Stefnumótun og árangursmat

Stefnumótun og árangursmat

Markmið hópsins er að auka þekkingu á öllum þáttum stefnumótunar með því að miðla fræðilegri þekkingu og reynslu fyrirtækja og stofnana. Stefnumótun er allt það ferli sem snýr að mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingum. Stefnur eru ólíkar varðandi innihald, formlegheit, framsetningu og hve ítarlegar þær eru. Umfjöllunarefni faghópsins verður því hin stöðuga hringrás stefnumótunar sem miðar að auknum árangri og samkeppnishæfni fyrirtækja, stofnana og samfélagsins í heild.

Faghópurinn fær fyrirlesara eða stendur fyrir heimsóknum til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari fjallar um afmarkað efni, segir frá aðferðum og reynslu sinni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn stendur einnig fyrir morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða virta aðila utan Stjórnvísi. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana, fólk í stjórnum fyrirtækja, millistjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á stefnumótun og árangursstjórnun.

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat heldur aðalfund þriðjudaginn 9. maí kl. 12. Fundurinn verður haldinn á Kringlukránni.

Dagskrá:

Farið yfir starfið síðasta ár.

Kjör stjórnar og formanns.

Gerð og innleiðing stefnu Landsbankans – Lausnir og praktískar aðferðir við breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05  Sigurður Arnar Ólafsson stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:35  Friðrik G. Guðnason frá Landsbankanum segir frá því hvernig staðið var að gerð stefnunnar „Landsbanki nýrra tíma“ árið 2020 en ekki síður hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í kjölfarið.  Hann mun kynna ýmsar praktiskar aðferðir, verklag og lausnir tengdar breytingastjórnun sem Landsbankinn hefur nýtt sér til að innleiða stefnuna á sem skilvirkastan hátt í sinni starfsemi.  Um er að ræða mjög áhugaverða nálgun og spennandi að sjá hvað af þeim aðferðum sem Landsbankinn nýtir geta gagnast okkur í faghópnum, jafnvel strax, við breytingastjórnun í okkar fyrirtækjum.

09:35 – 09:45  Umræður og spurningar

Um fyrirlesarann:

Friðrik G. Guðnason er í dag aðstoðarmaður bankastjóra Landsbankans ásamt því að sinna starfi sem forstöðumaður Stefnumótunar og ferla.  Hann hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2006, fyrstu árin sem verkefnastjóri en frá 2013 sem forstöðumaður ólíkra eininga sem allar hafa það sammerkt að tengjast breytingastjórnun á einn eða annan hátt.  Síðast var hann forstöðumaður Högunar en þar var hann í forsvari fyrir ferlastjórnun, gæðastjórnun, verkefnastofu, tæknihönnun, skjalastjórnun og samningastjórnun bankans.  

Áður en Friðrik hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Hugviti/GoPro 1998-2006, fyrst við hugbúnaðargerð og síðar sem hópstjóri sérlausna, deildarstjóri veflausna og síðustu árin sem þróunarstjóri.

 



 

 

Sjálfbært Ísland - samstarfsvettvangur um sjálfbærni

Smellið hér til að tengjast fundi.

Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu mun kynna fyrir okkur verkefnið Sjálfbært Ísland sem hleypt var af stokkunum sl. haust.

Hlutverk Sjálfbærs Íslands er m.a. að hraða aðgerðum til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun eins og þau birtast í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og velsældaráherslum ríkisstjórnarinnar. Á vettvangi Sjálfbærs Íslands verður einnig mótuð stefna Íslands um sjálfbæra þróun og unnið að því að réttlát umskipti á öllum sviðum samfélagsins séu leiðarljós í allri stefnumótun og aðgerðum.

Sjá nánar: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/12/01/Sjalfbaert-Island-tekur-til-starfa/

 

 

Fréttir

Hvers vegna tökum við rangar ákvarðanir? - Icelandair 2018

Skyndileg afsögn forstjóra Icelandair árið 2018 kom mörgum á óvart.

Í þessari grein sem ég birti nýlega á vef FP&A Trends Group er Logical Thinking Process aðferðafræðinni beitt til að greina atburðarásina, byggt á opinberum gögnum og samtölum við stjórnendur. Einnig er fjallað í víðara samhengi um hvaða ástæður geta legið að baki þegar rangar ákvarðanir eru teknar.

Rangir mælikvarðar geta verið hættulegir

"Ef þú segir mér hvernig frammistaða þín er mæld, þá get ég sagt þér hvernig þú hegðar þér" sagði Eli Goldratt eitt sinn.

Í stjórnun og stefnumótun eru réttir mælikvarðar lykilatriði. Rangir mælikvarðar geta leitt af sér ákvarðanatöku sem veldur fyrirtækinu eða stofnuninni tjóni. Í þessari stuttu grein er fjallað um dæmi um hvernig þetta getur gerst og hvernig við getum notað röklega greiningu til að finna slíka mælikvarða.

https://thorsteinnsiglaugsson.substack.com/p/from-symptoms-to-causes

 

Samtal við H. William Dettmer

Hér birtist nýtt viðtal við H. William Dettmer, upphafsmann Logical Thinking Process aðferðafræðinnar, en Dettmer hélt fyrirlestur á vegum faghópa um stjórnun viðskiptaferla og um stefnumótun og árangursmat vorið 2021.

Viðtalið birtist á nýrri upplýsingasíðu, "The Edge of Reason", sem helguð er röklegri greiningu og gagnrýninni hugsun.

H. William Dettmer er ráðgjafi og höfundur níu bóka um röklega greiningu og stjórnun hindrana (Theory of Constraints) og náinn samstarfsmaður Eli Goldratt, höfundar "The Goal". Sem ráðgjafi hefur Dettmer starfað með fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja við að bæta ákvarðanatöku á grunni röklegrar greiningar. Þar á meðal má nefna Deloitte, Boeing, Siemens, Lucent Technologies og Seagate, svo fátt eitt sé nefnt.

Dettmer er nú á sjötugasta og níunda aldursári, en síður en svo sestur í helgan stein. Megináhersla hans nú er á vefnámskeið í Logical Thinking Process aðferðafræðinni. Í viðtalinu segir hann m.a. frá þróun aðferðafræðinnar og kynnum sínum af Eli Goldratt og hugmyndum hans.

Stjórn

Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Sjónarrönd
Agnar Kofoed-Hansen
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Intellecta
Bjarki Jóhannesson
Stjórnendamarkþjálfi -  Stjórnandi - Premis
Hanna Dóra Hólm Másdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Innviðaráðuneytið
Sigurjón Geirsson
Annað -  Stjórnandi - Háskóli Íslands 1
Soffía Haraldsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - First Class
Tinni Kári Jóhannesson
Annað -  Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?