Gervigreind

Gervigreind

Hverju breytir gervigreind?  Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að.

Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með  tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum?

Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri.

Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með.

Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Viðburðir

Nýársmálstofa faghópa framtíðarfræða og gervigreindar. Hvað er það sem koma skal?

Dagsskrá: 

  • Málshafandi: David Wood frá London Futurist
  • Pallborðsumræða
    • Sylvía Kristín forstjóri Nova
    • Róbert Bjarnason forstjóri Citizens
    • Páll Rafnar Þorsteinsson frá atvinnuráðuneytinu
    • Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands

Vefslóð á fundinn hér

Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.

Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.

The new year and Scenarios to the year 2030 – Global AI Adoption and changes in Geopolitical landscape. Will there be revolutionary shifts or traditional adaptation or changes.

The session “The New Year and Scenarios to the Year 2030” explores how the rapid global adoption of artificial intelligence and a shifting geopolitical landscape may shape the coming decade. Will 2030 be defined by disruptive technological leaps, new power balances, and transformed economic systems—or by slower, uneven, incremental change? We examine both likely and unlikely scenarios: from intensified international competition over AI to new forms of cooperation, geopolitical fragmentation, and societal challenges that could either accelerate breakthroughs or hold them back. The session invites a creative conversation about the future of humanity and technology.

The speaker, David Wood, is a well-known futurist, technologist, and author based in the United Kingdom. He is the chair of London Futurists, a group he has led since 2008. Through this work, he has facilitated discussions on transformative technologies such as artificial intelligence, longevity, and transhumanism. He is a pioneer of the mobile industry (co-founder of Symbian) and is now focused on identifying future challenges and technological innovations to help address global problems. He has authored several books on these future-oriented topics.

Upplýsingar um þátttakendur í pallborði: 

Sylvía Kristín er forstjóri fjarskipta fyrirtækisins Nova. Hún starfað áður hjá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun.

Dr. Helga Ingimundardóttir er lektor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur Kennsluakademíu opinberra háskóla. Rannsóknir og kennsla hennar snúa að bestun, stærðfræðilegri líkangerð, gagnavísindum og gervigreind, með áherslu á tengsl fræða og atvinnulífs. Hún hefur víðtæka reynslu úr rannsóknum og hagnýtri gervigreind í iðnaði.

Róbert Bjarnason er reyndur frumkvöðull og leiðtogi í umræðunni um gervigreind á Íslandi. Hann stofnaði meðal annars fyrstu veffyrirtækin á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma. Hann er stofnendi að Citizens Foundation árið 2008, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að því að bæta opinbera ákvarðanatöku með nýstárlegum stafrænum lausnum fyrir borgara. Stofnunin er almennt talin vera í fararbroddi á sviði stafræns lýðræðis.

Páll Rafnar Þorsteinsson starfar hjá atvinnuráðuneytinu meðal annars á sviði AI. Hann hefur verið aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Páll Rafnar er auk þess með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar hefur starfað við Háskólann á Bifröst, sem almennatengsla ráðgjafi hjá KOM, og stundað rannsóknir og ritstjörf.

Enghlish

Páll Rafnar Þorsteinsson works at the Ministry of Industry, including on matters related to artificial intelligence. He has previously served as an assistant to the Minister of Fisheries and Agriculture. Páll Rafnar holds a PhD in Philosophy from University of Cambridge, where his doctoral thesis examined the concept of law (nomos) in Aristotle’s political philosophy. He also holds a Master’s degree in Political Philosophy from the London School of Economics, as well as a BA in Philosophy and Greek from the University of Iceland. In addition, he has worked at Bifröst University, served as a public relations consultant at KOM, and engaged in research and editorial work.

Sylvía Kristín is the CEO of the telecommunications company Nova. She previously worked at Icelandair, where she served as Chief Operating Officer. Before that, she was Executive Director of Business Development and Marketing at Origo. Sylvía also spent several years at Amazon, initially working in operations and planning, and later in the company’s Kindle division, where she focused on business intelligence and product development.

Dr. Helga Ingimundardóttir is an Assistant Professor of Industrial Engineering at the University of Iceland and a member of the Teaching Academy of Iceland’s public universities. Her work focuses on optimization, mathematical modeling, data science, and artificial intelligence, with a strong emphasis on connecting academic research to real-world applications. She brings extensive experience from applied AI and industry-driven research.

