Krummi svaf í klettagjá - köldum kjarasamningum á - eða hvað?

Faghópur um fjármál hélt einstaklega áhugaverðan fund í HR í morgun þar sem þeir Ragnar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka ræddu um komandi kjarasamninga. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA og Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.

Tilfinning Ragnars er sú að lítið hafi breyst og að viðræður muni fara seint af stað eða skömmu áður en samningar renna út.  Erfitt er að koma viðræðum af stað áður en samningar falla úr gildi. Erlendis er mikið lagt í að lönd tapi ekki samkeppnisstöðunni sinni og mega því ekki verðleggja sig of hátt.  Mikilvægt er að horfa á samkeppnishæfið. SA sendi öllum verkalýðfélögum bréf þar sem hvatt var til þess að samkeppni íslensks samkeppnis yrði tryggð í komandi kjarasamningum. Þau fyrirtæki á Íslandi sem ekki geta greitt mannsæmandi laun eiga ekki að vera á markaðinum.  Sum fyrirtæki eru í mikilli samkeppni.  Ferðaþjónusta er ekki hálaunagrein og það þarf að passa sig að verðleggja ekki Ísland út af markaðnum.  Hæstu laun hafa hækkað mikið í undanförnum samningum.  Meðalheildarlaun hjá starfsgreinarsambandinu eru 500þúsund og lægstu laun 300þúsund.  Verið er að greiða mikla yfirvinnu og þvi þarf að hækka dagvinnuna.  Með þessu er verið að koma til móts við þá sem þurfa að stóla á dagvinnu. 

Um viðburðinn

Krummi svaf í klettagjá - köldum kjarasamningum á - eða hvað?

Mikið hefur verið rætt og skrifað um komandi kjarasamninga og sitt sýnist hverjum. Fer allt á hliðina? Er þetta stormur í vatnsglasi?

Í áætlunum og rekstri fyrirtækja þarf að gera ráð fyrir þessu stóra spurningamerki á einn eða annan hátt. Faghópur um fjármál er einstaklega ánægður með að hafa fengið stefnumót í HR við tvo færa sérfræðinga til að fara yfir stöðuna, ræða væntingar til og breytt umhverfi fyrir komandi kjarasamninga.

Heiðursmennirnir eru þeir Rangar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA. Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.

Það verður fróðlegt að heyra hvað þessir aðilar telji að verði efst á baugi í komandi viðræðum, hvort ferlið verði hefðbundið eða hvort búast megi við annarri atburðarrás en áður og síðast en ekki síst hvaða afleiðingar þessir kjarasamningar geti haft. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í stofu M217 í Háskólanum í Reykjavík.

Fleiri fréttir og pistlar

Samtal við H. William Dettmer

Hér birtist nýtt viðtal við H. William Dettmer, upphafsmann Logical Thinking Process aðferðafræðinnar, en Dettmer hélt fyrirlestur á vegum faghópa um stjórnun viðskiptaferla og um stefnumótun og árangursmat vorið 2021.

Viðtalið birtist á nýrri upplýsingasíðu, "The Edge of Reason", sem helguð er röklegri greiningu og gagnrýninni hugsun.

H. William Dettmer er ráðgjafi og höfundur níu bóka um röklega greiningu og stjórnun hindrana (Theory of Constraints) og náinn samstarfsmaður Eli Goldratt, höfundar "The Goal". Sem ráðgjafi hefur Dettmer starfað með fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja við að bæta ákvarðanatöku á grunni röklegrar greiningar. Þar á meðal má nefna Deloitte, Boeing, Siemens, Lucent Technologies og Seagate, svo fátt eitt sé nefnt.

Dettmer er nú á sjötugasta og níunda aldursári, en síður en svo sestur í helgan stein. Megináhersla hans nú er á vefnámskeið í Logical Thinking Process aðferðafræðinni. Í viðtalinu segir hann m.a. frá þróun aðferðafræðinnar og kynnum sínum af Eli Goldratt og hugmyndum hans.

Tveggja heima sýn- Áhrifaríkt myndband

Tveggja heima sýn, tyrkneska ljósmyndarans Ugur Gallenkus, segir sína sögu á áhrifaríkan hátt. Mótun framtíðina þannig að hún styðji við velferð, hagsæld og frið.

https://www.youtube.com/watch?v=4tet-cuSd30 

Framtíðarskipulag borgar?

Framtíðaráform um miðbæ Riyadh, New Murabba. Áhugavert og skemmtilegt myndband?

https://www.youtube.com/watch?v=1MNizNkTUwI  

Vel heppnaður fundur um ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni sl föstudag

Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :

Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.

Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni.  Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir

1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100%  á sömu blaðsíðu og mjög  samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.

2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.

3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.

4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.

5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.

6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi  áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.

7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.

8.  EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur.  Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.

9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð. 

Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.  

Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn. 

Hamingjuóskir: Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2023

Hér má sjá myndir frá hátíðinni og link á streymið. Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands.Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í fjórtánda sinn sem þau eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 eru eftirtaldir:  Í  í flokki yfirstjórnenda Jón Björnsson, forstjóri Origo, í flokki millistjórnenda þau Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair  og   í flokki framkvöðla Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
  • Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
  • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá PayAnalytics
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Hérna eru nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Frétt á visir.is
Frétt á vb.is

slóð á myndir af viðburðinum

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?