Nýtt ár og nýjar áskoranir

Gleðilegt ár og takk fyrir góða samskipti á árinu sem var að líða

Það er spennandi ár framundan. Mótum gagnlega og skemmtilega viðburði á nýju ári. Fljótlega verða settir inn viðburðir á síðuna okkar, en endilega bendið á fróðleg og skemmtileg efnisstök. Sendir mér línu um hugmyndir og ábendingar á karlf@framtiðarsetur.is

Til upprifjunar þá var síðast ár nokkuð viðburðarríkt. Sjá meðfylgjandi viðburðarlista:               

12. desember. FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Alþjóðlegar ógnanir, ráð og stefnukostir

               Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands

 Íslands. Hlutverk og starfsemi

                Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs

24. nóvember. Hvað er djúptækni og hvernig hefur hún áhrif?

               Hans Guttormur Þormar

 18. nóvember. Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

               Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP

21. október. Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” Fundurinn var á vegum faghóps um almannatengsl og faghóp framtíðarfræða hjá Stjórnvísi þar sem þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, ræddu um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiddu umræða.

15. október.  Fróðleikur frá Dubai. Málfundur á vegum London Futurist

Vel yfir 400 af fremstu framtíðarsinnum heims, frá 15 framtíðarsamtökum, þar á meðal Íslandi, en ég var fulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Markmiðið er að, skiptast á hugmyndum, deila innsýni, sjá fyrir áskoranir, huga að nýsköpunarlausnum, sem valda eða koma af stað breytingum.

10. október. Framtíðir í skapandi höndum - Manifestó um framtíðir dreifbýlis.

Fundur skipulagður í samvinnu við Háskólann á Bifröst.

6.  október. Getum við framleitt kjöt án þess að drepa dýr?

Dr. Björn Örvar hjá Bioeffect/Orf.

24. september. Fordæmalaust tap sprotafyrirtækja. Er ekki rými á mörkuðum fyrir nýja tækni? Hvers vegna?

Viðburður skipulagður af London Futurist

7. september. Notkun á gervigreind á nokkrum sviðum - Stutt málstofa

Málstofa á vegum London Futurist

22. apríl.  Aðlögunarhæfni veitingageirans í Covid-19 og notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð.

Málstofa skipulögð í samvinnu við faghóp um breytingarstjórnun.

Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og dagskrá fundarins.

Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi, talar um sviðsmyndir í stefnumótun og áætlanagerð.

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri hjá SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði.

13. apríl.  Finnland og framtíðarfræðin/Aðalfundur

Önnu Sigurborgu Ólafsdóttur, framtíðarfræðingi Framtíðarnefndar Alþingis.

31. mars. Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI - Viðskiptalífið og samfélög.

               Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

24. mars. Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI

Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

8. mars. Kísildalurinn, fjórða iðnbyltingin og breytingastjórnun

               Málstofa á vegum faghóps framtíðarfræða og faghóps um breytingarstjórnun.

Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus. Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA. Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun..

15. febrúar. Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna

Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

10. febrúar. Rafmyntir – Skammvinn bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar? Framtíðir í febrúar.

               Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

10. desember. Bókakynning á aðventu – Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum.

 

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?