Mælingar og miðlun, þú getur ekki stjórnað því sem þú ekki mælir.

Á fundi faghóps Stjórnvísi um samfélagsábyrgð kynnti Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR sjálfbærniskýrslu ÁTVR og varpaði fram þeirri spurningu hvort vinnan við Global Reporting hefði borgað sig. Svarið við því var svo sannarlega "JÁ". Árið 2004 byrjaði ÁTVR mælingar á samfélagsábyrgð. ATVR er aðili að globalreporting.org og þeir þurfa ekki að þýða skýrslurnar sínar. Mesta áskorunin er ekki skýrslan heldur innleiðingin inn i fyrirtækinu. Vísarnir eru samtals 91. Fyrst í skýrslunni er efnisyfirlit og síðan koma vísarnir. Dæmi um vísi er G4-HR1 er varðar Mannréttindi. Annar er tíðni meiðsla, fjarvera. Þá eru skráð tíðni meiðsla, starfstengdra sjúkdóma fjarverudaga og dauðsföll tengd starfi eftir starfsstöðvum. Greina verður á milli karla og kvenna. Veikindi á almennum markaði eru 4% en hjá ÁTVR eru þau 2,6%. G4-En18 er umfang losunar GHL. G4-EN27 er umfang aðgerða sem stuðla að minnkun umhverfisáhrifa á framleiðslu og /eða þjónustu. Þar sparast 28milljónir. Setjið fókus á rafræna reikninga, pósturinn tapar en umhverfið græðir. Skrifstofupappír var 8,6kíló á stöðugildi 2011, lækkaði 2012 en hækkaði svo aftur 2013 vegna þess að stór pöntun kom inn í árslok. Einnotavörur, plastpokar, strekki filma hafa lækkað. Varðandi efnahagsmálin er horft á mælikvarðann út frá viðskiptavininum. Tekjur af sölu áfengis og tóbaks aukast ár frá ári og arður um leið. Neikvæð áhrif á samfélagið. Ekki selja vöruna þeim sem er yngri en 20 ára. ÁTVR eru alltaf að keppast við að ver-a betri og betri og í ár komst fyrirtækið á toppinn með ánægðustu viðskiptavinina 2014. Mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis eru ánægðir viðskiptavinir og ÁTVR á ánægðustu viðskiptavini á Íslandi í dag.
Umhverfismál, sjórinn við Ísland hitnar og súrnar. ÁTVR gerði samgöngu samning við starfsfólk til og frá vinnu. Fóru úr 140 tonnum í 108 tonn milli ára. Meðalvegalengd frávinnustað úr 7,2km í 6,7km. Stjórnvöld er áhugalaus. Sannfæra þarf stjórnendur fyrirtækja, án stuðningsstjórnvalda, stjórnenda fyrirtækja og menntakerfis gerist ekkert. Allt snýst þetta um börnin okkar. Ef þú vilt bæta heiminn skaltu byrja á sjálfum þeir.
Svanhildur Sigurðardóttir, samfélags-og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni fór yfir innleiðingu Ölgerðarinnar á samfélagsmálum. Ölgerðin hefur frá stofnun 1913 sýnt ábyrgð gagnvart samfélaginu, umhverfinu og starfólki. Um leið og vitundarvakning um samfélagsábyrgð fyrirtækja jókst var strax farið afgreina áhuga innan Ölgerðarinnar. Einu sinni á ári er „Já“ dagur hjá Ölgerðinni, Ótrúlega mikilvægt er að daglega finni starfsmenn fyrir og komi með hugmyndir hvernig á að koma ákveðnum hlutum í ferli. Ölgerðin er í ótrúlegum þróunarfasa. Allir eru tilbúnir að taka þátt í breytingunni. Festa hefur reynst Ölgerðinni mjög dýrmælt. Öll verkefni hjá Pepsi eru win-win verkefni. Á 100 ára afmælinu voru 100 atriði útfærð, sett mælanleg markmið, ábyrgðaraðila. Fyrsta skýrslan kom út núna 2014, hún er ekki á prentuðu formi, alls ekki hægt að prenta hana út. Ölgerðin er að skoða innleiðingu á ISO 26000. Til að læra af ferlinu þá hefði mátt undirbúa stefnuna enn betur og sníða hana að sérsviði fyrirtækisins. Fyrirtæki ættu að sníða samfélagsábyrgð sína að sérsviði fyrirtækisins eins og t.d. banki ætti að kynna betri fjármál, þar með getur við bætt fjármál. Ölgerðin er t.d. í framleiðslu og dreifingu, þess vegna er umhverfisflokkurinn stærstur. Mælanleg markmið gera allt auðveldara, skemmtilegra og greinanlegra. Þátttaka starfsmanna og stjórnenda er mikilvæg. Innleiðing SÁ er mun líklegri til að heppnast ef starfsmenn eiga þátt í að mynda stefnuna og setja sér mælanleg markmið. Tímasetja markmiðin, 100 SÁ verkefni á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar og eru mörg verkefnanna þegar hafin. Ölgerðin gerðist aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð í mars 2013. Þar sækja þau dýrmæta þekkingu og geta lært hvert af öðru í samfélagi sem ábyrg íslensk fyrirtæki mynda. Ölgerðin er með“núllslysastefnu“.Þau tilkynnaekki slys, þau eru ekki birt opinberlega því starfsmenn vildu ekki vera þeir einu. Heilsufar starfsfólks, fylgst er með þróun veikindadaga og er markmiðið að vera undir 3%. Undanfarin fimm ár hefur því markmiði verið náð. Minni en 3% veikindi síðastliðin 5 ár. Árið 2013 tók Ölgerðin þátt í 6 lokaverkefnum með nemendum. „abyrgd.olgerdin.is“ þar er skýrslan um samfélagsábyrgð.

Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta sagði að lykilþáttur í samfélagsábyrgðinni er upplýsingagjöfin. Lítil fyrirtæki, eiga þau líka að mæla og segja frá. Verður myndin skýrari með mælingum. Í Alta starfa 8 manns sem allir eru sérfræðingar um sjálfbæra þróun. Leiðarljós í allri þróun er sjálfbærni. Mælingar skipta samt máli fyrir starfsfólk sem er allt með á nótunum. Þeir sem eru í Global Compact þurfa að skila skýrslu. Alta er aðili að festu. Alta mótaði sér stefnu en áherslan er viðskiptavinurinn,starfsmaðurinn og umhverfið. Framvinduskýrslur eru á heimasíðunni þeirra. Það er á mörkum þess aðf á að vera með þegar starfsmenn eru 10. Alta hefur þróað sig á hverju ári. Því er stundum glíma að ná fram upplýsingum. Núna er skýrslan þeirra á íslensku. Skýrslan er afar einföld. Global compact óskaði eftir tölum og meiri grafík,vildi mælingar. Núna er allt í tölum, mælanlegt, skýr markmið og réttar kaflaskiptingar. Fundarstjóri var Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?