Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.

Strategía ásamt faghópi Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat buðu til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategiu fór yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni „Bold Strategy Summit ´19 í Hörpunni.  Ráðstefnan fjallaði um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu og deildu þar helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum reynslu og rannsóknum.  Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna hefur verið haldin á alþjóðavísu. 

Guðrún hvatti Stjórnvísifélaga til að kynna sér Brightline  en á þeirri síðu má finna gríðarlegan fróðleik.  Þeir gera rannsóknir út um allan heim og nýleg rannsókn sýnir að 1/5 fyrirtækja náði 80% eða meira af þeim markmiðum sem þau höfðu sett sér, 4/5 eða 80% náði ekki árangri. Ein mikilvægasta reglan við innleiðingu er sú að gera einhvern ábyrgan fyrir stefnunni, hversu mikið fjármagn hef ég og hvað vill viðskiptavinurinn.  Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.  Fókus var einnig mikilvægur og að hafa ákveðinn fókus á ákveðnum verkefnum.  Einnig er mikilvægt að hafa ekki fleiri en fimm verkefni í gangi í einu.  Í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna þá er allur fókus á tækni en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um fólk og valdefla það til að taka þátt.  Vönduð ákvarðanataka þarf að liggja til grundvallar og eftirfylgni.  Heimurinn er síbreytilegur og innleiðing á stefnu er ekki sílóvinna.  Að lokum þarf að muna eftir að fagna. 

Jim Stockmal var annar fyrirlesari ráðstefnunnar, hann ræddi um hina átta mikilvægu hluti við innleiðingu stefnu.  Grímur Sæmundsen sagði frá stefnu Blue Lagoon og sýndi fram á hvernig stefnan var innleidd á hverjum tíma.  Í dag er Bláa lónið með fókus á vöruna ekki staðsetninguna, tekjustraumarnir eru frá vörunum, hótelinu og lóninu.  Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði frá því að Íslandsbanki er hreyfiafl til góðra verkefna áherslan er hagræðing og hvernig þau ætla að lifa af þennan heim.  Bankaheimurinn verður sprengdur upp með nýjum lögum og tækni.  Antoineo Nieoto Rodriguez fyrrverandi stjórnandi alþjóða verkefnastjórnunarfélagsins segir að verkefni sé það sem verði ofan á í komandi heimi.  Mikilvægt er að þekkja hlutverk sitt þ.e. til hvers ætlast er af þér.  Hann ræddi um hversu mikilvægt er að hafa ekki of mörg verkefni og vera með fókus.  Hann sagði mikilvægt að allir gerðu sér grein fyrir að helmingur þeirra verkefna sem maður ætlar að vinna tekst ekki.  Stjórnendur verða að fara að breyta því hvernig þeir vinna.  Forgangsröðun, nota scrum aðferðafræðina, taka spretti, vera með réttu verkefnin í gangi, fókus og spyrja sig hvort verkefnin séu að skapa virði fyrir viðskiptavin (innri eða ytri) og virkja fólkið.  Antoineo var með áhugavert módel, hann sýndi hversu mikilvægt væri að virðið væri stöðugt ekki einungis í lokin. Guðrún Erla Jónsdóttir vinnur hjá Orkuveitunni og er alla daga að innleiða stefnu.  „The kite model“. Guðrún skrifaði nýlega grein á visir.is https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir með Runólfi sem er áhugaverð.  Robin Speculand er að gera það sem honum finnst skemmtilegt alla daga sem er að halda erindi um stefnu.  Stjórnendur vilja ræða um stefnuna en átta sig ekki á hvað þarf til að innleiða hana.  Hann sýndi ellefu þætti varðandi hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að innleiða stefnu.  Robin hefur gefið út margar bækur og er frá Asíu.   Þar eru allir með síma en ekki með tölvu, allt gerist í símanum.  Asíuþjóðir þekkja ekki skrifræði og nota símann til flest allra verka.  Mikilvægt er að hafa breitt eignarhald, fletja það út, hafa skýran fókus og að fólk taki það til sín.  Menningarmunurinn er mikill milli Asíu og Evrópu, í Asíu gerirðu það sem þér er sagt.  Menning er ekki bara á milli landa, hún er einnig milli fyrirtækja.  Guðrún var sjálf ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar og henni finnst mikilvægt að allir skilji að framtíðin er NÚNA. Heildarupplifun er það sem máli skiptir í öllu.  Unga fólkið er með miklu meiri kröfur í dag en áður var.  „Computer says no“. Mikilvægt er að spyrja sig alltaf „WHY“ af hverju er ég að gera það sem ég er að gera og hvert er virðið.  1. Hver er viðskiptavinurinn 2.Hverjar eru þarfirnar? 3. Hvert er virðið? 4. Hannaðu innviðina. 5. Er þetta fjárhagslega framkvæmanlegt? Hugsa um virðið „value“ að það sé raunverulegt.  Guðrún hvatti alla til að fara í gegnum Canvas módelið „Af hverju erum við þarna“.  Það sem er aðalatriðið núna er að hafa framtíðarsýn á hreinu – á hvað forsendu erum við að fara í þessa ferð, plan-do-chec-act (lean). Við þurfum að vera stöðugt á hreyfingu.  Alltaf þarf að gera betur og betur og læra.  Ekki gleyma sér í ferlunum, tækjum og tólum því á endanum snýst alltaf allt um fólk.  Fyrirtæki er bara fólkið sem vinnur þar.  Roger Camrass einn fyrirlesarana (70 ára) birti áhugaverða stúdiu varðandi hvernig við fáum fyrirtæki til að tileinka sér meiri nýsköpun. Jaco Tackmann Thomsen er með rosalega stóra sýn og er byrjaður að valdefla fólk í gegnum póstgíróþjónustu.  Hann er búinn að starta 30 fyrirtækjum, sum gengið vel og önnur ekki. Mike Butcher skrifar um alla nýjustu tækni og sagði frá því að nú er verið í Singpore að prófa fljúgandi bíla. Dr. Mark Greeven (Hollendingur) hefur stúderað Ali Baba.  Þeir hafa fjárfest í hlutum í vestræna heiminum, þetta er eins og efnahagskerfi frekar en fyrirtæki.  Alipay er byrjað á Íslandi.  Dr. Bíjna K.D. sem endaði ráðstefnuna í Hörpu er doktor í hagfræði.  Hún sagði að matarsóunin væri það mikil í dag að hún nægði til að metta alla þá sem glíma við hungur í heiminum.  Eitt prósent af heiminum er jafn auðugur og restin af heiminum.  Níutíu prósetn af öllu því gagnamagni sem er til í heiminum hefur orðið til á sl.3-5 árum. 

