Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu. (Aðalfundur faghóps stefnumótunar og árangursmats)

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting? Hvers vegna ættu fyrirtæki að taka aðferðafræðina upp? Hvað þarf að vera til staðar til að árangur náist?

Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf., lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallar lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Á þessum fundi ætlar Axel að segja okkur frá rannsókninni og gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Aðalfundur faghópsins verður haldinn eftir fyrirlesturinn.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu.

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting var yfirskrift fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats hjá Össur í morgun.

Fyrirlesari var Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf.  Axel Guðni lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallaði lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Í erindi sínu sagði Axel frá rannsókninni og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Rannsóknina má nálgast á Skemmu.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Axel nefndi að gott dæmi um fyrirtæki sem hefur fundið taktinn sinn væri Ölgerðin sem gerir upp 3svar á ári þ.e. eftir árstíðunum sínum.  Axel kynnti módelið sem byggist á 12 grunngildum 1.tilgangur 2.gildi 3.gegnsæi, 4.skipulagning 5.sjálfsæði 6.viðskiptavinurinn 7.taktur 8.markmið 9.áætlanir og spár 10.auðlindir 11.frammistöðumat og 12.umbun.

Í rannsókn sinni leitaðist Axel við að svara spurningunni: Hver eru einkenni skipulagsheilda sem hafa innleitt Beoynd budgeting að fullu? Beyond budgeting er meira en stjórnunarlíkan, heldur frekar hugtak.  Aðferðafræðin er stjórnunarlíkan sem byggir á aðlögunarfærum rekstrarferlum sem eru í samræmi við valddreifð leiðtogagrunngildi.  Í Beyond Budgeting er allt mjög sýnilegt.  Þau fyrirtæki sem vinna með allt módelið eru að standa sig mjög vel.  Valddreifing er megin forsendan. Módelið hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir og það er hugarfar stjórnandans sem oftast hindrar góða innleiðingu.  Hugarfarið á toppnum verður að vera rétt. Goritex er dæmi um fyrirtæki þar sem starfsmenn kjósa sér forstjóra og engin eining má verða stærri en 300 starfsmenn. Þar sem fyrirtæki eru mjög ólík þarf að hanna ferlin í samræmi við fyrirtækin sjálf ekki einungis fara eftir grunngildunum.  BB telst innleitt þegar skipulagsheild hefur hafið vegferð að ákveðnu hugarfari og samræmi er á milli þess hugarfars og þeirra rekstrarferla sem skipulagsheildin notar.  Niðurstöður Axels varðandi innleiðingu var sú að í fyrsta lagi átti leiðtogar sem hafa áttað sig á að þau vandamál við stjórnun skipulagsheildar sem þeir eru að reyna að leysa eru í raun einkenni stærra vandamáls, skoða þarf alltaf orsakir vandamála fyrst.  Í öðru lagi að æðstu stjórnendur séu þátttakendur.  Til að breyta hegðun fólks eru þrjár aðferðir þekktar: 1. Beita valdi 2. Sannfæra 3. Hjálpa fólki að upplifa breytingar og með því mælir aðferðafræðin.   Annað sem kom í ljós var að stjórnkerfið sem sett er upp hefur áhrif á menninguna.  Persónuleg hugarfarsbreyting stjórnenda er risastórt atriði við BB innleiðingar en lítið sem ekkert minnst á það í fræðunum. Innleiðing á BB er ekki áfangastaður heldur vegferð og aðferðir/ferlar sem eru sífellt að breytast á meðan aðferðafræðin sjálf helst óbreytt. 

Tengdir viðburðir

Framtíðarsýnin okkar - Stefnumörkun Norrænu ráðherranefndarinnar

Nánar síðar

Eldri viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

GOOD GOOD markmiðasetning, teymisvinna og strategía unnin í OKR's (objective & key results) umhverfinu - innblásið af Intel og Google

Join the meeting now

GOOD GOOD er íslenskt vaxtafyrirtæki með 16 starfsmenn, þ.a. 7 í Bandaríkjunum. Á örfáum árum hefur GOOD GOOD hasslað sér völl sem eitt mest ört vaxandi smyrjufyrirtæki í Bandaríkjunum og fást verðlaunaðar og annálaðar vörur fyrirtækisin í um 6000+ verslunum þar í landi. Í þessu erindi mun Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri GOOD GOOD, fjalla um hvernig markmið og stefnumörkun GOOD GOOD hafa verið knúin áfram með OKR's þar sem starfsólk, tekur virkan þátt í mótun á snjöllum markmiðum og mælanlegum árangri.

Saman á nýrri vegferð

Tengill á streymi 
Fjallað verður um mikilvægi samspils stefnu og fyrirtækjamenningar með áherslu á menningarvegferð Isavia s.l. tvö ár. Uppbyggileg fyrirtækjamenning þar sem hreinskiptin samskipti,  traust og góð samvinna ríkir er nauðsynleg forsenda þess að stefna nái fram að ganga, þannig eru stjórnendur og starfsfólk samstíga um að ná þeim árangri sem ætlað er að ná. 

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar- og sjálfbærni hjá Isavia, mun kynna vegferð Isavia í átt að stefnumiðaðri stjórnun. Hvernig fyrirtækið hefur verið að vinna með menninguna til að skerpa grundvöll fyrir því að stefna félagsins nái árangursríkri framgöngu - að “menningin borði ekki stefnuna í morgunmat” eins og Peter Drucker sagði svo vel.

 

Fundurinn er haldinn hjá Isavia að Dalshrauni 3, Hafnarfirði. 
Tengill á streymi 

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?