Langar þig að byrja með hlaðvarp, er það mikið mál?

Í morgun fengu Stjórnvísifélagar að kynnast því hvaða tól og tæki þarf til að byrja með hlaðvarp og hvað skiptir máli. Faghópur um þjónustu- og markaðsstjórnun stóð að fundinum.  Óli Jóns hefur haldið úti Hlaðvarpi á Jóns í 3 ár. Hlaðvarpið hans sem er í viðtalsformi er tileinkað sölu og markaðsmálum. Óli hefur tekið viðtal við marga helstu sérfræðinga landsins í sölu- og markaðsmálum ásamt því að ræða við eigendur fyrirtækja um þeirra markaðsmál. Nú þegar er Óli búinn að setja um 70 þætti í loftið langar hann til að segja frá sinni reynslu í hlaðvarpsheiminum. Fundinum var streymt af facebooksíðu stjórnvísi og má nálgast þar.

Óli sagði breytingarnar hafa verið gríðarlegar í þessum málum á undanförnum þremur árum.  Þegar Óli tekur viðtal þarf hann yfirleitt að byrja á því að útskýra hvað hlaðvarp sé, þ.e. viðtal á Netinu.  Í 99% tilfella segir fólk “já” og þættirnir hans eru viðtalsþættir. Óli vill að fólkið sé í sínu náttúrulega umhverfi, hann mætir á staðinn. Stóri sigurinn var þegar aðilar eru farnir að hringja í hann og óska eftir viðtali.  Að fólki líði vel þar sem viðtalið er tekið skiptir máli.  Miklu máli skiptir líka að ekki bergmáli mikið.  Smáhljóð heyrast svo miklu meira í upptöku. “Data is everything” en Óli getur ekki séð hvort fólk hlustar á allan þáttinn.  Hann sér hins vegar hverjir kveikja á hverjum þætti, á hvaða aldri þeir eru, hvar í heiminum þeir eru staddir o.fl.  Hann notar Soundcloud til að fá þessar upplýsingar.

Allir þættir eru settir á facebook og það er svo margt hægt að gera í einum þætti.  Í kringum það eru sett kvót.  Þau nota kvót frá fólki eins og t.d. “það alveg peppaði mann í döðlur”.  Einnig er notað Instagram til að vekja athygli á þáttunum og  Óli byrjaður á Linkedin.  Það er allt í einu mikil breyting á Linkedin varðandi tryggð.  Helst myndi hann einnig vilja hafa allt sem blogg.  Óli sendi eitt sinn hljóðfælinn af einum þætti sem var tekin upp á ensku út í heim, hann kom til baka skrifaður á ensku fyrir 2.500kr, slík er tæknin orðin.   

Um viðburðinn

Langar þig að byrja með hlaðvarp, er það mikið mál?

Óli Jóns hefur haldið úti Hlaðvarpinu á Jóns í 3 ár.

Hlaðvarpið hans sem er í viðtalsformi er tileinkað sölu og markaðssmálum. Óli hefur tekið viðtal við marga helstu sérfræðinga landsins í sölu og markaðsmálum ásamt því að ræða við eigendur fyrirtækja um þeirra markaðsmál.

Nú þegar Óli er búinn að setja um 70 þætti í loftið langar hann til að segja frá sinni reynslu í hlaðvarpsheiminum.

  • Hvað hann hefði viljað vita áður en hann byrjaði?

  • Hvað hefur komið honum á óvart?

  • Hvað hefur breyst á þessum 3 árum?

  • Tólin og tækin, Óli kemur með búnaðinn sem hann notar til að taka upp

  • Hvernig er ferlið frá hugmynd að viðmælanda þangað til þáttur er kominn í loftið?


Óli býður þeim sem hafa einhverjar spurningar að senda þær á olijons@jons.is og kemur hann til að svara þeim á fyrirlestrinum.

Instagram Jons.is  

Stefnt er á að taka viðburðinn upp en upptakan ætti að vera aðgengileg eftir viðburðinn.


Fleiri fréttir og pistlar

Fróðleg síða áhugamanna um Excel á Íslandi - excel.is

Þessi áhugaverða ábending barst til Stjórnvísi: Vegna excel áhugahópsins ykkar bendi ég á fróðlega síðu áhugamanna um Excel á Íslandi. Þeir bjóða vöfrurum upp á ótal ókeypis Excel skjöl. Dæmi þar um er t.d. boltakeppnisspálíkan 2023, bókhald einyrkja með uppstillingu ársreiknings, heimilisbókhald og annað fyrir ræktina, kaloríubókhald fyrir þá sem vilja grennast, sömuleiðis eru margir að spyrja þá um hvernig á að gera eitt og annað í excel og þeir svar jafnharðan o.fl. o.fl.. Þá er hægt að kaupa af þeim vinnutíma til að bæta við síðurnar eftir þörfum hvers og eins, eða panta algerlega nýtt skjal. Síðan er einfaldlega excel.is.

Hvaða tungumál er hlutlaust í fjölbreyttu starfsumhverfi? / What counts as a neutral language?

* In English below

UN Global Compact í Hörpu í næstu viku og þér er boðið.

Faghópur um loftslagsmál vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu í Hörpu í næstu viku.
SKRÁNING Á VIÐBURÐ
Þér er boðið á kynningarviðburð UN Global Compact á Íslandi sem fer fram í Hörpu þann 31. maí næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 10:00 og boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 9:30. 
Með þátttöku í UN Global Compact gefst einstakt tækifæri til að hraða árangri á sviði sjálfbærni. Fyrirtæki í öllum atvinnugreinum og stofnanir geta gerst aðilar að Global Compact og þannig tekið virkan þátt í starfi samtakanna á Íslandi og um allan heim. 
Til að tryggja sæti er mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. SKRÁNING Á VIÐBURÐ

 

Ný stjórn faghóps um loftslagsmál

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál var haldinn 5. maí sl. Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn gengu þær Berglind Ósk Ólafsdóttir, BYKO, Birta Kristín Helgadóttir, Eflu, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Íslandsbanka og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteini. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra góða framlag og samstarfið í stjórn faghópsins.

Fimm voru kosin í stjórn og er hún nú skipuð tíu manns: 

  • Guðný Káradóttir, VSÓ Ráðgjöf, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðslusetur
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa Vottun
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag 
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun
  • Leó Sigurðsson, Örugg verkfræðistofa
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte
  • Ingibjörg Karlsdóttir, Play Air
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, sjálfstætt starfandi lögfræðingur

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023 í gegnum Teams.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:

Erla Björg Eyjólfsdóttir - Cohn & Wolfe á Íslandi

Meðstjórnendur:

Andrea Guðmundsdóttir – Háskólinn á Bifröst

Ásta Sigrún Magnúsdóttir – Garðabær

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir – Reykjavíkurborg

Gunnar Hörður Garðarsson – Ríkislögreglustjóri

Gunnar Sigurðsson – KPMG

Gunnlaugur Bragi Björnsson – Viðskiptaráð

Heiða Ingimarsdóttir – Múlaþing

Ingvar Örn Ingvarsson – Cohn & Wolfe á Íslandi

Júlíus Andri Þórðarson – Háskólinn á Bifröst

Karen Kjartansdóttir – Langbrók

 

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna á sínu fyrsta starfsári og hlökkum til þess næsta!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?