 

https://wfsf.org/director/#more-273

Institute for Economics & Peace and Alliance for Peacebuilding have collected all issues of their Future Trends here.

https://wfsf.org/futures-publications-newsletters/

 It’s Looking Like the 1930s: Axis and Allies in the Eurasian rimland

https://www.nationalreview.com/magazine/2023/12/its-looking-like-the-1930s/

The thematic overlap of three elements in Europe with the three elements in the Middle East is both surprising and eye opening

https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/02/the-key-to-prosper-in-future.html

Calculating Integral Power Indicators (IPI):

https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/07/ukraine-war-power-dynamics-and.html


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?