Gervigreind

Gervigreind

Hverju breytir gervigreind?  Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að.

Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með  tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum?

Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri.

Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með.

Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Viðburðir

Skarpari hugsun með hjálp gervigreindar

Click here to join the meeting

Ákvarðanataka í rekstri byggir að miklu leyti á huglægum upplýsingum og eigindlegri (qualitative) greiningu. Margvísleg tól eru notuð við slíka greiningu, en þau sem mestum árangri skila eru einnig oft erfið í notkun.

Þorsteinn Siglaugsson fjallar um hvernig nota má nýju mállíkönin (Large Language Models) til að hraða og bæta eiginlega greiningu og ákvarðanatöku. Þorsteinn rekur hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Sjónarrönd og starfar einnig sem alþjóðlegur ráðgjafi og stjórnendaþjálfari með áherslu á Logical Thinking Process aðferðafræðina. Hann fer yfir aðferðir og áskoranir og raunhæf sýnidæmi um beitingu gervigreindar.

Hér er hlekkur á upptöku af fundinum. 

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum

Næstkomandi mánudag, 21 ágúst kl 15:00 mun Gert Leonhard kynna nýtt myndband, Líttu up, gervigreind á krossgötum (LookUpNow). Eftir myndbandið er hægt að fylgjast með og taka þátt í umræðu um myndbandi og þróun gervigreindar. Hér á eftir kemur tilkynningin frá Gerd og þær vefslóðir sem nauðsynlegt er að fara inn á til að upplifa efnistökin og taka þátt. Góða skemmtun.

Greetings fellow futurists, speakers, thinkers, researchers, colleagues and friends

 On Monday August 21st at 5pm CET, 4pm UK, 11 am EST, 8am PST, 7pm Dubai, 8.30 pm India... my new film LookUpNow will premiere on Youtube: https://youtu.be/mEr9MDyMfKc (this URL is showing the trailer right now, but will change to livestream the entire film on Monday at 5pm). We will watch the film together and answer questions via YT as well as on LinkedIn (just click to sign up). The film is 24 minutes long, and afterwards we will be switching to Zoom for a live discussion and debate - it would be great to have many of you there as well - feel free to sign up at https://www.futuristgerd.com/LuNZoom (registration is required for this Zoom event). This is an invite-only session that will also livestream on YT.

 

Thanks for your kind attention and I look forward to seeing you there!

Gerd Leonhard

 

Fréttir

Gervigreind – Áhugaverð umræð

Gervigreind – Áhugaverð umræða

Hlutverk vettvangsins Munk debates, https://munkdebates.com/ , er að kalla saman fremstu hugsið til að fjalla um stærstu mál samtímans. Hér er fjallað um þróun gervigreindar og hugsanlega áhrif hennar,  https://www.youtube.com/watch?v=144uOfr4SYA

Stjórn

Gyða Björg Sigurðardóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Orkan IS
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Brynjólfur Borgar Jónsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - DataLab
Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Framtíðarsetur Íslands
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?