Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð héldu morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel.  Efni fundarins var góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn var á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal árlega  yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem  eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og  mútumálum. Fundarstjóri var Harpa Guðmundsdóttir Marel sem situr í stjórn faghóps um ábyrga stjórnarhætti. 

Fyrsta erindið flutti Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel.  Vel hefur gengið að innleiða ábyrga stjórnarhætti hjá Marel.  Þorsteinn fjallaði um lög og reglur ársreikninga á Íslandi 66c.  Þar kemur fram að félag skal árlega birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í sérstökum kafla.  Í 66d kemur fram að fyrirtæki þurfa að veita upplýsingar sem leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-,félags-og starfsmannamál  jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar-og mútumálum.

En hvað gerist ef ekki er verið að uppfylla lögin.   Í 124gr. Segir að hver sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara geti hlotið fangelsissekt.  Á rsk.is kemur fram í eftirliti ársreikningaskrá áhersluatriði. 

En hvaða viðmið skal velja?  Mikil flóra er af viðmiðum, stöðlum og hjálparögnum.  Í flestum tilfellum er bent á GRI, yfirgripsmikill og skilur lítið eftir útundan, aðferðafræðin bakvið mælikvarða er mjög skýr en þungur í framkvæmd og krefst mikillar vinnu.  ISO 26000 fer mjög vel yfir alþjóðleg viðmið, mjög hjálplegur við stefnumótun, hjálpar ítið vð ársskýrsluritun.  Global Compact SÞ er mjög aðgengilegur og þægilegur fyrir fyrstu skref, fyrst og fremst hjálplegur til þess að skilja alþjóðleg viðmið, kostnaðarsamt að taka þátt fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu.  ESG viðmið Nasdaq, einföld framkvæmd, samræmd skilaboð, tilbúin til samanburðar.  ESG er mjög hjálplegur fyrir fyrirtæki að bera sig saman við aðra og hjálpar að skilja ófjárhagslega mælikvarða.  Gríðarlega verðmæt tækifæri til að virkja starfsfólkið og skipulagsheildina ef þetta er framsett á mannamáli.  Mannlegu og umhverfisþættirnir eru alltaf að verða meira og meira mikilvægir.  Allir fjárfestar horfa á fjárhagslegan ávinning en lítið spurt út í sjálfbærni í rekstri.   Erlendir fjárfestar spyrja meira út i sjálfbærni en íslenskir.  Hægt er að hafa áhrif á fjármagnskostnað með því að sýna að þú mælir ófjárhagslega mælikvarða í rekstri fyrirtækja og sýnir fram á að þú sért ábyrgur.  Sumir fjárfesta ekki lengur í fyrirtækjum sem ekki eru með ófjárhagslega mælikvarða. Helstu áskoranirnar eru hugarfarsbreytingin; þetta er ekki aukaverkefni, þetta á ekki heima undi neinni sjálfbærnideild, stjórnendur verða að taka þetta alvarlega og styðja við breytingarnar. Varðandi úthaldið þá má þetta ekki vera átaksverkefni um að komast á ákveðinn punkt, þarf að snúast um sífelldar framfarir og má ekki vera íþyngjandi.  Gagnasöfnun þarf að vera vönduð frá upphafi því það er erfitt að hefja umbótaverkefni án góðra gagna og samanburður þarf að vera áreiðanlegur.  Varðandi umbætur þá þarf þetta að tengjast helstu verkefnum. 

Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi fjallaði í erindi sínu um gagnsæi, völd og valdmörk o „fylgja eða skýra“.  Samspil milli góðra stjórnarhátta og samfélagsábyrgðar fyrirtækja fer að fara vaxandi upp úr 2009.  Þess vegna hafa þeir verið meira í dagsljósið.  En mikilvægt er að gera skýran greinarmun þar á.  Góðir stjórnarhættir eru leiðandi til þess að fyrirtækið verði samfélagslega ábyrgt. Fræðigreinin fer að birtast fyrir 15 árum síðan um góða stjórnarhætti „Corporate Governance(CG). Þórunn hvetur aðila til að staldra við og hugsa málið, hvernig getur þetta hjálpað okkur að vera betri.  Hluthafafundur – stjórn – framkvæmdastjóri er þríliða sem verður að vera til staðar og sýnir hvernig við dreifum valdi innan fyrirtækisins.  Stjórnarhættir snýst um samskiptin í þessari þríliðu.  Á hluthafafundi er kosin stjórn sem tekur ábyrgð á því að félagið sé rekstrarhæft og hafi góðan framkvæmdastjóra.  Í grunninn snúast góðir stjórnarhættir um að öxluð sé ábyrgð af öllum þessum þremur aðilum og gæta þess að hver og einn sé ekki að vaða inn á starfsemi hins.  Allir eiga að axla sína ábyrgð en ekki að fara inn á svið hins.  En hvernig getum við passað upp á hagsmunaárekstra og óhæði stjórnarmanna.  Stjórn þarf að vera hlutlaus gagnvart framkvæmdastjóri sem og hluthafar gagnvart stjórn.  Stjórn á t.d. ekki að taka fram fyrir framkvæmdastjóra og fara beint í starfsmenn. 

