Að skapa sín eigin tækifæri

Að skapa sín eigin tækifæri

 Faghópur um verkefnastjórnun Stjórnvísi hélt í morgun fund í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Á fyrirlestrinum kynntust þátttakendur ferlinu frá hugmynd að framkvæmd. Í því felst að virkja eigin frumkvöðlahugsun og forgangsraða hugmyndum sem vekja áhuga. Farið var yfir mótun viðskiptahugmyndarinnar, teymismyndun og fjármögnun í þeim tilgangi að veita þátttakendum trú á eigin hugmyndaferli. Þátttakendur fengu innsýn í frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og þann stuðning sem í boði er fyrir hugmyndaríkt fólk. Fundurinn var fyrir alla sem vilja opna á eigin frumkvöðlahugsun og efla sig í ferlinu að fá hugmyndir og fylgja þeim eftir. Fyrirlesarar voru þær Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir.
Hafdís Huld er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Hún hefur mikla reynslu af breytingastjórnun og að vinna með menningu skipulagsheilda. Hún hefur unun af því að skapa vettvang þar sem teymi finna í sameiningu lausnir til að bæta umhverfi sitt. Hafdís Huld hefur starfað sem lean sérfræðingur, verkefnastjóri og rekstrar- og mannauðsstjóri. Í dag er hún sjálfstætt starfandi meistarasmiður, ráðgjafi og fyrirlesari.
Svava Björk Ólafsdóttir stundar nám í markþjálfun og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Hún hefur mikla reynslu af stuðningsumhverfi frumkvöðla á Íslandi meðal annars í starfi sínu hjá Icelandic Startups. Hún hefur undanfarin ár sinnt ráðgjöf, fræðslu og stýrt fjölda verkefna með það að leiðarljósi að styðja við bakið á frumkvöðlum á fyrstu skrefunum. Í dag er hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi, fyrirlesari og þjálfari á nýsköpunarviðburðum.

Hafdís byrjaði á að fara yfir hve mikilvægt er að njóta ferðalagsins við að skapa, ekki einungis að einblína á lokatakmarkið.  Þá er mikilvægt að staldra við því hugurinn er alltaf á fleygiferð.  Einnig að huga að því að sumt fólk hefur jákvæð áhrif á okkur og annað fólk dregur okkur niður.  Á vinnustöðum í dag er mikilvægt að skapa umhverfi sem veitir innblástur.  Ef slíkt umhverfi er ekki til staðar þá getur verið gott að skipta um umhverfi til að ná hugarrónni.  Hafdís nefndi Háskólann í Reykjavík sem dæmi um stað þar sem hún upplifir skapandi umhverfi, byggingin, aðkoman o.fl. Síðan eru athafnir t.d. að hafa leir á borðum, hafa eitthvað í höndunum.  Mikilvægt er líka fyrir hvern og einn er að hugsa hvar maður fær bestu hugmyndirnar; er það í göngutúr, í íþróttahúsinu?  Einnig að hugsa og trúa því að maður fái sjálfur frábærar hugmyndir. 

Til eru gríðarlega margar athafnir til að skapa.  Hvað gerist t.d. í hugleiðslu?  Mótflug (negative brainstorming) er að hugsa t.d. hvernig bý ég til neikvæðustu heimasíðuna og getur reynst vel frekar en hugsa alltaf jákvætt.  Í Disney nálguninni er allt hægt og engar hömlur.  Einnig voru nefndar fleiri aðferðir eins og að skipta um hatta.  Það sem er gott að hafa í huga er að við erum ótrúlega dugleg í að draga niður góðar hugmyndir, segja „já og“ í staðinn fyrir nei, hræðsla við mistök? Hugsa hvað er að halda aftur af okkur og muna að það er æfingin sem skapar meistarann.  Síðan kemur að því að velja af hverju þú ert í núverandi verkefnum? Hvar liggur ástíðan okkar? Hver er tilgangur okkar?  Hafdís tók alla í stutta hugleiðslu og bað fólk um að staldra við og hugsa hvers vegna þeir væru mættir á þennnan fund og hver væri ástríða hvers og eins. Ef allir eru besta útgáfan af sjálfum sér þá verður heimurinn svo sannarlega betri.  Hafdís fór í lokin yfir mjög gott módel til að forgangsraða hugmyndum.  Á x-ás eru venjulegar/frumlegar hugmyndir og á y-ás auðvelt/erfitt að framkvæma. 

