Öryggisstjórnun: Viðburðir framundan

Gullnu reglunar mínar - Dauðans alvara

“Ef banaslys er möguleg afleiðing og starfsfólk getur beitt varnarreglu, þá á það að vera Gullin Regla.”
  • Gullnar Reglur eru ekki bara setning á vegg.
  • Þær eru loforð.
  • Loforð um að þegar líf er í húfi tökum við alltaf réttu ákvörðunina.
Fyrirlesari:
Viðar Arason, öryggisfulltrúi HS Orku og eigandi Skyndihjálparskólans

 

Viðar Arason hefur djúpar rætur í viðbragðsþjónustu, þar sem sekúndur skipta máli og rétt ákvörðun getur bjargað lífi.
Með áralanga reynslu úr framlínunni hefur hann séð hversu öflug öryggisvitund getur verið — og hversu hratt hlutir geta farið úr böndunum þegar hún bregst.
Sem eigandi Skyndihjálparskólans leiðir Viðar fræðslu þar sem öryggi, mannleg hegðun og fyrstu viðbrögð í áföllum eru í fyrirrúmi. Hann leggur sérstaka áherslu á að kenna fólki hvernig á að bregðast rétt við þegar allt gerist á örfáum augnablikum — í slysum, áfallaatvikum og óvæntum uppákomum.
Markmiðið er skýrt: að búa fólk og vinnustaði undir raunveruleikann, ekki bara kenningarnar.
Í dag starfar Viðar við öryggismál hjá HS Orku, þar sem hann vinnur að því á hverjum degi að tryggja það mikilvægasta: "Allir komi heilir heim, alltaf".
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?