Að halda stefnunni - sýnileiki aðgerða og árangursmælikvarða hjá ÁTVR.

Fimmtudaginn 14. apríl hélt faghópur um stefnumótun og árangursmat fund í ÁTVR sem bar yfirskriftina „Að halda stefnunni - sýnileiki aðgerða og árangursmælikvarðar hjá ÁTVR. Það var Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdastjóri vörudreifingar, heildsölu tóbaks og rekstrarsviðs hjá ÁTVR sem fjallaði um með hvaða hætti ÁTVR notar árangursmælingar til að fylgja eftir aðgerðum sem styðja við stefnu fyrirtækisins. Tæpt var á atriðum allt frá hugmyndafræðinni til þeirra kerfa sem notuð eru við að koma árangursmælingum á framfæri og kynna þær fyrir starfsfólki fyrirtækisins.
ÁTVR skerpir fókusinn með því að hafa sýnilega mælikvarða. ÁTVR er rekið eins og hvert annað fyrirtæki á markaði nema að hjá þeim er stífari lagarammi, þau eru með einkaleyfi á sínu sviði og úrræði til að bææta afkomu eru eingöngu í lækkun kostnaðar (engar söluhvetjandi aðgerðir). Leiðarljósið er að stuðla að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð með því að framfylgja stefnu stjórnvalda á sínu sviði. Stefnan er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Öllu máli skiptir að hafa sameiginlegan skilning allra starfsmanna þegar lagt er af stað, hver er ávinningurinn og hver er útkoman. Til að allir fái sameiginlegan skilning hvert er verið að fara skiptir máli að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem eru notuð. Hvernig er t.d. tryggt að allir skilji hugtakið þjónusta eins? ÁTVR er með þjónustustefnu sem er kynnt í nýliðafræðslu, gildin: „lipurð, þekking, ábyrgð“ eru byggð inn í alla vinnu og ferla. Framkoma er skilgreind og innleiðing gildanna er á léttu nótunum. Varðandi samfélagsábyrgð þá gerði fyrirtækið könnun meðal starfsfólks hvað orðið samfélagsábyrgð þýðir. Einnig var kannað viðhorf viðskiptavina ÁTVR hvernig þeir upplifa að fyrirtækið sé að sinna samfélagsábyrgð.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að allir skilji vel verkefni og að allir hafi í huga „Í upphafi skal endinn skoða“, þ.e. að vita hver útkoman á að vera. Gríðarlegu máli skiptir réttur skilningur á hugtökum.
Til að forma aðgerðir þá nýtir ÁTVR sér stefnumiðaða stjórnun og gerir árlegt endurmat á stöðunni. EFQM, sviðsmyndavinna, og eigin rýni gefur grunn að aðgerðaplani. Gefið er út fréttablað á pappír sem er sent heim til allra „Flöskuskeytið“. Þar með er tryggt að allir starfsmenn fái upplýsingar um hvað er að gerast innan fyrirtækisins. Dæmi úr aðgerðarplagginu er: „Ábyrgir starfshættir“. Við förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð. Skorkort verður áfram mikilvægt stjórntæki til að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni. Utanumhald og umsýsla mælikvarða verður einfölduð og þeir gerðir sýnilegri. Aðgerðir: Nýtt kerfi sem heldur utan um árangursmælikvarða, þróa og einfalda mælikvarða, þróa mælikvarða. Mæld eru afköst í öllum vínbúðum, með hvaða hætti tekst verslunarstjórnum upp.
Mikil festa og eftirfylgni er í mælingunum sem er mánaðarleg. Mældir eru seldir lítrar pr. unnar klukkustundir. Annar mælikvarði er óskýrð rýrnun. Árið 2015 var niðurstaðan einungis 0,03%. Mikið eftirlit er með rýrnun að hálfu búðanna sjálfra, farið er yfir öll frávik, starfsfólki kennt að spotta líklega hegðun þjófa og líklegustu vörurnar eru taldar oftast. Rýrnun er ekki liðin og strax skoðað í öryggisvélum til að sjá hvað olli rýrnun viðkomandi vörutegundar.
Varðandi mælikvarða, hvað skiptir máli? Tilgangur og skilgreining mælikvarðans þarf að vera skýr, framsetning þarf að miðast við notendur, Til að höndla mælingar er notað Sharepoint 2013 með BI viðbótum, gögnin koma frá Navision, AGR, CRM, ýmsum könnunum og þjónustuaðilum. Mikill meirihluti uppfærist sjálfkrafa en t.d. niðurstöður kannana eru slegnar inn. Mælikvarðar eru meira og minna sýnilegir gagnvart öllum starfsmönnum í fyrirtækinu. Umbunakerfi er tengt mælikvörðunum, valin er vínbúð ársins í tveimur flokkum (stærri og minni vínbúðir), umbunin er gjafabréf/peningabréf til allra ásamt sameiginlegri skemmtun. Einnig er umbunað fyrir hulduheimsóknir, hún er í formi að kaupa eitthvað skemmtilegt með kaffinu.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?