Gervigreind

Gervigreind

Hverju breytir gervigreind?  Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að.

Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með  tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum?

Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri.

Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með.

Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Viðburðir

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða, með Jerome Glenn

Í tengslum við heimsókn Jerome Glenn þá hefur verið ákveðið að boða til aðalfundar í faghópnum. Um er að ræða hádegisfund næstkomandi mánudag frá kl 12:30 í sal í Kringlukránni.

Jerome verður með stutt innlegg, en síðan ræðum við mótun stjórnar og efnistök á næsta starfsári. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar - Aðalfundur

Dagskrá fundar

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens

Síðasta starfsár

Mótun stjórnar

Önnur mál

Farið inn á vefslóðina fyrir teams: 

Join the meeting now

 

Fréttir

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Facebook fréttahópur um skapandi gervigreind

Ég mun senda inn fréttir hér reglulega, en til gamans held ég líka úti fréttahóp um gervigreind á Facebook.

https://www.facebook.com/groups/gervigreind

(Róbert, formaður faghóps um gervigreind)

Góðar hugleiðingar um nýja GPT-4 Omni

"Ef gervigreind sem virðist hugsa eins og manneskja getur séð, átt í samskiptum og skipulagt eins og manneskja, þá getur hún haft áhrif í heimi mannfólksins. Þetta er sú átt sem fyrirtæki sem þróa gervigreind eru að leiða okkur: til nánustu framtíðar þar sem gervigreind verður samstarfsfélagi, vinur og alls staðar nálæg. Ég held að enginn, þar á meðal OpenAI, hafi fullan skilning á öllum þeim afleiðingum sem þessi breyting mun hafa, og hvað hún mun þýða fyrir okkur öll."

(þýtt af ChatGPT 4o)

Hér eru góðar hugleiðingar frá Ethan Mollick um hvað nýja gervigreindarmódel OpenAI, GPT-4o þýðir fyrir okkur mannfólkið: https://www.oneusefulthing.org/p/what-openai-did

Stjórn

Róbert Viðar Bjarnason
Forstjóri -  Formaður - Íbúar - Samráðslýðræði SES
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Brynjólfur Borgar Jónsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - DataLab
Gyða Björg Sigurðardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Orkan IS
Helga Ingimundardóttir
Annað -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Framtíðarsetur Íslands
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?