Hlutverk Virk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.
Stefna Starfsendurhæfingarsjóðs er að:
skipuleggja ráðgjöf og þjónustu fyrir starfsmenn sem veikjast til lengri tíma eða slasast þannig að vinnugeta skerðist
stuðla að snemmbæru inngripi með starfsendurhæfingarúrræðum í samstarfi við sjúkrasjóði og atvinnurekendur
fjármagna ráðgjöf og fjölbreytt endurhæfingarúrræði sem miða að aukinni virkni starfsmanna sem búa við skerta vinnugetu til viðbótar því sem þegar er veitt af hinni almennu heilbrigðisþjónustu í landinu
stuðla að fjölbreytni og auknu framboði úrræða í starfsendurhæfingu
byggja upp og stuðla að samstarfi allra þeirra aðila sem koma að starfsendurhæfingu viðkomandi einstaklinga
hafa áhrif á viðhorf og athafnir í samfélaginu til að stuðla að aukinni virkni starfsmanna
styðja við rannsóknir og þróunarvinnu á sviði starfsendurhæfingar.
Meginverkefni Starfsendurhæfingarsjóðs eru að:
skipuleggja og hafa umsjón með störfum ráðgjafa sem starfa aðallega á vegum sjúkrasjóða stéttarfélaganna og munu aðstoða einstaklinga sem þurfa á endurhæfingu að halda. Starfsendurhæfingarsjóður greiðir kostnaðinn af störfum ráðgjafanna ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með starfi þeirra og veita þeim faglegan stuðning. Sérstök áhersla er lögð á snemmbært inngrip með starfsendurhæfingarúrræðum í samstarfi við sjúkrasjóði og atvinnurekendur
greiða kostnað af ráðgjöf ýmissa fagaðila um mótun sérstakrar einstaklingsbundinnar endurhæfingaráætlunar, s.s. lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, félagsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa o.s.frv.
greiða fyrir kostnað við úrræði og endurhæfingu með áherslu á að auka vinnugetuna, til viðbótar því sem þegar er veitt af hinni almennu heilbrigðisþjónustu í landinu.
Önnur verkefni Starfsendurhæfingarsjóðs eru að:
stuðla að aukinni fjölbreytni og framboði úrræða í starfsendurhæfingu
byggja upp og stuðla að samstarfi allra þeirra aðila sem koma að starfsendurhæfingu
hafa áhrif á viðhorf og athafnir í samfélaginu sem stuðla að aukinni virkni einstaklinga
styðja við rannsóknir og þróunarvinnu á sviði starfsendurhæfingar.