Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum. Á fundinum fáum við sérfræðinga úr ýmsum áttum til að spá fram í tímann um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Hlekkur á Teams viðburð: https://teams.microsoft.com/meet/395106913932?p=BCK67SieGThLuS5c7V 

Umræðuvettvangur á Slido: https://app.sli.do/event/eS8NKN3hjFD2y41Rgi6HBd

Álitsgjafar

  • Dr. Helga Ingimundardóttir - Lektor í iðnaðarverkfræðideild, Háskóli Íslands

  • Tryggvi Thayer - Aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun á Menntavísindasviði HÍ

  • Róbert Bjarnason - Tæknistjóri, Citizens Foundation og Evoly

  • Hjálmar Gíslason - Stofnandi og framkvæmdastjóri, GRID

Fundarstjóri Gyða Björg Sigurðardóttir - sérfræðingur í gagnagreiningu hjá Orkunni og meðeigandi Ráður.

 

Nánari upplýsingar

Dr. Helga Ingimundardóttir

Helga hefur fjölbreytta reynslu úr hugbúnaðarþróun, vísindarannsóknum og kennslu. Hún lauk doktorsprófi í reikniverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Fyrri störf hennar fela í sér hugbúnaðarþróun hjá Völku, ráðgjöf hjá AGR Dynamics, vísindastörf hjá Íslenskri erfðagreiningu, gagnavísindi hjá CCP Games og forystu í gervigreindarrannsóknum hjá Travelshift. Frá árinu 2023 starfar hún sem lektor í iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands og situr í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís. Helga er einnig meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna.

 

Tryggvi Thayer 

Tryggvi lauk doktorsprófi í samanburðarmenntunarfræðum með áherslu á framtíðafræði í stjórnun og stefnumótun í menntun frá Háskólanum í Minnesóta. Hans sérsvið er upplýsingatækni í menntun og sérstaklega framtíð menntunar með tilliti til tækniþróunar. Hann hefur víðtæka reynslu úr menntageiranum. Á síðustu þremur áratugum hefur hann m.a. starfað sem sérfræðingur hjá Evrópusambandinu, leitt og tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði upplýsingatækni og menntunar og síðasta áratuginn á Menntavísindasviði HÍ sem verkefnisstjóri, kennsluþróunarstjóri og núna aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun í menntun.

 

Róbert Viðar Bjarnason 

Róbert er tæknistjóri Citizens Foundation og Evoly, fyrirtækis sem var stofnað í samstarfi við Citizens Foundation árið 2024 til að þróa opnar gervigreindar-lausnir fyrir samvinnu manna og gervigreindar. Róbert er frumkvöðull að uppruna og hefur stofnað og stýrt fjölmörgum tæknifyrirtækjum sem hafa haft veruleg áhrif á stafræna nýsköpun. Róbert leggur áherslu á gagnsæi, og betri ákvarðanir hjá fyrirtækjum og stofnunum.

 

Hjálmar Gíslason 

Hjálmar er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID, sem hefur umbreytt hvernig fyrirtæki og einstaklingar nálgast og vinna með gögn. Með ástríðu fyrir tækni og nýsköpun, hefur Hjálmar leiðbeint og byggt upp fyrirtæki sem nýta gagnadrifna nálgun til að bæta ákvarðanatöku og hagræðingu. Hann hefur verið virkur í þróun stafrænna lausna frá unga aldri og er þekktur fyrir sitt frumkvöðlastarf á sviði hugbúnaðar og fjölmiðla.

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Nýársmálstofa faghópa framtíðarfræða og gervigreindar. Hvað er það sem koma skal?

Dagsskrá: 

  • Málshafandi: David Wood frá London Futurist
  • Pallborðsumræða
    • Sylvía Kristín forstjóri Nova
    • Róbert Bjarnason forstjóri Citizens
    • Páll Rafnar Þorsteinsson frá atvinnuráðuneytinu
    • Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands

Vefslóð á fundinn hér

Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.

Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.

The new year and Scenarios to the year 2030 – Global AI Adoption and changes in Geopolitical landscape. Will there be revolutionary shifts or traditional adaptation or changes.

The session “The New Year and Scenarios to the Year 2030” explores how the rapid global adoption of artificial intelligence and a shifting geopolitical landscape may shape the coming decade. Will 2030 be defined by disruptive technological leaps, new power balances, and transformed economic systems—or by slower, uneven, incremental change? We examine both likely and unlikely scenarios: from intensified international competition over AI to new forms of cooperation, geopolitical fragmentation, and societal challenges that could either accelerate breakthroughs or hold them back. The session invites a creative conversation about the future of humanity and technology.

The speaker, David Wood, is a well-known futurist, technologist, and author based in the United Kingdom. He is the chair of London Futurists, a group he has led since 2008. Through this work, he has facilitated discussions on transformative technologies such as artificial intelligence, longevity, and transhumanism. He is a pioneer of the mobile industry (co-founder of Symbian) and is now focused on identifying future challenges and technological innovations to help address global problems. He has authored several books on these future-oriented topics.

Upplýsingar um þátttakendur í pallborði: 

Sylvía Kristín er forstjóri fjarskipta fyrirtækisins Nova. Hún starfað áður hjá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun.

Dr. Helga Ingimundardóttir er lektor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur Kennsluakademíu opinberra háskóla. Rannsóknir og kennsla hennar snúa að bestun, stærðfræðilegri líkangerð, gagnavísindum og gervigreind, með áherslu á tengsl fræða og atvinnulífs. Hún hefur víðtæka reynslu úr rannsóknum og hagnýtri gervigreind í iðnaði.

