Tengslanet: tækifæri og starfsframi, nýttu þér færin

 

Mikill fjöldi Stjórnvísifélaga mætti á fund í Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem fjallaði um hvernig tengslanetið getur hjálpað þér við að komast á þann stað sem þú vilt. Á þessum fundi sem var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun fóru þær Ósk Heiða og Silja Úlfars yfir það hvernig þær hafa skapað tækifæri úr sýnileika og hvernig þær nota tól og tæki markaðsfræðinnar í bland við lærdóm úr keppnisíþróttum til að ná árangri, hvor á sínu sviði.  

Ósk Heiða segir að maður þurfi að vera trúr því sem maður stendur fyrir.  Ef þú ætlar að láta til þín taka þá þarftu að láta aðra vita af þér. Þú getur skilað ótrúlegum árangri innan þíns fyrirtækis en enginn annar tekur eftir því.  Ósk Heiða er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp.  Hún heldur ballið sjálf og býður öðrum að vera með.  Ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus. „Taktu stjórnina“.  Ósk Heiða sagði mikilvægt að hver og einn spyrði sig: Hvað vil þú? Hvert stefnir þú? Ertu sátt/ur? Það má stefna langt og það má segja það upphátt!.  Vertu með lyfturæðuna þína á hreinu.  Hvaða hughrif viltu skilja eftir.  LinkedIn er uppáhaldssamfélagsmiðill Ósk Heiðu.  Hún hvetur alla til að vera á Linkedin.  Þar er plattform til að tengjast öðru fagfólki og læra.  Þú hefur nafnið þitt, mynd, starfsferil, greinar sem þú skrifar.  Mikilvægt er að uppfæra Linkedin.   Grundvöllur alls áður en þú ferð að sækja og hvað þú vilt er að skilgreina sig.  1. Hver ertu? 2. Staðfærsla 3. Aðgreining 4. Markhópur.  Hafðu sterka innkomu sem byggir á hæfileikum og sérþekkingu.  Þegar einhver flettir þér upp, þá verður að sjást strax hver þú ert og hvað þú hefur fram að færa. Nýttu öll tækifæri, sinntu miðlinum, m.a. með því að byggja upp sambönd og gefa af þér, skrifa greinar, kommenta og taka þátt.  Til eru endalausir möguleikar til að koma rödd þinni og skoðunum á framfæri.  Hafðu þó samræmi milli þess sem þú segir, gerir og það sem þú stendur fyrir.  Til hverra viltu ná? Hvaða fólki viltu tengjast? Nýttu faglegt efni til þess að vekja athygli með þín markmið að leiðarljósi.  Þetta er í raun fótboltavöllur, þú stefnir fram öllu þín besta liði.  Spilaðu til að vinna.  Tengslanet er ekki einungis þeir sem þú kynnist í grunnskóla, Ósk Heiða hvatti alla til að vera djarfir, leggja sig fram og vera trúir sjálfum sér. Ef þú ert að leita að vinnu segðu þá fólki frá því, ekki læðast.   Segðu frá því hvað þú kannt, gerir vel og settu sérstaka áherslu á það sem þú vilt gera meira af.  Linkedin er faglegur vettvangur sem þú getur nýtt þér til þess að leita að næsta tækifæri.  Þarna er tækifærið til að tengjast áhugaverðum leiðtogum.  Hafðu skoðun og segðu hana því þín rödd og reynsla er einstök.  Leyfðu henni að heyrast, það er það sem gerir þig áhugaverðan, lykillinn er að vera alltaf sannar.  Þegar það eru viðburðir, mættu!  Aldrei fara heim fyrr en þú ert búinn að tala við fjóra nýja að lágmarki.  Ef þú heldur viðburðinn talaðu þá við a.m.k. tíu manns.  Reyndu alltaf að bjóða fólki inn í hópinn þinn og segðu hvað verið er að ræða, leyfðu fólki að vera með.  Leggðu frá þér símann á viðburðum, sestu hjá einhverjum nýjum.  Sendu fyrirlesara póst á Linkedin eða í netfangi ef þú hefur áhugaverða spurningu, sýndu áhuga.  Forvitni er mikilvæg til að þróast. 

Allt sem þú veitir athygli það vex.  Því meiri orku sem þú setur í tengslanetið því meiri tækifæri og árangri nærðu.  Lærdómur Ósk Heiðu er að gera meira til að stækka, því meira sem þú reynir á þig, því meiri er þinn fag-og persónulegi vöxtur.  Aldrei minnka þig eða draga úr þínum krafti til að láta öðrum líða betur. Þegar þú ert með rétta fólkinu þá hvetur það þig áfram.  Gerðu meira af því sem þér þykir skemmtilegt. Því meira skemmtilegt, því öflugri verður þú. Það á að vera gaman því það er nóg LJÓS.  Að lokum hvatti Ósk Heiða alla til að senda sér vinabeiðni á Linkedin. 

