Hér er áhugaverður viðburður á netinu 3 júní nk., frá Finnlandi, sjá vefslóð. Ef þið hafið áhuga þá þurfið þið að skrá ykkur á viðburðinn sem fyrst. Karl Friðriksson
Athugið að greiða þarf þátttökugjald.
Hér er áhugaverður viðburður á netinu 3 júní nk., frá Finnlandi, sjá vefslóð. Ef þið hafið áhuga þá þurfið þið að skrá ykkur á viðburðinn sem fyrst. Karl Friðriksson
Athugið að greiða þarf þátttökugjald.
Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um nýlega stefnu STEFs og Norrænna höfundaréttarsamtaka um hvernig þau ætla að beita sér fyrir framtíðar samspil tónlistar og gervigreindar. Guðrún Björk hefur bent á að „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun.
Geta aðrar skapandi greinar hagnýtt sér þetta frumkvæði STEFs og þannig komið í veg fyrir virðistap listamanna vegna þessara þróunar? Getur gervigreindin hugsanlega opnað fyrir tækifæri skapandi einstaklinga, þegar fram líða stundir?
STEF býður okkur að hittast í húsakynnum sínum að Laufásvegi 40, 12. júní kl 16:00.
Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Guðrún Björk á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.
Hvað þarf til að takast á við óvissu og taka ákvarðanir um framtíðarstefnumið í rekstri. Sabrina Sullivan og Meghan Donohoe (sjá Linkedin) mun fjalla um þetta viðfangsefni sem er hluti af viðburðum Dubia Future Society 15 apríl næstkomandi kl 13:00.
Viðburðurinn gæti verið áhugaverður fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á valdeflandi forystu og framtíðarrýni.
Skráið ykkur til þátttöku á eftirfarandi vefslóð; https://us06web.zoom.us/meeting/register/u-ikvrqsRreVyvAuVqIPJQ#/registration
Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.
Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.
Hver er betri til að fjalla um hugsanlegri framtíð transhúmanisma en sá sem almennt er talinn vera upphafsmaður nútíma transhumanisma, Max More?
Max mun á þessari málstofu London Futurist, sem verður á netinu, ræða um þær sviðsmyndir (framtíðir) sem hugsanlega fela í sér transhumanisma, þær líklegustu eða eftirsóknarverðustu. Max gaf þessa skilgreiningu á hugtakinu árið 1990: „Transhumanismi er flokkur lífsspeki sem leitast við að halda áfram og hraða þróun vitsmunalífs umfram núverandi mannlega mynd og mannlegar takmarkanir með vísindum og tækni."
Skráning og nánar upplýsingar eru á eftirfarandi vefslóð: Transhumanism: Future scenarios, with Max More, Sat, Mar 15, 2025, 4:00 PM | Meetup