Róbert Bjarnason er reyndur frumkvöðull og leiðtogi í umræðunni um gervigreind á Íslandi. Hann stofnaði meðal annars fyrstu veffyrirtækin á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma. Hann er stofnendi að Citizens Foundation árið 2008, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að því að bæta opinbera ákvarðanatöku með nýstárlegum stafrænum lausnum fyrir borgara. Stofnunin er almennt talin vera í fararbroddi á sviði stafræns lýðræðis.

Páll Rafnar Þorsteinsson starfar hjá atvinnuráðuneytinu meðal annars á sviði AI. Hann hefur verið aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Páll Rafnar er auk þess með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar hefur starfað við Háskólann á Bifröst, sem almennatengsla ráðgjafi hjá KOM, og stundað rannsóknir og ritstjörf.

Enghlish

Páll Rafnar Þorsteinsson works at the Ministry of Industry, including on matters related to artificial intelligence. He has previously served as an assistant to the Minister of Fisheries and Agriculture. Páll Rafnar holds a PhD in Philosophy from University of Cambridge, where his doctoral thesis examined the concept of law (nomos) in Aristotle’s political philosophy. He also holds a Master’s degree in Political Philosophy from the London School of Economics, as well as a BA in Philosophy and Greek from the University of Iceland. In addition, he has worked at Bifröst University, served as a public relations consultant at KOM, and engaged in research and editorial work.

Sylvía Kristín is the CEO of the telecommunications company Nova. She previously worked at Icelandair, where she served as Chief Operating Officer. Before that, she was Executive Director of Business Development and Marketing at Origo. Sylvía also spent several years at Amazon, initially working in operations and planning, and later in the company’s Kindle division, where she focused on business intelligence and product development.

Dr. Helga Ingimundardóttir is an Assistant Professor of Industrial Engineering at the University of Iceland and a member of the Teaching Academy of Iceland’s public universities. Her work focuses on optimization, mathematical modeling, data science, and artificial intelligence, with a strong emphasis on connecting academic research to real-world applications. She brings extensive experience from applied AI and industry-driven research.

Róbert Bjarnason is an experienced entrepreneur and a leading voice in the discussion on artificial intelligence in Iceland. He was among the founders of the first web-based companies in Iceland and Denmark at the time. In 2008, he co-founded the Citizens Foundation, a nonprofit organization dedicated to improving public decision-making through innovative digital solutions for citizens. The foundation is widely regarded as being at the forefront of digital democracy.

Er þjálfun gervigreindar brot á höfundarétti?

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um þær áskoranir sem skapandi greinar standa frammi fyrir varðandi nýtingu höfundaréttarvarðra verka til þjálfunar gervigreindar.  

Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun, en STEF hefur starfað náið með norrænum höfundaréttarsamtökum og sett fram stefnu til framtíðar hvað varðar leyfisveitingar vegna spunagreindar. 

Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru m.a.: 

  • Er þjálfun gervigreindar með höfundaréttarvörðum verkum brot á höfundarétti?
  • Hvaða áhrif hafa ákvæði tilskipunar ESB sem mælir fyrir um að rétthafar verði að kjósa að standa utan ("opt-out") þjálfunar gervigreindar annars sé slík þjálfun heimil án samþykkis. 
  • Hvað verður um þau verk sem gervigreindin skapar?  Eru þau höfundaréttarvarin? Hvað með verk sem eru að hluta til sköpuð af gervigreind?  
  • Hverjar eru skyldur fyrirtækja sem síðan nýta sér verk sköpuð af gervigreind í sínum rekstri?

Fundurinn verður einungis á streymi, föstudaginn 31. október kl. 9:00 -10:00. 

 Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco

Hlekkur á Teams fund:

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco | Meeting-Join | Microsoft Teams

Róbert Bjarnason kynnir nýjustu strauma í gervigreind eftir nýafstaðna heimsókn á DevDay hjá OpenAI í San Francisco.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður og samtal við þátttakendur um framtíðarþróun gervigreindar, áskoranir og tækifæri við sjóndeildarhringinn.

Þátttakendur eru úr gervigreindar- og faghópi framtíðarfræða: Karl Friðriksson, Þorsteinn Siglaugsson, Gyða Björg Sigurðardóttir, Helga Ingimundardóttir og Sævar Kristinsson.

 

 

Hlekkur á Teams fund:

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco | Meeting-Join | Microsoft Teams

Alþjóðleg stjórnun gervigreindar - Val möguleikar

Streymi á vegum London Futurest.

Að hvaða leyti ættum við að stýra þróun nýrra kynslóða gervigreinda?

Sjá nánar: https://www.meetup.com/london-futurists/events/310438190/

Í þessu streymi verða meðal annars eftirfarandi atriði rædd:

  • Singapore-sáttmálinn
  • Aðgerðaáætlun Bandaríkjanna um gervigreind
  • Umræður á Alþjóðlegu gervigreindarráðstefnunni í Shanghai
  • Nýjar útgáfur af gervigreindarlíkönum
  • Gervigreindarlíkön sem ná nýjum viðmiðum í getu

Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við London Futurest.

Viðburðurinn afbókaður. Sjálfbært tónlistarlíf og notkun gervigreindar - Norræn stefnumörkun höfundaréttarsamtaka

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um nýlega stefnu STEFs  og Norrænna höfundaréttarsamtaka um hvernig þau ætla að beita sér fyrir framtíðar samspil tónlistar og gervigreindar. Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun.

Geta aðrar skapandi greinar hagnýtt sér þetta frumkvæði STEFs og þannig komið í veg fyrir virðistap listamanna vegna þessara þróunar? Getur gervigreindin hugsanlega opnað fyrir tækifæri skapandi einstaklinga, þegar fram líða stundir?

STEF býður okkur að hittast í húsakynnum sínum að Laufásvegi 40, 12. júní kl 16:00.

 

Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?