Samfélagsskýrslur BYKO og Landsvirkjunar útnefndar eftirtektarverðustu skýrslur árins

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu í dag viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin eru veitt. Myndir af hátíðinni má nálgast hér.    Hérna er linkur á streymiðFrétt á visir.is 

BYKO og Landsvirkjun hlutu í dag viðurkenningu fyrir eftirtektarverðustu samfélagsskýrslur ársins.
Að þessu sinni hlutu tvö fyrirtæki viðurkenningu fyrir gerð samfélagsskýrslu. Dómnefnd valdi
fyrirtæki sem eru ólík í eðli sínu og nálgast upplýsingagjöf um sjálfbærni í rekstri með nokkuð ólíkum
hætti. Með þessu telur dómnefnd að gefist tækifæri til að varpa breiðara ljósi á það mikilvæga
verkefni sem gerð samfélags- og sjálfbærniskýrslna er orðin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í
smásölu sem er að stíga sín fyrstu skref í gerð samfélagsskýrslu en þetta er önnur skýrsla fyrirtækisins.
Hins vegar er það fyrirtæki sem á langa sögu í uppbyggingu þekkingar og stefnumótunar tengdri
samfélagsábyrgð. Það grundvallar starfsemi sína á nýtingu náttúruauðlinda sem hefur víðtæk bein og
óbein áhrif innanlands. Alls bárust 28 tilnefningar í ár og voru það 24 skýrslur sem hlutu tilnefningu
en þær voru 19 árið á undan.
“Það hefur mikið gildi fyrir okkar hagaðila að BYKO birti upplýsingar um sjálfbærnivegferð
fyrirtækisins. Það hefur hvetjandi áhrif bæði innan fyrirtækisins sem og utan. Með því að segja frá
sem er verið að gera, taka þátt í sjálfbærniverkefnum, fræða starfsfólk og viðskiptavini, bjóða upp á
vistvæna valkosti í byggingarefnum, þá hefur það hvetjandi áhrif á alla. Við erum að taka ábyrgð í
virðiskeðjunni, með tölum, orðum og myndum. Við erum að sýna jákvætt fordæmi og viljum vera
fyrirmynd og hvatning fyrir aðra” segir Berglind Ósk Ólafsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO.
“Við hjá Landsvirkjun höfum allt frá stofnun fyrirtækisins horft til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélag
og umhverfi og leitum sífellt nýrra leiða til að auka sjálfbærni í starfsemi okkar” segir Hörður Arnarson
forstjóri Landsvirkjunar. “Það er þess vegna einkar ánægjulegt að hljóta viðurkenningu sem þessa, og
staðfesting á því að starf okkar er að skila sér, bæði sem okkar framlag til sjálfbærari veraldar og
einnig – vonandi – sem innblástur fyrir önnur fyrirtæki sem vilja gera vel í þessum mikilvæga
málaflokki”
Á viðburðinum, sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í dag 8. júní, hélt Hrund Gunnsteinsdóttir
framkvæmdastjóri Festu erindi þar sem hún lagði áherslu á að upplýsingagjöf um sjálfbærni þurfi að
endurspegla árangursríkar aðgerðir til breytinga og áhrifa á rekstur á náttúru, fólk og stjórnarhætti,
“sjálfbærni er ekki viðbót við rekstur, hún er nær því að vera tilgangur hans í dag”. Fundinum stjórnaði
Konráð Guðjónsson aðstoðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Í dómnefnd sátu Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, Hulda
Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala og Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann í Twente í
Hollandi. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og
Viðskiptaráðs Íslands og er þetta fjórða sinn sem viðurkenningin er veitt. Markmiðið með
viðurkenningunni fyrir Samfélagsskýrslu ársins er að hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg
markmið og birta reglulega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og
sjálfbærni í rekstri skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi. Skýr stefna, framkvæmd og
upplýsingagjöf varðar leið að farsælum rekstri.

Mynd í viðhengi: Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Gunnhildur Arnardóttir
framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Pálsson forstjóri BYKO
og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu
Ljósmyndari: HAG

Fleiri fréttir og pistlar

Sögur af framtíðinni

Í gær lauk framtíðarráðstefna Dubai Future Forum. Á ráðstefnunni voru um 2000 framtíðarfræðingar, frá 95 þjóðum, en alls voru um 150 fyrirlesarar á ráðstefnunni. Af nógu að taka. Læt hér fylgja, til gamans, vefslóð á sögum frá framtíðinni, sem sendar voru út rétt fyrir ráðstefnuna. 

Stories From The Future (mailchi.mp) 

 

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.  Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Öryggismál og stjórnun: Gervigreind

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt helstu atriði sem fram kom á ráðstefnunni AI Safty Summit sem haldin var í Bretlandi að frumkvæmði breska forsætisráðherrans, Rishi Sunak. Sjá meðfylgjandi vefslóð:

To make the most of AI, we need multistakeholder governance | World Economic Forum (weforum.org) 

Vefslóðir um alþjóða strauma og stefnur

Hér eru nokkrar vefslóðir um alþjóðalega strauma og stefnur. Gæti verið áhugavert fyrir suma til að fletta :)

1/ The International Futures (IFs) model is a powerful simulation tool that enables users to explore, understand and shape global questions about future human wellbeing:
https://dms.academy/international-futures-simulation/

2/ The Futures of US-China Relations: Examining Historical Trends and Projections Using International Futures (IFs) System
https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/05/the-future-of-us-china-competition.html

3/ Figure 1 shows a future wheel example created on 25 February 2022 exploring the impacts of the Ukraine War.

https://drive.google.com/file/d/1LXHBLMHxZDw7b8XuEXjWZJDSXCQDNvi7

 

 4/ Cloud Service for causal mapping through systemic thinking:

https://insightmaker.com/insight/3BbHZaQdMeoYFj8Iwp2FFX/A-Future-Wheel-Ukraine-War

Watch the YouTube video here About Planetary Foresight; 

https://wfsf.org/director/#more-273

Institute for Economics & Peace and Alliance for Peacebuilding have collected all issues of their Future Trends here.

https://wfsf.org/futures-publications-newsletters/

 It’s Looking Like the 1930s: Axis and Allies in the Eurasian rimland

https://www.nationalreview.com/magazine/2023/12/its-looking-like-the-1930s/

The thematic overlap of three elements in Europe with the three elements in the Middle East is both surprising and eye opening

https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/02/the-key-to-prosper-in-future.html

Calculating Integral Power Indicators (IPI):

https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/07/ukraine-war-power-dynamics-and.html


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?