Samfélagsskýrslur verða líklega framtíðin.

Fanney Karlsdóttir, varaformaður Festu og formaður faghóps um samfélagsábyrgð bauð gesti velkomna á sameiginlegan fund Festu og faghóps um samfélagsábyrgð hjá Stjórnvísi í HR í dag. Mikill fjöldi mætti á fundinn en markmið fundarins var að veita innsýn inn í ferli varðandi gerð samfélagsskýrslna og hvað skýrslurnar leiða í ljós. Kynntar voru skýrslur þriggja fyrirtækja, OR, N1 og Vífilfells.
Ketill Berg Magnússon, formaður Festu flutti inngang um stöðu og horfur í samfélagsskýrslugerð fyrirtækja. Hann bar upp spurninguna: „Af hverju að mæla samfélagsábyrgð? Hvers vegna er verið að gefa út skýrslu? Hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis? Hvað ýtir á þessa nýju hugsun?. Svarið er að þetta er áhættustýring, eykur gæði, hefur góð áhrif á reksturinn, gerir starfsmenn stoltari, djúpstæð gildi, æðri tilgangur og ytri þættir eins og traust, stjórnmál, rekstrarleyfi, fjölmiðlar og samtök. Hver eru rökin fyrir að mæla samfélagsábyrgð? Hvert er markmiðið? Hvernig nýtist mælingin fyrirtækinu? Fyrir hvaða hagsmunaaðila? Hvernig munmælingin hjálpa þeim? Hvað á að mæla? Hvaða umfang? Hvaða umfang? Hvaða hluta virðiskeðjunnar? Hvernig, hvar fáum við gögnin? Á að nota staðla? Hver ber ábyrgð á að mæla? Hvaða tími ársins? Hvernig á að kynna? Utanhúss eða opinberlega. Núna liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp sem skyldar fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri til að skila árlega inn upplýsingum um samfélagsábyrgð. Samfélagsskýrslur verða líklega viðteknir starfshættir, tengjast daglegum störfum, rauntímamæling á árangri, samþættar inní ársskýrslur og lagaleg skylda.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur sagði frá forsögu að skýrslugerð OR. Frá 2005. OR tengir saman auðlindirnar og fólkið. Árið 2006 var gerð skýrsla hjá OR um sjálfbæra þróun. Árið 2012 var gerð eigendastefna: „Orkuveita Reykjavíkur kemur fram af heilindum og trausti og rækir samfélagslega ábyrgð í starsemi sinni. Kjarninn í stefnumótun OR er Efnahagur, umhverfi, samfélag og sjálfbærni. Gildi OR eru hagsýni, framsýni, heiðarleiki. Skýrslurnar þrjár sem OR gefur út eru Ársskýrsla, umhverfisskýrsla og ársreikningur. Ákveðið var að setja samfélagsábyrgðarskýrsluna inn í þær. Þorsteinn hjá Festu gerði úttekt á skýrslunni og gerði athugasemdir um hvað væri hægt að bæta. OR er enn á því að taka ekki upp sérstakt stjórnkerfi vegna samfélagsábyrgðar, vinnan við skýrsluna dró fram vankanta hjá OR og sýndi fram á t.d. skort á stefnumótun í mannréttindamálum og rýni og kröfugerð í innkaupum. GRI auðveldar stjórn OR mikilvægt eftirlit með því hvernig fyrirtækið sinnir þeim verkefnum sem eigendurnir hafa falið því.

