Passar sama stærðin fyrir alla?

Orkuveitan tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Viðburðurinn hafði fyrirsögnina „Passar sama stærðin fyrir alla?“ og var á vegum faghóps um markþjálfun í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun. Fyrirlesarinn Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc.  Og hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Margrét sagði að við værum öll fædd með mismunandi hæfileika sem koma fram í vinnustíl og tengis persónugerð hvers og eins. Margrét hvatti fundargesti til að lesa frábæra bók „A factory of one“ skrifuð af Daniel Markovitz sem inniheldur fullt af fínum aðferðum sem hafa nýst Margréti mjög vel til að skipuleggja sig í vinnunni.  Work Simply er önnur bók skrifuð af Carson Tate sem gengur út frá að fólk noti sína styrkleika í vinnu.  

Skv. tölum frá Virk er 60% aukning í kulnun frá árinu 2010.  Hjón sem vinna úti tala saman í 12 mínútur að meðaltali á dag.  Síðustu 20 ár hefur vinnutími aukist um 15% og frítími minnkað um 33%. Dagar af skilvirkri vinnu eru tapaðir hver ár vegna svefnleysis.  Atul Gawande „“Want to get great at something? Get a coach“ er frábær fyrirlestur sem Margrét hvatti alla til að hlusta á. Markþjálfun er vaxandi starfsgrein og það sem gerist við þjálfun er að frammistaða eykst, það verður aukin þróun og umbreyting á einhverjum sviðum.  Af hverju þurfa starfsmenn stöðugt að fylgjast með tölvupósti?  Leikskólar byggja allt sitt á styrkleikum barna.  Það sama ætti að eiga sér stað inn á vinnustöðum þ.e. að byggja upp hvern starfsmann sérsniðin eftir styrkleikum hans.  Margrét ræddi um vinnustílana fjóra.  Forgangsraðari verkefnamiðaður, greinandi, byggir á staðreyndum, gagnrýnin og rökrétt hugsun.  Styrkleikar: eru forgangsröðun, ýtarlegar greiningar og rökrétt laus á vandamálum, markmiðasækinn, samkvæmur sjálfum sér og tekur ákvarðandi byggðar á staðreyndum, árangurs ríkur og nýtir tímann vel. Skipuleggjarinn. Skipulagður, vinnur í tímalínum, nákvæm skipulagning og hefur auga fyrir smáatriðum. Styrkleikar: vinnur skipulega og samviskusamlega, finnur galla i áætlunum og ferlum, á auðvelt með áætlunargerð niður í smæstu atriði og hugsar í ferlum.  Hagræðingur: styðjandi, notar innsæi, opinn og með tilfinningalega hugsun.  Styrkleikar: samskipti skilur fólk, finnur hvað er undirliggjandi notar innsæi við ákvarðandi, á auðvelt að fá aðra á sitt band er staðfastur með hugmyndir kennari, límið í fyrirtækinu.  Hugmyndasmiðurinn: hefur heildræna hugsun, hugmyndaríkur, hefur framtíðarsýn, hugsar í myndum.  Styrkleikar: er opinn fyrir nýjum hugmyndum, hefur hæfileika til að sjá stóru myndina og koma auga á ný tækifæri, framkvæmir hugmyndir.  Skv. þessu er líklegt að One size fits all henti alls ekki.  Þegar þjálfaðir eru vinnustílar er farið yfir prófið. Tíminn er okkar mesta verðmæti, hægt er að safna verðmætum en ekki tíma.  Mikilvægt er að tímamæla forgangsraðara, búa til rútínu þannig að hann þurfi ekki að hugsa, nota flýtilykla á lyklaborði.  Skipuleggjarinn vill búa til litla ferla, vinnur línulega, taka pásur því hann getur gleymt sér í vinnunni, brytja niður stór verkefni.  Hagræðingurinn: raðar verkefnum eftir orkuflæði þ.e. hvenær hann er sterkastur, skipuleggja tíma af deginum til að hitta fólk, settu þig í fríham.  Hugmyndasmiðurinn er eins og spretthlaupari, ekki eins og maraþonhlaupari, setja sig í fríham. Margrét fjallaði um árekstra vinnustílanna.  Hugmyndasmiðurinn skilar alltaf á síðustu stundu.  Að lokum fjallaði Margrét um muninn á stjórnun og þjálfun.  

Um viðburðinn

Passar sama stærðin fyrir alla?

Er hægt að setja okkur öll inn í sama boxið og kenna okkur að vinna eftir sömu aðferð?  Mörg námskeið og kennsluaðferðir byggja á að allir aðlagi sig að einni aðferð til vinnu og líklegt er að það virki fyrir einhverja.  En fyrir flesta sem læra, miðla og framkvæma í ólíkum og margbreytilegum störfum þá er ekki hægt að sníða sömu flík á alla.

Við erum öll fædd með mismunandi hæfleika sem gerir okkur ólík.   Hæfileikar okkar og styrleikar koma líka fram í okkar vinnustíl og tengist persónugerð okkar.   Við þurfum að sérsníða okkar vinnustíl þannig að hann samrýmist eðli okkar og þeirri persónugerð sem við fengum í vöggugjöf. Við getum farið í mörg próf til að finna okkar styrleika en það þarf að læra nýta eigin hæfileika til að hámarka eigin vinnustíl? 

Hver ert þú?  Ertu forgangsraðari, skipuleggjari, hagræðingur eða hugmyndasmiður?

Forgangsraðarinn er markmiðasækinn og hann vinnur verkefnatengt.  Skipuleggjarinn vinnur í tímalínu og hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum.  Hagræðingurinn notar innsæi og er fljótur að átta sig á forgangsröðun.  Hugmyndarsmiðurinn vinnur í hugmyndum og hann spyr spurninga eins og getum við gert þetta öðruvísi?

Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. .  Hún er er með MSc gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstrarfræði frá Tækniskólanum.  Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.

Viðburðurinn er á vegum faghóps markþjálfunar í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?