Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð héldu morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel.  Efni fundarins var góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn var á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal árlega  yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem  eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og  mútumálum. Fundarstjóri var Harpa Guðmundsdóttir Marel sem situr í stjórn faghóps um ábyrga stjórnarhætti. 

Fyrsta erindið flutti Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel.  Vel hefur gengið að innleiða ábyrga stjórnarhætti hjá Marel.  Þorsteinn fjallaði um lög og reglur ársreikninga á Íslandi 66c.  Þar kemur fram að félag skal árlega birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í sérstökum kafla.  Í 66d kemur fram að fyrirtæki þurfa að veita upplýsingar sem leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-,félags-og starfsmannamál  jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar-og mútumálum.

En hvað gerist ef ekki er verið að uppfylla lögin.   Í 124gr. Segir að hver sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara geti hlotið fangelsissekt.  Á rsk.is kemur fram í eftirliti ársreikningaskrá áhersluatriði. 

En hvaða viðmið skal velja?  Mikil flóra er af viðmiðum, stöðlum og hjálparögnum.  Í flestum tilfellum er bent á GRI, yfirgripsmikill og skilur lítið eftir útundan, aðferðafræðin bakvið mælikvarða er mjög skýr en þungur í framkvæmd og krefst mikillar vinnu.  ISO 26000 fer mjög vel yfir alþjóðleg viðmið, mjög hjálplegur við stefnumótun, hjálpar ítið vð ársskýrsluritun.  Global Compact SÞ er mjög aðgengilegur og þægilegur fyrir fyrstu skref, fyrst og fremst hjálplegur til þess að skilja alþjóðleg viðmið, kostnaðarsamt að taka þátt fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu.  ESG viðmið Nasdaq, einföld framkvæmd, samræmd skilaboð, tilbúin til samanburðar.  ESG er mjög hjálplegur fyrir fyrirtæki að bera sig saman við aðra og hjálpar að skilja ófjárhagslega mælikvarða.  Gríðarlega verðmæt tækifæri til að virkja starfsfólkið og skipulagsheildina ef þetta er framsett á mannamáli.  Mannlegu og umhverfisþættirnir eru alltaf að verða meira og meira mikilvægir.  Allir fjárfestar horfa á fjárhagslegan ávinning en lítið spurt út í sjálfbærni í rekstri.   Erlendir fjárfestar spyrja meira út i sjálfbærni en íslenskir.  Hægt er að hafa áhrif á fjármagnskostnað með því að sýna að þú mælir ófjárhagslega mælikvarða í rekstri fyrirtækja og sýnir fram á að þú sért ábyrgur.  Sumir fjárfesta ekki lengur í fyrirtækjum sem ekki eru með ófjárhagslega mælikvarða. Helstu áskoranirnar eru hugarfarsbreytingin; þetta er ekki aukaverkefni, þetta á ekki heima undi neinni sjálfbærnideild, stjórnendur verða að taka þetta alvarlega og styðja við breytingarnar. Varðandi úthaldið þá má þetta ekki vera átaksverkefni um að komast á ákveðinn punkt, þarf að snúast um sífelldar framfarir og má ekki vera íþyngjandi.  Gagnasöfnun þarf að vera vönduð frá upphafi því það er erfitt að hefja umbótaverkefni án góðra gagna og samanburður þarf að vera áreiðanlegur.  Varðandi umbætur þá þarf þetta að tengjast helstu verkefnum. 

Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi fjallaði í erindi sínu um gagnsæi, völd og valdmörk o „fylgja eða skýra“.  Samspil milli góðra stjórnarhátta og samfélagsábyrgðar fyrirtækja fer að fara vaxandi upp úr 2009.  Þess vegna hafa þeir verið meira í dagsljósið.  En mikilvægt er að gera skýran greinarmun þar á.  Góðir stjórnarhættir eru leiðandi til þess að fyrirtækið verði samfélagslega ábyrgt. Fræðigreinin fer að birtast fyrir 15 árum síðan um góða stjórnarhætti „Corporate Governance(CG). Þórunn hvetur aðila til að staldra við og hugsa málið, hvernig getur þetta hjálpað okkur að vera betri.  Hluthafafundur – stjórn – framkvæmdastjóri er þríliða sem verður að vera til staðar og sýnir hvernig við dreifum valdi innan fyrirtækisins.  Stjórnarhættir snýst um samskiptin í þessari þríliðu.  Á hluthafafundi er kosin stjórn sem tekur ábyrgð á því að félagið sé rekstrarhæft og hafi góðan framkvæmdastjóra.  Í grunninn snúast góðir stjórnarhættir um að öxluð sé ábyrgð af öllum þessum þremur aðilum og gæta þess að hver og einn sé ekki að vaða inn á starfsemi hins.  Allir eiga að axla sína ábyrgð en ekki að fara inn á svið hins.  En hvernig getum við passað upp á hagsmunaárekstra og óhæði stjórnarmanna.  Stjórn þarf að vera hlutlaus gagnvart framkvæmdastjóri sem og hluthafar gagnvart stjórn.  Stjórn á t.d. ekki að taka fram fyrir framkvæmdastjóra og fara beint í starfsmenn. 

