Þau unnu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2018

Friðrik Þór Snorrason, Sigrún Ósk Sigurðardóttir og Jóhannes Ingi Kolbeinsson hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2018.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í dag við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Þrír stjórnendur voru verðlaunaðir.  Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna í flokki yfirstjórnenda, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í flokki millistjórnenda og Jóhannes Ingi Kolbeinsson, stofnandi Kortaþjónustunnar í flokki frumkvöðla.  

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. 

Hér má sjá myndir og greinar sem tengjast verðlaununum hér:

https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1691679804233296

http://www.vb.is/frettir/thau-hlutu-stjornendaverdlaunin/145400/

Myndatexti:

f.v. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson,  Friðrik Þór Snorrason, Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Borghildur Erlingsdóttir

Um viðburðinn

Velkomin á Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2018

Stjórnunarverðlaunin verða afhent í dag kl.16:00 á Grand Hótel.  

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem voru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2018 innilega til hamingju. Hér má sjá nöfn þeirra: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun/handhafar-2018

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2018 hinn 28. febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteigi 4.hæð, kl. 16.00 til 18.00. Þema hátíðarinnar: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.  

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Dagskrá:
Setning hátíðar: Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi. 
Hátíðarstjóri:  Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.

Þema: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.  

Fyrirlesarar: Tveir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar.
Helga Hlín Hákonardóttir hdl. meðeigandi hjá Strategíu og stjórnarkona í atvinnulífinu.
Heiðar Guðjónsson, formaður stjórnar Vodafone og með alþjóðlega reynslu af stjórnarstörfum.

Stjórnarhættir snerta alla stjórnendur með einum eða öðrum hætti enda grundvöllur góðra stjórnarhátta að skilgreina hlutverk og ábyrgð hvers og eins – hvort sem um hluthafa, stjórn, forstjóra eða annan stjórnanda er að ræða. Virðisauki góðra stjórnarhátta hefur sannað sig á undanförnum árum – og slæmir stjórnarhættir ekki síður – og hafa stjórnendur og fjárfestar í auknum mæli sett stjórnarhætti á dagskrá og leitað ráðgjafar til framþróunar á þessu sviði. Samkeppni um góða stjórnendur, stjórnarmenn og fjárfesta snýst m.a. um gæði stjórnarhátta þeirra og svo komið á erlendum mörkuðum að stjórnarhættir hafa áhrif á verðmat félaga. Með aukinni fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum verða íslenskir stjórnendur að laga sig að bestu stjórnarháttum í alþjóðlegu samhengi.

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2018.

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!

Dómnefnd 2018 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun


Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?