Gervigreind

Gervigreind

Hverju breytir gervigreind?  Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að.

Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með  tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum?

Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri.

Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með.

Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Viðburðir á næstunni

Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí

Framtíðarvika Kanada (Future week) verður dagana 7 og 9 maí næstkomandi. Um er að ræða árlegan viðburð, þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum þar sem rýnt verður í tækifæri og áskoranir, sem geta umbreytt viðhorfum og stöðu okkar.  Eins og fyrr segir er Framtíðarvikan er opin hverjum sem er sem, hvort heldur fólki úr opinbera geiranaum eða úr einkageiranum. Um er að ræða samtal um hvað sé við handan morgundagsins. Skoðið þessa vefslóð og skráið ykkur á þá viðburði sem þið hafið áhuga á.

Futures Week 2024 (canada.ca)

Karl Friðriksson, faghópur framtíðarfræða og gervigreindar.

Fréttir

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Öryggismál og stjórnun: Gervigreind

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt helstu atriði sem fram kom á ráðstefnunni AI Safty Summit sem haldin var í Bretlandi að frumkvæmði breska forsætisráðherrans, Rishi Sunak. Sjá meðfylgjandi vefslóð:

To make the most of AI, we need multistakeholder governance | World Economic Forum (weforum.org) 

Stjórn

Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Framtíðarsetur Íslands
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Brynjólfur Borgar Jónsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - DataLab
Gyða Björg Sigurðardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Orkan IS
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?