Velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja

Þrír faghópar Stjórnvísi; mannauðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og þjónustu-og markaðsstjórnun héldu sameiginlegan hádegisfund í dag í HR sem bar yfirskriftina: „Velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja“. Á fundinum var fjallað um hvernig velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja eru annað og meira en auglýsing og skapa virði fyrir annars vegar samfélagið og hins vegar fyrirtækið og starfsfólk þess.Ketill Berg framkvæmdastjóri Festu stjórnandi fundinum og þrír áhugaverðir fyrirlesarar fluttu erindi.
Soffía Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi hjá KOM, f'ór yfir góðar starfsaðferðir við að skipuleggja stuðning fyrirtækja við samfélagsverkefni, s.s. er varða val á verkefnum og innra og ytra kynningarstarf. Soffía nefndi að fleiri og fleiri fyrirtæki kjósa að leggja ekki einvörðungu áherslu á arðgreiðslur til hluthafa heldur vilja að samfélagið njóti einnig ávinnings af starfsemi þess. Rannsóknir sýna að neytendur kjósa að versla frekar við fyrirtæki sem hlúa að jafnrétti, mannréttindum, samfélaginu og umhverfinu. Þetta er hvati til aukinnar ábyrgðar fyrir fyrirtæki. Lykilatriði í samfélagsverkefni er þátttaka starfsmanna, það eykur verðmæti fyrirtækisins. Gott er að búa til svigrúm fyrir starfsmenn til að taka þátt í samfélagsverkefnum. Einnig er mikilvægt að starfsmenn taki þátt í stefnumótun varðandi samfélagsábyrgð. Sú vinna eykur tryggð starfsmanna. Dæmi um verkefni til fyrirmyndar er varða umhverfismál er t.d. kolefnisjöfnun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar (gróðursetning trjáa), vistvæn innkaup. Önnur dæmi eru beinar fjárfestingar sem stuðla að uppbyggingu nýsköpunar, uppbygging í nærsamfélaginu, stuðningur við háskóla til að efla gæði menntunar, orku/tæknifyrirtæki sem styrkja konur til iðnmenntunar, minnkar kynjahlutfall og eykur fjölbreytileika, samgöngur til og frá fyrirtæiá strjálbýlu svæði eru opin fyrir almenning einnig, stuðningur við vitundarvakningu um mannréttindi/jafnréttindi. Góð samskipti eru lykilatriði og mikilvægt að nýta mismunandi boðleiðir. Samskiptaáætlun stuðlar að árangursríkari viðskiptum. En af hverju eru fyrirtæki að þessu?
Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, sagði frá styrkjastefnu Íslandsbanka og virði verkefnanna Hjálparhönd og Reykjavíkurmaraþon. Edda fór yfir stoðir samfélagsábyrgðar Íslandsbanka. Lykilverkefni nýrra stefnu í samfélagsábyrgð eru níu: Ábyrg lánastarfsemi, upplýsingaöryggi, ábyrg innkaupastefna, samgöngustefna, jafnréttisstefna, fræðsla til viðskiptavina, stefna um ábyrgar fjárfestingar, hjálparhönd Íslandsbanka, mótun skýrrar styrkjastefnu. Hver starfsmaður bankans fær 1 dag á ári til að vinna í góðgerðastarfi, stefnan er að fjölga þessum dögum í 3. Einstaklingar og félög hafa leitað til bankans eftir mannafli í slík verkefni. Íslandsbanki er gríðarlega stoltur af þessu verkefni. Íslandsbanki gefur út Samfélagsskýrslu.
Gréta María Bergsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík sagði frá deginum „Stelpur og tækni“ (Girls in ICT Day) sem haldinn hefur verið á Íslandi síðastliðin tvö ár með þátttöku alls átta upplýsingatæknifyrirtækja. Að deginum standa HR, Ský og SI til að kynna stelpum fyrir ýmsum möguleikum í tækninámi og leyfa þeim að hitta kvenfyrirmyndir í helstu tæknifyrirtækjum landsins. Gréta er verkefna og viðburðastjóri í HR. Hún kemur að skipulagningu margra viðburða. HR er háskóli atvinnulífsins og því er stöðugt skoðað hver þörfin er í atvinnulífinu. HR ber ábyrgð gagnvart eigendum, nemendum og æsku landsins.
HR sér að það er ekki einungis skortur á tæknimenntuðu fólki á Íslandi heldur er hlutfall stelpna mjög lágt. Markmið HR er að laða stelpur í tækninám. Mikil áhersla er í skólanum á tæknigreinar en stúlkur eru ¼ í þessum greinum. Stúlkur er hræddari við að sækja um vegna þess að þær eru hræddar um að þeim mistakist. Boðið er 100 stelpum í 9.bekk á vinnustofur í HR þar sem þær fá að spryeta sig á skemmtilegum verkefnum, heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins og hitta kvenfyrirmyndir í faginu.

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?