Click here to join the meeting
Farið er yfir þau tækifæri sem eru tilkominn vegna grænnar fjármögnunar, óháð stærð fyrirtækja og atvinnugeira.
Hafþór Æ. Sigurjónsson & Hildur T. Flóvenz frá KMPG hefja daginn á erindi um sjálfbæra fjármögnun á Íslandi og hver staðan á markaðnum er. Fjallað verður um hvernig sjálfbær fjármögnun hefur þróast á Íslandi allt frá fyrstu grænu skuldabréfunum á Íslandi 2018 hjá Landsvirkjun og Reykjavíkurborg, útgáfu bankanna, og til útgáfu sjálfbærs fjármögnunarramma fyrir ríkissjóð útgefnum af ríkisstjórn fyrir síðustu kosningar.
Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Arion banka mun fjalla um vegferð bankans í umhverfismálum og næstu skref með áherslu á græna fjármálaumgjörð bankans og hver tækifærin eru fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Að lokum mun Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, fjalla um ávinning þess hvata að fá góð kjör á lánasamningi þegar dregið er úr losun og orkunotkun.
Stefán Kári Sveinbjörnsson, stjórnarmeðlimur faghópsins um loftlagsmál, mun stýra viðburðinum.