Silja Úlfarsdóttir er spretthlaupari og segir að samnefnarinn í sínu lífi sé að hún sé leikstjóri.  Leikstjórar bera ábyrgð á greiningu hugmyndavinnu og listrænni framsetningu þeirra verkefna sem þeir stjórna hverju sinni.  Leikstjórar skipuleggja æfingar og sjá um að stjórna þeim.  Silja Úlfars hefur þjálfað karlalandsliðið í hlaupa og krafttímum.  Þá er hún frökk, spyr og hefur engu að tapa. Silja er óhrædd við að prófa tækifæri.  Silja starfaði sem íþróttafréttakona í stuttan tíma sem gaf henni margar tengingar.  Mest starfar hún sem þjálfari en datt í hug að sækja um sem sölu-og markaðsstjóri Adidas.  Ef Silju langar í eitthvað þá prófar hún.  Ljónshjarta eru samtök fyrir börn sem hafa misst foreldra og þar er Silja formaður í dag. Lærdómurinn sem Silja tekur úr keppnisíþróttum er að setja sér markmið, þau ganga ekki alltaf upp en samt heldurðu áfram.  Þú þarft alltaf að standa upp og halda áfram.  Verkefni eru til að leysa þau.  Það er dýrmæt reynsla.  Silja segir „Finndu það sem þér þykir skemmtilegt og drífur þig áfram, þefaðu uppi þá þekkingu sem þig vantar, tengdu þig við fólk sem kann hluti sem þú kannt ekki.  Það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur.“  Í framhaldi fór hún að þjálfa og skellti sér í skóla.  Silja notar Instagram því þar er íþróttaheimurinn.  Nökkvi er dæmi um áhrifavald á Instagram sem Silja hefur fylgt eftir því hann er með góð skilaboð.  Silja er dugleg að spyrja spurninga því oft vantar fólki þær.  Klefinn www.klefinn.is er verkefni sem Silja og Andri Úlfars eru með.  Silja sagði frá því hvernig verkefnið Klefinn varð til.  Íþróttafréttir eru að mest öllu leyti um bolta því þurfa sundmenn, hlauparar og aðrir að erfiða við að fá styrki því fáir þekkja þá.  Silja og Andri sáu að það voru litlar sem engar upplýsingar um hverjir eru að stefna á Ólympíuleikana og hverjir eru búnir að ná lágmarkinu.  Þau fundu í framhaldi 11 íþróttamenn sem sögðu upphátt að þau hefðu áhuga á að fara á Ólympíuleikana.  Að vera íþróttamaður er markaðssetning.  Nú eru þau með 4 karla og 7 konur.  Þau bjuggu til heimasíðu og leituðu til sérfræðinga til að aðstoða sig við verkefnið sem felst í sýnileika á íþróttafólki sem hefur áhuga á að komast á leikana og vantar styrki til að geta stundað sína íþrótt.  Sumir ná lágmarkinu og aðrir ekki.  Þau nota gestapenna til að skrifa á síðuna t.d. um næringu og síðan var mikilvægt að komast í fjölmiðlana.  Business casið er að fá tekjur í gegnum síðuna til að styrkja íþróttamennina sem eru að stefna á Ólympíuleikana.  Allt snýst þetta um tengslanet og þora að spyrja.  Í raun eru þau að gera það sem ÍSÍ er að gera.  Lærdómurinn er að spyrja og búa til greinar.  Allt snýst um að skapa virði fyrir aðra og skipuleggja leiðina.  Spurðu og þá gerast hlutirnir. 

 

 

Um viðburðinn

Tengslanet: tækifæri og starfsframi, nýttu þér færin

Gott tengslanet er gulls ígildi, en hvar á að byrja? Hvernig er mögulegt að nota aðferðir úr íþróttum og viðskiptum til að ná árangri í sínum starfsframa og skapa tækifæri. Hvernig nýtir þú LinkedIn til þess að auka sýnileika þinn og koma þinni rödd á framfæri?

Hvernig getur tengslanetið hjálpað þér að komast á þann stað sem þú vilt?

 

Á þessum fundi fara þær Ósk Heiða og Silja Úlfars yfir það hvernig þær hafa skapað tækifæri úr sýnileika og hvernig þær nota tól og tæki markaðsfræðinnar í bland við lærdóm úr keppnisíþróttum til að ná árangri, hvor á sínu sviði. Þær stöllur eru báðar kröftugir fyrirlesarar og má lofa öflugum kynningum og tækifærum til tengslamyndunar.

 

Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik.

 

Ósk: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“

 

Silja Úlfars er fyrrum spretthlaupari og afrekskona í frjálsum íþróttum sem var þekkt fyrir sterka framkomu á hlaupabrautinni. Silja hefur unnið sem íþróttafréttamaður, sölu- og markaðsstjóri hjá íþróttavörumerki og hefur þjálfað íþróttamenn á öllum aldri frá nýliðum til atvinnumanna. Mikið keppnisskap einkennir Silju en hún ákvað að setja fókusinn á verkefni sem henni þykja skemmtileg og tókst að samtvinna áhugann sinn á íþróttum og viðskiptum, þar sem hún þurfti að nýta sér tengslanetið. 

 

Silja: „Finndu það sem þér þykir skemmtilegt og drífur þig áfram, þefaðu uppi þá þekkingu sem þig vantar, tengdu þig við fólk sem kann hluti sem þú kannt ekki. Það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur.” 

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?