The Secret Sauce to Success

Faghópur um markþjálfun hélt í HR fund undir yfirskriftinni „The five dysfunctions of a team“ bók Patrick Lencioni. Pam Coffey kynnti sig og bað viðstadda að rifja upp tíma þar sem þeir hefðu unnið í góðu teymi. Hvað teymið hafði sem gerði það að góðu teymi. Það sem nefnt var sem dæmi:
Góð teymi

  • Sömu markmið/takmark
  • Vision
  • Vilji
  • Orka
  • Traust
  • Opin samskipti
  • Gaman
  • Vinskapur
  • Samheldni
  • Sköpun
  • Virðing

Og svo hvaða hegðun væri til staðar hjá teymum sem væru ekki sterk.

  • Þvingað
  • Misskilningur
  • Skortur á samskiptum
  • Óheiðarleiki
  • Ásakanir

Þegar teymi virka vel geta þau verið það sem sker úr um árangur fyrirtækis/stofnana. Pam sýndi nokkur myndbönd með Lencioni og lýsti svo aðferðum sem hún hefur til að vinna með hans aðferðafræði fyrir teymi á ýmsum vettvangi þar sem hún hefur komið að.

Vinnan byrjar með teymistmati þar sem spurt er sérstakra spurninga sem varðar teymið. Spurningar fyrir teymið og einnig vinnustaðamenninguna. Gert er DiSC mat sem er svipað og Myers Briggs greiningin, með áherslu á hegðun á vinnustaðnum.

Pam fór svo í gegnum módelið sem fræði Lencioni eru byggð á og hvernig greiningin fyrir teymi er notuð til að byggja upp traust og aðra þætti sem modelið byggi rá.

Þátttakendur pöruðu sig saman og ræddu í smá stund um uppruna og æsku – dæmi um æfingu sem notuð er til að byggja upp traust; þekkja þá sem við vinnum með. Traustið byggir á berskjöldun og uppbyggilegum umræðum um ágreining.

gaf gagnlegar upplýsingar úr hennar vinnu sem þjálfari.

Feedback is a gift. Endurgjöf er gjöf

Results. Vinnur með teymum í 2-3 klukkutími í 5-6 skipti í einu yfir sex mánaða tímabil.

Þátttakendur komu fram með góðar spurningar

Hvað er góð stærð á teymi? Eins um þátttöku fólksins í teyminu, ef einhver er óvirkur, hvaða er til ráða?

Hversu mikill tími fer í að keyra svona prógramm/vinnustofu með teymum á vinnustað

Allavega 2-3 klst með teyminu í 4-6 vikna millibili, allavega 10-12 klst í heildina. Áríðandi að vinna með markþjálfa á milli funda, til að viðhalda árangri og halda vinnunni gangandi. Stundum erum um markþjálfa innan fyrirtækja að ræða en líka utanaðkomandi. Ekki gott að vera með sama þjálfara fyrir stjórnendur og teymið sem verið er að vinna með.

Í stærri fyrirtækjum með mörgum teymum, hvernig er nálgunin þar.? Hvert teymi fær 2-3 tíma og svo stjórnendateymið fer í gegnum efnið tvisvar og fá sér vinnustofu um ábyrgð og traust stjórnenda.

 

Um viðburðinn

The Five Behaviors of Cohesive Teams - The Secret Sauce to Success

Opni Háskólinn - stofa M208

No one succeeds alone, however genuine teamwork in most organizations remains elusive. Effective teams accomplish goals, drive results, and move organizations forward.  Building an effective team doesn't just happen - it takes work and an understanding of the basic needs of a team. 

Pam Coffey will share how The Five Behaviors of a Cohesive Team provides teams with the foundation of a healthy, well-functioning team, from trust to accountability to results. She will outline a powerful model and actionable steps that can be used to overcome common hurdles and build cohesive, effective teams.     

Pam is a certified executive coach and experienced consultant with a long career in Human Resources for the U.S. Government. She teaches, mentors and assesses new coaches in the Georgetown University Leadership Coaching Program. Pam is dedicated to working with individuals, teams and organizations to create positive change, improve performance, and achieve desired results. She is accredited in The Five Behaviors of a Cohesive Team program and has coached hundreds of teams to end their struggles and work together effectively and cohesively.   

Ragnhildur Vigfusdottir is a coach from Coach Utbildning Sverige and Bruen (2104 - NLP Master Coach).  She is a certified Daring Way Faciltiator (based on the research of Dr. Brene' Brown). 

Viðburðurinn fer fram að mestu á ensku.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?