Ásdís Jónsdóttir, gæðastjóri N1 sagði að fyrsta skrefið var stigið 2008. Árið 2013 fór N1 á markað og stofnaður var vinnuhópur 8 starfsmanna til að finna út hvað væri samfélagsleg ábyrgð og rýna hvað væri hægt að gera betur. N1 fékk til sín frábæra ráðgjafa frá Alta. Ger var grunnstöðuskýrsla með 71 verkefni. Ýmist var verkefnið ekki hafið, í gangi en með tillögu um breytingu eða í gangi og ekki ástæða til að breyta. Dæmi um sýnilega skuldbindingu og samþykkt að framkvæma var stefna N1 í samfélagslegri ábyrgð og að gera samfélagskýrslu GRI. Byrjað var á að safna saman gögnum og velja í hópinn. N1 studdist við skýrslur ÁTVR sem nýttust vel. Í dag er N1 að uppfylla meirihlutann af kröfum GRI.
Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells sagði samfélagsábyrgð ekki vera ný á nálinni hjá Vífilfelli. Leiðarljósið í starfseminni hvað varðar stefnur og áætlanir. Gildi og markaðsstarf tengjast samfélagsábyrgð. Vífilfell er að verða partur af European Partners og þarf að gera sambærilegar skýrslur. Mjög strangar reglur eru varðandi innkaup og samþykkt birgja. Allir hráefnabirgjar þurfa að vera samþykktir. Vífilfell er aðili að Global Compact samningi Sameinuðu þjóðanna. Vífilfell er með mikið af gæðastöðlum, ISO 9001, 14001, OSHAS 18001 og 22000. Allir staðlarnir tryggja að unnið sé rétt. Þegar farið var í gerð samfélagsskýrslu var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi/verkefnastjóri en hægt var að skoða format skýrsluna hjá Coca Cola annars staðar í heiminum. Ákveðið var að gera einfalda og myndræna skýrslu. Skýrslan var tvískipt og eingöngu gefin út á rafrænu formi og á ensku. Ástæða þess að skýrslan var gefin út á ensku er sú að hagsmunaaðilarnir eru út um allan heim. Til að fá alla með voru allar starfstöðvar heimsóttar og tekin viðtöl. Myndaðir voru verkefnahópar. Hægt er að nálgast skýrsluna inn á vifilfell.is Helsti lærdómurinn er sá að það er tímafrekt að safna saman efni og því er best að gera þetta jafnt og þétt yfir árið. Lítið efni var tengt starfseminni en mikið tengt starfseminni. Mikilvægt að taka góðar myndir allt árið um kring.

Fleiri fréttir og pistlar

Er framtíðin betri en við höldum? Hugleiðingar við upphaf starfs

Í byrjun mánaðarins, var ég þátttakandi í beinu streymi sem, fyrirlesarinn og framtíðarfræðingurinn, Gerd Leonhard stóð fyrir, undir fyrirsögninni; „Hvers vegna er framtíðin betri en við höldum.“Hægt er að nálgast framangreinda fyrirlestur hér: https://www.youtube.com/watch?v=nH5iuLZYUkY 

Mér finnst tilvalið að hlusta á Gerd og hans viðhorf um „hugsanlega góða tíð framundan“ við upphaf á starfi faghóps um framtíðarfræði. Fljótlega munum við kalla saman hópinn til að skipuleggja starfið framundan. Endilega hafið einnig samband ef þið viljið að hópurinn taki til umræðu tiltekin atriði.

Upp á síðkastið virðist margur móta sér sífellt svartsýnni sýn á framtíðina. Svo virðist sem nýtt vonleysi ríkir - sérstaklega meðal Z & Y kynslóðanna. Það eru margar ástæður fyrir þessu - covid19 eða Rússland/Úkraínu stríðið eða skautun í pólitík- eða frásögnin um framtíðina sé annaðhvort undir stjórn Big Tech (Meta, Google, IBM, Amazon, Baidu o.s.frv.) eða Hollywood ( eða öllu heldur "StreamyWood" þ.e. Netflix o.fl.).

Í fyrirlestrinum fær Gerd, Aline Frankford til að ræða við sig um aðra nálgun eða leið til að horfa á framtíðina.  Aline er sérfræðingur í skapandi hugsun og stefnumótandi nýsköpun, „Narrative Practionner,“ listamaður og meðhöfundur bókarinnar „Shapership, the Art of Shaping the Future“ og meðlimur Rómarklúbbsins.

Sjáumst fljótlega

Faghópur um sjálfbæra þróun

Aðalfundur faghóps um samfélagslega ábyrgð var haldinn í byrjun maí. Í stjórnina voru kjörin Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Eva Magnúsdóttir, Podium, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá, Harpa Júlíusdóttir, Festu, Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn, Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgum lausnum, Þóra Rut Jónsdóttir, Advania og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. Á fundinum var jafnframt ákveðið að leggja til nafnabreytingu. Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar í júní var  samþykkt að breyta nafninu og heitir hópurinn hér eftir faghópur um sjálfbæra þróun. Eva Magnúsdóttir mun áfram vera formaður.

Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar verður að gera könnun meðal félagsmanna á áhugasviðum þeirra og verða niðurstöður hennar notaðar við mótun dagskrár næsta vetrar. Félagsmenn eru hvattir til þess að láta til sín taka og svara könnunni og hafa þannig áhrif á dagskrána. 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um almannatengsl og samskiptastjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Erla Björg Eyjólfsdóttir stofnandi faghóps var kosin formaður með einróma samþykki og stuðningi fundarins.

Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust og kynna til leiks það sem er framundan á komandi starfsári.  

 

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Erla Björg Eyjólfsdóttir formaður, Andrea Guðmundsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ásta Sigrún Magnúsdóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Reykjavíkurborg, Guðmundur Heiðar Helgason Strætó BS, Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, Gunnar Kristinn Sigurðsson KPMG, Gunnlaugur Bragi Björnsson Viðskiptaráð Íslands, Heiða Ingimarsdóttir Múlaþing og Ingvar Örn Ingvarsson Cohn & Wolfe á Íslandi.

 

 

 

 

Sjálfbærniskýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Play valdar skýrslur ársins

 Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslur ársins voru veittar fyrr í dag við hátíðlega athöfn á Nauthóli.  Að þessu sinni voru flugfélag og lífeyrissjóður talin hafa gefið út eftirtektarverðustu skýrslur ársins. 

Festa - miðstöð um sjálfbærni, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu fyrr í dag viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslu ársins. Þetta er í fimmta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og að vanda var hátíðleg stemning þegar fulltrúar útgefenda skýrslanna veittu viðurkenningunum móttöku. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem birta upplýsingar um sjálfbærni sína og samfélagsábyrgð með markvissum og vönduðum hætti.

Að þessu sinni voru það Lífeyrissjóður Verzlunarmanna og flugfélagið Play sem talin voru hafa gefið út eftirtektarverðustu sjálfbærniskýrslur ársins 2022, fyrir rekstrarárið 2021. Skýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Fly Play hf. voru valdar úr metfjölda tilnefninga en að þessu sinni bárust 48 tilnefningar þar sem skýrslur frá 33 aðilum voru tilnefndar, sem er tæplega 40% fleiri en hlutu tilnefningu árið 2021.

 

Hnitmiðuð og einlæg framsetning mikilvægra þátta

Starfsemi viðurkenningahafa ársins er afar ólík, þó miklar kröfur og strangt regluverk gildi um starfsemi þeirra beggja. Annars vegar er um að ræða lífeyrissjóð, með yfir 60 ára sögu, sem hefur það hlutverk að tryggja sjóðfélögum sínum lífeyri og hins vegar ungt lággjaldaflugfélag sem leggur sig fram um að bjóða lágt verð til skemmtilegra áfangastaða.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali ársins segir að sjálfbærniskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé gott dæmi um upplýsingagjöf sjálfbærniþátta eins og best verður á kosið en í skýrslunni er farið yfir markmið, árangur og aðgerðir sjóðsins.

„Upplýsingarnar eru mælanlegar, samanburðarhæfar og viðeigandi fyrir starfsemi sjóðsins. Framsetning er skiljanleg og aðalatriði dregin fram á einlægan máta. Lífeyrissjóðir hafa gríðarleg áhrif í íslensku atvinnulífi, og því mikilvægt að aðrir lífeyrissjóðir taki sér upplýsingagjöf Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til fyrirmyndar.“

Play er ungt félag og því að stíga sín fyrstu skref í skýrlsugerð. Til þessa var horft við mat skýrslunnar en í rökstuðningi dómnefndar segir að skýrslan sýni skilmerkilega að fyrsta sjálfbærniskýrsla fyrirtækja þurfi hvorki að vera innihaldslítil né gefa sérstaklega til kynna að fyrirtæki séu að stíga sín fyrstu skref í slíkri upplýsingagjöf.

