Ráðstefna um gæðastjórnun: Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni - Ávinningur af markvissu gæðastarfi

 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
Gegnsæi og rekjanleiki í viðskiptum og stjórnsýslu er krafa samtímans.
Áhersla er lögð á gæði, skilgreiningu og skjalfestingu starfs- og verkferla svo og vönduð og samræmd vinnubrögð. Samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði um gæðamál. Við útboð hafa þau fyrirtæki forskot sem hafa vottaða starfsemi. Í þessu tilliti kemur sér vel fyrir einkafyrirtæki jafnt sem opinber fyrirtæki að vinna í takt við alþjóðlega staðla svo sem ÍST ISO 9001 um gæðastjórnun.
Ráðstefnan „Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni: Ávinningur af markvissu gæðastarfi“ verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 24. mars 2011, kl. 8:30 til 12:00.
Fjallað verður um ofangreind málefni á ráðstefnunni og fyrirlesarar koma úr röðum háskólakennara og stjórnenda og annarra starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Ráðstefnan er haldin á vegum Stjórnvísi og Háskóla Íslands. Hún er framlag námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði og félags- og mannvísindadeildar til aldarafmælis Háskóla Íslands og 55 ára afmælis kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskólann.
 
 
Ráðstefna Háskóla Íslands og Stjórnvísi
Haldin fimmtudaginn 24. mars 2011 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu                   
 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
 
Dagskrá
 
08:30 - 08:40     Setning ráðstefnustjóra
     Anna Guðrún Ahlbrecht, gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands
 
08:40 - 09:10       Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
09:10 - 09:40       Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
09:40 - 10:10       Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
10:10 - 10:30       Kaffi
 
10:30 - 11:00       Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
                         Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
11:00 - 11:30       Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
11:30 - 12:00       Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
12:00                Ráðstefnuslit

 
Um erindin
 
Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
Vottun samkvæmt gæðastöðlum hefur reynst fyrirtækjum gott vegarnesti á tímum samkeppni og aukinna alþjóðaviðskipta. Samkvæmt könnuninni stunduðu flestir aðilanna, sem höfðu ISO 9001 vottun, útflutning að einhverju leyti. Helstu hvatarnir voru að mæta kröfum viðskiptavina og samkeppnissjónarmið; helsti ávinningurinn fólst í því að auðveldara var að mæta kröfum viðskiptavina og stjórnvalda og bætt stjórnun og helstu áskoranirnar við að öðlast vottun og halda henni tengdust skjalahaldi, mælingum og vöktun.
 
Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
Geislavarnir ríkisins hafa undanfarin ár unnið að ýmsum þáttum varðandi skipu-lagningu og markmiðssetningu. Innleiðing stjórnkerfis samkvæmt ISO 9001 og síðan vottun koma í beinu framhaldi af þeirri vinnu. Geislavarnir sjá mikinn ávinning af þessu starfi, meðal annars fjárhagslegan. Kröfur sem uppfylla þarf fyrir stjórnkerfi eru skilgreindar í staðli. Útfærslan getur hinsvegar verið með ýmsum hætti. Stefna Geislavarna var og er að útfæra kerfið (handbók, skjalavistun og aðrar skráningar) með einföldum og aðgengilegum hætti.
 
Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
Fjallað verður um innleiðingu gæðakerfis frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Í verkefnisstjórnun er innleiðing gæðakerfis sett upp sem hvert annað verkefni sem þarf að undirbúa og framkvæma með vel þekktum aðferðum verkefnastjórnunar. Fjallað verður um vensl verkefna- og gæðastjórnunar og nokkur dæmi rakin til skýringar.
 
Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
Farið verður ítarlega yfir muninn á gæðum áþreifanlegra vara annars vegar og gæðum þjónustu hins vegar. Munurinn liggur fyrst og fremst í fjórum atriðum en þau eru óáþreifanleiki, óstöðugleiki, óaðskiljanleiki og óvaranleiki. Þessi atriði hafa veruleg áhrif á það með hvaða hætti gæðahugtakið er skilgreint og með hvaða hætti lagt er mat á þau gæði.
 
