Anna Guðrún Ahlbrecht gæðastjóri Landmælinga setti í morgun fund í Tollhúsinu sem var á vegum faghópa um ISO og gæðastjórnun. Fundurinn var vel sóttur og komust færri að en vildu. Anna Guðrún kynnti Stjórnvísi og efni fundarins jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.
Á fundinum var fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt var frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig var sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynnti forsögu staðalsins sem hófst með því að árið 2008 var samþykkt á Alþingi ákvæði um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í framhaldi hófst vinna við að þróa vottunarferli fyrir fyrirtæki og skipuð var tækninefnd sem í sátu fulltrúar frá ýmsum félögum. Ferlið tók 4 ár frá því tækninefndin var stofnuð þar til staðallinn kom út. Uppbyggingin átti að vera sambærilega öðrum stöðlum s.s. ISO 9001. Í alþjóðlegum stöðlum þarf að hafa margt í huga. Staðallinn þarf að vera byggður upp sem formáli, inngangur, umfang, forsendur, hugtök og skilgreiningar, kröfur til stjórnunar jafnlaunakerfis og leiðbeinandi viðaukar. Tilgangur jafnlaunastaðalsins var að gera fyrirtækjum kleift að nota faglegar aðferðir við ákvörðun launa, virka rýni og umbætur. Forsendur innleiðingar eru að fyrirtæki hafi jafnlaunastefnu. Eins og í öðrum stöðlum þar að innleiða hlutverk, ábyrgð og völd, hæfni, þjálfun, samskipti, vöktun og mælingu. Kynna þarf til starfsmanna á tölfræðilegum grundvelli niðurstöður til að fullvissa þá um að staðlinum sé fylgt eftir. Innri úttektir þarf að gera með reglulegu tímabili. Ef upp kemur launamunur sem ekki er hægt að útskýra þarf að rýna hann og koma með tillögur um úrbætur. Skilgreina þarf öll störf og bera saman við önnur störf, gera starfslýsingar og/eða spurningalista um innihald starfa. Tvær aðgerðir voru kynntar við flokkun starfa. Að lokum þarf að gera prófanir t.d. hvort kvennastörf flokkast lægra en karlastörf og ræða hvort slíkt sé eðlilegt.
BSI group er faggildur vottunaraðili fyrir staðalinn. Staðallinn lýsir kerfi sem fyrirtæki geta sett upp hjá sér til að nálgast það að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu. Flokka á öll störf og verðmæti þeirra. Niðurstöður á að birta að svo miklu leiti sem það er hægt. Laun stjórnenda á að birta ef þeir eru nægilega margir.
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra kynnti tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST85:2012 sem Tollstjóri tók þátt í. Verkefninu var stýrt af fjármálaráðuneytinu. Ávinningurinn af því að innleiða slíkan staðal er: vottað stjórnkerfi, gagnsæi, auðveldari gerð stofnanasamninga og starfslýsinga og bætt stofnanamenning. Varðandi undirbúning stofnunarinnar þá var stofnaður verkefnahópur. Unnin var grunnur að skilgreiningum, viðmið og undirviðmið valin fyrir starfsflokkun. Stofnaður var rýnihópur stjórnenda, allir stjórnendur tóku þátt í henni. Markmiðið var að fá sameiginlegan skilning stjórnenda og að efla trú þeirra á verkefninu. Í framhaldi var unni starfaflokkun: Yfirsýn yfir embættið í heild, störf metin og flokkuð ekki starfsmenn sem sinna þeim. Öll þessi hugsun getur verið framandi fyrir mannauðsstjóra og því mikilvægt að gæðastjóri kæmi að verkefninu. Hvert fyrirtæki fyrir sig þarf að ákveða viðmið við starfaflokkun. Þekking 35% (menntun 65% og starfsreynsla 35%), hæfni 30% , ábyrgð 25% og vinnuumhverfi 10%.
Hvert starf er metið og hvaða menntun þarf að uppfylla. Starfsreynsla er metin frá 0-8. Þegar búið var að flokka störfin var farið í greiningu á þeim þáttum sem hafa áhrif á laun til að fá sem réttastan samanburð á launum karla og kvenna. Jafnlaunavottun-úttekt fór fram hjá Tollstjóra og var vottunaraðilinn Vottun hf Kostnaðurinn við vottunina var 760.000.-kr. síðan eru viðhaldsúttektir árlega. Kostnaðurinn liggur mestur í undirbúningi þ.e. tíma starfsmanna. Ein helsta áskorunin og hindrunin í innleiðingarferlinu var áhrif mismundandi kjarasamninga á launasetningu, BHM, SFR og TFÍ, ná fram sameiginlegri sýn og skilningi á verkefnum annarra, meta starf en ekki starfsmanna.
Það sem kom helst út úr þessu eru: betri starfslýsingar, jafnréttisáætlun, árleg skýrsla jafnréttisfulltrúa og rýni stjórnenda á jafnréttismál (ekki bara jafnlaunamál) tvisvar sinnum á ári.
Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun
Fleiri fréttir og pistlar
Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Prósent og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði. Smelltu hér til að bóka þig á viðburðinn.
Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 4. október frá 08:30 til 09:15 í HR eða í streymi.
Fyrirlesari: Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.
Fyrirlesari
Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.
Um rannsóknina
Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.
Rannsóknarmódelið sem notast er við til mælinga er 16 spurninga útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI). MBI er fyrsti vísindalega þróaði mælikvarðinn fyrir kulnun og er mikið notaður víða um heim. Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), tortryggni (e. cynicism) og afköst í starfi (e. professional efficacy).
Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntunarstigi, fjölda barna á heimili og tekjum.
Prósent hefur framkvæmt rannsóknina í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú komin samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021, 2022 og 2023.
Byggir hver rannsókn á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri á öllu landinu sem eru á vinnumarkaðinum.
Niðurstöður síðasta árs
Niðurstöður könnunar 2022, leiddu meðal annars í ljós að 28% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar einu sinni í viku eða oftar. Það verður áhugavert að vita í hvaða átt þessi þróun stefnir.
Smelltu hér til að bóka þig. Allir velkomnir - frír aðgangur. Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum.
Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.
FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur. Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir.
Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga. Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.
Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams
Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum
Dagskrá:
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna.
09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR
09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu
09:45 Tengslamyndun og spjall
10:00 Fjölmenningarsamfélagið - Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel
10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf - Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?
i
11:00 Ráðstefnuslit
Verið öll hjartanlega velkomin
Aðgangur er frír.
Hér má sjá myndir frá viðburðinum. Hérna er hlekkur á upptöku af fundinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í FlyOverIceland þar sem nýju starfsári var startað af krafti. Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, örstuttur tími gafst til að sameinast um viðburði, skerpt var á stefnu og gildum félagsins.
Krafturinn í stjórnum faghópanna er meiri en nokkru sinni fyrr eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur.
Í lok fundar þar sem ríkti bæði gleði og kátína var boðið upp á einstaklega skemmtilega flugferð.
22. ágúst 2023
Er vá af háþróaðri gervigreind?
Komin er út skýrsla á vegum samtaka framtíðarfræðinga, Millennium Project, sem varar við hættunni af háþróaðri gervigreind, og bendir á nauðsyn alheimssamvinnu á þessu sviði.
Í skýrslunni koma fram viðhorf helstu leiðtoga heims, er varða þróun gervigreindar, og hugmyndir þeirra um hugsanlega framtíðarþróun.
Skýrsla Millennium Project varar við því að háþróuð gervigreindarkerfi gætu komið fram fyrr en búist er við, sem hefði áður óþekkta áhættu í för með sér nema gripið sé til viðunandi ráðstafana á alþjóðavísu.
Í skýrslunni, sem ber titilinn International Governance Issues of the Transition from Artificial Narrow Intelligence to Artificial General Intelligence (AGI), kemur fram álit 55 gervigreindarsérfræðinga frá Bandaríkjunum, Kína, Bretlandi, Kanada, Evrópusambandinu og Rússlandi. Þeir fjalla meðal annars um hvernig eigi að takast á við AGI—AI, á grundvelli nýrra forsenda um þróun gervigreindar. Meðal þessara sérfræðinga eru Sam Altman, Bill Gates og Elon Musk.
Í skýrslunni segir að AGI gæti skapað gervigreind umfram mannlega hæfileika. Skortur á reglum gæti leitt til skelfilegra afleiðinga, þar með talið tilvistarógnun við mannkynið ef slík kerfi eru ekki í samræmi við mannleg gildi og hagsmuni. Í skýrslunni kemur fram að engir núverandi innviða séu nægilega undirbúnir til að takast á við áhættuna og þau tækifæri sem skapast af gervi almennrar greindar (AGI). Þetta kallar á hraðari þróun nýrra viðmiða, reglna, sem eru sveigjanlegar og sem gera ráð fyrir hraðari þróun á þessu sviði en gert hefur verið ráð fyrir og sem varna óþarflegri áhættu sem þróunin gæti leitt af sér.
„AGI er nær en nokkru sinni fyrr – næstu framfarir gætu farið fram úr greind manna,“ hefur skýrslan eftir Ilya Sutskever, meðstofnanda OpenAI. „Aðlögun við mannleg gildi er mikilvæg en krefjandi.“ Ben Goertzel, höfundur AGI Revolution.
Aðrar helstu niðurstöður eru:
• Ávinningur AGI verður verulegur á sviði læknisfræði, menntunar, stjórnunar og framleiðni, og því keppast fyrirtæki um að vera fyrst til að hagnýta sér hana.
• AGI mun auka pólitískt vald, og því keppast stjórnvöld um að vera fyrst í að innleiða slík kerfi.
• Alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt til að takast á við harðandi samkeppni meðal þjóða og fyrirtækja sem keppa um yfirburði á sviði gervigreindar. Sameiginleg áhætta kann að knýja á um samvinnu, milli ólíkra aðila, og draga úr vantrausti þeirra á milli.
