Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun

Anna Guðrún Ahlbrecht gæðastjóri Landmælinga setti í morgun fund í Tollhúsinu sem var á vegum faghópa um ISO og gæðastjórnun. Fundurinn var vel sóttur og komust færri að en vildu. Anna Guðrún kynnti Stjórnvísi og efni fundarins jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.
Á fundinum var fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt var frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig var sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynnti forsögu staðalsins sem hófst með því að árið 2008 var samþykkt á Alþingi ákvæði um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í framhaldi hófst vinna við að þróa vottunarferli fyrir fyrirtæki og skipuð var tækninefnd sem í sátu fulltrúar frá ýmsum félögum. Ferlið tók 4 ár frá því tækninefndin var stofnuð þar til staðallinn kom út. Uppbyggingin átti að vera sambærilega öðrum stöðlum s.s. ISO 9001. Í alþjóðlegum stöðlum þarf að hafa margt í huga. Staðallinn þarf að vera byggður upp sem formáli, inngangur, umfang, forsendur, hugtök og skilgreiningar, kröfur til stjórnunar jafnlaunakerfis og leiðbeinandi viðaukar. Tilgangur jafnlaunastaðalsins var að gera fyrirtækjum kleift að nota faglegar aðferðir við ákvörðun launa, virka rýni og umbætur. Forsendur innleiðingar eru að fyrirtæki hafi jafnlaunastefnu. Eins og í öðrum stöðlum þar að innleiða hlutverk, ábyrgð og völd, hæfni, þjálfun, samskipti, vöktun og mælingu. Kynna þarf til starfsmanna á tölfræðilegum grundvelli niðurstöður til að fullvissa þá um að staðlinum sé fylgt eftir. Innri úttektir þarf að gera með reglulegu tímabili. Ef upp kemur launamunur sem ekki er hægt að útskýra þarf að rýna hann og koma með tillögur um úrbætur. Skilgreina þarf öll störf og bera saman við önnur störf, gera starfslýsingar og/eða spurningalista um innihald starfa. Tvær aðgerðir voru kynntar við flokkun starfa. Að lokum þarf að gera prófanir t.d. hvort kvennastörf flokkast lægra en karlastörf og ræða hvort slíkt sé eðlilegt.
BSI group er faggildur vottunaraðili fyrir staðalinn. Staðallinn lýsir kerfi sem fyrirtæki geta sett upp hjá sér til að nálgast það að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu. Flokka á öll störf og verðmæti þeirra. Niðurstöður á að birta að svo miklu leiti sem það er hægt. Laun stjórnenda á að birta ef þeir eru nægilega margir.
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra kynnti tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST85:2012 sem Tollstjóri tók þátt í. Verkefninu var stýrt af fjármálaráðuneytinu. Ávinningurinn af því að innleiða slíkan staðal er: vottað stjórnkerfi, gagnsæi, auðveldari gerð stofnanasamninga og starfslýsinga og bætt stofnanamenning. Varðandi undirbúning stofnunarinnar þá var stofnaður verkefnahópur. Unnin var grunnur að skilgreiningum, viðmið og undirviðmið valin fyrir starfsflokkun. Stofnaður var rýnihópur stjórnenda, allir stjórnendur tóku þátt í henni. Markmiðið var að fá sameiginlegan skilning stjórnenda og að efla trú þeirra á verkefninu. Í framhaldi var unni starfaflokkun: Yfirsýn yfir embættið í heild, störf metin og flokkuð ekki starfsmenn sem sinna þeim. Öll þessi hugsun getur verið framandi fyrir mannauðsstjóra og því mikilvægt að gæðastjóri kæmi að verkefninu. Hvert fyrirtæki fyrir sig þarf að ákveða viðmið við starfaflokkun. Þekking 35% (menntun 65% og starfsreynsla 35%), hæfni 30% , ábyrgð 25% og vinnuumhverfi 10%.
Hvert starf er metið og hvaða menntun þarf að uppfylla. Starfsreynsla er metin frá 0-8. Þegar búið var að flokka störfin var farið í greiningu á þeim þáttum sem hafa áhrif á laun til að fá sem réttastan samanburð á launum karla og kvenna. Jafnlaunavottun-úttekt fór fram hjá Tollstjóra og var vottunaraðilinn Vottun hf Kostnaðurinn við vottunina var 760.000.-kr. síðan eru viðhaldsúttektir árlega. Kostnaðurinn liggur mestur í undirbúningi þ.e. tíma starfsmanna. Ein helsta áskorunin og hindrunin í innleiðingarferlinu var áhrif mismundandi kjarasamninga á launasetningu, BHM, SFR og TFÍ, ná fram sameiginlegri sýn og skilningi á verkefnum annarra, meta starf en ekki starfsmanna.
Það sem kom helst út úr þessu eru: betri starfslýsingar, jafnréttisáætlun, árleg skýrsla jafnréttisfulltrúa og rýni stjórnenda á jafnréttismál (ekki bara jafnlaunamál) tvisvar sinnum á ári.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?