Kynntar verða mismunandi hugmyndir varðandi uppbyggingu og mat þjónustugæða svo sem „gaps-líkanið“ og þjónustuþríhyrningurinn. Dregin verða fram sjónarmið þess efnis að þegar þjónusta er annars vegar þá eru gæði ekki eitthvað eitt heldur sambland ólíkra en tengdra atriða. Er í því sambandi talað um gæði útkomunnar, gæði ferilsins og gæði áþreifanlegra atriða.
 
Að síðustu verður fjallað um með hvaða hætti hægt er að nýta sér niðurstöður gæða-mælinga í þeim tilgangi að ná betri árangri fyrir starfsemina.
 
 
Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
Gæðastjórnun gerir miklar kröfur um skjalastjórnun og er það sá þáttur sem fyrirtæki stranda oftast á í vottunarferli. Í verkefnastjórnun er einnig lögð mikil áhersla á gæðastjórnun og skjalfestingu í verkefnum svo hægt sé að tryggja gæði þeirra og læra af fyrri reynslu.   
 
Stjórnunaraðferðir upplýsinga- og skjalastjórnunar eru lykillinn að því að mæta kröfum gæða- og verkefnastjórnunar og í því skyni verða kynnt nokkur stjórntæki upplýsinga- og skjalastjórnunar og sýnt hvernig þau nýtast í gæðastjórnun og verkefnastjórnun.
 
Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
Það sem fyrst og fremst einkennir gæðastjórnun og flug er að um er að ræða stjórnvaldskröfur sem í grunninn snúast um öryggi. Þær kröfur eiga oftast rætur sínar í sjálfri atvinnugreininni og sterk hefð er fyrir að tilkynnt sé um atvik í flugi og á þeim tekið. Um er að ræða alþjóðlegar kröfur, staðla og aðferðafræði sem hefur þróast í tímans rás þar sem viðskiptavinurinn er fyrst og fremst leyfishafi í flugi en endanlegur notandi er farþeginn. Þessi tilhögun hefur leitt til þess að flug er öruggasti samgöngumátinn.

Tengdir viðburðir

Ávinningur og notkun skipulagsheilda af stjórnunarstöðlunum: ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001

Elín Hulda Harmannsdóttir mun kynna helstu niðurstöður MIS ritgerðar sinnar í upplýsingafræði: Notkun og ávinningur íslenskra skipulagsheilda af stjórnunarstöðlum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

Frekari upplýsingar koma innan skamms.

 

Eldri viðburðir

Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Click here to join the meeting

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur mun fjalla um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður  öryggis- og löggæslufræðingur.

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

 

You're invited to a Teams meeting! Stjórnvísi - ISO staðlar og gæðastjórnun https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YTk3MWFkMDQtM2UxNC00YzM2LTk5NDMtNmRjYTRhMmJmZmU0%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

LímtréVírnet býður upp á létta morgunhressingu milli 8:30 og 8:45 fyrir þá sem vilja mæta snemma og rækta tengslanetið.

Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leitnin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við situm uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.

Viðburðurinn er samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu í framhaldi af þeim þar sem þátttakendur fá að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum verður skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpar ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fer yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Viðburðurinn verður haldinn í Glæsibæ, sem er ein af kennslustofunum hjá IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. 

Hlökkum til að sjá þig :)

Að ná fólkinu með sér í innleiðingu gæðastjórnunar - staðarfundur

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar mun fjalla um innleiðingu gæðastjórnunar á þessum fundi, en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.

Þetta er staðbundinn fundur hjá Origo, sem býður upp á léttan morgunverð.

Fundurinn verður ekki í beinni að þessu sinni, en verður tekinn upp og sendur út í kjölfarið á samfélagsmiðlum.

Um fyrirlesarann:

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Aðalfundur ISO Gæðastjórnun

Teamsfund er hér
Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 14. apríl klukkan 10:45 til 11:30

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

 

Teamsfund er hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?