• Hugsanlega þarf óvenjulegar ráðstafanir til að framfylgja nauðsynlegum aðgerðum á sviði stjórnsýslu í þessu sambandi bæði innan ríkja og á heimsvísu.
• Umdeildar tillögur um að takmarka rannsóknir og þróun, á þessu sviði gætu orðið nauðsynlegar, til að þróa innviði og lausnir til að takast á við hugsanlega almenna vá.
• Glugginn til að þróa skilvirkar lausnir er þröngur, krefst áður óþekkts samstarfs.
„Við erum öll í sama báti? – ef það gengur illa, þá erum við öll dauðadæmd,“ vitnar skýrslan í Nick Bostrom, prófessor í Oxford.
Millennium Project kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum til að skapa AGI reglur og viðmið á innlendum og alþjóðlegum vettvangi áður en háþróuð gervigreind fer yfir getu mannkyns til að stjórna því á öruggan hátt. „Ef við fáum ekki samþykkt Sameinuðu þjóðanna um AGI og AGI-stofnun Sameinuðu þjóðanna til að framfylgja reglum og verndaraðgerðum, þá gætu ýmsar gerðir gervigreindar komið fram sem við höfum ekki stjórn á og okkur líkar ekki við,“ segir Jerome Glenn, forstjóri hjá Millennium Project.
Sjá nánar með því að fara inn á vefinn https://www.millennium-project.org/transition-from-artificial-narrow-to-artificial-general-intelligence-governance/
Þetta starf var stutt af Dubai Future Foundation og Future of Life Institute. Millennium Project var stofnað árið 1996 og eru alþjóðleg samtök með 70 formlegar tengingar, starfsstöðvar, um allan heim.
Framtíðarsetur Íslands er ein af þessum starfsstöðvum og er hluti af umræddri rannsókn. Forstöðumaður setursins er Karl Friðriksson, sem veitir frekari upplýsingar, sími 8940422 eða karlf@framtíðarsetur.is, en einnig er hægt að hafa beint samband við forstöðumann Millennium Project, Jerome Glenn, +1-202-669-4410, Jerome.Glenn@Millennium-Project.org
„Mikilvægt er að hvetja til að hugað sé að góðum stjórnarháttum á Íslandi. Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“
Fréttaumfjöllun - viðtal við Svanhildi Hólm framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.
Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.
Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi
Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og verkfræðiþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.
Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:
- Arion banki hf.
- Eik fasteignafélag hf.
- Fossar fjárfestingarbanki hf.
- Icelandair Group hf.
- Íslandssjóðir hf.
- Kvika banki hf.
- Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
- Mannvit hf.
- Reginn hf.
- Reiknistofa bankanna hf.
- Reitir hf.
- Sjóvá hf.
- Stefnir hf.
- Sýn hf.
- TM tryggingar hf.
- Vátryggingafélag Íslands hf.
- Vörður hf.
- Ölgerðin Egill Skallagríms hf.
Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stutt erindi þar sem hún spurði fundargesti hvort við sem heild værum til fyrirmyndar þegar kemur að tækifærum kynjanna til stjórnunarstarfa. Í máli hennar kom meðal annars fram að þó svo að Ísland leiði lista Alþjóðaefnahagsráðsins er snýr að kynjajafnrétti, 14 árið í röð og hafi fengið gullvottun frá Sameinuðu þjóðunum árið 2022 sem viðurkenningu á hlutverki Íslands sem leiðandi ríki í jafnréttisbaráttu, þá væri staðan óásættanleg þegar kemur að stöðu kvenna í framkvæmdastjórastöðum og stjórnum hér á landi. Almennt eru konur einungis 21 % allra framkvæmdastjóra hér á landi en karlmenn 79% og hjá skráðum félögum væru konur 13% forstjóra.
Þegar litið væri til stjórna allra félaga væru konur fjórðungur stjórnarmanna en um 44% hjá skráðum félögum og þar er það kynjakvótinn sem hefur áhrif. Ásta Dís velti því upp hverjir það væru sem gætu breytt stöðunni hér á landi og nefndi fjölmörg dæmi í því samhengi. T.d væru það stjórnvöld sem m.a. gætu farið þá leið að setja á kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga, fjárfestar gætu sett ákvæði í eigendastefnu sína. Atvinnulífið gæti einnig lagt sitt af mörkum til að breyta stöðunni og þar þyrftu leiðtogar stærstu félaganna og samtakanna að vera öflugir talsmenn jafnréttis. Síðast en ekki síst gætu stjórnir félaga komið á menningu jafnra tækifæra og innleitt arftakaáætlanir í félög. Ásta Dís lauk máli sínu á því að jafnrétti er ákvörðun og til þess þarf að hafa öflugar fyrirmyndir líkt og þau sem fengu viðurkenninguna á viðburðinum.
Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem sjá má á www.leidbeiningar.is.
Það voru svo Gunnlaugur B. Björnsson samskiptastjóri Viðskiptaráðs og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.