Vel heppnaður fundur um ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni sl föstudag

Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :

Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.

Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni.  Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir

1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100%  á sömu blaðsíðu og mjög  samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.

2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.

3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.

4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.

5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.

6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi  áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.

7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.

8.  EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur.  Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.

9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð. 

Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.  

Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn. 

Fleiri fréttir og pistlar

Metnaðarfull, spennandi og fjölbreytt dagskrá framundan hjá Stjórnvísi 2024-2025

Stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi hafa lagt drög að á annað hundrað viðburða fyrir starfsárið 2024-2025.  Það ættu því allir að finna áhugavert efni við sitt hæfi en sjá má framboðið með því að smella hér. Skjalið er í stöðugri vinnslu og munu fleiri viðburðir bætast inn á næstunni. Hér eru nokkur dæmi um viðburði í vetur:

  • Snjöll aðstöðustjórnun
  • Stjórnkerfi húsa
  • Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...."
  • Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin?
  • Hvernig virkjum við "Viskuvélar" og aðferðir markþjálfunar á stafrænum vettvangi vaxtar. AI coach
  • Hagnýt gervigreind: Stjórnvöld
  • Hagnýt gervigreind: Sjávarútvegur
  • Gæðamarkmið og mælingar. Hvernig nýtum við þær fyrir stöðugar umbætur í rekstri?
  • Gæðastjórahittingur: Gæðastjórar og ábyrgðarmenn gæðastjórnunarkerfa hittast og miðla af reynslu sinni.
  • Samkeppnisgreining á fjármálamarkaði.
  • Gervigreind og stefnumótun - "Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir". 
  • Notkun vídjó-viðtala við ráðningar
  • Öryggisstjórnun fyrir mannauðssvið
  • Algengustu mistök árangursmælinga
  • Fjölmenning - áskorun - öryggi
  • Vinna við raka/myglu og áhrif á starfsfólk
  • Alþjóðlegi persónuverndardagurinn
  • Loftþéttimælingar bygginga og ávinningur fyrir vistvænar/vistvottaðar byggingar

Fjölbreytileiki og inngilding: Reynslusögur fyrirtækja: Hrafnista/Samkaup/Ríkislögregla/Reykjavíkurborg

Framtíðarfestival í byrjun næsta árs. Borgarbókasafnið

Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir 

Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina? 

Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:

Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi? 

Nánari upplýsingar er á vef safnsins Framtíðarfestival | Borgarbókasafnið (borgarbokasafn.is)

Vettvangsferð í HVIN

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.

Frábær mæting á Haustráðstefnu Stjórnvísi 2024 "Snjöll framtíð".

Haustráðstefna Stjórnvísi hitti heldur betur í mark í ár.  Frábær mæting var bæði á Grand Hótel og í streymi enda dagskráin stútfull af áhugaverðum fyrirlesurum. Hér má sjá upptökur af öllum erindum og hér eru myndir af ráðstefnunni.

Dagskráin var svohljóðandi.

08:30    Húsið opnar: Létt morgunhressing

09:00    Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu

09:05    Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari

09:10    Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur: 

             Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna

             Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

09:35    Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist.  "Gervigreind og íslensk nýsköpun"

09:50    Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall

10:05    Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“

10:20    Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“

10:35    Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”

10:50   Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”

11:00     Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt

 

11:05     Ráðstefnuslit

Vinnumansal á Íslandi

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins taka höndum saman gegn vinnumansali á Íslandi.
 
Sameiginleg ráðstefna ASÍ og SA  fer fram þann 26. september í Hörpu – 10:00 - 16:00

 

10:00-12:00  Ráðstefna í Norðurljósum Hörpu: erindi, umræður og fræðsluefni
12:00-13:00  Hádegisverður 
13:00-14:00  Málstofur 
14:00-14:15  Kaffihlé
14:15-15:15  Málstofur 
15:15-16:00 Samantekt og yfirlýsing ASÍ og SA

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?