Eru umhverfismál markaðsmál?

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðari sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar.

Dagskrá:
Ólafur Elínarsonar, sviðstjóri markaðsrannsókna Gallup: Umhverfiskönnun Gallup.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius; Eru umhverfismál orðin markaðsmál?

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Eru umhverfismál markaðsmál?

Eru umhverfismál markaðsmál?  

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.

Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.  

Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn.  Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum.  Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum.  Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum.  75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára  telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar.  Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki.  En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar?  89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur.  Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu.  En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur.  En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif.  En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér?  Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum.  En hverjir eru hvatarnir til að kaupa?  Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt.  www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara.  Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.

Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála.  Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð?  Stjórnendur stjórna neyslu neytenda.  Mikilvægt er að vera einlægur.  Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju.  Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting.  Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið.  Mont – má það?  Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun.  Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð.  Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir.  Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.  

Tengdir viðburðir

Gullnu reglunar mínar - Dauðans alvara

“Ef banaslys er möguleg afleiðing og starfsfólk getur beitt varnarreglu, þá á það að vera Gullin Regla.”
  • Gullnar Reglur eru ekki bara setning á vegg.
  • Þær eru loforð.
  • Loforð um að þegar líf er í húfi tökum við alltaf réttu ákvörðunina.
Fyrirlesari:
Viðar Arason, öryggisfulltrúi HS Orku og eigandi Skyndihjálparskólans

 

Viðar Arason hefur djúpar rætur í viðbragðsþjónustu, þar sem sekúndur skipta máli og rétt ákvörðun getur bjargað lífi.
Með áralanga reynslu úr framlínunni hefur hann séð hversu öflug öryggisvitund getur verið — og hversu hratt hlutir geta farið úr böndunum þegar hún bregst.
Sem eigandi Skyndihjálparskólans leiðir Viðar fræðslu þar sem öryggi, mannleg hegðun og fyrstu viðbrögð í áföllum eru í fyrirrúmi. Hann leggur sérstaka áherslu á að kenna fólki hvernig á að bregðast rétt við þegar allt gerist á örfáum augnablikum — í slysum, áfallaatvikum og óvæntum uppákomum.
Markmiðið er skýrt: að búa fólk og vinnustaði undir raunveruleikann, ekki bara kenningarnar.
Í dag starfar Viðar við öryggismál hjá HS Orku, þar sem hann vinnur að því á hverjum degi að tryggja það mikilvægasta: "Allir komi heilir heim, alltaf".

Eldri viðburðir

Bætt Öryggi - aukin og einfaldari öryggismál fyrir fyrirtæki

Join the meeting now
Eggert Jóhann Árnason stofnandi Bætts Öryggis fjallar um hvernig fyrirtækið styður önnur fyrirtæki við að efla og einfalda sín öryggismál. Hann fjallar um og sýnir m.a. hvernig hægt er nýta Microsoft 365 lausnir til að bæta verkferla og hvernig Bætt Öryggi getur veitt tímabundna aðstoð í afmörkuðum verkefnum með það að markmiði að efla öryggismál. 

Öryggishópur Stjórnvísi hvetur ykkur til að mæta á staðinn enda nauðsynlegt að hittast, efla tengslin og skapa umræður.

https://www.linkedin.com/in/eggert-j%C3%B3hann-arnason-5903b7a3/

Join the meeting now

Öryggisþing Háskóla Íslands - Áhættumat

Öryggisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir árlegu öryggisþingi. Í ár ber þingið yfirskriftina: Áhættumat.
Ýmsir fyrirlesarar innan HÍ og utan koma og segja frá, dagskráin er þessi:
 
13.00 Setning,
Silja Bára R. Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands
13.10 Skipulag heilsu og vinnuverndarmála við HÍ,
Benjamín Sveinbjörnsson, formaður öryggisnefndar HÍ
13.25 Um áhættumat, Guðmundur Kjerúlf,
Vinnuverndarnámskeið ehf,
13.40 Áhættumat skrifstofa,
Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs HÍ
13:55 Áhættumat á rannsóknastofum,
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Innviðastjóri Verk- og náttúruvísindasviðs HÍ
14.10 Öryggi í rannsóknaferðum,
Sveinbjörn Steinþórsson, Tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ
14.25 Kaffihlé
14.40 Áhætta á framlínusvæðum,
Sverrir Ingi Ólafsson, Deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni.
14.55 Sálfélagslegt áhættumat,
Jónína Helga Ólafsdóttir, Teymisstjóri á mannauðssviði HÍ
15.10 Security at the University of Oslo,
Kenneth Nielsen, Senior Adviser, Security & Preparedness at Oslo University
15.30 The knife incident at the University of Oslo,
Ingunn Björnsdóttir, Dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla
16.00 Slit
 
Verið Velkomin.

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?