Kostnaðarstjórnun

Kostnaðarstjórnun

Markmið með faghópnum er að auka skilning á mikilvægi kostnaðarstjórnunar og –greiningar við rekstur og mats á árangri. Fyrirtæki og stofnanir hafa mismunandi kostnaðarhögun sem og kostnaðarferli. Að þekkja það umhverfi sem kostnaður er í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun eykur mjög möguleikann á því að geta hagrætt og aukið skilvirkni rekstrar án þess að eyðileggja virðisaukandi ferla. Með öðrum orðum, kostnaðarvitund er oftar en ekki lykilinn að auknum hagnaði.

Kostnaðarstjórnun og –greining er í raun ekki hægt að skilgreina á einn ákveðinn hátt, því aðstæður og viðfangsefni eru mjög mismunandi eftir fyrirtækjum og rekstrarstarfsemi. Sem dæmi má nefna, einkafyrirtæki, félag sem er skráð á verðbréfamarkað, opinber stofnun, sjálfseignarstofnun eða góðgerðarstofnun. Hlutverkið, almennt séð, er ekki endilega að lágmarka kostnað fyrirtækisins, því ódýrt er ekki alltaf það sama og hagkvæmi, heldur að auka skilning á því hvað er hagkvæmni, skilvirkni og markvirkni og hvernig þessir hlutir vinna saman. Kostnaðarvitund er mjög mikilvæg í þessu samhengi. Kostnaður er forsenda þess að fyrirtæki hafi tekjur, því er mikilvægt að skilgreina kostnað.

Hópurinn kemur saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann eða oftar. Fundirnir eru oftast með því sniði að sérfræðingar og/eða reynsluboltar eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni sem er nánar kynnt hverju sinni. Í lok funda er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum sem er mikilvægur þáttur starfsins. Faghópurinn er hugsaður fyrir stjórnendur og aðra starfsmenn sem framkvæma sérfræðivinnu í tengslum við kostnaðarstjórnun, -greiningu eða -uppbyggingu og/eða hafa yfirumsjón með og/eða ábyrgð á tengdum viðfangsefnum.

Viðburðir

Árangursmælingar vs. fjárfestingar í rekstri.

 

Öll fyrirtæki þurfta að gera fjárfestingar, stórar sem smáar, til að viðhalda rekstrarhæfi sínu. En hvernig skal meta fjárfestingu til árangurs? Stjórnendur eru oftar en ekki metnir eftir rekstrarárangi, þ.e. EBIDTA, EBIT eða aðra rekstrarkvarða. Hver er rétti rekstrarkvarðinn? Er hann til? Rætt verður um veikleikan á milli forenda í fjárfestingarákvörðun og forsenda við árangursmælingar gagnvart stjórnendum, t.d. miðað við tölur úr rekstri eða sjóðstreymi.  

Rekstrarhagræðing, hvað er það? FRESTAST til nóvember.

 Fyrirlesturinn frestast til nóvember, dagsetning auglýst síðar.

Er fyrirtæki lenda í rekstrarvanda þá er gripið til rekstrarhagræðingar. En hvað er rekstrarhagræðing? Eru allar aðgerðir til að lækka kostnað rekstrarhagræðing? Fjallað verður um hugtakið "rekstrarhagræðing" og hvernig það er skilgreint m.t.t. þess sem rekstrarhagræðing á að skila. 

Fyrirlesari er Einar Guðbjartsson, dósent, HÍ.

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

Fréttir

Fjárfestingar og árangursmælingar.

Faghópurinn kostnaðarstjórnun hélt kynningu í Háskóla Íslands þar sem Einar Guðbjartsson hélt fyrirlestur um fjárfestingar og árangursmælingar.  Fjárhæð hefur ekkert upplýsingargildi fyrr en þú prjónar önnur hugtök við þetta hugtak.  Talan 900.000  eru einungis tala -  bættu við krónur og þá skilurðu töluna betur – bættu við laun- bættu við á mánuði – bættu við strætóbílstjóri á Íslandi – og strætóbílstjóri í Noregi.  Tölugildi fær ekki meiningu fyrr en öðrum upplýsingu er bætt við. 

Einar kynnti módel  sem sýnir x/y ás,  á Y-ás er inntakið og X-ás er úttakið.  Lítið/mikið hátt/lágt.  Innput er óþekkt en output er þekkt t.d. þegar búin er til bíómynd.  Á fyrstu helgi sést strax hvort mynd mun slá í gegn eða ekki.  Hægt er að setja inn í módelið alla mögulega starfsemi.  Einar ræddi um mælikvarða: Hvað er teygja löng  Hvernig skal mæla lengd á teygju?  Í innput og output skal passa sig að nota sömu kvarðana ekki t.d. pund í innput og dollara í output.  NPV er núvirði á vöru.  Í ársreikningum er notað kostnaðarverð.  Einar sýndi mun á greiðslugrunni og rekstrargrunni.  Eins árs mæling segir lítið til um hvernig fyrirtæki gengur.  Sá sem á eign upp á 100millj. og skuldar 90millj. er hann betur eða verr settur en aðili sem á heima hjá sér 10millj.? Erfitt að segja fyrr en þú færð betri upplýsingar en sá seinni sefur örugglega betur.  

Stjórn

Einar Guðbjartsson
Framkvæmdastjóri - Formaður - ProControl
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?