Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð var yfirskrift fundar á vegum faghópa um ISO og samfélagsábyrgð í Marel í morgun. Stjórnvísi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, stóðu saman að fundinum. Markmið fundarins var að varpa ljósi á hagnýtt gildi staðalsins fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Ólíkt mörgum ISO stöðlum er ISO 26000 ekki staðall til vottunar á fyrirtækjum heldur er hann hugsaður sem leiðbeiningarstaðall fyrir innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. ISO 26000 nýtist fyrirtækjum vel við að kortleggja sína samfélagsábyrgð og setja sér markmið um aðgerðir og árangur. Vinnuhópur var stofnaður í janúar 2005 til þess að þróa staðalinn og hélt átta fundi. Sjöhundruð þátttakendur voru frá 99 löndum og 42 fjölþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þess að tryggja sem víðtækasta sátt um staðalinn var þess gætt að aðilar kæmu alls staðar að úr samfélaginu.
Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands sagði frá því að Staðlaráð lét þýða ISO 26000 á íslensku og hann var síðan staðfestur sem íslenskur staðall árið 2013. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum 1. nóvember 2010. Staðallinn veitir leiðbeiningar um hugtök og skilgreiningar samfélagslegrar ábyrgðar, bakgrunn, þróun og einkenni, meginreglur og starfshætti er varða samfélagsábyrgðarinnar. Aðaleinkenni samfélagslegrar ábyrgðar felst í vilja fyrirtækis til að innleiða samfélags-og umhverfislega hugsun í ákvörðunum sínum. Sjö grundvallarreglur eru í staðlinum; ábyrgðarskylda (gagnvart öllum aðilum), gagnsæi (stefna sýnileg og öllum aðgengileg), siðferðileg háttsemi (umhyggju fyrir fólki, dýrum og umhverfinu), virðing fyrir hagsmunum hagsmunaaðila (virða og bregðast við hagsmunaaðilum), virðing fyrir réttarríki (viðurkynna að virðing fyrir reglum sé ófrávíkjanleg t.d. greiða konum og körlum sömu laun), virðing fyrir alþjóðlega viðtekinni háttsemi (forðast meðsekt í starfsemi annars fyrirtækis t.d. barnaþrælkun) og fyrir mannréttindum (stuðla að því að mannréttindaskrá SÞ sé í heiðri höfð). 1. Stjórnarhættir fyrirtækis eru það kerfi sem fyrirtækið beitir til að taka ákvarðanir og framkvæma þær til að ná markmiðum sínum. 2. Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem allir menn eiga kröfu til. 3. Vinnnumál fyrirtkis ná yfir alla stefnumörkun og starfsvenjur sem tengjast vinnu sem innt er af hendi. 4. Umhverfismál, fyrirtæki ættu að taka upp samþætta aðferð. 5. Sanngjarnir starshættir. 6. Neytendamál. Fyrirtæki sem láta neytendum og örðum viðskptavinum í té vöru og þjonustu bera ábyrgð gagnvart þessum aðilum. 7. Samfélagsleg virkni og þróun.
Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Marel fór yfir hvernig Marel hefur undanfarið ár unnið að mótun stefnu og innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Marel nýtir sér ISO 26000 til þess að hafa yfirsýn. Global Compact er notað til þess að skapa skuldbindingu. Marel í upphafi snerist um að auka framlegð í sjávarútvegi með því að búa til rafeindarvog. Þetta verkefni er samfélagslega ábyrgt. Grunngildin snúast um að auka framlegð og búa til meiri hagsæld sem er samfélagsábyrgð. Þorsteinn fékk aðstoð við að finna lykilaðila innan Marel, útbjó spurningarlista og passaði upp á að enginn flokkur yrði útundan. Niðurstöður viðtalanna voru síðan mæld við stefnu Marel. En hverjar eru hindranirnar? Marel er tórt fyrirtæki með starfsstöðvar í mörgum mismunandi menningarheimum. Gagnaöflun er flókin og erfitt getur reynst að fá sambærileg gögn frá öllum starfsstöðvum. Þetta er verkefni sem þarf að fara hægt í en af miklum þunga. Það hafa allir nóg með sitt. Stóra áskorunin er hvernig hægt er að innleiða fleiri KPI þannig að starfsmönnum finnist þeir skipta máli. Opnað var áhugavert svæði fyrir starfsmenn þar sem þeir voru beðnir um að deila sögum frá fyrirtækinu. www.livingmarel.com
Að lokum fjallaði Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun um aðdraganda þess að stefna um samfélagsábyrgð var sett hjá Landsvirkjun og um áherslur á samskipti við hagsmunaaðila. Landsvirkjun var stofnuð 1965 og frá upphafi var lögð áhersla á að fyrirtækið væri sjálfstætt og óháð, tekjuflæði öruggt og öll verkefni boðin út. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á uppgræðslu og skógrækt. Árið 2006 innleiddi Landsvirkjun umhverfisstjórnunarkerfi. Árið 2009 var allt orðið vottað skv. ISO 14001. Markmið með gerð samfélagsskýrslu hjá Landsvirkjun var að samhæfa stjórnkerfi og gera samfélagsábyrgðina hluta af kerfinu. Stefnu um samfélagsábyrgð er að finna á heimasíðu Landsvirkjunar. Þar sjást markmiðin og mælikvarðarnir.
Um ISO 26000 á vef ISO: http://www.iso.org/iso/home/standards/iso26000.htm

