Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.

Strategía ásamt faghópi Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat buðu til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategiu fór yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni „Bold Strategy Summit ´19 í Hörpunni.  Ráðstefnan fjallaði um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu og deildu þar helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum reynslu og rannsóknum.  Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna hefur verið haldin á alþjóðavísu. 

Guðrún hvatti Stjórnvísifélaga til að kynna sér Brightline  en á þeirri síðu má finna gríðarlegan fróðleik.  Þeir gera rannsóknir út um allan heim og nýleg rannsókn sýnir að 1/5 fyrirtækja náði 80% eða meira af þeim markmiðum sem þau höfðu sett sér, 4/5 eða 80% náði ekki árangri. Ein mikilvægasta reglan við innleiðingu er sú að gera einhvern ábyrgan fyrir stefnunni, hversu mikið fjármagn hef ég og hvað vill viðskiptavinurinn.  Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.  Fókus var einnig mikilvægur og að hafa ákveðinn fókus á ákveðnum verkefnum.  Einnig er mikilvægt að hafa ekki fleiri en fimm verkefni í gangi í einu.  Í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna þá er allur fókus á tækni en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um fólk og valdefla það til að taka þátt.  Vönduð ákvarðanataka þarf að liggja til grundvallar og eftirfylgni.  Heimurinn er síbreytilegur og innleiðing á stefnu er ekki sílóvinna.  Að lokum þarf að muna eftir að fagna. 

Jim Stockmal var annar fyrirlesari ráðstefnunnar, hann ræddi um hina átta mikilvægu hluti við innleiðingu stefnu.  Grímur Sæmundsen sagði frá stefnu Blue Lagoon og sýndi fram á hvernig stefnan var innleidd á hverjum tíma.  Í dag er Bláa lónið með fókus á vöruna ekki staðsetninguna, tekjustraumarnir eru frá vörunum, hótelinu og lóninu.  Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði frá því að Íslandsbanki er hreyfiafl til góðra verkefna áherslan er hagræðing og hvernig þau ætla að lifa af þennan heim.  Bankaheimurinn verður sprengdur upp með nýjum lögum og tækni.  Antoineo Nieoto Rodriguez fyrrverandi stjórnandi alþjóða verkefnastjórnunarfélagsins segir að verkefni sé það sem verði ofan á í komandi heimi.  Mikilvægt er að þekkja hlutverk sitt þ.e. til hvers ætlast er af þér.  Hann ræddi um hversu mikilvægt er að hafa ekki of mörg verkefni og vera með fókus.  Hann sagði mikilvægt að allir gerðu sér grein fyrir að helmingur þeirra verkefna sem maður ætlar að vinna tekst ekki.  Stjórnendur verða að fara að breyta því hvernig þeir vinna.  Forgangsröðun, nota scrum aðferðafræðina, taka spretti, vera með réttu verkefnin í gangi, fókus og spyrja sig hvort verkefnin séu að skapa virði fyrir viðskiptavin (innri eða ytri) og virkja fólkið.  Antoineo var með áhugavert módel, hann sýndi hversu mikilvægt væri að virðið væri stöðugt ekki einungis í lokin. Guðrún Erla Jónsdóttir vinnur hjá Orkuveitunni og er alla daga að innleiða stefnu.  „The kite model“. Guðrún skrifaði nýlega grein á visir.is https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir með Runólfi sem er áhugaverð.  Robin Speculand er að gera það sem honum finnst skemmtilegt alla daga sem er að halda erindi um stefnu.  Stjórnendur vilja ræða um stefnuna en átta sig ekki á hvað þarf til að innleiða hana.  Hann sýndi ellefu þætti varðandi hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að innleiða stefnu.  Robin hefur gefið út margar bækur og er frá Asíu.   Þar eru allir með síma en ekki með tölvu, allt gerist í símanum.  Asíuþjóðir þekkja ekki skrifræði og nota símann til flest allra verka.  Mikilvægt er að hafa breitt eignarhald, fletja það út, hafa skýran fókus og að fólk taki það til sín.  Menningarmunurinn er mikill milli Asíu og Evrópu, í Asíu gerirðu það sem þér er sagt.  Menning er ekki bara á milli landa, hún er einnig milli fyrirtækja.  Guðrún var sjálf ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar og henni finnst mikilvægt að allir skilji að framtíðin er NÚNA. Heildarupplifun er það sem máli skiptir í öllu.  Unga fólkið er með miklu meiri kröfur í dag en áður var.  „Computer says no“. Mikilvægt er að spyrja sig alltaf „WHY“ af hverju er ég að gera það sem ég er að gera og hvert er virðið.  1. Hver er viðskiptavinurinn 2.Hverjar eru þarfirnar? 3. Hvert er virðið? 4. Hannaðu innviðina. 5. Er þetta fjárhagslega framkvæmanlegt? Hugsa um virðið „value“ að það sé raunverulegt.  Guðrún hvatti alla til að fara í gegnum Canvas módelið „Af hverju erum við þarna“.  Það sem er aðalatriðið núna er að hafa framtíðarsýn á hreinu – á hvað forsendu erum við að fara í þessa ferð, plan-do-chec-act (lean). Við þurfum að vera stöðugt á hreyfingu.  Alltaf þarf að gera betur og betur og læra.  Ekki gleyma sér í ferlunum, tækjum og tólum því á endanum snýst alltaf allt um fólk.  Fyrirtæki er bara fólkið sem vinnur þar.  Roger Camrass einn fyrirlesarana (70 ára) birti áhugaverða stúdiu varðandi hvernig við fáum fyrirtæki til að tileinka sér meiri nýsköpun. Jaco Tackmann Thomsen er með rosalega stóra sýn og er byrjaður að valdefla fólk í gegnum póstgíróþjónustu.  Hann er búinn að starta 30 fyrirtækjum, sum gengið vel og önnur ekki. Mike Butcher skrifar um alla nýjustu tækni og sagði frá því að nú er verið í Singpore að prófa fljúgandi bíla. Dr. Mark Greeven (Hollendingur) hefur stúderað Ali Baba.  Þeir hafa fjárfest í hlutum í vestræna heiminum, þetta er eins og efnahagskerfi frekar en fyrirtæki.  Alipay er byrjað á Íslandi.  Dr. Bíjna K.D. sem endaði ráðstefnuna í Hörpu er doktor í hagfræði.  Hún sagði að matarsóunin væri það mikil í dag að hún nægði til að metta alla þá sem glíma við hungur í heiminum.  Eitt prósent af heiminum er jafn auðugur og restin af heiminum.  Níutíu prósetn af öllu því gagnamagni sem er til í heiminum hefur orðið til á sl.3-5 árum. 

