Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona

Boðið var upp á nýbakaða ylvolga snúða úr nýja bakaríinu á Frakkastíg í Hvíta húsinu í morgun á fundi faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun og nýsköpun og sköpunargleði. Yfirskrift fundarins var „Áhugavert og árangursríkt markaðsstarf“, það var Elín Helga Sveinbjörnsdóttir sem fjallaði um mikilvægi markhópagreiningar og markmiðasetningar í skilvirku og árangursríku markaðsstarfi.
Elín Helga sagði að skilvirkni skipti öllu máli í markaðsstarfi. Hvíta húsið teiknar upp virðiskeðjuna með viðskiptavinum og skoðar hvar sóunin er mest í ferlinu. Reiknaður er út rauntími verkefni þ.e. hversu langan tíma það mun taka. Markaðsvinna skiptist í: móttöku verkefna og áætlunargerð, rannsókn og greiningu, stefnumótun, hugmyndavinna, hönnun, framleiðslu og birting. Hugmyndavinnan tekur oft mesta tímann. Í grunninn snýst þetta um markhópinn, markmið og USP (sérsnið vörunnar). Allir vilja vera snöggir. Markhópurinn, hver er hann? Þurfum við að tala við kaupendur eða notendur? Dæmi Dominos, notendur eru unglingar en kaupendur foreldrar. Old Spice missti hlutdeild sína á markaði, þeir töluðu við notendur en ekki kaupendur Helmingur þeirra sem keyptu sturtusápur voru konur að kaupa fyrir manninn sinn. Þeir fóru í herferð „Smell like a man, Old Spice. Þeir hættu að tala við karlmenn og fóru að tala við konur. Herferðin þeirra sló algjörlega í gegn. Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona, þær standa fyrir 85% allra kaupa á neysluvarningi. Því er mikilvægt að spá alltaf í hvaða kyn þú ert að tala við. Konur standa að baka 65-90% bílakaupa. Konur segja oft „Bílamarkaðurinn skilur mig ekki“. Flest allt sem tengist bílum eru karlar. Þeir sem eiga marga fylgjendur á Twitter og Facebook eru frábærir auglýsendur í dag því þeir eru dreifiaðilarnir. Þegar verið er að markaðssetja gagnavart konum ætti að horfa á: Praktik, verðnæmi, konur hafa minni tryggð gagnvart vörumerkjum, gera meiri kröfur til þjónustu, taka meira inn á 30 sekúndum en eru lengur að sannfærast, höfða til tilfinninga, segja sögur og vera með saklausan húmor. Karlar eru meira fyrir lúxus, hraða, keppni, taka vörumerki fram yfir verð, fljótari að sannfærast, horfa meira á staðreyndir og tölur og eru meira fyrir hæðni í húmor . Konur spá meira í hversu margir bílastólar komast fyrir í bílnum. Skoda er mest seldi bíllinn í dag því hann staðsetur sig og höfðar til fjölskylduþarfa.
Markmiðin: hvar stöndum við í dag og hvert viljum við fara. Hverju eiga auglýsingarnar að breyta. Ef við getum ekki svarað því förum við ekkert af stað. Alltaf á að horfa á stöðuna og markmiðið. Í Old Spice var staðan sú að varan var ekki að seljast til karla og markmiðið að fá konur til að kaupa karlmannssturtusápu fyrir karlana sína.
Tímasparnaður skapar aukið virði. Ef fyrirtæjum tekst að minnka biðtíma eftir þjónustu skynja viðskiptavinir það sem aukið virði. Elín Helga fjallaði um auglýsingaherferð Hvíta hússins með Arion banka. Mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir varðandi markhópinn hvort verið sé að höfða til þeirra sem eru seinir að tileinka sér nýungar eða þeirra sem eru með þjónustuna en nota hana lítið. Markmið Arion banka var að auka notkun á hraðbönkum, netbanka og appi sem þýðir færir heimsóknir til gjaldkera og símtöl í þjónustuver. Setja þarf upp meginkosti vörunnar, hvernig er talað um vöruna í einni setningu en ekki þremur. „Hafðu það eins og þú vilt“. Búin var til míkrósíða til að kenna á appið. Þetta nýttist bæði starfsmönnum sem viðskiptavinum. Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki upp nýja þjónustu er sú að það er ánægt með núverandi stöðu. Heimsóknum í útibú fækkaði um 25% á einu ári. Mestu máli skipti samtalið við viðskiptavini.
Markhópar. Það skiptir máli að horfa á markhópinn. Það á að taka sér tíma til að skilja hópinn sem við erum að tala við. Við verðum að geta svarað spurningunni hvar svið stöndum og hvert við viljum fara. Náðum við þangað? Auglýsingar eiga að breyta einhverju, annars er herferðin ekki til neins. Markaðsstjórar hljóta að þurfa að færa rök fyrir herferð sinni.

Fleiri fréttir og pistlar

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?