Fleiri fréttir og pistlar

Námskeið: Fordómar og inngilding í íslensku samfélagi

Á þessu námskeiði fá þátttakendur kennslu í kynþátta- og menningarfordómum, birtingarmyndum og áhrifum þeirra í íslensku samfélagi ásamt umfjöllun um hugtakið inngildingu og hvernig inngilding nýtist í baráttunni við fordóma.

Hugtökin fordómar og inngilding eru á allra vörum en ekki er öllum skýrt hvað þau þýða. Á námskeiðinu verður farið yfir muninn á kynþátta- og menningarfordómum, sögu þeirra og hvernig þeir birtast í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Fjallað verður um áhrif fordóma á líðan þeirra sem verða fyrir þeim til að auka skilning á mikilvægi baráttunnar gegn fordómum.

Síðari hluti námskeiðisns verður helgaður inngildingu (e. inclusion) og hvernig inngildandi hugarfar er mikilvægur þáttur í að stuðla að jafnara og sanngjarnara samfélagi, en inngilding snertir allt fólk á einhvern hátt. Hægt er að nota inngildingu sem tól til að auka menningarnæmi, en á námskeiðinu verður líka farið yfir hugtökin menningarnæmi og menningarnám.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með gagnvirkum spurningum sem þátttakendur geta svarað í rauntíma, auk umræðna.

Gæðastjórnun – hvað kostar? - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Einar Guðbjartsson dósent í viðskiptafræðideild flytur áhugavert erindi um gæðastjórnun með fræðilegri nálgun, hvernig hægt er að reikna kostnað og ábata af gæðastjórnunarkerfum.  Erindi þetta getur stuðlað að betri sýn á gæðastjórnun, þá sérstaklega á hagrænt gildi í rekstri.  

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Við innleiðingu á gæðastjórnun þá er vænst að hagnaður og eða ánægja viðskiptavina aukist. Ekki er alltaf auðvelt að reikna hver er í raun ávinningur af gæðastjórnunarkerfum sem hafa verið innleidd í fyrirtækinu.

Samhliða þróun á gæðastjórnun þá komu til skjalanna staðlar (ISO-staðlar) sem hafa treyst gæðastjórnun í sessi, sem hluti að stjórnunarkerfi fyrirtækja og góðum stjórnarháttum. Sá staðall sem er hvað einna mest þekktur er ISO-9001 og fjallar meðal annars um ánægju viðskiptavinar með keypta vöru eða þjónustu. Þar nálgumst við skilgreiningu á gæði.

Flytjandi erindisins: Einar Guðbjartsson - Dósent | Háskóli Íslands 

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: Gæðastjórnun – hvað kostar? • Submission 83 • Þjóðarspegillinn 2024

Ávinningur af stjórnkerfisstöðlunum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001 - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001. 

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.

Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454

Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.

 

Notkun skapandi gervigreindar meðal stjórnenda tvöfaldast í 72% á milli ára

"Samkvæmt könnun þar sem rætt var við yfir 800 stjórnendur kemur í ljós að vikuleg notkun á skapandi gervigreindar hefur nær tvöfaldast, úr 37% árið 2023 í 72% árið 2024, með miklum vexti í deildum sem áður voru hægari að tileinka sér tæknina, svo sem markaðs- og mannauðsdeildum. Þrátt fyrir aukna notkun standa fyrirtæki enn frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að meta fullan ávinning og arðsemi gervigreindarinnar."

Hér er ný skýrsla frá The Wharton School:
https://ai.wharton.upenn.edu/focus-areas/human-technology-interaction/2024-ai-adoption-report/

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?