Ávinningur fyrirtækja af orkuskiptum og reynsla

Click here to join the meeting

,,Fjölmörg tækifæri eru fyrir fyrirtæki að ná verulegum árangri í loftlagsmálum með orkuskiptum í ökutækjum í sinni starfsemi. Talsverð reynsla er komin á þessi orkuskipti og verður farið yfir þá reynslu ásamt ávinning. "

Fundarstjóri er Jóhannes Þorleiksson forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum

Á þessum fundi faghóps um loftagsmál ætlum við að skoða hver ávinningur fyrirtækja er af orkuskiptum er og hvaða leiðir eru færar. Einnig ætla fyrirtæki með mikla reynslu í orkuskiptum að miðla sinni reynslu og framtíðaráætlunum.

Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri orkuseturs mun fjalla um ávinning orkuskipta fyrir fyrirtæki er kemur að draga úr kolefnisspori og mismunandi leiðir til þess.

Magnús Már Einarsson forstöðumaður aðbúnaðar hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun fara árangur, reynslu og áætlanir samstæðunnar.

Ingvar J. Hjaltalín sviðsstjóri rekstrarsviðs hjá Strætó bs. mun fara yfir árangur, reynslu og áætlanir Strætó.

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Svansvottaðar framkvæmdir - reynsla verktaka

Slóð á fundinn hafirðu ekki fengið hana senda:

Hlekkur á Teams fund 

Faghópar um loftslagsmál og sjálfbærni standa að viðburði/örnámskeiði um reynslu verktaka af Svansvottuðum framkvæmdum í samstarfi við hóp gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan Samtaka iðnaðarins og Iðuna, fræðslusetur.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef Iðunnar

 

Markmið Svansins með vottun bygginga er að minnka umhverfisáhrif þeirra og er lögð mikil áhersla á heilsusamlegt húsnæði og lágmörkun eiturefna í byggingarefnum. 

Ávinningur af Svansvottun bygginga felst í: 

  • Dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Heilnæmari og öruggari byggingum.
  • Auknum gæðum bygginga.
  • Minni rekstrarkostnaði, minna viðhaldi og lægri orku- og hitunarkostnaði.
  • Eignin er líklegri til að standast kröfur leigutaka/notenda til lengri framtíðar.

Hægt er að fylgjast með á netinu eða mæta í Vatnagarða 20.

 

Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi

Click here to join the meeting

Hvað er SBTi og hvernig hafa OR og Ölgerðin nýtt sér það í sinni sjálfbærnivegferð?

Dagskrá: 

  • Hvað er SBTi? – Rannveig Anna Guicharnaud frá Deloitte segir almennt frá SBTi og í hverju það felst 
  • Ölgerðin og SBTi – Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni segir frá vegferð Ölgerðarinnar frá skuldbindingu að innleiðingu SBTi 
  • Orkuveita Reykjavíkur og SBTi – Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum, segir frá vegferð OR að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun

Science Based Targets initiative (SBTi) eru vísindaleg viðmið sem veita fyrirtækjum skýra leið í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Þannig geta fyrirtæki fengið markmið sín um samdrátt í losun tekin út af sérfræðingum miðað við nýjustu loftslagsvísindi.

SBTi eru óhagnaðardrifin samtök eða samstarfsverkefni nokkurra stofnana sem tengjast loftslagsvísindum. Þau hafa þann tilgang að ýta undir metnaðarfullar loftslagsaðgerðir í einkageiranum. SBTi veitir fyrirtækjum sem setja sér vísindaleg markmið tækni- og sérfræðiaðstoð í takt við nýjustu loftslagsvísindin. Teymi sérfræðinga kemur að því að veita fyrirtækjum sjálfstætt mat og staðfestingu á markmiðum.

Níu íslensk fyrirtæki, þar af eitt sem er hluti af alþjóðlegri keðju, hafa byrjað vegferð sína til að fá markmið sín um losun samþykkt af SBTi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín staðfest. Ölgerðin var fyrsta íslenska fyrirtækið sem fékk markmið sín samþykkt, árið 2021 og nú í sumar fékk Orkuveita Reykjavíkur (OR) sín markmið sín til 2030 samþykkt. OR hefur einnig sótt um að fá „Net-Zero“ markmið sín samþykkt.

Við fáum fulltrúa Ölgerðarinnar og OR til að segja frá sinni vegferð, frá því fyrirtækin skuldbundu sig til að fá vísindaleg viðmið sín staðfest og þar til staðfesting fékkst frá SBTi. Við heyrum hvernig þessi vegferð hefur hjálpað þeim og hvernig þau aðlaga sína sjálfbærnivinnu í framhaldinu af niðurstöðum vísindalegu viðmiðanna. 

Erindin verða upplýsandi fyrir alla sem huga að þessari vegferð, eða þá sem vilja vita meira um SBTI og hvernig ferlið hefur nýst þeim fyrirtækjum sem hafa fengið markmið sín samþykkt.

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.

 

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál kl: 09:00

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál verður haldinn 5. maí klukkan 09:00 til 10:00 á TEAMS. 

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formanns er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

Meeting ID: 383 398 678 738 

Passcode: SzPR8u 



Dagskrá 

1#  Uppgjör síðasta starfsárs

2#  Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa

3#  Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða

4#  Kosning stjórnar

5#  Starfsárið framundan


 

Mikilvægi loftslags- og umhverfismála fer vaxandi í samfélaginu. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra. Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og tekist á hendur skuldbindingar á alþjóðavettvangi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerða er þörf og því mikilvægt að það sé virkt samtal og samstarf milli allra hagaðila. 

Markmið faghópsins er að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld miðli lausnum og deili þekkingu varðandi hvernig má draga úr losun  gróðurhúsalofttegunda og ýti þar með undir metnaðarfullar aðgerðir. Hvaða áskoranir eru framundan? Hvaða aðgerðir virka? Og hvað ber að varast?

Hópurinn er kjörinn vettvangur til að hitta fólk, deila reynslu, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.  


 

Faghópur um loftlagsmál var stofnaður árið 2020 og hefur hópurinn vaxið mikið og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennir með áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í loftlagsmálum. 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.


Allir sem hafa áhuga á loftlagsmálum og umhverfismálum og vilja taka þátt að hafa áhrif á samfélagið og bjóða sig fram til stjórnar, geta haft samband við Berglindi Ósk Ólafsdóttir, fráfarandi formann faghópsins og sérfræðing í sjálfbærni hjá BYKO - berglind@byko.is eða í síma: 822-7003. 

Gæðastjórnun í byggingariðnaði - Umhverfismál og vistvæn mannvirki

Umræðu- og fræðslufundur
Iðan fræðslusetur og Samtök iðnaðarins efna í vetur til fundaraðar um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem tekið verður á þeim málum sem eru efst á baugi. Þessi viðburður, er varðar umhverfismál í byggingariðnaði, er unnin í samvinnu við Loftslagshóp Stjórnvísi. 
Umhverfismál og vistvæn mannvirki

Dagskrá:
1.Förgun og enurnýting – Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
2.Kolefnisspor í mannirkjagerð – Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu.
3.Umhverfisvottunarkerfi í byggingariðnaði – Sigrún Melax gæðastjóri JÁVERK.

Fundarstjóri: Anna Jóna Kjartansdóttir gæða- og öryggisstjóri hjá ÍSTAK.

Athugið að skráning er á heimasíðu Iðunnar: Hér

Fundurinn verður haldinn í húsi Iðunnar fræðsluseturs í Vatnagörðum 20, Reykjavík en honum verður einnig streymt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?