Upphaflega eru upplýsingarnar gerðar til að skapa gagnsæi og skýra upplýsingagjöf til fjárfesta sem geta þá tekið upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé góður fjárfestingakostur.  Í dag er vaxandi krafa um vaxandi ábyrgð bæði eftirlitsaðila, vinnuafl, stjórna o.fl.  Sem almennir borgarar eigum við að geta verið þess fullviss að fyrirtæki séu að gera þá hluti sem þau segjast vera að gera. Fyrirtæki hafa leiðbeiningarnar sem leiðarljós og styðjast við hvað eigi að vera að hugsa um.  Við erum að þessu fyrir fyrirtækið þannig að það sé líklegra til að ná árangri til lengri tíma.  Í grein 54 er fyrirtækjum skylt að fylgja lögum um ábyrga stjórnarhætti.  Er þá lagasetningin farin að taka þetta of langt?  Hvernig sinnum við best þeim hagsmunum sem okkur varðar?  Eitt af prinsipum í góðum stjórnarnháttum er að fylgja lögum.  Notum staðla og viðmið en beitum skynseminni!

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs sagði frá eigendastefnu Birtu lífeyrissjóðs. Stefnunni er ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta.  Góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð eru stjórnarhættir sem leiða til langtíma verðmætasköpunar, takmarka áhættu og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.  Ólafur kynnti rannsókn á fylgni stjórnhátta og árangri fyrirtækja sem gerð var á 51 þáttum í stjórnháttum fyrirtækja og rekstrarárangri. Brown og félagar sem gerðu þessa rannsókn tók dæmi um undirþætti sem skoðaðir eru sérstaklega s.s. mæting á stjórnarfundi, sjálfstæð valnefnd, hámarksseta í stjórn, starfsreglur stjórnar séu opinnberar o.fl. Birta lífeyrissjóður leggur áherslu á að árangurstengdar greiðslur og /eða kaupréttir til lykilstjórnenda og almennra starfsmanna hafi langtímahagsmuni hluthafa að leiðarljósi.  Slík kerfi verða fyrst og fremst að hafa skýr og mælanleg markmið sem auðvelt er að rökstyðja fyrir hluthöfum  Á hverju byggir svona setning og hvað felst í henni?  Erlendar rannsóknir benda til þess að árangurstengdar greiðslur hafi jákvæð áhrif á fyrirtæki. Stjórn Birtu er samþykk árangurstengdum greiðslum og kaupréttum. Árangurstengingar þurfa að vera skýrar.  Óútskýranlegar hvatatengdar greiðslur sem eru ekki í samræmi við stærð og rekstrarárangur hafa neikvæð áhrif á árangur skv. rannsókn Moody´s á 85000 fyrirtækjum frá 1993-2003.  Óhóflegir og ósamhverfir valréttir hafa neikvæð áhrif á arðsemi hluthafa, valda óhóflegri áhættutöku og hafa áhrif á framsetningu ársreikninga.  Rannsókn Sanders og Hamcrick á 950 fyrirtækjum En hvað eru góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð?  Birta lífeyrissjóður er langtíma fjárfestir og gerir kröfur um að sjónarmið sjóðsins fái umfjöllun í stjórnum fyrirtækja þar sem sjoðurinn á hlutdeild.  Stærsta fjárfesting Birtu er í Marel þar sem viðhafðir eru góðir stjórnarhættir sem gagnast.  Vonandi verða til þættir þar sem hægt er að tengja saman ákveðna þætti.  

Um viðburðinn

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð halda
morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel, Austurhrauni 9, 210
Garðabæ.


Efni fundarins verður góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn
verður á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um
góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal
árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og
grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem
eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við
umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu
félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum.


Fyrirlesarar eru:

  • Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel
  • Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs 
  • Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi

Fundarstjóri: Harpa Guðfinnsdóttir


Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt
byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið
í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.


Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu. 
Hlökkum til að sjá þig.

Fleiri fréttir og pistlar

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

AI straumar, þróun og fróðleikur – Skýrsla undanfari ráðstefnu

Í annarri viku febrúar verður áhugaverð ráðstefna um alþjóðlega þróun gervigreindar, tækifæri og ógnir https://www.elysee.fr/en/sommet-pour-l-action-sur-l-ia Verulegur undirbúningur hefur farið fram þannig að ráðstefnan skil einhverjum áfanga í „vegferð gervigreindarinnar.“

Í gær var gefin út umfangsmikil skýrsla í tengslum við ráðstefnuna The International Scientific Report on the Safety of Advanced AI. Hægt er að nálgast skýrsluna þessari vefslóð:

 https://assets.publishing.service.gov.uk/media/679a0c48a77d250007d313ee/International_AI_Safety_Report_2025_accessible_f.pdf

Um er að ræða 298 blaðsíðna skýrslu, með um 1366 tilvitnum. Höfundarnir, sem eru 96 eru allir sérfræðingar í gervigreind. Teymisstjóri hópsins er  Yoshua Bengio.

