Kostnaðarstjórnun

Kostnaðarstjórnun

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og –stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í tengslum við kostnaðarstjórnun og –greiningu í víðu samhengi.

Viðburðir

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

FRESTUN: Costco-áhrif og kostnaðarstjórnun

Viðburðinum er frestað vegna forfalla og verður auglýstur aftur í október.

Kostnaður er fylgifiskur öllum rekstri, óháð starfsemi. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er síbreytilegt. Breyting á rekstrarumhverfi getur verið af mismunandi ástæðum t.d. tækniframfarir, breytingar á lögum og reglum, samkeppni o.fl. Geta fyrirtæki notað áfram sömu stjórnunar- og eftirlitskerfi (Management and Control Systems) fyrir og eftir breytingar? Til að taka upplýstar ákvarðanir þá þarf að hafa réttu upplýsingarnar miðað við það rekstrarumhverfi sem viðkomandi fyrirtæki starfar í. Hvernig vitum við hvað eru "réttar" upplýsingar og hverjar ekki? Þessu er í raun ekki hægt að svara fyrr en við vitum m.a. hvernig rekstrarumhverfið er og hvernig kostnaðarmynstur fyrirtækja er uppbyggt. Á fyrirlestrinum verður rætt um uppbyggingu á kostnaðarmynstri fyrirtækja og áhrif þess á samsetningu heildarkostnaðar og hvernig breytt rekstrarumhverfi hefur áhrif á kostnaðarstjórnun.

Fyrirlesari: Einar Guðbjartsson, dósent.

Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur

Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur

Hvað er stjórnunarlegur ákvörðunarréttur (Management Decision Rights) og hvar á hann að vera staðsettur í fyrirtækjum?
Fjallað verður m.a. um mikilvægi stjórnunarlegs ákvörðunarréttar, hvernig kostnaðaruppbygging tengist þessum rétti sem og hver er munurinn á „kostnaðarstjórnun“ og „kostnaðarstýringu“. Einnig verður fjallað um hina "gleymdu auðlind" í fyrirtækjum, þ.e. millistjórnendur, sem er í raun lífvaki hvers fyrirtækis.

Staðsetning; Lögberg stofa 204.(L-204)

Tími; kl. 08:30 - 09:50

Fréttir

Útreikningar FÍB á eldsneyti bifreiða.

Framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson kynnti sögu FÍB og hvernig FÍB hefur um áratugaraðir staðið að útreikningum á kostnaði er tilheyrir eldsneyti bifreiða. Viðburðurinn sem var á vegum faghóps um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu var haldinn í Innovation House.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Oftar en ekki hafa útreikningar FIB raktað í fréttirnar.

Hauststarf að byrja - fólk í stjórn faghópsins um Kostnaðarstjórnun

sæl öll,

Nú er hauststarf faghópsins um Kostnaðarstjórnun og -greiningu að fara af stað og allt tekur þetta smá tíma, en ekkert gerist að sjálfu sér. Nú eru tveir viðburðir komnir á dagskrá faghópsins, en vonandi að hægt sé að halda 4 viðburði á haustönn 2016. Hér með er óskað eftir fólki sem vill starfa í stjórn faghópsins. Mjög gott er að hafa 5 til 7 í stjórn faghópsins, þannig að hægt væri að skipta verkefnum á milli sín, án þess að það verði of tímafrekt fyrir hvern og einn. Það er vitað mál að allir geta ekki alltaf mætt á alla stjórnarfundi eða viðburði faghópsins, því er frábært að geta dreift verkefnunum eitthvað. Vinsamlegast sendið inn póst netfangið procontrol@procontrol.is ef þið hafið áhuga að starfa í faghópnum.

kveðja
Einar Guðbjartsson,
formaður.