Grein eftir mig: https://www.visir.is/g/2019190829154/einungis-1-3-allra-fyrirtaekja-i-heiminum-na-ad-innleida-stefnu-sina-a-arangursrikan-hatt?fbclid=IwAR1_X0uAhfXljjwwpIWKDgIGhhnvyIM-cXmJ2gd5wxCi3ZxY7yJWKfmGzas

 

Tvær greinar eftir Antonio: https://www.visir.is/g/2019190919160/sex-mikilvaegustu-straumar-i-innleidingu-stefnu-a-arinu-2020?fbclid=IwAR1wjELXfpb0b-tMfaqkjgKS0MYekHlxD99Wl851JaSiwNQgPVsIkgClnh8 https://hbr.org/2016/12/how-to-prioritize-your-companys-projects?fbclid=IwAR0wT8eDZLYr8pXhbVhAgwxO1lS1pyQO3zv6PhscPwGmb9gBA5miIXyG7yQ

 

Tvær greinar eftir Guðrúnu Erlu: https://www.visir.is/g/2019190909535/stodug-eftirfylgni-er-grundvallaratridi?fbclid=IwAR27obXVpk-tCMqO0J3ejaXXzWpEMZMkS9QYpopObPoX9raSJoFwV-Ey7MQ https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir?fbclid=IwAR1QRsWhf0SUKmCm3u_gALfz6Xal7AxgXrLdIzCQYdI5CVzEk_YyPJBc6As

Um viðburðinn

Er þitt fyrirtæki eitt af þremur sem nær að innleiða stefnu á árangursríkan hátt?

Í gegnum tíðina hefur öll áherslan verið á mótun stefnu frekar en á innleiðingu stefnu í viðskiptanámi og í fyrirtækjum og stofnunum. Afleiðingarnar eru þær að aðeins einn þriðji af fyrirtækjum* ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Á ráðstefnunni Bold Strategy Summit ´19 sem haldin verður í Hörpunni 23. september n.k., verður fjallað um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu. Þar munu helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum deila sinni reynslu og rannsóknum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna verður haldinn á alþjóðavísu og því ómetanlegt tækifæri að fá að hlusta á þessa spekinga hér á landi.

