ATH! FRESTUN: Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður þessum viðburði frestað fram í janúar. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi.
Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins.
Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia. Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.