Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Orkuveita Reykjavíkur er eitt af elstu fyrirtækjum landsins stofnað 1909. Allt frá 1921 hefur Orka náttúrunnar snúið jólaplötum landsmanna og má því segja að hún eigi mikinn og góðan þátt í ánægjulegu jólahaldi. Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðlunum. Á fundinum var kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint var frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð var áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar voru þau Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.is
Vinnan byrjaði snemma á þessu ári en þá lágu fyrir nýjar útgáfur af ISO 9001 og ISO 27001. Aukin áhersla var lögð á forystu stjórnenda og ákveðið að nýta tækifæri til þess að eiga samtal við stjórnendur til vitundarvakningar. Á 8 fundum með 35 stjórnendum og aðstoð 7.is var þetta kynnt.
Hlutverk og ábyrgð stefnuráðs er þríþætt: 1. Að móta rýna og vakta sameiginlegar stefnur í samstæðu OR 2. Rýna markmið og lykilmælikvarða 3. Fjalla um stefnuverkefni fyrir stefnu. Stefnuráð er skipað af forstjóra og í stefnuráði sitja: forstjóri, framkvæmdastjórar í samstæðu OR, yfirmaður lögfræðimála og starfsmenn stefnuráðs. Þetta er svipað gæðaráði. Eigendur hafa sett svokallaða eigendastefnu en eigendur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stjórn OR mótar síðan heildarstefnu en OR er móðurfélag. Í samþykktum dótturfélaga er kveðið á um að dótturfélögin skuli móta sér stefnur í samræmi við stefnur móðurfélagsins eins og áhættustefna, gæða, öryggis, upplýsinga-og öryggisstefnu o.s.frv. Þannig er tryggt að sama menning og viðhorf haldist innan samstæðunnar í ákveðnum málaflokkum. Núna eru móður-og dótturfélög búin að móta stefnu. Síðan eru stefnur sem eru misjafnar s.s. samkeppnisstefna, samskiptastefna, o.fl.
Verklagið við rýni á stefnu málaflokka er þannig að stjórnandi málaflokks undirbýr rýni stefnunnar.
Stærsta breytingin í stöðlunum er ábyrgð/forysta stjórnenda. Í forystu felst að tryggja að gæðastefna sé mótuð og gæðamarkmið sett sem falla að samhengi og stefnuáætlunum fyrirtækisins, tryggja samþættingu gæðastjórnunarkerfisins og viðskiptaferla fyrirtækisins, stuðla að ferlismiðun og áhættuhugsun, miðla upplýsingum um mikilvægi gæðastjórnunar, virkja, leiða og styðja einstaklinga með framlag til gæða, stuðla að umbótum, styðja næstráðendur í að sýna forystu og síðast en ekki síst að leggja áherslu á viðskiptavini.
En hvert er þá hlutverk gæðastjóra? Sjá til að ferlin séu skilgrein, vinna að því að ferlin séu hagnýtt, stuðla að forystu, gera grein fyrir árangri samstæðunnar t.d. í að gera viðskiptavininn ánægðan. En á hverju byggir gæðastjórnun? Fókusinn er að koma til móts við kröfur viðskiptavina og leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Viðfangsefnið er: Áhersla á viðskiptavininn, forysta, virkni starfsfólk o.fl. Stjórn sem byggir á staðreyndum. Rætt var við stjórnendur um hver eru mikilvægustu viðfangsefni sem stuðla að bættum árangri, bættum gæðum? Hvaða starfsþættir hafa mest áhrif í þinni starfsemi, að hverju viljum við stefna og hvað ætlum við að gera til þess? Skráðar voru niður ábendingar á greiningarfundunum og unnið úr þeim. Yfir 400 ábendingar komu sem voru flokkaðar í sex flokka. Mjög góðar ábendingar komu m.a. um að reyna að takmarka möguleika á villu þ.e. halda ekki áfram ef hlutirnir eru ekki í lagi. Markmið var sett um að vinna verkin rétt og bregðast við frávikum.
Ógnir sem steðja að upplýsingum OR og dótturfélaga eru aðgengi, breyting, leki, mistök, skemmdir, svik, villur og annað. Bent var á hversu dýrt það getur orðið ef það verður gagnaleki frá 2013 en Target lenti í 5milljarða króna kostnaði. Sektir eru 4% af veltu í dag og því verulegir hagsmunir í húfi. Stjórnendur voru beðnir um að velta fyrir sér hvaða upplýsingaeignir þeir hefðu og hvaða afleiðingar það hefði ef : þær væru á glámbekk, hvort þyrfti yfirhöfuð að passa þeirra upplýsingar, hvað þyrfti að gera til að gæta upplýsinga og hvernig hvet ég mitt fólk til að fá fram meðvitund um upplýsingaöryggi. Frá stjórnendum komu 477 ábendingar eða óskir, þær voru flokkaðar í 23 kóða og út úr því komu 5 áherslur eða öryggisþættir. Út úr þessu kom áhættustýring og vitund.

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?