Strategía bíður til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi mun draga saman það helsta sem fram kom á ráðstefnunni og tengja það við hennar reynsluheim af innleiðingu á stefnu. Guðrún hefur unnið að stefnumótun fyrirtækja og stofnana s.l. 20 ár og þekkir vel til þeirra áskorana sem felast í innleiðingu á stefnu. Fundurinn er hugsaður sem umræðufundur þar sem þátttakendur geta skipts á reynslusögum.

 Fundur verður haldinn í Húsi verslunarinnar, jarðhæð í sal VR og hefst kl. 8:30 til 9:30.

 Hlökkum til að sjá ykkur.

 

*alþjóðlegar rannsóknir á vegum Bridges Business Consultancy, Juran Institute og Kaplan & Norton

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi

Fjöldi áhugaverðra aðila sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.

Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Eirík Hjálmarsson, Orkuveitunni, sem formann og Rakel Lárusdóttur, Hörpu, sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.   

Stjórn faghópsins skipa:  Erla Rós Gylfadóttir Advania, Sara Elísabet Svansdóttir Austurbrú, Þóra Dögg Jörundsdóttir Bananar, Páll Sveinsson Brú lífeyrissjóður, Ásdís Nína Magnúsdóttir Carbfix, Harpa Júlíusdottir Festa, Björg Jónsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ragnhildur Helga Jónsdottir Landbúnaðarháskóli Íslands, Klara Rut Ólafsdóttir Landspítali, Sandra Rán Ásgrímsdóttir COWI Ísland, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta, Hólmfríður Bjarnadóttir Vegagerðin, Eiríkur Hjálmarsson Orkuveitan, Freyr Eyjólfsson Sorpa, Marta Jóhannesdóttir Grant Thornton og Rakel Lárusdóttir Harpa. 

Vel sóttur fundur um hvaða áhrif NIS2 hefur á íslensk fyrirtæki og stofnanir

Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku.  Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar. 

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Faghópur almannatengsla, miðlunar og samskipta endurvakinn

Á aðalfundi faghóps um almannatengsl, miðlun og samskipti var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa þau Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettánellefu og fyrrverandi formaður Stjórnvísi, en hann er jafnframt formaður faghópsins. 

Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða sækir sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun
Á vinnufundum stjórnar síðustu vikur og mánuði hefur verið mótuð metnaðarfull dagskrá fyrir veturinn, sem verður birt á vef og samfélagsmiðlum Stjórnvísi. Má þar nefna tvo staðfundi við upphaf og lok vetrar til að efla tengslamyndun þar sem sérfræðingar stíga á stokk og fara yfir stefnur og strauma í faginu. Einnig eru áætlaðir mánaðarlegir fundir með fjölbreyttum umfjöllunarefnum.

  • Október: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
  • Október: Hagnýting gervigreindar í faginu
  • Nóvember: Samskiptastjórnun og sjálfbærni
  • Desember: Almannatengsl fyrir frumkvöðla, nýsköpun og sprotafyrirtæki
  • Janúar: Almannatengsl fyrir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök
  • Febrúar: Fjárfestatengsl og almannatengsl í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
  • Mars: Innri samskipti og markaðssetning á vinnustöðum
  • Apríl: Menntun og símenntun í almannatengslum og samskiptum
  • Maí: Almannatengsl á opinberum vinnustöðum.
  • Júní: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla, miðlunar og samskipta innan skipulagsheilda, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang fagsins, hér heima og erlendis. 

Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga. 

Faghópur Stjórnvísi um Mannauðsstjórnun – Fyrsti viðburður vetrarins er á fimmtudaginn

Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.

Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )

Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.

Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.


 

Fyrsti viðburður vetrarins

Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.

Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?

Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00).  Skráning hér

 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.

 

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Kick off fundur Stjórnvísi var haldinn í Lava Show í dag föstudaginn 29.ágúst 2025.

Hér má sjá myndir frá fundinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Lava Show þar sem nýju starfsári var startað með sannkölluðum sprengikrafti.  Þema starfsársins er "Framsýn forysta".  Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, góður tími gafst til að sameinast um viðburði,  skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á morgunkaffi í einstaklega fallegu og notalegu umhverfi. .  

Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum  við á einstaklega áhugavert erindi frá stofnanda Lava Show Ragnhildi Ágústsdóttir.  Að lokum var öllum boðið á þessa mögnuðu sýningu.  Í lok hennar voru allir leystir út með gjöf.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?