Kostnaðarstjórnun á Landspítalanum

Faghópur um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu hélt í morgun fund á Landspítalanum, einum stærsta vinnustað landsins, en ársveltan er um 53,1 milljarðar króna á ári. Stöðugildi 3752 og starfsmenn að meðaltali 4827. Fjárhagsleg ábyrgð er á 80 einingum, 1 forstjóri, 11 framkvæmdastjórar og 80 deildarstjórar. Þrátt fyrir efnahagslegar hremmingar á síðustu árum hefur starfsemi spítalans bæði vaxið og tekið miklum breytingum og hefur sú þróun gert meiri kröfur til kostnaðarstýringar og kostnaðargreiningar en áður. Fjárhagskerfið er ORRI. Eitt af verkfærum spítalans til eftirfylgni með rekstri og starfsemi er framleiðslu- og kostnaðarkerfið Framtak, en smíði þess hófst á LSH um síðustu aldamót. Framleiðslan er greind með alþjóðlegu flokkunarkerfi, svo kölluðu DRG kerfi (Diagnosis Related Groups), en kostnaðargreiningin byggir á verkgrunduðum kostnaðarreikningi sem færir, skiptir og dreifir rekstrarkostnaði spítalans niður á einstakar þjónustueiningar (Activity Based Costing, ABC). Kerfið gefur möguleika á að bera saman fyrirfram ákveðið verð framleiðslunnar, byggt á kostnaðargögnum LSH, og raunkostnað á hverjum tíma og gefur möguleika á kostnaðarstýringu og framleiðnimælingum. Framtak er í dag hluti af vöruhúsi gagna, sem ásamt öðrum gögnum úr fjárhagskerfinu Orra leggur grunn að umfangsmiklum greiningum á starfsemi og rekstri spítalans.
Annað verkfæri við kostnaðarstjórnun er fjárhagsáætlun spítalans, bæði í heild og fyrir einstök svið hans. Fjárhagsáætlunin gegnir lykilhlutverki við ráðstöfun fjár til einstakra þátta starfseminnar og við eftirfylgni og eftirlit með henni. Ferlið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er miðstýrt að hluta, en talsverð dreifstýring er þó við fjármálastjórn og rekstrarákvarðanir á spítalanum.
En hvernig stuðlaði fjárhagsáætlunin að árangri? Í dag er hún nýtt sem stjórntæki. 1. Gerð er aðgerðaáætlun fyrir spítalann í heild sinni- ekki flatur niðurskurður. 2. Fjárhagsleg ábyrgð skýr (eftir að nýtt skipurit var tekið í notkun 2009), forsendur raunhæfar og þekktar, byggðar á raunverulegri þörf, raunverulegri aðgerðaráætlun og skýrum markmiðum, vönduð útfærsla á kostnaði. Aðgerðaáætlanir verða til í hugmyndavinnu. Gerð er greining og kostnaðarmat á mismunandi tillögum. Fjárveiting byggir á fyrra ári en tekin er til athugunar ný verkefni. Þetta er top down budgeting. Forstjóri ber ábyrgð á fjárhagsáætlun Landspítala. Framkvæmdastjórar bera ábyrgð á fjárhagsáætlun síns sviðs. Fjármálaráðgjafar gera fjárhagsáætlun sviðs í samvinnu við stjórnendur sviðs og samkvæmt verklagsreglum. Mannauðsráðgjafar gera áætlanir um mönnunarþörf og vinnuskipulag í samvinnu við stjórnendur. Uppgjör eru mánaðarleg. Launagjöld eru u.þ.b. 70% af heildarveltu LSH og því er lögð megináhersla á forsendur og útreikning launaáætlunar. Launareiknilíkönin hjálpa gríðarlega mikið og tryggja að réttar forsendur liggi fyrir. Aðgengilegt fyrir stjórnendur eru stjórnendaskýrslur sem sýna rauntölur á móti áætlun. Stefnt er að því að gera allar skýrslur meira sjónrænar. Umfang starfsemi spítalans er mikið á einu ári eru 26þúsund legur 79þúsund manns á dagdeild, 230þúsund á göngudeild o.s.frv. Notað er DRG (Diagnosis Related Group) kerfi sem ákveður í hvaða flokki hver og einn sjúklingur lendir. Þetta er sama kerfi og hin Norðurlöndin eru að nota. Einingarverð er sett á hverja einustu aðgerð. Út úr kerfinu koma DRG jafngildiseiningar. Landspítalinn á gögn aftur til ársins 2003. Kostnaðarkerfi LSH er heimasmíðað að sænskri fyrirmynd. Allur kostnaður, beinn og óbeinn færður niður á kt. Sjúklinga (legur-komur) dreifireglur eða bein tenging. Gögn eru sótt í mörg upplýsingakerfi spítalans, greind, flokkuð og tengd saman. Kostnaðarsögn Framtaks eru flokkuð í þrennt.

Stjórn

Einar Guðbjartsson
Formaður - ProControl
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?