Kostnaðarstjórnun : Liðnir viðburðir

Eru umhverfismál markaðsmál?

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðari sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar.

Dagskrá:
Ólafur Elínarsonar, sviðstjóri markaðsrannsókna Gallup: Umhverfiskönnun Gallup.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius; Eru umhverfismál orðin markaðsmál?

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri verður farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt verður farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað verður saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar eru tveir, Gunnar Andri  Þórisson sem hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og Aðalheiður Sigursveinsdóttir ráðgjafi sem hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustýringu og innleiðingu straumlínustjórnunar.

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.

Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.

Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

Árangursmælingar vs. fjárfestingar í rekstri.

 

Öll fyrirtæki þurfta að gera fjárfestingar, stórar sem smáar, til að viðhalda rekstrarhæfi sínu. En hvernig skal meta fjárfestingu til árangurs? Stjórnendur eru oftar en ekki metnir eftir rekstrarárangi, þ.e. EBIDTA, EBIT eða aðra rekstrarkvarða. Hver er rétti rekstrarkvarðinn? Er hann til? Rætt verður um veikleikan á milli forenda í fjárfestingarákvörðun og forsenda við árangursmælingar gagnvart stjórnendum, t.d. miðað við tölur úr rekstri eða sjóðstreymi.  

Rekstrarhagræðing, hvað er það? FRESTAST til nóvember.

 Fyrirlesturinn frestast til nóvember, dagsetning auglýst síðar.

Er fyrirtæki lenda í rekstrarvanda þá er gripið til rekstrarhagræðingar. En hvað er rekstrarhagræðing? Eru allar aðgerðir til að lækka kostnað rekstrarhagræðing? Fjallað verður um hugtakið "rekstrarhagræðing" og hvernig það er skilgreint m.t.t. þess sem rekstrarhagræðing á að skila. 

Fyrirlesari er Einar Guðbjartsson, dósent, HÍ.

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

FRESTUN: Costco-áhrif og kostnaðarstjórnun

Viðburðinum er frestað vegna forfalla og verður auglýstur aftur í október.

Kostnaður er fylgifiskur öllum rekstri, óháð starfsemi. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er síbreytilegt. Breyting á rekstrarumhverfi getur verið af mismunandi ástæðum t.d. tækniframfarir, breytingar á lögum og reglum, samkeppni o.fl. Geta fyrirtæki notað áfram sömu stjórnunar- og eftirlitskerfi (Management and Control Systems) fyrir og eftir breytingar? Til að taka upplýstar ákvarðanir þá þarf að hafa réttu upplýsingarnar miðað við það rekstrarumhverfi sem viðkomandi fyrirtæki starfar í. Hvernig vitum við hvað eru "réttar" upplýsingar og hverjar ekki? Þessu er í raun ekki hægt að svara fyrr en við vitum m.a. hvernig rekstrarumhverfið er og hvernig kostnaðarmynstur fyrirtækja er uppbyggt. Á fyrirlestrinum verður rætt um uppbyggingu á kostnaðarmynstri fyrirtækja og áhrif þess á samsetningu heildarkostnaðar og hvernig breytt rekstrarumhverfi hefur áhrif á kostnaðarstjórnun.

Fyrirlesari: Einar Guðbjartsson, dósent.

Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur

Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur

Hvað er stjórnunarlegur ákvörðunarréttur (Management Decision Rights) og hvar á hann að vera staðsettur í fyrirtækjum?
Fjallað verður m.a. um mikilvægi stjórnunarlegs ákvörðunarréttar, hvernig kostnaðaruppbygging tengist þessum rétti sem og hver er munurinn á „kostnaðarstjórnun“ og „kostnaðarstýringu“. Einnig verður fjallað um hina "gleymdu auðlind" í fyrirtækjum, þ.e. millistjórnendur, sem er í raun lífvaki hvers fyrirtækis.

Staðsetning; Lögberg stofa 204.(L-204)

Tími; kl. 08:30 - 09:50

FÍB og kostnaðarútreikningur

VIÐBURÐUR STJÓRNVÍSIS OG FÉLAGS ÍSL. BIFREIÐAEIGENDA 25. OKTÓBER 2016.

Um FIB: Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu.