Upphaflega eru upplýsingarnar gerðar til að skapa gagnsæi og skýra upplýsingagjöf til fjárfesta sem geta þá tekið upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé góður fjárfestingakostur.  Í dag er vaxandi krafa um vaxandi ábyrgð bæði eftirlitsaðila, vinnuafl, stjórna o.fl.  Sem almennir borgarar eigum við að geta verið þess fullviss að fyrirtæki séu að gera þá hluti sem þau segjast vera að gera. Fyrirtæki hafa leiðbeiningarnar sem leiðarljós og styðjast við hvað eigi að vera að hugsa um.  Við erum að þessu fyrir fyrirtækið þannig að það sé líklegra til að ná árangri til lengri tíma.  Í grein 54 er fyrirtækjum skylt að fylgja lögum um ábyrga stjórnarhætti.  Er þá lagasetningin farin að taka þetta of langt?  Hvernig sinnum við best þeim hagsmunum sem okkur varðar?  Eitt af prinsipum í góðum stjórnarnháttum er að fylgja lögum.  Notum staðla og viðmið en beitum skynseminni!

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs sagði frá eigendastefnu Birtu lífeyrissjóðs. Stefnunni er ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta.  Góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð eru stjórnarhættir sem leiða til langtíma verðmætasköpunar, takmarka áhættu og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.  Ólafur kynnti rannsókn á fylgni stjórnhátta og árangri fyrirtækja sem gerð var á 51 þáttum í stjórnháttum fyrirtækja og rekstrarárangri. Brown og félagar sem gerðu þessa rannsókn tók dæmi um undirþætti sem skoðaðir eru sérstaklega s.s. mæting á stjórnarfundi, sjálfstæð valnefnd, hámarksseta í stjórn, starfsreglur stjórnar séu opinnberar o.fl. Birta lífeyrissjóður leggur áherslu á að árangurstengdar greiðslur og /eða kaupréttir til lykilstjórnenda og almennra starfsmanna hafi langtímahagsmuni hluthafa að leiðarljósi.  Slík kerfi verða fyrst og fremst að hafa skýr og mælanleg markmið sem auðvelt er að rökstyðja fyrir hluthöfum  Á hverju byggir svona setning og hvað felst í henni?  Erlendar rannsóknir benda til þess að árangurstengdar greiðslur hafi jákvæð áhrif á fyrirtæki. Stjórn Birtu er samþykk árangurstengdum greiðslum og kaupréttum. Árangurstengingar þurfa að vera skýrar.  Óútskýranlegar hvatatengdar greiðslur sem eru ekki í samræmi við stærð og rekstrarárangur hafa neikvæð áhrif á árangur skv. rannsókn Moody´s á 85000 fyrirtækjum frá 1993-2003.  Óhóflegir og ósamhverfir valréttir hafa neikvæð áhrif á arðsemi hluthafa, valda óhóflegri áhættutöku og hafa áhrif á framsetningu ársreikninga.  Rannsókn Sanders og Hamcrick á 950 fyrirtækjum En hvað eru góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð?  Birta lífeyrissjóður er langtíma fjárfestir og gerir kröfur um að sjónarmið sjóðsins fái umfjöllun í stjórnum fyrirtækja þar sem sjoðurinn á hlutdeild.  Stærsta fjárfesting Birtu er í Marel þar sem viðhafðir eru góðir stjórnarhættir sem gagnast.  Vonandi verða til þættir þar sem hægt er að tengja saman ákveðna þætti.  

Um viðburðinn

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð halda
morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel, Austurhrauni 9, 210
Garðabæ.


Efni fundarins verður góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn
verður á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um
góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal
árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og
grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem
eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við
umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu
félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum.


Fyrirlesarar eru:

  • Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel
  • Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs 
  • Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi

Fundarstjóri: Harpa Guðfinnsdóttir


Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt
byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið
í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.


Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu. 
Hlökkum til að sjá þig.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?