Samfélagsskýrsla Landsbankans útnefnd besta skýrslan 2018

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins er nú veitt í fyrsta skipti. Með viðurkenningunni vilja Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi.

Niðurstaða dómnefndar er að samfélagsskýrsla Landsbankans sé til fyrirmyndar og hljóti viðurkenningu sem besta samfélagsskýrslan árið 2018. Af lestri hennar að ráða er ljóst að samfélagsstefna bankans er mótuð með víðtækri aðkomu starfsmanna og að samfélagsábyrgð er hluti af kjarnastarfsemi bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um valda mælikvarða og samanburð á milli ára sem sett er fram á myndrænan hátt. Lesandinn fær góða mynd af umfangi og þróun samfélagsábyrgðar, þeim markmiðum og meginverkefnum sem tekin eru til umfjöllunar.Í kaflanum Álitamál eru tekin til umfjöllunar efni sem fela í sér áskoranir og breytingar sem bankinn stendur frammi fyrir og áhrif þeirra á samfélagið. Leitast er við að útskýra með einföldum hætti fyrirsjáanlega þróun í bankaviðskiptum á aðgengilegan hátt. Þá er sérstaklega fjallað um metoo-byltinguna, áhrif hennar hjá starfsfólki bankans og hver fyrirhuguð næstu skref eru í vegferðinni að auknu jafnrétti.  Sjá hér hlekk á samfélagsskýrslu Landsbankans.

Sextán fyrirtæki hlutu tilnefningu en þær voru alls 41 talsins. Ánægjulegt var að sjá hversu fjölbreyttar og vel unnar skýrslurnar voru og ekki síður að sjá það öfluga starf sem að baki þeirra liggur í fyrirtækjunum. Valið var því vandasamt og komu margar skýrslur til greina.

Dómnefndin var skipuð Fanneyju Karlsdóttur, fulltrúa Stjórnvísi, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs, Þorsteini Kára Jónssyni varaformanni Festu og Jóhönnu Hörpu Árnadóttur, stjórnarmanni í Festu, sem jafnframt var formaður.

Í rökstuðningi dómnefndar var vísað í þá valþætti sem viðurkenningin byggir á:

Innihald skýrslunnar sýnir yfirgripsmikið starf félagsins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og tekur á samfélags- og umhverfisþáttum sem og góðum stjórnarháttum. Samfélagsábyrgð er samþætt kjarnastarfseminni, með skýra ábyrgð yfirstjórnar, og að gerð skýrslunnar kemur breiður hópur starfsfólks. Viðmið Global Reporting Initiative (GRI) eru höfð til hliðsjónar við gerð skýrslunnar og tilgreint hvernig gæði upplýsinga eru tryggð. Engu að síður er tekið fram að félagið þekki ekki til fulls áhrif sín á samfélagið né heldur að samfélagsábyrgð hafi verið að fullu innleidd. Lesendur eru hvattir til að senda ábendingar um það sem betur má fara í starfseminni á sviði samfélagsábyrgðar og í framsetningu skýrslunnar.

Mikilvægi samfélagsábyrgðar kemur skýrt fram og upplýst er um hvar mestu áhrif félagsins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar liggja. Fjallað er um áhrifin og þau verkefni sem félagið tekur þátt í til þess að auka upplýsingar og gagnsæi út á við. Þá er ítarleg umfjöllun um þau verkfæri sem nýtt eru til að flétta samfélagsábyrgð saman við daglega starfsemi. Í skýrslunni eru hagsmunaaðilar flokkaðir og útlistað hvernig samskiptum og samráði við þá er háttað.

Mælikvarðar eru ein af fjórum stoðum skýrslunnar. Þeir eru flokkaðir eftir efnahag, samfélagi og umhverfi. Í köflunum er fjallað ítarlegra um valda GRI mælikvarða og samanburð á milli ára, eða frekara niðurbrot, sett fram á myndrænan hátt. Lesandinn fær góða mynd af umfangi og þróun í málaflokknum, þeim markmiðum og meginverkefnum sem tekin eru til umfjöllunar.

Jafnvægi í skýrslunni er gott og skýrslan sett fram með þeim hætti að til umfjöllunar eru einnig atriði sem hægt væri að líta á sem neikvæð en eru óhjákvæmilega hluti af rekstri félagsins. Dæmi er að nefnt er að ekki hafi verið metin sérstaklega áhætta vegna loftslagsbreytinga, en fylgst sé vel með áhrifunum og þeim tækifærum sem geta skapast í þeim málaflokki. Sérstaklega er fjallað um ábendingar og kvartanir, og meðhöndlun þeirra, sem og ábendingar í mannauðsmálum og viðbrögð við þeim.

Framsetning skýrslunnar er einstaklega skýr svo auðvelt er fyrir almennan lesanda að fá heildaryfirsýn og einnig yfirsýn yfir einstaka málaflokka. Jafnframt er auðvelt að kafa dýpra í málefnin fyrir þá sem það vilja. Fyrirtækið hefur lagt sig fram við að miðla upplýsingum úr skýrslunni til hagaðila. Framsetningin og myndefni eru til fyrirmyndar.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir framkvæmdastjóri Festu, Ketill Berg Magnússon í s. 8984989 og ketill@csriceland.is

Um viðburðinn

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð veita viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018.

Dagskrá:
Fyrir hverja eru samfélagsskýrslur?
Evan Harvey, yfirmaður sjálfbærnistarfs hjá Nastaq kauphöllunum á alþjóðavísu

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018
Formaður dómnefndar, greinir frá valinu

Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastóri Festu

Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða með annarri framsetningu sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.

Með viðurkenningunni vilja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta opinberlega og reglulega með vönduðum hætti upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja kemur þeim og samfélaginu að gagni.

Fundurinn er fyrir alla áhugasama um samfélagsábyrgð fyrirtækja

SKRÁÐU ÞIG HÉR

 

 

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?