Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Orkuveita Reykjavíkur er eitt af elstu fyrirtækjum landsins stofnað 1909. Allt frá 1921 hefur Orka náttúrunnar snúið jólaplötum landsmanna og má því segja að hún eigi mikinn og góðan þátt í ánægjulegu jólahaldi. Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðlunum. Á fundinum var kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint var frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð var áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar voru þau Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.is
Vinnan byrjaði snemma á þessu ári en þá lágu fyrir nýjar útgáfur af ISO 9001 og ISO 27001. Aukin áhersla var lögð á forystu stjórnenda og ákveðið að nýta tækifæri til þess að eiga samtal við stjórnendur til vitundarvakningar. Á 8 fundum með 35 stjórnendum og aðstoð 7.is var þetta kynnt.
Hlutverk og ábyrgð stefnuráðs er þríþætt: 1. Að móta rýna og vakta sameiginlegar stefnur í samstæðu OR 2. Rýna markmið og lykilmælikvarða 3. Fjalla um stefnuverkefni fyrir stefnu. Stefnuráð er skipað af forstjóra og í stefnuráði sitja: forstjóri, framkvæmdastjórar í samstæðu OR, yfirmaður lögfræðimála og starfsmenn stefnuráðs. Þetta er svipað gæðaráði. Eigendur hafa sett svokallaða eigendastefnu en eigendur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stjórn OR mótar síðan heildarstefnu en OR er móðurfélag. Í samþykktum dótturfélaga er kveðið á um að dótturfélögin skuli móta sér stefnur í samræmi við stefnur móðurfélagsins eins og áhættustefna, gæða, öryggis, upplýsinga-og öryggisstefnu o.s.frv. Þannig er tryggt að sama menning og viðhorf haldist innan samstæðunnar í ákveðnum málaflokkum. Núna eru móður-og dótturfélög búin að móta stefnu. Síðan eru stefnur sem eru misjafnar s.s. samkeppnisstefna, samskiptastefna, o.fl.
Verklagið við rýni á stefnu málaflokka er þannig að stjórnandi málaflokks undirbýr rýni stefnunnar.
Stærsta breytingin í stöðlunum er ábyrgð/forysta stjórnenda. Í forystu felst að tryggja að gæðastefna sé mótuð og gæðamarkmið sett sem falla að samhengi og stefnuáætlunum fyrirtækisins, tryggja samþættingu gæðastjórnunarkerfisins og viðskiptaferla fyrirtækisins, stuðla að ferlismiðun og áhættuhugsun, miðla upplýsingum um mikilvægi gæðastjórnunar, virkja, leiða og styðja einstaklinga með framlag til gæða, stuðla að umbótum, styðja næstráðendur í að sýna forystu og síðast en ekki síst að leggja áherslu á viðskiptavini.
En hvert er þá hlutverk gæðastjóra? Sjá til að ferlin séu skilgrein, vinna að því að ferlin séu hagnýtt, stuðla að forystu, gera grein fyrir árangri samstæðunnar t.d. í að gera viðskiptavininn ánægðan. En á hverju byggir gæðastjórnun? Fókusinn er að koma til móts við kröfur viðskiptavina og leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Viðfangsefnið er: Áhersla á viðskiptavininn, forysta, virkni starfsfólk o.fl. Stjórn sem byggir á staðreyndum. Rætt var við stjórnendur um hver eru mikilvægustu viðfangsefni sem stuðla að bættum árangri, bættum gæðum? Hvaða starfsþættir hafa mest áhrif í þinni starfsemi, að hverju viljum við stefna og hvað ætlum við að gera til þess? Skráðar voru niður ábendingar á greiningarfundunum og unnið úr þeim. Yfir 400 ábendingar komu sem voru flokkaðar í sex flokka. Mjög góðar ábendingar komu m.a. um að reyna að takmarka möguleika á villu þ.e. halda ekki áfram ef hlutirnir eru ekki í lagi. Markmið var sett um að vinna verkin rétt og bregðast við frávikum.
Ógnir sem steðja að upplýsingum OR og dótturfélaga eru aðgengi, breyting, leki, mistök, skemmdir, svik, villur og annað. Bent var á hversu dýrt það getur orðið ef það verður gagnaleki frá 2013 en Target lenti í 5milljarða króna kostnaði. Sektir eru 4% af veltu í dag og því verulegir hagsmunir í húfi. Stjórnendur voru beðnir um að velta fyrir sér hvaða upplýsingaeignir þeir hefðu og hvaða afleiðingar það hefði ef : þær væru á glámbekk, hvort þyrfti yfirhöfuð að passa þeirra upplýsingar, hvað þyrfti að gera til að gæta upplýsinga og hvernig hvet ég mitt fólk til að fá fram meðvitund um upplýsingaöryggi. Frá stjórnendum komu 477 ábendingar eða óskir, þær voru flokkaðar í 23 kóða og út úr því komu 5 áherslur eða öryggisþættir. Út úr þessu kom áhættustýring og vitund.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?