Hér er stutt kynning á Twitter:

 https://x.com/Yoshua_Bengio/status/1884593469265502482

 Að lokum þá mun Yoshua Bingio vera með fyrirlestur frá París 9 febrúar. Hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi á vefslóðinni: https://www.youtube.com/live/qBdox9VTRcs

Verðlaunahafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2024

Hér er linkur á streymið, á örmyndbönd, myndir, frétt á visi, mbl, vb.is,  Þann 16. janúar 2025 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 kynntar og er þetta tuttugasta og sjötta árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.

Ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju á sínum markaði

„Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila“

Segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi.

Þau fyrirtæki sem vinna á sínum markaði fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar í sínu markaðsefni sem og að njóta heiðursins.

Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 48 fyrirtæki í 15 atvinnugreinum, þar af eru tíu fyrirtæki sem ekki hafa verið áður. Nokkur munur er á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 58,6 til 84,4 af 100 mögulegum.

indó sigurvegarinn í ár

indó er sigurvegari Ánægjuvogarinnar árið 2024 með 84,4 stig og er þetta í fyrsta skiptir sem niðurstöður hafa verið birtar fyrir bankann. Í öðru sæti og einungis tveimur stigum frá er Dropp með 84,2 stig. Dropp var sigurvegari Ánægjuvogarinnar í fyrra.

Tíu fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði

Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina.

Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 – Gullhafar

  • Indó, 84,4 stig meðal banka
  • Dropp 84,2 stig meðal póstþjónustufyrirtækja
  • Costco eldsneyti 81,0 stig meðal eldsneytis- og hraðhleðslustöðva
  • IKEA 78,2 stig meðal húsgagnaverslana
  • Nova 77,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
  • Krónan 74,1 stig meðal matvöruverslana
  • A4 73,8 stig meðal ritfangaverslana
  • Icelandair 72,3 stig meðal flugfélaga
  • BYKO 71,5 stig meðal byggingavöruverslana
  • Sjóvá 69,1 stig meðal tryggingafélaga

Vinningshafar í sinni atvinnugrein 2024 – Blátt merki

Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur.

  • Lyfjaver 76,6 stig meðal apóteka
  • ELKO 76,2 stig meðal raftækjaverslana
  • Orka náttúrunnar 69,1 stig meðal raforkusala
  • Smáralind 65,2 stig meðal verslunarmiðstöðva

Kvartanir hafa áhrif á tryggð viðskiptavina

Tvær spurningar um kvartanir eru í líkaninu. Annars vegar er spurt hvort að viðskiptavinir hafi kvartað eða haft ástæðu til að kvarta og hins vegar um hversu ánægðir þeir voru með úrlausn kvörtunarinnar. Samkvæmt bandarísku ánægjuvoginni hefur þessi málaflokkur mikil áhrif á tryggð viðskiptavina og því fleiri sem hafa kvartað því minni er tryggðin. Niðurstöður hérlendis sýna að hlutfall þeirra sem kvörtuðu var 5% en 18% höfðu ástæðu til að kvarta en gerðu það ekki.

Íslenska Ánægjuvogin í meira en aldarfjórðung

Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en mælingarnar byggja á erlendu líkani og aðferðafræði. Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina, þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu.

Mæling sem þessi er mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um.“

Segir Gunnhildur að lokum.

 

Breyting á upphafsspurningu í takt við breytta tíma

Í takt við breytta tíma og í samræmi við evrópsku (ECSI) og bandarísku ánægjuvogina (ACSI) var ákveðið að breyta upphafsspurningu um hvar svarendur eru í viðskiptum. Fyrir breytingu voru þátttakendur spurðir í hvaða matvöruverslun þeir fari oftast og svöruðu ánægjuvogarspurningum fyrir viðkomandi verslun. Árið 2024 voru þátttakendur í staðinn spurðir í hvaða verslunum þeir hafi keypt matvöru á síðastliðnum þremur mánuðum og svöruðu þeir svo handahófskennt fyrir eina af þeim verslunum. Upphafsspurningin er mismunandi eftir mörkuðum, til dæmis er spurt um kaup á raftækjum á síðastliðnum tveimur árum, og á bankamarkaði eru þátttakendur spurðir hjá hvaða banka þeir eru með virkan bankareikning, sparnaðarreikning eða bankalán. Þess má geta að 46% Íslendinga eru í viðskiptum við fleiri en einn banka.

Um framkvæmd rannsóknar

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni árið 2024. Gögnum var safnað frá apríl til desember árið 2024. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents á um 3.000 manna úrtak á hverjum markað. 175 til 1000 svör bárust fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.

Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:

  1. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
  2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
  3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.

Merki Íslensku ánægjuvogarinnar

Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á https://www.stjornvisi.is/is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.

Uppskeruhátíðin á Grand hóteli

Uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 var haldin á Grand hótel í morgun, fimmtudaginn 16. janúar 2025, klukkan 8:30 til 9:25. Upptöku af viðburðinum má nálgast hér: https://www.youtube.com/live/nQ4tIf6DFsE

Nánari upplýsingar

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sími 840 4990, netfang: gunnhildur@stjornvisi.is

Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, sími 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?