Distica lækkaði birgðadaga (DIS) um 25%

Jóhanna Jónsdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Distica og Guðmundur Á. Árnason ráðgjafi hjá Capacent voru með fræðslu í Veritas sem snýr að birgðastýringaverkefni fyrirtækisins. Jóhann sagði helstu áskoranir í vinnuumhverfi Distica vera opinberar kröfur: GDP-reglugerðar númer, ISO 9001 vottun og starfsleyfi frá Lyfjastofnun. Áskoranir í flutningum eru hitastillingar og lyf þurfa meira eftirlit í flutningum.
Aðdragandi verkefnisins. Capacent var fengið til að vinna úrætur í veltufé. Vorið 2013 var byrjað að vinna. Gerð var könnun um hlutverk og ábyrgð einstakra deilda til þess að hún væri skýr. Könnunin nýttist vel við mótun og framkvæmd úrbótaverkefna með það að markmiði að skerpa á ábyrgð. Stigagjöf var 1-5, mjög skýr yfir í mjög óskýr. Meginmarkmið verkefnisins var að lækka fjárbindingu í birgðum sem hlutfall af vörusölu án þess að það komi niður á afgreiðslu frammistöðu til viðskiptavina.
Lykil árangursmælikvarðar voru afgreiðsla, frammistaða og biðtími birgða sem er mældur í birgðadögum, hver birgðadagur batt um x milljónir króna á lager þegar verkefnið hófst. Afurðin: ný birgðastefna og samræmt birgðastýringarferli sem nær til allra fyrirtækja Veritas. Ný birgðamarkmið og mælikvarðar. Hvort tveggja unnið niður á deildir og jafnvel vörunúmer. Þjálfun starfsfólks í framkvæmd innkaupa og birgðastýringu og aukið samstarf sölu-og innkaupafólks. Verkefnið hófst á 2ja daga vinnustofu í apríl 2013, núverandi staða var skilgreind. Skilgreining útbótaverkefna. Sett var fram framtíðarsviðsmynd, hvaða árangri höfum við náð. „Við erum stödd hér í þessum sal í maí 2014. Við erum að fagna verklokum og þeim góða árangri sem náðst hefur með fækkun birgðadaga og betra samspili í heildarferlinu. Við höfum unnið vel með öðrum og við erum sátt í okkar hlutverki, sérstaklega þar sem við höfum skilað miklum árangri. Við finnum að okkar starfseining, ráðgjafarnir frá Capacent og aðrir innan Veritas hafa lagt mikið á sig og við vitum að það hefur skilað árangri. Stofnaður var stýrihópur,fjármálastjóri Veritas, framkvæmdastjóri Vistor, Distica og ráðgjafi frá Capacent. Vinnuaðferðir: mikið virði var í því, unnið var með þristum (A3), verkefnið brotið niður og unnið í sprettum. Einfaldur verkefnaveggur settur upp, staða verkefna var mjög aðgengileg og sýnileg, lágmarks utanumhald og eitt fundarherbergi tekið undir verkefnið.
Árangursmælikvarðar birgðastefnu:

  1. Birgðastýringarferlið var endurskoðað reglulega og umbætur innleiddar. 2. Starfsfólk þekkir birgðastefnu og markmið 3. Starfsfólk þekkir birgðastýringarferli, hlutverk sitt og ábyrgð, 4. Starfsfólk þekki hlutverk og ábyrgð annarra þátttakenda í Birgðastýringaferlinu. Samningar við birgja styðja við birgðastefnu.
  2. Birgðir og afgreiðsla: 1. Biðtími birgða stenst viðmið 2. Afgreiðsluframmistaða stenst viðmið 3. Dagafjöldi á bið stenst viðmið 4. Aldursgreining birgða stenst viðmið.
  3. Hlutverk Distica. 1. Þjónustumarkmið vörumóttöku standast viðmið 2. Þjónustumarkmið gæðadeildar standast viðmið 3. Ferli vöktunar vöruskila stenst viðmið.
  4. Markmið og mælikvarðar: Mælaborð markaðsstjóra og innkaupafulltrúa. Notuðu Excel og Power Piwot til að fylgjast m eð. Skoðuðu punktstöðu birgða, kostnaðarverð seldra vara, hvað eru margir dagar á lager. Teknar voru dagsstöður til að ná réttum mælikvörðum. Mánaðarmót segir okkur ekki alla stöðu. Distica er með vefgátt eins og vel. Hver og einn getur skoðað biðtíma birgða, raun, markmið og frávik, biðtími, birgðir, punktastaða, ksv. Í þúsundum króna. Einnig var innleidd aldurgreining fyrir hvern og einn. Hægt er að skoða vörur með hæstu birgðastöðu, og í sölu. Fylgst var með lagerum, passa þarf sérlega vel upp á fyrningu og koma þeim vörum í sölu. Varðandi tölvukerfin: hvernig var hægt að brjóta vörunar niður. Navision, AGR, Cognos plannning og upplýsingagátt.
  5. Mikilvægt er að flokka vöruna sína: 1. Áríðandi 2. Samkeppni og A sala, 3 A sala/A sölulínur 4. Samkeppni (mikil/lítil) 5. Óskilgreint AGR er frábært kerfi til aða halda utan um birgja, spáir fyrir um ýmsa hluti eins og vöruþurrð og fl.
    Helstu áskoranir voru: innleiðing nýs verklags fylgir aukið álag og óvissa til skamms tíma, sleppa hendinni og treysta, ekki einungis ný vinnubrögð heldur einnig nýir samstarfaðilar og kerfi, viðbót við hefðbundið daglegt amstur, tilkeyrsla nýrra stillinga og sveigjanleiki þeirra gagnvart óvæntum uppákomum og mistökum.
    Ávinningur: Þekking á vörustjórnunarferlinu, aukin samvinna Distica og markaðsfyrirtækja, sterkari innkaupadeild, meðalstaða birgða og birgðadagarnir (DIS) hafa lækkað um 25%, birgðadagar hafa sveiflast en leitnin er mikið niður á við, skýrari sýn á vöruframboð og eðli varanna.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?