Vel stótt málstofa um innleiðingu stefnu 4DX hjá Símanum.

Málstofa um farsæla innleiðingu stefnu.
Málstofa um farsæla innleiðingu stefnu var haldinn 30.mars í Símanum Ármúla. Fullbókað var á málstofuna og komust færri að en vildu. Síminn tók einstaklega vel á móti Stjórnvísifélögum og má með sanni segja að málstofan hafi í alla staði heppnast einstaklega vel. Kynntar voru sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar MMR um framkvæmd stefnu á íslenskum vinnustöðum. Jafnframt var kynnt áhrifarík og margreynd aðferð FranklinCovey við farsæla innleiðingu á stefnumarkandi breytingum - 4DX: The 4 Disciplines of Execution. Að auki voru reynslusögur frá tveimur af þeim fjölmörgu íslensku vinnustöðum sem hafa innleitt 4DX sl. ár með eftirtektarverðum árangri. Fyrirlesarar voru þau Kristinn T. Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus, Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum og Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni.

Kristinn sagði að allir tala um hvernig á að móta stefnu en lítið er rætt um hvernig skuli innleiða stefnu. Þegar fyrirtæki eru komin með stefnu sem allir trúa á þá er stærsta áskorunin hvernig skuli innleiða hana. Bilið á milli loforðanna og árangursins. Mikilvægt er að starfsmenn viti nákvæmlega hvað er mikilvægast hverju sinni. Það er framlínufólkið sem þarf að vita nákvæmlega hvers er ætlast til. Það eru framlínustjórnendur sem eiga að finna út úr þessu verkefni. Fólkið þarf líka að vinna stöðugt saman og taka sameiginlega ábyrgðina á að við séum að vinna saman.
MMR gerði könnun fyrir Expectus þar sem úrtakið voru 1221 stjórnendur með svarhlutfall 49% í október 2016. Þeir voru spurðir um skýrt hlutverk og stefnu með 5 spurningum. Í niðurstöðum kom fram að 54% stjórnenda segja fyrirtækið með skýrt hlutverk, þessu svara þeir sem eru í forsvari. Það þarf því að byrja á stjórnendateyminu. Aðeins fleiri segja að fyrirtæki hafi skýra stefnu 66%. Tengjast markmið þín hlutverkinu? Ég skil vel hvað ætlast er til af mér vita einungis 54%. Þetta þarf að laga strax, skerpa þarf fókus, hvers vegna erum við sem fyrirtæki til, hver er stefnan, hvert erum við að fara, af hverju og hvernig mælum við það. En hvernig eru Íslendingar í samanburði við aðra t.d. Evrópu. Borið var saman við 30þúsund svör og þar sést að við erum svipuð Evrópulöndum, niðurstaða þeirra er 53% sem er svipaður en í þeim svörum voru allir starfsmenn fyrirtækja, bæði stjórnendur og framlínustarfsmenn.
Frá orðum til athafna. Hvað á að gera? Skipulag er leiðin til að koma á breytingum. En hvar liggja tækifærin? Tækifæri til að skýra betur hlutverk og stefnu, ástæður stefnunnar og til hvers er ætlast af hverjum og einum. Þegar hugsað er um árangur þá vantar stefnuna, þarna liggja heilmikil tækifæri sem liggja hjá stjórnendum. Hvað er mikilvægast, hvað getum við haft áhrif á, hverju getur starfsfólkið breytt og haft áhrif á. Framtíðarsýn Expectus er að finna bestu lausnir á hverjum tíma. FranklinCovey er leiðandi aljóðlegt þekkingarfyrirtæki og vinnur á sjö sviðum. Forystu, framkvæmd, framleiðni, traust og sölu. The 4 Disciplines of Execution er þrautreynd lausn. Í dag eru um 200þúsund teymi að keyra eftir þessari aðferðafræði.
Aðferðafræðin fjallar um 4 reglur.

  1. Setja áherslu á mikilvægasta markmiðið, mikilvægt að fara ekki yfir árið í heild. Hvað myndi skila okkur mestum árangri. Hvað er það á næstu mánuðum sem er mikilvægast að tækla. Um leið og farið er yfir meira en 4 markmið þá nást þau ekki. Því þarf hvert teymi að sjóða niður í einungis 1 markmið í einu í hverjum spretti. Þau hafa fókus og eru mælanleg. Fara frá x yfir í y á tíma z. Mesta áskorunin er oft hvernig mælt er. Það sem mælt er verður það sem þú nærð árangri með. Nú eru komnar leiðir og tækni til að meta og mæla miklu meira en okkur dettur í hug t.d. happy or not fyrir starfsmenn þegar þeir fara heim. Þannig næst ánægjuvísitala.
  2. Lykilathafnir sem hafa áhrif á mikilvægasta markmiðið. Spyrja sig hvað við getum gert til að auka sölu? Í nr. 1 er komið mælalegt markmið. Í reglu 2 er ábyrgðin færð á þá aðila sem nær þessum markmiðum.
  3. Settar eru upp stigatöflur sem sýna hvernig gengur og búin til stemning í hópnum. Í þessari viku verða t.d. alltaf boðnar aukavörur með vörunni sem er seld. Spyrja sig hvað síðan hvað var það oft gert? Þannig keppa allir starfsmenn við hvorn annan.
  4. Sameiginleg ábyrgð á athöfnum.

