Marel hlaut í dag viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Fyrr í dag veittu Festa - miðstöð um sjálfbærni, Stjórnvísi og Viðskiptaráð viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins. Þetta er í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt og sem fyrr var hátíðleg stemning þegar fulltrúar útgefanda skýrslunnar veittu viðurkenningunni móttöku. Frá árinu 2018 hefur viðurkenningin verið veitt fyrirtækjum og stofnunum sem birta upplýsingar um sjálfbærni sína og samfélagsábyrgð með markvissum og vönduðum hætti. Fyrri handhafar viðurkenningarinnar eru Play, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, BYKO, Landsvirkjun, Krónan, Landsbankinn og Isavia.

Að þessu sinni var það Marel sem dómnefnd taldi hafa gefið út eftirtektarverðustu sjálfbærniskýrslu ársins 2023, fyrir rekstrarárið 2022. Líkt og fyrri ár fjölgaði þeim skýrslum sem hlutu tilnefningu á milli ára og voru 35 skýrslur tilnefndar að þessu sinni.

Ítarleg skýrsla sem tekur tillit til helstu staðla

Hátæknifyrirtækið Marel starfar á alþjóðlegum markaði og endurspeglar upplýsingagjöf félagsins þann veruleika. Innan Marel hefur farið fram greining á hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi fyrir þeirra atvinnugrein, svokölluð mikilvægisgreining. Það er mat dómnefndar að skýrslan sýni hvernig mikilvægisgreiningin nýtist í upplýsingagjöf og að meiri losun gróðurhúsalofttegunda í sjálfbærniskýrslu sé ekki endilega verra, heldur endurspegli aukna áherslu á betri gögn sem svo verða tól til skilvirkari ákvarðana.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali ársins segir að sjálfbærniskýrsla Marel birti viðeigandi upplýsingar og beri af, bæði í samanburði við innlend og erlend fyrirtæki:

„Sjálfbærniskýrsla Marels ber af sé hún borin saman við skýrslur og upplýsingagjöf innlendra fyrirtækja, og einnig sé litið til erlendra fyrirtækja sem leiða slíka upplýsingagjöf. Skýrslan er mjög ítarleg og tekur tillit til helstu staðla við gerð og birtingu sjálfbærnigagna en Marel birtir í ársskýrslu sinni almenna sjálfbærniskýrslu, Nasdaq ESG mælikvarða sérstaklega ásamt TCFD upplýsingum. Það má því segja að upplýsingagjöfin sé breið. Innan Marel hefur farið fram ítarlegri greining á umfangi 3, sem er óbein losun gróðurhúsalofttegunda en fyrirtækið birtir nú einnig óbeina losun vegna notkunar viðskiptavina á þeim tækjum sem Marel selur. Sú losun er stærsti hluti óbeinnar losunar Marel og fanga þessar upplýsingar áhuga lesanda.“

Gögn birt til virðisauka en ekki af skyldurækni

Það var Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo, sem veitti dómnefnd viðurkenningarinnar formennsku. Reynir Smári segir það ánægjulegt að veita Marel viðurkenninguna enda séu gögn skýrslunnar augljóslega birt til virðisauka fremur en af skyldurækni:

„Sjálfbærniskýrsla Marel ber með sér að þar birtist lesandanum upplýsingar sem raunverulega séu nýttar til virðisaukningar fyrir félagið en ekki sem skylduæfing til að uppfylla regluverk. Marel hefur sett sér metnaðarfull markmið og ætlar fyrirtækið meðal annars að draga úr losun frá umfangi 1 og 2 um 42% fyrir árið 2030 miðað við árið 2021 og um 25% í umfang 3. Þá ætlar Marel að endurvinna 90% af úrgangi sínum fyrir árið 2026 og stefnir að kolefnishlutleysi virðiskeðjunnar árið 2040. Það er því virkilega gaman að geta veitt Marel viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2023.“

Leggja sig fram við að veita skýrar og áreiðanlegar upplýsingar

Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla, veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Marel og var að vonum glaður með árangurinn:

“Við hjá Marel erum afskaplega ánægð með að hljóta þessa viðurkenningu í ár. Síðastliðin 8 ár hefur fyrirtækið gefið út vandaðar og góðar sjálfbærniskýrslur þar sem við höfum lagt okkur sérstaklega fram við að veita skýrar og áreiðanlegar upplýsingar um það hvaða áhrif starfsemin hefur á samfélag okkar og umhverfi,” sagði Þorsteinn Kári.

“Við höfum lagt áherslu á að á hverju ári komi út vandaðri sjálfbærniskýrsla en árið áður og að við séum að mála upp heiðarlega og gegnsæja en um leið gagnlega mynd af þeim árangri sem við höfum náð.

Hluthöfum Marel, stjórnendum og starfsfólki er annt um það að vera treyst fyrir jafn veigamiklu hlutverki í alþjóðlega matvælageiranum og raun ber vitni en að sama skapi erum við stolt af því að geta tekið þátt í því að lyfta íslensku viðskiptalífi upp á hærra plan með því að veita greinargóðar upplýsingar um það hvernig við vinnum skipulega að því að hlúa að sjálfbærri þróun í okkar rekstri.” 

Í dómnefnd ársins sátu, auk Reynis Smára Atlasonar, þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia.

Markmið Festu, Stjórnvísis og Viðskiptaráðs með viðurkenningunni er meðal annars ýta undir notkun mælanlegra markmið og vandaðrar upplýsingagjafar á sviði sjálfbærni. Til að sinna þessu og til að undirbúa störf dómnefndar var skipað sérstakt fagráð sem lagði mat á allar þær skýrslur sem hlutu tilnefningu. Fagráðið var skipað þremur nemendum við Háskólann í Reykjavík sem hafa lokið sérstöku námskeiði með áherslu á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf, þeim Heiðrúnu Örnu Ottesen Þóroddsdóttur, Kára Jóni Hannessyni og Jóhönnu Sól Erlendsdóttur.

Fleiri fréttir og pistlar

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?