FIB hefur um áratugaraðir staðið að útreikningum á kostnaði er tilheyrir eldsneyti bifreiða. Oftar en ekki hafa útreikningar FIB raktað í fréttirnar. Á viðburðinum þann 25. okt. 2016 mun framkvæmdarstjóri FIB, Runólfur Ólafsson, útskýra hvernig staðið er að kostnaðarútreikningi varðandi útsöluverð á eldsneyti til neytenda. Einnig mun hann fara yfir sölulega þróun í þessum efnum.

Fundartími er kl 08:30-10:00, þann 25. okt. 2016.
Fundarstaður, Stjórnvísi húsinu, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi.

Kostnaðarstjórnun - Landspítali Íslands

Á Landspítala, einum stærsta vinnustað landsins, er ársveltan um 54 milljarðar króna á ári. Þrátt fyrir efnahagslegar hremmingar á síðustu árum hefur starfsemi spítalans bæði vaxið og tekið miklum breytingum og hefur sú þróun gert meiri kröfur til kostnaðarstýringar og kostnaðargreiningar en áður.

Eitt af verkfærum spítalans til eftirfylgni með rekstri og starfsemi er framleiðslu- og kostnaðarkerfið Framtak, en smíði þess hófst á LSH um síðustu aldamót. Framleiðslan er greind með alþjóðlegu flokkunarkerfi, svo kölluðu DRG kerfi (Diagnosis Related Groups), en kostnaðargreiningin byggir á verkgrunduðum kostnaðarreikningi sem færir, skiptir og dreifir rekstrarkostnaði spítalans niður á einstakar þjónustueiningar (Activity Based Costing, ABC). Kerfið gefur möguleika á að bera saman fyrirfram ákveðið verð framleiðslunnar, byggt á kostnaðargögnum LSH, og raunkostnað á hverjum tíma og gefur möguleika á kostnaðarstýringu og framleiðnimælingum. Framtak er í dag hluti af vöruhúsi gagna, sem ásamt öðrum gögnum úr fjárhagskerfinu Orra leggur grunn að umfangsmiklum greiningum á starfsemi og rekstri spítalans.

Annað verkfæri við kostnaðarstjórnun er fjárhagsáætlun spítalans, bæði í heild og fyrir einstök svið hans. Fjárhagsáætlunin gegnir lykilhlutverki við ráðstöfun fjár til einstakra þátta starfseminnar og við eftirfylgni og eftirlit með henni. Ferlið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er miðstýrt að hluta, en talsverð dreifstýring er þó við fjármálastjórn og rekstrarákvarðanir á spítalanum.

Aðalfundur, Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining, 24. ág. 2015

Aðalfundur faghópsins verður þann 24. ágúst 2015, kl. 08:30-10:00. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð). Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.

Efnisskrá:

1) 08:30. Formaður býður alla velkoma.

2) 08:35. Óskilvirkni rekstrarhagræðinga og innleiðinga.

3) 09:00. Aðalfundur og skipulag faghópsins haust 2015 og vor 2016

i. Kosning formanns og fimm til sjö nefndarmanna.

ii. Viðburði verða þrír að hausti og fjórir að vori.

4) 09:20. Viðburðir, haust 2015 og vor 2016. - áætlun -

i. 24. sept., kl. 08:30-10:00, Háskóli Íslands

ii. 23. okt., kl. 08:30-10:00, Kostnaðarúrreikningar

iii. 19. nóv., kl. 08:30-100:00, upplýsingar síðar

iv. 18. febr. 2016, upplýsingar síðar

v. 17. mars, upplýsingar síðar

vi. 21. apríl, upplýsingar síðar

vii. 20. maí, upplýsingar síðar

Það er svo hægt að færa til daga eftir því sem þarf. 

5) 09:50. Önnur mál.

Stjórnunarreikningsskil á Íslandi - 21. apríl

Árið 2008 og 2014 stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir rannsóknunum ICEMAC 1 og 2 um breytingar og þróun í stjórnunarreikningsskilum í íslenskum fyrirtækjum. Rannsóknin, sem var styrkt af RANNÍS, náði til fjármálastjóra í 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Stjórnunarreikningsskil (e: management accounting) er samheiti fyrir stjórntæki eins og áætlunargerð, kostnaðargreiningu, árangursstjórnun og innra eftirlit. Megintilgangur stjórnunarreikningsskila er að bæta ákvörðunartöku stjórnenda.
Á fundi okkar þann 21. apríl munu Páll Ríkharðsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og Catherine E Batt rannsóknastjóri ICEMAC kynna niðurstöður þess hluta rannsóknarinnar sem tók á kostnaðargreiningum í íslenskra fyrirtækja.