Róbert Bjarnason is an experienced entrepreneur and a leading voice in the discussion on artificial intelligence in Iceland. He was among the founders of the first web-based companies in Iceland and Denmark at the time. In 2008, he co-founded the Citizens Foundation, a nonprofit organization dedicated to improving public decision-making through innovative digital solutions for citizens. The foundation is widely regarded as being at the forefront of digital democracy.

Er þjálfun gervigreindar brot á höfundarétti?

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um þær áskoranir sem skapandi greinar standa frammi fyrir varðandi nýtingu höfundaréttarvarðra verka til þjálfunar gervigreindar.  

Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun, en STEF hefur starfað náið með norrænum höfundaréttarsamtökum og sett fram stefnu til framtíðar hvað varðar leyfisveitingar vegna spunagreindar. 

Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru m.a.: 

  • Er þjálfun gervigreindar með höfundaréttarvörðum verkum brot á höfundarétti?
  • Hvaða áhrif hafa ákvæði tilskipunar ESB sem mælir fyrir um að rétthafar verði að kjósa að standa utan ("opt-out") þjálfunar gervigreindar annars sé slík þjálfun heimil án samþykkis. 
  • Hvað verður um þau verk sem gervigreindin skapar?  Eru þau höfundaréttarvarin? Hvað með verk sem eru að hluta til sköpuð af gervigreind?  
  • Hverjar eru skyldur fyrirtækja sem síðan nýta sér verk sköpuð af gervigreind í sínum rekstri?

Fundurinn verður einungis á streymi, föstudaginn 31. október kl. 9:00 -10:00. 

 Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco

Hlekkur á Teams fund:

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco | Meeting-Join | Microsoft Teams

Róbert Bjarnason kynnir nýjustu strauma í gervigreind eftir nýafstaðna heimsókn á DevDay hjá OpenAI í San Francisco.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður og samtal við þátttakendur um framtíðarþróun gervigreindar, áskoranir og tækifæri við sjóndeildarhringinn.

Þátttakendur eru úr gervigreindar- og faghópi framtíðarfræða: Karl Friðriksson, Þorsteinn Siglaugsson, Gyða Björg Sigurðardóttir, Helga Ingimundardóttir og Sævar Kristinsson.

 

 

Hlekkur á Teams fund:

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco | Meeting-Join | Microsoft Teams

Fréttir

Skýrsla til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Almenn gervigreind á tímamótum – tækifæri og ógnir fram­tíðarinnar

Gervigreindin (AI) eru nú á hraðri siglingu í átt að einni róttækustu tækniframför mannkynssögunnar: almennri gervigreind (e. Artificial General Intelligence, AGI). Þessi tegund gervigreindar er ekki lengur fjarlæg framtíðarsýn heldur raunveruleiki sem sérfræðingar telja að geti orðið að veruleika innan áratugarins. Með stuðningi gríðarlegra fjárfestinga og kraftmikillar nýsköpunar stendur mannkynið frammi fyrir djúpstæðum umbreytingum – en einnig áður óþekktri áhættu.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna: https://uncpga.world/agi-uncpga-report/

Á síðu Framtíðarseturs Íslands: https://framtidarsetur.is/2025/06/02/almenn-gervigreind-a-timamotum-taekifaeri-og-ognir-framtidarinnar/

Óvissa og gervigreind flækir tækniráðningar - grein Wall Street Journal

Efnahagsóvissa og vaxandi áhrif gervigreindar hafa gert ráðningarferli í tæknigeiranum erfiðari. Fyrirtæki hika við að ráða nýtt starfsfólk, lengja ráðningarferlið, nýta frekar verktaka eða bíða eftir fullkomnum umsækjendum. Starfsfólk heldur fast í vinnuna af ótta við uppsagnir og reynir að laga sig að nýjum kröfum.

"Janulaitis ... says there has been “shrinkage” in the size of the IT job market and that early-career coders have been hit especially hard because much of what they do can now be done by AI."

Svo segir í nýlegri grein Wall Street Journal:

The ‘Great Hesitation’ That’s Making It Harder to Get a Tech Job
Economic uncertainty and AI are causing employers to think twice about all but the most sterling candidates

https://www.wsj.com/lifestyle/careers/tech-jobs-hiring-artifical-intelligence-35cd66b0


Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Stjórn

Róbert Viðar Bjarnason
Forstjóri -  Formaður - Íbúar - Samráðslýðræði SES
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Gyða Björg Sigurðardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Orkan IS
Helga Ingimundardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Framtíðarsetur Íslands
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?