Grein eftir mig: https://www.visir.is/g/2019190829154/einungis-1-3-allra-fyrirtaekja-i-heiminum-na-ad-innleida-stefnu-sina-a-arangursrikan-hatt?fbclid=IwAR1_X0uAhfXljjwwpIWKDgIGhhnvyIM-cXmJ2gd5wxCi3ZxY7yJWKfmGzas

 

Tvær greinar eftir Antonio: https://www.visir.is/g/2019190919160/sex-mikilvaegustu-straumar-i-innleidingu-stefnu-a-arinu-2020?fbclid=IwAR1wjELXfpb0b-tMfaqkjgKS0MYekHlxD99Wl851JaSiwNQgPVsIkgClnh8 https://hbr.org/2016/12/how-to-prioritize-your-companys-projects?fbclid=IwAR0wT8eDZLYr8pXhbVhAgwxO1lS1pyQO3zv6PhscPwGmb9gBA5miIXyG7yQ

 

Tvær greinar eftir Guðrúnu Erlu: https://www.visir.is/g/2019190909535/stodug-eftirfylgni-er-grundvallaratridi?fbclid=IwAR27obXVpk-tCMqO0J3ejaXXzWpEMZMkS9QYpopObPoX9raSJoFwV-Ey7MQ https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir?fbclid=IwAR1QRsWhf0SUKmCm3u_gALfz6Xal7AxgXrLdIzCQYdI5CVzEk_YyPJBc6As

Um viðburðinn

Er þitt fyrirtæki eitt af þremur sem nær að innleiða stefnu á árangursríkan hátt?

Í gegnum tíðina hefur öll áherslan verið á mótun stefnu frekar en á innleiðingu stefnu í viðskiptanámi og í fyrirtækjum og stofnunum. Afleiðingarnar eru þær að aðeins einn þriðji af fyrirtækjum* ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Á ráðstefnunni Bold Strategy Summit ´19 sem haldin verður í Hörpunni 23. september n.k., verður fjallað um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu. Þar munu helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum deila sinni reynslu og rannsóknum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna verður haldinn á alþjóðavísu og því ómetanlegt tækifæri að fá að hlusta á þessa spekinga hér á landi.

Strategía bíður til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi mun draga saman það helsta sem fram kom á ráðstefnunni og tengja það við hennar reynsluheim af innleiðingu á stefnu. Guðrún hefur unnið að stefnumótun fyrirtækja og stofnana s.l. 20 ár og þekkir vel til þeirra áskorana sem felast í innleiðingu á stefnu. Fundurinn er hugsaður sem umræðufundur þar sem þátttakendur geta skipts á reynslusögum.

 Fundur verður haldinn í Húsi verslunarinnar, jarðhæð í sal VR og hefst kl. 8:30 til 9:30.

 Hlökkum til að sjá ykkur.

 

*alþjóðlegar rannsóknir á vegum Bridges Business Consultancy, Juran Institute og Kaplan & Norton

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?