Fundurinn verður haldin í Húsakynnum HR, Menntavegi 1

Kostnaðarstjórnun, Ölgerðin hf.

Kristján Elvar Guðlaugsson Framkvæmdastjóri fjármálasviðs tekur á móti okkur og fjallað verður um kostnaðarstjórnun í fyrirtækinu.

Er gæðastjórnun misskilinn kostnaður?

Sameiginlegur viðburður tveggja faghópa, annars vegar Gæðastjórnun og hins vegar Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining.

Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.

Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.

Reynslusaga fundarins verður frá Arion banka en farið verður yfir Gæðaverkfæri bankamannsins. Fjallað verður um straumlínustjórnun í daglegum rekstri og hvernig sett voru fram virðisaukandi markmið fyrir viðskiptavini bankans við opnun stærsta útibú hans

Fyrirlesarar:
Elín Ragnhildur Jónsdóttir, frá Gæðastjórnun
Einar Guðbjartsson, frá Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Ragnheiður Jóhannesdóttir, frá Arion banka

Íslandspóstur - Miðvikudagur 19. nóvember kl. 8:30

Helga Sigríður Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspósts segir frá reynslu fyrirtækisins af stjórnunarreikningsskilum og kostnaðarbókhaldi.

Fundurinn verður haldinn í Stórhöfða 29, 110 Reykjavík og eru allir hjartanlega velkomnir.

Er kostnaður, allur sem hann er séður?

Einar Guðbjartsson. dósent.

Í erindinu veður rætt um hvað er kostnaður og hvernig kostnaður veður til.

Tekin verða tvö dæmi um kostnað þar sem greining á kostnaði er ónóg og rangar ákvarðanir geta verið teknar í kjölfarið, ef ekki er gætt þess að finna alla undirliggjandi kostnaðarvaka. Í erindinu verður reynt að svara spurningum eins og; Hvað er kostnaður?, Ef kostnaður lækkar, verður fyrirtækið þá með betra rekstrarhæfi? Tekin verða fyrir tvö dæmi og þau skoðuð. Annars vegar þegar allur kosntaður er ekki reiknaður og hins vegar þegar raunkostnaður er lægri en áætlun.

Kostnaðarstjórnun hjá Strætó bs.

Hafa þarf stjórn á mörgum atriðum til þess að geta rekið fyrirtæki, eitt þeirra atriða er kostnaður. Hjá Strætó bs. er mjög mikilvægt að fylgjast vel með þróun kostnaðar. Kostnaðarstjórnun og -stýring er því úrslitaatriði þegar kemur að nýtingu þess fjármagns sem Strætó bs. er úthlutað. Spurningar eins og; Hvað kostar leið nr. 2? eða Hvað má ein leið kosta? eða Hvernig á að reikna einingarverð? pr. km.? eða pr. farþega? eða pr. vagn?

Þessum og fleiri spurningum verður reynt að svara á morgunfyrirlestri hjá Strætó bs. þann 24. sept. 2014, kl. 08:30-10:00. Þar mun Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Strætó bs. kynna hvernig kostnaðarstjórnun er orðin að daglegu viðfangsefni er tengist rekstri félagsins.

Hámarksfjöldi er 25. Fyrstir að skrá sig, fyrstir að fá pláss.

Stofnfundur nýs faghóps: Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining

Sæl verið þið öll,

Nú hafa 37 aðilar skráð sig í faghópinn og er það mjög ánægjulegt. Fyrsti fundur faghópsins verður haldinn fimmtudaginn, 15. maí 2014, kl. 17-19. Fundurinn verður staðsettur í Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð (gengið upp beint á móti Bókasafninu), í húsnæði Stjórnvísis.
Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og þar með undirbúa fundi og viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn, 5 til 7 manna stjórn.
Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://stjornvisi.is/hopur/kostnadarstjornun-og-kostnadargreining

Dagskrá:
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um „Beyond Cost Analysis“- Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
5 Fastsetja næsta fund.
6 Önnur mál.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?