Samfélagsskýrslur verða líklega framtíðin.

Fanney Karlsdóttir, varaformaður Festu og formaður faghóps um samfélagsábyrgð bauð gesti velkomna á sameiginlegan fund Festu og faghóps um samfélagsábyrgð hjá Stjórnvísi í HR í dag. Mikill fjöldi mætti á fundinn en markmið fundarins var að veita innsýn inn í ferli varðandi gerð samfélagsskýrslna og hvað skýrslurnar leiða í ljós. Kynntar voru skýrslur þriggja fyrirtækja, OR, N1 og Vífilfells.
Ketill Berg Magnússon, formaður Festu flutti inngang um stöðu og horfur í samfélagsskýrslugerð fyrirtækja. Hann bar upp spurninguna: „Af hverju að mæla samfélagsábyrgð? Hvers vegna er verið að gefa út skýrslu? Hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis? Hvað ýtir á þessa nýju hugsun?. Svarið er að þetta er áhættustýring, eykur gæði, hefur góð áhrif á reksturinn, gerir starfsmenn stoltari, djúpstæð gildi, æðri tilgangur og ytri þættir eins og traust, stjórnmál, rekstrarleyfi, fjölmiðlar og samtök. Hver eru rökin fyrir að mæla samfélagsábyrgð? Hvert er markmiðið? Hvernig nýtist mælingin fyrirtækinu? Fyrir hvaða hagsmunaaðila? Hvernig munmælingin hjálpa þeim? Hvað á að mæla? Hvaða umfang? Hvaða umfang? Hvaða hluta virðiskeðjunnar? Hvernig, hvar fáum við gögnin? Á að nota staðla? Hver ber ábyrgð á að mæla? Hvaða tími ársins? Hvernig á að kynna? Utanhúss eða opinberlega. Núna liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp sem skyldar fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri til að skila árlega inn upplýsingum um samfélagsábyrgð. Samfélagsskýrslur verða líklega viðteknir starfshættir, tengjast daglegum störfum, rauntímamæling á árangri, samþættar inní ársskýrslur og lagaleg skylda.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur sagði frá forsögu að skýrslugerð OR. Frá 2005. OR tengir saman auðlindirnar og fólkið. Árið 2006 var gerð skýrsla hjá OR um sjálfbæra þróun. Árið 2012 var gerð eigendastefna: „Orkuveita Reykjavíkur kemur fram af heilindum og trausti og rækir samfélagslega ábyrgð í starsemi sinni. Kjarninn í stefnumótun OR er Efnahagur, umhverfi, samfélag og sjálfbærni. Gildi OR eru hagsýni, framsýni, heiðarleiki. Skýrslurnar þrjár sem OR gefur út eru Ársskýrsla, umhverfisskýrsla og ársreikningur. Ákveðið var að setja samfélagsábyrgðarskýrsluna inn í þær. Þorsteinn hjá Festu gerði úttekt á skýrslunni og gerði athugasemdir um hvað væri hægt að bæta. OR er enn á því að taka ekki upp sérstakt stjórnkerfi vegna samfélagsábyrgðar, vinnan við skýrsluna dró fram vankanta hjá OR og sýndi fram á t.d. skort á stefnumótun í mannréttindamálum og rýni og kröfugerð í innkaupum. GRI auðveldar stjórn OR mikilvægt eftirlit með því hvernig fyrirtækið sinnir þeim verkefnum sem eigendurnir hafa falið því.

Ásdís Jónsdóttir, gæðastjóri N1 sagði að fyrsta skrefið var stigið 2008. Árið 2013 fór N1 á markað og stofnaður var vinnuhópur 8 starfsmanna til að finna út hvað væri samfélagsleg ábyrgð og rýna hvað væri hægt að gera betur. N1 fékk til sín frábæra ráðgjafa frá Alta. Ger var grunnstöðuskýrsla með 71 verkefni. Ýmist var verkefnið ekki hafið, í gangi en með tillögu um breytingu eða í gangi og ekki ástæða til að breyta. Dæmi um sýnilega skuldbindingu og samþykkt að framkvæma var stefna N1 í samfélagslegri ábyrgð og að gera samfélagskýrslu GRI. Byrjað var á að safna saman gögnum og velja í hópinn. N1 studdist við skýrslur ÁTVR sem nýttust vel. Í dag er N1 að uppfylla meirihlutann af kröfum GRI.
Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells sagði samfélagsábyrgð ekki vera ný á nálinni hjá Vífilfelli. Leiðarljósið í starfseminni hvað varðar stefnur og áætlanir. Gildi og markaðsstarf tengjast samfélagsábyrgð. Vífilfell er að verða partur af European Partners og þarf að gera sambærilegar skýrslur. Mjög strangar reglur eru varðandi innkaup og samþykkt birgja. Allir hráefnabirgjar þurfa að vera samþykktir. Vífilfell er aðili að Global Compact samningi Sameinuðu þjóðanna. Vífilfell er með mikið af gæðastöðlum, ISO 9001, 14001, OSHAS 18001 og 22000. Allir staðlarnir tryggja að unnið sé rétt. Þegar farið var í gerð samfélagsskýrslu var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi/verkefnastjóri en hægt var að skoða format skýrsluna hjá Coca Cola annars staðar í heiminum. Ákveðið var að gera einfalda og myndræna skýrslu. Skýrslan var tvískipt og eingöngu gefin út á rafrænu formi og á ensku. Ástæða þess að skýrslan var gefin út á ensku er sú að hagsmunaaðilarnir eru út um allan heim. Til að fá alla með voru allar starfstöðvar heimsóttar og tekin viðtöl. Myndaðir voru verkefnahópar. Hægt er að nálgast skýrsluna inn á vifilfell.is Helsti lærdómurinn er sá að það er tímafrekt að safna saman efni og því er best að gera þetta jafnt og þétt yfir árið. Lítið efni var tengt starfseminni en mikið tengt starfseminni. Mikilvægt að taka góðar myndir allt árið um kring.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?