Svava sagði mikilvægast fyrir frumkvöðla að fókusa fyrst á 1. Hvaða vandamál er verið að leysa? 2. Hver er þörfin? 3. Af hverju af hverju af hverju? 4. Hver á vandamálið? (hver er viðskiptavinurinn) 5. Hvaða virði gefið þið viðskiptavininum.  Til þess að ná utan um þetta þá þarf að skilja og geta sagt frá hugmyndinni sinni.  Ef þú heldur hugmyndinni þinni út af fyrir þá gerist ekki neitt, því er mikilvægt að deila og segja frá og geta sagt frá.  Mikilvægt er að hafa spurningarnar okkar opnar þegar verið er að spyrja hvort ákveðið vandamál er til staðar.  Hvað myndir þú vilja sjá í þjónustu eins og okkar?  Fá fólk til að tjá sig um hugmyndina.  Allir voru hvattir til að skoða „The Business Model Canvas“.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands er með þetta módel á netinu.  Í öðrum hópnum eru markhóparnir og síðan er virðið.  Þá eru það tengsl við viðskiptavini, dreifileiðir og tekjur.  Síðan er endað á lykilsamstarfsaðilar, lykilstarfsemi, lykilauðlindir og kostnaður.  Það er bannað að skrifa beint á Canvas, það verður að nota límmiða því hugmyndin er alltaf að þróast og breytast.  Góðar hugmyndir eru að skoða vöru sem er til og módelinu er breytt s.s. eins og varðandi kaffi. Þú getur t.d. einungis keypt Expresso vél í ákveðinni búð í Kringlunni.  RBB tók auðlindina sem er hótel og gistirýmið og bættu við öðrum markhóp þ.e. fólk sem á rúm og herbergi og er tilbúið að leigja út.  Önnur tól er t.d. „value proposition Canvas“ og Customer Journey Mapping“.  Hvað gerirst frá því viðskiptavinurinn finnur okkur, hvert á ferðalagið að vera?  Varðandi þróun þá er það þróunarferlið, hönnun frumgerða.  Svava benti á bókin „The lean startup“ höf: Eric Ries.  Svava tók dæmi um SaaS hugbúnaðarfyrirtæki þar sem mikilvægt er að fá endurgjöf strax til þess að vita hvort viðskiptavinurinn vill kaupa.  Að þróa vöruna samhliða viðskiptavininum skiptir miklu máli til að stytta þróunartímann og vita að þú sért örugglega að þróa vöru sem er vel nýtt. 

Svava fór yfir hve frumkvöðlar eiga oft erfitt með að koma vörunni sinni á framfæri.  Svava tók dæmi um mann sem var að gefa út bók, hann prófaði hvaða litur/verð hentaði best áður en hann skrifaði bókina. Með þessari stuttu rannsóknarvinnu tókst honum að velja réttan lit á kápuna, rétt verð og skrifa metsölubók. Mjög mikilvægt er að gera viðskiptaáætlun, tímaáætlun, kostnaðaráætlun, markaðsáætlun.  Þörfin skiptir mestu máli, ekki kostnaðurinn og áætlunina þarf að endurskoða mjög reglulega.  Hugmynd er eitt en framkvæmd skiptir öllu máli.  Sá sem fjárfestir fjárfestir frekar í teymi en hugmynd.  Þegar verið er að bæta í teymi skiptir máli að fá styrkleika sem okkur vantar.  Teymið þarf að verða sterk heild því það er verkfærið sem framkvæmir og gerir hlutina að veruleika.  Hvernig ætlum við að vinna saman?  Það er að mörgu að huga og mikilvægt að hugsa um þá auðlind sem við erum.  En hvernig hittum við partner?  Engin ein leið er rétt en það er t.d. til síða á Facebook þar sem hægt er að óska eftir partner.  Varðandi að vaxa og fjármagna þá er þróunarferillinn mislangur. Sjóðirnir hjálpa fyrirtækjum yfir þennan feril þar til sala fer af stað.  Hægt er að taka lítil lán, einnig er hægt að fara í hópfjármögnun, viðskiptahraðla.  Það er svo mikið að fólki á Íslandi sem vill hjálpa og gefa góð ráð.  Mikilvægt er líka að mæta á viðburði hjá öllum þeim sem bjóða upp á þá.  Icelandic Startups, Nýsköpunarmiðstöð, Startup Iceland, Stjórnvísi eru allt aðilar sem vert er að skoða.  Að lokum sagði Svava að mikilvægast af öllu væru að vera með rétta fólkið því teymið er lykilatriðið, tala um hugmyndina, aldrei hætta að testa, þekkja viðskiptavinin og vandamálið hans, ekki vera eitthvað fyrir alla, æfa sig í ferlinu, og nýta þann stuðning sem er í boði. 

Um viðburðinn

Að skapa sín eigin tækifæri

Á fyrirlestrinum munu þátttakendur kynnast ferlinu frá hugmynd að framkvæmd. Í því felst að virkja eigin frumkvöðlahugsun og forgangsraða hugmyndum sem vekja áhuga. Farið verður yfir mótun viðskiptahugmyndarinnar, teymismyndun og fjármögnun í þeim tilgangi að veita þátttakendum trú á eigin hugmyndaferli.Þátttakendur munu fá innsýn í frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og þann stuðning sem í boði er fyrir hugmyndaríkt fólk.

Fyrir hverja: Fyrir alla sem vilja opna á eigin frumkvöðlahugsun og efla sig í ferlinu að fá hugmyndir og fylgja þeim eftir.


Hafdís Huld Björnsdóttir er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Hún hefur mikla reynslu af breytingastjórnun og að vinna með menningu skipulagsheilda. Hún hefur unun af því að skapa vettvang þar sem teymi finna í sameiningu lausnir til að bæta umhverfi sitt. Hafdís Huld hefur starfað sem lean sérfræðingur, verkefnastjóri og rekstrar- og mannauðsstjóri. Í dag er hún sjálfstætt starfandi meistarasmiður, ráðgjafi og fyrirlesari.

Svava Björk Ólafsdóttir stundar nám í markþjálfun og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Hún hefur mikla reynslu af stuðningsumhverfi frumkvöðla á Íslandi meðal annars í starfi sínu hjá Icelandic Startups. Hún hefur undanfarin ár sinnt ráðgjöf, fræðslu og stýrt fjölda verkefna með það að leiðarljósi að styðja við bakið á frumkvöðlum á fyrstu skrefunum. Í dag er hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi, fyrirlesari og þjálfari á nýsköpunarviðburðum.

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?