KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri. Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni. Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR. Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Mikill áhugi um skilvirka áhættustjórnun á fundi KPMG og Stjórnvísi í morgun.
Um viðburðinn
Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.
KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.
Dagskrá:
Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?
- Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG
Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu - Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG
Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu? - Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR
Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG
Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.
Fleiri fréttir og pistlar
Stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi hafa lagt drög að á annað hundrað viðburða fyrir starfsárið 2024-2025. Það ættu því allir að finna áhugavert efni við sitt hæfi en sjá má framboðið með því að smella hér. Skjalið er í stöðugri vinnslu og munu fleiri viðburðir bætast inn á næstunni. Hér eru nokkur dæmi um viðburði í vetur:
- Snjöll aðstöðustjórnun
- Stjórnkerfi húsa
- Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...."
- Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin?
- Hvernig virkjum við "Viskuvélar" og aðferðir markþjálfunar á stafrænum vettvangi vaxtar. AI coach
- Hagnýt gervigreind: Stjórnvöld
- Hagnýt gervigreind: Sjávarútvegur
- Gæðamarkmið og mælingar. Hvernig nýtum við þær fyrir stöðugar umbætur í rekstri?
- Gæðastjórahittingur: Gæðastjórar og ábyrgðarmenn gæðastjórnunarkerfa hittast og miðla af reynslu sinni.
- Samkeppnisgreining á fjármálamarkaði.
- Gervigreind og stefnumótun - "Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir".
- Notkun vídjó-viðtala við ráðningar
- Öryggisstjórnun fyrir mannauðssvið
- Algengustu mistök árangursmælinga
- Fjölmenning - áskorun - öryggi
- Vinna við raka/myglu og áhrif á starfsfólk
- Alþjóðlegi persónuverndardagurinn
- Loftþéttimælingar bygginga og ávinningur fyrir vistvænar/vistvottaðar byggingar
Fjölbreytileiki og inngilding: Reynslusögur fyrirtækja: Hrafnista/Samkaup/Ríkislögregla/Reykjavíkurborg
Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir
Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina?
Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:
Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi?
Nánari upplýsingar er á vef safnsins Framtíðarfestival | Borgarbókasafnið (borgarbokasafn.is)
Haustráðstefna Stjórnvísi hitti heldur betur í mark í ár. Frábær mæting var bæði á Grand Hótel og í streymi enda dagskráin stútfull af áhugaverðum fyrirlesurum. Hér má sjá upptökur af öllum erindum og hér eru myndir af ráðstefnunni.
Dagskráin var svohljóðandi.
08:30 Húsið opnar: Létt morgunhressing
09:00 Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu
09:05 Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari
09:10 Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur:
Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
09:35 Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist. "Gervigreind og íslensk nýsköpun"
09:50 Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall
10:05 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“
10:20 Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“
10:35 Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”
10:50 Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”
11:00 Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt
11:05 Ráðstefnuslit
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins taka höndum saman gegn vinnumansali á Íslandi.
Sameiginleg ráðstefna ASÍ og SA fer fram þann 26. september í Hörpu – 10:00 - 16:00