Nýjasta tækni og framtíðin

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópur um tækni hélt sinn fyrsta fund í hádeginu í dag og voru tæplega 100 manns á fundinum. Fyrirlesari var Ólafur Andri Ragnarsson kennari við Háskólann í Reykjavík og fjallaði hann um nýjustu tækni og framtíðina. Ólafur segir að það eina sem við vitum fyrir vissu sé að framtíðin verði alltaf betri.

Ólafur Andri hefur skrifað bók um tækni „Fjórða iðnbyltingin“ og hugur hans er allur í tækni.  Núna er fjórða iðnbyltingin og telur Ólafur Andri að hún hafi byrjað árið 2007 í San Francisco þegar Steve Jobs kynnti nýja snjallsímann. Í dag eru 4 milljarðar snjalltækja og fólk snertir símann sinn mörg hundruð sinnum á dag. Iphone 12 kemur út í dag og er grunnur fyrir næstu byltingu. Einu stóru framfarirnar í símanum eru myndavélarnar. Aðaltekjulind Amazon er gagnahýsing.  „Software eats the world“.  Gervigreindin er löngu komin, allt gerist í rauntíma.  Svakalegar breytingar eru að eiga sér stað í verslun og  fjármálakerfum. Við getum í dag talað við hluti eins og hjólið okkar í gegnum netið. Nú tengist allt netinu snjallúr, bíllinn, húsið, sjónvarpið.  Nú eru komnar verslanir í US „Walk away“ þar sem gervigreind les allar vörur sem þú ert með og skuldfærir. Gervigreindin er alls staðar, í Kína er hægt að sjá með andlitsgreiningu hver er inn í hvaða verslun. Gervigreindin leysir mörg verkefni afskaplega vel. Gervigreind og róbot eru farnir að geta búið til pizzur. Í Reykjavík fljúga róbotar með vörur og matarsendingar heim til fólks. Róbotar 21. aldar sjá, heyra, læra og tjá sig. Þetta eru vélar sem eiga samskipti við mannfólk.  5G mun skipta miklu máli fyrir færanlega róbota. 

Ólafur ræddi um sárafátækt í heiminum sem í dag er undir 10%.  Ungbarnadauði hefur nánast horfið. Ál, timbur og málmar eru minna notaðar.  En hvað með framtíðina?  Framfarir munu halda áfram og aukast á 21.öldinni.  Við lifum lengur og verðum ríkari og fólksfjöldi staðnar. Rosaleg uppbygging verður í Asíu og Afríku þar verða risaborgir framtíðarinnar.   

Störf munu breytast, þau þurfa að verða skemmtilegri, minna stressandi og hættuminni.  Tæknilegt atvinnuleysi er alltaf tímabundin og mun verða.  Við munum vinna minna og vinna frá kl.09:-17:00 er liðin tíð.  Mjög margt spennandi verður á heilsusviðinu. Við þurfum alltaf að vera að læra. Farsíminn verður framtíðin okkar og verður jafnvel í gleraugunum okkar.  Hann veit allt um okkur og gefur okkur öll ráð varðandi næringu, tísku, nám o.fl.  

Um viðburðinn

Nýjasta tækni og framtíðin

Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarna áratugi höfum við séð gríðalegar framfarir í tækni og nýsköpun á heimsvísu. Þessar framfarir hafa skapað mannkyninu öllu aukna hagsæld. Þrátt fyrir veirufaraldur á heimsvísu eru framfarir ekkert að minnka heldur munu bara aukast næstu árum. Gervgreind, róbotar, sýndarveruleiki, hlutanetið og margt fleira er að búa til nýjar lausnir og ný tækifæri. Framtíðin er í senn sveipuð dulúð og getur verið spennandi og ógnvekjandi í senn. Eina sem við vitum fyrir vissu er að framtíðin verður alltaf betri. Í þessu fyrirlestri ætlar Ólafur Andri Ragnarsson kennari við HR að fjalla um nýjustu tækni og framtíðina.

Ólafur Andri Ragnarsson er kennari við Háskólann í Reykjavík og kennir þar námskeið um tækniþróun og hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á fyrirtæki. Hann er tölvunarfræðingur (Msc) að mennt frá Oregon University í Bandaríkjanum. Ólafur Andri er frumkvöðull og stofnaði, ásamt fleirum, Margmiðlun og síðar Betware. Þá tók Ólafur Andri þátt í að koma á fót leikjafyrirtækinu Raw Fury AB í Stokkhólmi. Þá situr hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann tók einnig þátt í að stofna samtök tölvuleikjaframleiðenda og sat í stjórn þess um árabil. Ólafur Andri sendi frá sér bókina Fjórða iðnbyltingin: Iðnbyltingar og áhrif þeirra á samfélög árið 2019. Þar fjallar hann um forsendur tækniframfara og þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.

Join Microsoft Teams Meeting

 

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?