„Sjálfbærniskýrsla Play er hnitmiðuð, beinir ljósum að mikilvægum þáttum fyrir fyrirtækið, í þessu tilviki losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er einnig farið yfir hvernig fyrirtækið ætlar að beita sér í loftslagsmálum, sem er jákvætt að sjá fyrir fyrirtæki í jafn mengandi iðnaði og flugiðnaðurinn er.“

 

Tenglar:

 

Dómnefnd og nýskipað fagráð

Í dómnefnd ársins sátu þau Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo sem var formaður fómnefndar, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia.

Reynir Smári Atlason, formaður dómnefndar, segir að mörg íslensk fyrirtæki eigi hrós skilið fyrir vandaða upplýsingagjöf:

„Upplýsingagjöf sjálfbærniþátta margra Íslenskra fyrirtækja er nú orðin að sömu gæðum og við sjáum hjá þeim sem standa sig best erlendis,“ sagði Reynir Atli Smárason, formaður dómnefndar og útskýrir að þessi fyrirtæki séu betur undirbúin fyrir komandi regluverk og ákall fjárfesta en þau fyrirtæki sem ekki hafa lagt áherslu á slíka upplýsingagjöf.“

Markmið Festu, Stjórnvísis og Viðskiptaráðs með viðurkenningunni er meðal annars ýta undir notkun mælanlegra markmið og vandaðrar upplýsingagjafar á sviði sjálfbærni. Til að sinna því, samhliða stórauknum fjölda útgefinna sjálfbærniskýrsla, var að þessu sinni sett á laggirnar sérstakt fagráð sem lagði mat á allar þær skýrslur sem hlutu tilnefningu og undirbjó störf dómnefndar.

Fagráðið var skipað þremur nemendum við Háskólann í Reykjavík sem hafa lokið sérstöku námskeiði með áherslu á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf, þeim Nikólínu Dís Kristjánsdóttur, Ísak Grant og Söru Júlíu Baldvinsdóttur.

 

Hvatning til áframhaldandi góðra verka

Það var Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri, sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna. Guðmundur sagðist taka við viðurkenningunni með stolti og hún væri stjórn, stjórnendum og öllu starfsfólki sjóðsins mikil og góð hvatning til að halda áfram á sömu braut:

„Það krefst góðrar samvinnu og úthalds að breyta starfsháttum og viðteknum venjum. Við gerð skýrslunnar var leitað eftir viðhorfum sjóðfélaga varðandi sjálfbærni í rekstri sjóðsins og kom þar fram rík áhersla þeirra á mikilvægi ábyrgra fjárfestinga og góðra stjórnarhátta.  Með sjálfbærniskýrslu LV kynnir sjóðurinn fyrir sjóðfélögum og öðrum haghöfum stefnumótun, markmið og árangur í sjálfbærnivegferð lífeyrissjóðsins. Opið og upplýst samtal við þá sem hagsmuna hafa að gæta skiptir miklu máli fyrir öflugan rekstur og aðlögun sjóðsins að síbreytilegu rekstrarumhverfi.“

Fyrir hönd Fly Play hf. var það Birgir Jónsson, forstjóri, sem veitti viðurkenningunni móttöku. Birgir sagði það að hljóta viðurkenningu sem þessa á fyrstu metrum flugfélagsins væri fyrirtækinu mikill heiður en ekki síður hvatning:

„Frá fyrsta degi hefur PLAY lagt mikla áherslu á sjálfbærni. Það skiptir okkur máli að sjálfbærni sé hluti af viðskiptamódeli félagsins og þar með hluti af allri ákvarðanatöku. Við höfum nú þegar byggt upp sterkan grunn og sett okkur háleit markmið í þessum efnum. Næstu skref eru að innleiða og fylgja eftir þeim markmiðum og lykilmælikvörðum sem við höfum sett okkur. Við förum tvíelfd inn í þá vegferð eftir að hafa hlotið þessa ánægjulegu viðurkenningu.“ 

Mynd

Á mynd, frá vinstri: Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Gunnlaugur Bragi Björnsson, samskiptastjóri Viðskiptaráðs, Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, Birgir Jónsson, forstjóri Play, Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu, og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu.

Næsti viðburður 7. júní kl 13: áhrif fjarvinnunnar á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - lokaverkefni MBA

Næsti viðburður okkar verður haldinn þriðjudag 7. júní en þá kynna Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af rannsókninni. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Endilega mætið sem flest og skráið ykkur á viðburðarsíðunni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?