Jákvæð samskipti og liðsheild

Allir vinnustaðir þurfa á jákvæðum samskiptum og liðsheild að halda. En hvaða leiðir er best að fara til þess að ná fólkinu með sér? Er hægt að nota ákveðnar æfingar eða aðferðafræði? Jón Halldórsson frá KVAN og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, voru með líflegan morgunfund um jákvæð samskipti og liðheild í Háskólanum í Reykjavík í morgun.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun.
Jón starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Hann hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Pálmar hefur getið af sér gott orð fyrir að vera skemmtilegur og líflegur fyrirlesari, en hann heldur kröftuga fyrirlestra um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Um daginn hélt hann fyrirlestur númer 500! Þá hefur hann margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari barna og unglina. 

Jón byrjaði á að kynna KVAN og segja hvernig vinnuhópurinn er samsettur.  Þau vinna mikið með ungu fólki og vilja ræða við fagaðila og foreldra.  Þau vinna einnig með stjórnendum fyrirtækja. Jón er lærður markþjálfi og lögreglumaður.  Hann vann hjá NOVA og sagði þau þekkja kúltúrinn sinn sem er „Stærsti skemmtistaður í heimi“.  Allt hjá NOVA er tengt við skemmtun og það hefur fest við vinnustaðinn.  Þegar það er hitamet í Reykjavík þá er t.d. boðið upp á ís eða allir taka með sér heim kaldan bjór.  En hvernig býr maður til góða liðsheild?  Með því að hafa einn Eyjamann í liðinu. Að öllu gamni slepptu þá er það að eyða eins miklum tíma saman og möguleiki er. Eyjamenn gera þetta mjög vel, heilsa alltaf hvor öðrum þegar þeir koma á æfingu. Kúltúrinn er ákveðinn og hvernig hann á að vera.  Þeir hópar sem ná árangri vita hver kúltúrinn er.  Jón sagði frá bandarískri rannsókn sem sýnir skiptingu eftir félagslegu samþykki.  55% barna fúnkera vel í hóp, 15% af öllum börnum er hafnað þ.e. skilin útundan, strítt, rödd þeirra fær ekki að heyrast, 15% eru týndu börnin þ.e. hlédræg og þau gleymast og tilheyra ekki.  Þessir aðilar eru fyrstir til að stökkva á vagninn sem þau vilja tilheyra.  15% einstaklingar eru vinsælu börnin þ.e. þau sem eru með leiðtogahæfileika en aðrir og hafa áhrif á aðra.  Svo haga aðilar sér mismunandi eftir því hvaða hópa maður er að hitta.  Ástæðan er sú að það er mismunandi kúltúr og fólk eltir frekar kúltúr en reglur.  Þess vegna er svo mikilvægt að búa til kúltúr.  Og hvernig býr maður til kúltúr?  Hjá NOVA stendur kúltúrinn alls staðar.  Þorgrímur Þráinsson bjó til kúltúrinn í landsliðinu og það eru leiðtogarnir sem búa til hann.  Þeir búa til neikvæðan og jákvæðan kúltúr.  Sá neikvæði grefur undan, setur sjálfan sig í forgang, leyfir baktal. Sá jákvæði gerir allt öfugt.  Fólk ætti að spyrja sig: „Hvenær varstu síðast rosalega leiðinlegur/leiðinleg?“. Við viljum alls ekki vera leiðinlegi, neikvæði aðilinn en við sogumst inn í kúltúrinn.  Jón sagði frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni sem er væntanlega ljúfasti maður í heimi.  Kúltúrinn hjá KVAN er sá að þau eru hópur og fagna alltaf öll saman.  Jón sagði frá Pétri formanni nemendafélags Versló í fyrra sem sagði „Markmiðið okkar í Versló er að gera hverjum einasta nemanda kleift að stunda eitthvað sem veitir þeim tilgang.  Jón sagði að lokum frá því að hann markþjálfar stjórnendur inn í fyrirtækjum.  Ef þú kemur úr þannig kúltúr að þér er alltaf sagt stöðugt að gera eitthvað þá tengja Íslendingar ekki við það en Pólverjar gera það.  Thailendingar skilja t.d. ekki íslenska kaldhæðni og það er því mjög flókið þegar verið er að búa til liðsheild.  Jón hvatti alla til að hlusta á Brené Brown á netinu, það dýrmætasta sem hver á er tíminn. 

Pálmi heldur fyrirlestra um samskipti á vinnustöðum um land allt.  Allir hafa áhrif á sínum vinnustað.  Pálmar Ragnarsson er sálfræðingur og með ms í viðskiptafræði.  Hann er fyrirlesari, íþróttaþjálfari o.fl. Það skiptir gríðarlegu máli hvernig fyrirmyndir við höfum og þess vegna er mikilvægt að taka viðtöl bæði við karla og konur.  Lokaverkefni Pálma í viðskiptafræðinni var „Samskipti á vinnustöðum“.  Er hægt að yfirfæra íþróttakúltúrinn yfir á vinnustaðinn?  Og hvernig er hægt að skapa stemningu þar sem öllum líður vel?  Er hægt að hafa það þannig að öllum líði vel?  Ef fólk finnur að allir eru jafn mikilvægir félagslega og hvernig maður leggur sig fram.  Pálmi leggur sjálfur mikla áherslu á að hrósa fólki og krökkum á æfingu. Mikilvægt er að grípa rétt tækifæri.  Pálmi spurði salinn hvernig væri að vera nýr starfsmaður á okkar vinnustað.  Það skiptir öllu máli hvernig fyrsta vikan er. Í körfuboltanum er passað vel upp á að viðkomandi finni hversu velkominn hann/hún er.  Ný stelpa sem kemur er boðin velkomin af öllum og fær að vita að sá sem er nýr hittir ekki alltaf í körfuna.  Stelpan upplifir að það sé svo gaman að vera nýr aðili og að liðið fagni nýjum aðilum.  Mikilvægt er að vinnustaðir taki vel á móti nýjum starfsmönnum ekki einungis stjórnandinn.  Það eru litlu atriðin sem skipta öllu máli.  Það er svo mikilvægt að viðhalda áhuganum hjá sjálfum sér.  Það er gert með því t.d. að læra eitthvað nýtt.  Spyrja sig hvað það sé við starfið sitt sem manni finnst svo gaman.  Mikilvægt er að smita áhuga.  Allir hafa áhrif á fólkið í kringum sig og stýra andrúmsloftinu hvort heldur þeir eru neikvæðir eða jákvæðir.   

Um viðburðinn

Jákvæð samskipti og liðsheild

Allir vinnustaðir þurfa á jákvæðum samskiptum og liðsheild að halda. Þetta vitum við öll. En hvaða leiðir er best að fara til þess að ná fólkinu með sér? Er hægt að nota ákveðnar æfingar eða aðferðafræði?

Jón Halldórsson frá KVAN og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, verða með líflegan morgunfund um jákvæð samskipti og liðheild.

Jón starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Hann hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Pálmar hefur getið af sér gott orð fyrir að vera skemmtilegur og líflegur fyrirlesari, en hann heldur kröftuga fyrirlestra um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Um daginn hélt hann fyrirlestur númer 500! Þá hefur hann margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari barna og unglina.  

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?