Einstaklingsmiðuð markaðssetning hjá Meniga (e.personalized marketing)

Þann 25. febrúar kl. 8.30 - 9.45 hélt Þjónustu- og markaðsstjórnunar hópur Stjórnvísi fund um einstaklingsmiðaða markaðssetningu. Þar var fjallað um hvaða möguleikar eru í boði í einstaklingsmiðaðri markaðssetningu hjá Meniga og hvers vegna fyrirtæki ættu að notast við persónulega markaðssetningu í dag.Fundarstjóri var Viggó Ásgeirsson, einn af stofnendum Meniga.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, greindi frá hugmyndafræðinni á bakvið einstaklingsmiðuðu markaðssetningu sem Meniga hefur þróað sl. 4 ár. Einstaklingsmiðuð markaðssetning er þegar verið er að nýta gögn beint til einstaklinga. Fyrir tæpum 20 árum var ekkert google. Auglýsingar eru að breytast, ekki aðeins verða meira og meira rafrænar heldur einnig meira sniðnar að hverri og einni persónu en þetta er mögulegt í krafti flókinna glgórithma og spálíkana sem greina neysluhegðun fólks. Amazon og Facebook skoða hvar við smellum og kaupum og bjóða okkur því vörur í samræmi við það.
Kristín Hrefna sýndi raundæmi frá íslenskum markaði um vel heppnaða herferð sem byggir á einstaklingsmiðaðri markaðssetningu og hvernig niðurstöður úr slíkri herferð eru birtar fyrirtækjum. En hvað gerir Meniga? A Íslandi er hagkerfi og nýta viðskiptavinir sín fjármál í gegnum það. Ef kort er notað í Bónus er verið að kaupa mat, á skyndibitastað o.þ.h. Alltaf er verið að tala um ópersónugreinanleg gögn. Reynt er að bjóða tilboð út frá því hvernig hegðunin er. Mengia vinnur með 100 viðskiptavini á meira en 15 mörkuðum. Á mörgum mörkuðum eru boðin tilboð til viðskiptavina. Markmiðið er að fá núverandi viðskiptavini til að versla meira, umbuna þeim bestu, ákveða afslátt, gefa skýrslur, ná til nýrra viðskiptavina o.fl. Meniga hjálpar viðskiptavinum að ná í nýja viðskiptavinir. Hægt er að bjóða sérstakar markaðsaðferðir til þeirra sem ekki hafa verslað í 3, 6 eða 12 mánuði. Skoðað er hvernig viðskiptavinir hegða sér sem versla hjá ákveðnum aðilum og hvernig aðrir sem hegða sér eins en versla ekki hjá þeim. Tilboð koma t.d. frá KFC til neytanda um að fá 40% endurgreiðslu til þeirra sem aldrei hafa verslað til ákveðins tíma t.d. til 30.mars 2016. En hvernig er hægt að fá meira út úr núverandi viðskiptavinum? Þeim sem versla hjá fyrirtækinu fyrir t.d. 1.300kr. á mánuði er send tilkynning um að ef þú verslar fyrir 5.000.-kr.. færðu 20% endurgreiðslu. Einnig er bestu viðskiptavinunum umbunað. Mikilvægt er að rækta þá bestu, þakka þeim og bjóða velkomna aftur. Það er hópur sem búið er að fjárfesta í og hefur verslað mikið í fortíðinni en framtíðin er óskrifað blað. T.d. Joe and Juice þykir vænt um þín viðskipti og býður þér 10% endurgreiðslu til 25.maí. Skoðaðir eru viðskiptavinir sem hafa lengi verslað en eru búnir að gleyma okkur. „Kafffitár saknar þín og hlakkar til að sjá þig aftur“. En hvernig leiðir þetta til einstaklingsmiðaðrar markaðssetningar. Sýnt var dæmi frá veitingarhúsakeðju þar sem send voru skilaboð til 440 viðskiptavina, 227 virkjuðu og skoðuðu tilboðið, 92 nýttu sér tilboðið. En hver er munurinn á þeim sem ekki sjá tilboðið og þeim sem sjá tilboðið? 24% þeirra komu samt og versluðu, en þeir kaupa minna. Þeir sem skoðuðu tilboðið juku viðskiptin. Meniga sér á hvaða hóp markaðsaðgerðin hefur helst áhrif. Karl/kona aldur. Þeir sem fá tilboð og hafa aldrei verslað koma aftur og versla án afsláttar

Guðmundur Gunnlaugsson, markaðsstjóri og eigandi Íslensku Flatbökunar sagði frá sinni reynslu af því að nota einstaklingsmiðaða markaðssetningu og hvernig sú aðferðarfræði hefur hjálpað Íslensku Flatbökunni til þess að ná í nýja viðskiptavini. Hann kynntist fyrst einstaklingsmiðaðri markaðssetningu þegar hann var námsmaður erlendis og pantaði sér oft Domino´s pizzu á fimmtudögum. Hann fór síðan að fá tilboð og keypti alltaf með 20% afslætti sama tilboð á fimmtudögum, taldi að það væri tilboðsdagurinn. Síðan komst hann að því að bekkjarsystir hans fékk alltaf tilboð, allt annars konar á þriðjudögum. Flatbakan hefur einungis lagt áherslu á að viðskiptavinir þekki vörumerkið. Þeir fóru í útvarpsauglýsingar, sponsoruðu þátt en vissu ekki hve mikil viðskipti þetta skapaði. Einnig aha - þeir veita einhvers konar afslátt, segja hversu margir sjá auglýsinguna en ekki mikið meira. Þegar Flatbakan kynntist Meniga fyrst þá sá Guðmundur að kerfið gerði allt sem hann vildi. Hann gat fengið allar upplýsingar sem hann vildi. Flatbakan prófaði fjórar aðferðir sem Meninga bauð upp á. Eftir að viðskiptavinurinn hefur kynnst vörunni þá er viðskiptavinurinn líklegri til að kaupa meira. Þetta er kostnaðarsöm aðgerð en eftir 11 vikur var return on investment orðið 90%. Guðmundur segir einstakt er að fá öll þessi gögn. Hægt sé að bjóða stórkostlegan afslátt til viðskiptavina í gegnum Meninga kerfið. Loyalty og rescue verður ongoing process hjá þeim. Guðmundur veit núna nákvæmlega í hvað markaðsfénu er varið, hver áhrifin eru og tekur því miklu betri og nákvæmari ákvarðanir.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?