Markmiðið er að þjálfa innri þjálfara í fyrirtækjunum. Alls staðar þar sem 4DX hefur verið innleitt hafa fyrirtæki sýnt mikinn hagnað. Kristinn tók dæmi frá Ölgerðinni þar sem ákveðið var að minnka tímann frá því beiðni kemur inn þar til svar berst úr 65 í 12 klst. þetta verkefni var vel mælanlegt. Einnig var ákveðið að fækka slysum úr 15 í 0 í vöruhúsi Ölgerðarinnar. Þetta markmið var sett inn sem undirmarkmið. Það sem teymið gerði var að auka umræðu um öryggismál. Niðurstaðan var sú að það urðu 0 slys í vöruhúsinu. Með því að setja upp öryggisgleraugun fóru allir af stað.
Þegar rætt er um árangur þá eru það annars vegar hlutir sem við getum stýrt og hins vegar það sem við getum ekki stýrt. Það sem við getum stýrt er stefna og innleiðing stefnu. Við þurfum að átta okkur á því að við getum gert ýmislegt með pennastriki sem er mikilvægt í ferlinu. Erfiðu breytingarnar eru hegðun starfsmanna, þ.e. fá fólk til að bæta upplifun viðskiptavina. Hvernig er áreiðanleiki aukinn, hvernig næst stöðugri rekstur. 4DX vinnur á hegðunarbreytingum. Krafturinn sem fer í að halda dampi, halda öllu gangandi. Aðalóvinur við innleiðingu er hvirfilvindurinn þ.e. daglegu störfin.
Birna Ósk framkvæmdastjóri Símans sagði frá því hvernig þau byrjuðu að nota 4DX. Ákveðið var að byrja á 200 manna deild. Strax urðu stjórnendur meira tengdir. Í byrjun árs 2016 var ákveðið að færa allan Símann í 4DX með sama stóra markmiðið þ.e. að vinna í brottfalli. Þetta stríð tókst ekki eins vel og það fyrra en útkoman varð þó sú að þessi ólíku svið fóru að vinna miklu betur saman þrátt fyrir að árangurinn yrði ekki eins mikill. Lærdómurinn var sá að Síminn er betri í sókn en vörn en það var mjög flókið að reikna það. Starfsmenn gerðu sér samt ekki algjörlega ljóst fyrir hverju þeir væru að berjast. Skýran mælikvarða vantaði. Í stríði 3 var ákveðið miklu skýrara markmið, heimilispakki sem markaðurinn þekkti ekki. Nú var vandað betur til verksins og undirbúningur ítarlegri þ.e. 2 mánuðir. Síminn ákvað að fjölga úr 16000 í 22000 heimili eða um 6000 heimili. Starfsmenn eru oft betri en sölumenn í að selja vöruna. Inn á innranetinu er nú mælt með efni fyrir starfsmenn sem eru 450. Auðveldast er að segja sínum vinum frá hvað er að gerast á dagskránni. Mikilvægt er að vekja athygli á sér á ólíkan hátt. Lagerinn óskaði eftir að kennt yrði á fjarstýringu. Síminn setti upp námskeið kl.09:00 einu sinni í viku til að kenna á fjarstýringu. Svona vann Síminn í sínu stolti. Á þennan hátt gat Síminn fengið 450 manns til að vinna saman. Síminn var yfir markmiðum allan tímann, eitthvað breyttist og allar orrustur unnust. Nú eru styttri stríð. Í nýjasta stríði eru fimm orrustur. Orri stýrir stríðinu og framkvæmdastjórar stýra hver fyrir sig sinni orrustu. Á innra netinu er staða, þ.e. hverjar eru tölurnar. Eldhúsið er t.d. með keppnir. Stóri lærdómurinn er að fagna sigrum, hafa gaman af þessu, vera sveigjanlega en líka að skilja hvernig hún virkar fyrir Símann. Þetta virkar því þetta er bæði að hafa áhrif á reksturinn og menninguna.

Auður Lilja Davíðsdóttir hjá Öryggismiðstöðinni ræddi stríðið sem þau tóku en það var að hækka starfsánægju viðskiptavina úr 3,80 í 4.00. Áskoranirnar voru margar t.d. ólík hlutverk innan teymis í vörustýringarsviði, stórir hópar starfsmanna á tæknisviði, mikið að gera á sölusvið, dreifður mannafli á öryggissviði og mikil starfsmennavelta hjá dótturfyrirtæk 115. Stóru áskoranirnar voru líka hvað þarf að mæla og hvernig verður það gert. Mælingar sýna úr hverju er verið að fara og í hvað. Um leið og skortaflan er sett upp í hvaða keppni sem er breytist leikurinn, þú spilar öðruvísi. Settar voru upp skortöflur og voru veitt verðlaun fyrir flottustu skortöflurnar. Alls kyns hugmyndir komu. Ef forstjóri hefði ekki verið með frá upphafi hefði þetta ekki gengið svona vel. Skráning tíma fór úr 45% í 95% og sölusvið er búið að taka 405 frumkvæði að snertingu við viðskiptavini svo eitthvað sé nefnt.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?