Stefnumótun og árangursmat

Stefnumótun og árangursmat

Markmið hópsins er að auka þekkingu á öllum þáttum stefnumótunar með því að miðla fræðilegri þekkingu og reynslu fyrirtækja og stofnana. Stefnumótun er allt það ferli sem snýr að mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingum. Stefnur eru ólíkar varðandi innihald, formlegheit, framsetningu og hve ítarlegar þær eru. Umfjöllunarefni faghópsins verður því hin stöðuga hringrás stefnumótunar sem miðar að auknum árangri og samkeppnishæfni fyrirtækja, stofnana og samfélagsins í heild.

Faghópurinn fær fyrirlesara eða stendur fyrir heimsóknum til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari fjallar um afmarkað efni, segir frá aðferðum og reynslu sinni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn stendur einnig fyrir morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða virta aðila utan Stjórnvísi. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana, fólk í stjórnum fyrirtækja, millistjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á stefnumótun og árangursstjórnun.

Viðburðir á næstunni

Innleiðing stefnu- og árangursviðmiða Háskóla Íslands og viðbrögð við nýjustu áskorunum

Click here to join the meeting

Katrín R. Frímannsdóttir, stefnu- og gæðastjóri Háskóla Íslands fjallar um hvernig staðið hefur verið að innleiðingu stefnu- og árangursviðmiða og viðbrögðum við áskorunum. 

Stefnu- og gæðastjóri starfar náið með æðstu stjórnendum skólans og er yfirmaður teymis á rektorsskrifstofu sem starfar að þessum málaflokkum.

Stefnumótun Isavia

Nánar síðar

Frestað - Samanburður á aðferðum við stefnumótun, markmiðasetningu og eftirfylgni, reynslusögur

Nánar síðar

Framtíðarsýnin okkar - Stefnumörkun Norrænu ráðherranefndarinnar

Nánar síðar

Mixari faghóps um stefnumótun og árangursmat

Hittumst sem flest í stefnumótunarfaghópnum, heilsumst og kynnumst og deilum hugmyndum um starf næsta veturs. Hægt verður að kaupa drykki á staðnum. 

Nánar síðar.

Fréttir

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Hvernig nota má gervigreind til að efla rökhugsun

Mánudaginn 26. júní kl. 16 verður veffundur á vegum Marris Consulting í París þar sem Philip Marris, framkvæmdastjóri og Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi fjalla um hvernig nýta má mállíkön á borð við ChatGPT til að bæta röklega greiningu og efla eigin rökhugsun.

Marris Consulting er í fremstu röð meðal ráðgjafarfyrirtækja sem sérhæfa sig í Theory of Constraints. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process, sem er grunnþáttur í Theory of Constraints og þjálfar stjórnendur víðsvegar um heim í notkun aðferðafræðinnar. Hann situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat og í stjórn nýstofnaðs faghóps um gervigreind.

Fundurinn er öllum opinn og hlekk á skráningarform má sjá hér.

Hvers vegna tökum við rangar ákvarðanir? - Icelandair 2018

Skyndileg afsögn forstjóra Icelandair árið 2018 kom mörgum á óvart.

Í þessari grein sem ég birti nýlega á vef FP&A Trends Group er Logical Thinking Process aðferðafræðinni beitt til að greina atburðarásina, byggt á opinberum gögnum og samtölum við stjórnendur. Einnig er fjallað í víðara samhengi um hvaða ástæður geta legið að baki þegar rangar ákvarðanir eru teknar.

Stjórn

Soffía Haraldsdóttir
Verkefnastjóri -  Formaður - First Class
Agnar Kofoed-Hansen
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Intellecta
Bjarki Jóhannesson
Stjórnendamarkþjálfi -  Stjórnandi - Premis
Einar S Einarsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Landsnet
Hanna Dóra Hólm Másdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Innviðaráðuneytið
Sigurjón Geirsson
Annað -  Stjórnandi - Háskóli Íslands 1
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?