Umhverfis- og öryggisstjórnun

Umhverfis- og öryggisstjórnun

Með ytri umhverfismálum er átt við alla þætti í starfsemi fyrirtækja sem haft geta neikvæð umhverfisáhrif eins og óhófleg notkun hráefna, hjálparefna og orku, loftmengun, lyktarmengun, vatnsmengun, jarðvegsmengun, sjónmengun og hávaða. Horft er á þær úrlausnir sem notaðar eru til að halda slíkum áhrifum í lágmarki. Innra umhverfi fyrirtækja lítur að starfsumhverfi einstaklinga. Þar er sjónum beint að aðbúnaði, vinnuskipulagi, fræðslu, félagslegum og andlegum þætti vinnunnar og öryggismálum. Fundir umhverfis-og öryggstjórnunarhóps er kjörinn vettvangur til að hitta fólk sem er að vinna í svipuðum málum, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.

Viðburðir

Fagþróunarstarf í öryggismálum

Öryggis- og umhverfishópur Stjórnvísi auglýsir umræðufund þriðjudaginn 11.des kl. 08:30-09:30 í mötuneyti Verkís, Ofanleiti 2 Reykjavík.

Dagskrá:

  • 08:30  -  Öryggismoli og kynning flóttaleiða – Öryggisfulltrúi Verkís
  • 08:35  -  Fagþróun hjá Samorku – Öryggisstjóri Landsnets
  • 08:45  -  Umræður og hugmyndir að fagþróunarstarfi í öryggismálum

Hlökkum til að sjá ykkur.

Lean Straumlínustjórnun, hugarfar og menning í bætingu ferla er varða öryggismál á vinnustöðum.

Hvað einkennir fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri í öryggismálum?
Að breyta hugarfari og menningu hvað varðar öryggismál á vinnustað er krefjandi áskorun.
Farið er yfir hvernig nýta má aðferðafræði Lean til að stuðla að bættu öryggi og aukinni öryggisvitund starfsmanna.

Fyrirlesarar eru Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir hjá Gemba (www.gemba.is).

Öryggismál og stöðugar umbætur í byggingarframkvæmdum

Guðmundur Ingi Jóhannesson öryggsstjóri verktakafyrirtækisins Munck Íslandi fer yfir það hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, helstu áskorunum ÖHU mála byggingariðnaðarins og hvernig fyrirtækið nýtir og miðlar mælingum í gæðakerfi til stöðugra umbóta í öryggis, umhverfis og heilsumálum fyrirtækisins.

Fréttir

Öryggismál og stöðugar umbætur í byggingarframkvæmdum

Faghópar og umhverfi og öryggi  og Lean – straumlínustjórnun héldu þann 15. nóvember síðastliðinn fund þar sem fjallað var um öryggismál og umbætur tengdar byggingarframkvæmdum. Á fundinum fjallaði Guðmundur Ingi Jóhannesson öryggisstjóri verktakafyrirtækisins Munck Íslandi um það hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, fór yfir helstu áskorunum ÖHU mála byggingariðnaðarins og hvernig fyrirtækið nýtir og miðlar mælingum í gæðakerfi til stöðugra umbóta í öryggis, umhverfis og heilsumálum. Guðmundur sagði frá Procore skráningarkerfi sem fyrirtækið nýtir til að halda m.a. utan um ÖHU mál í verkefnum og sagði frá hvernig unnið er að því að koma nýjum lausnum í öryggismálum inn á markaðinn. Vel var mætt á fundinn og sköpuðust góðar umræður meðal fundargesta, meðal annars um nýja reglugerð um vinnupalla.

Stjórn

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir
Sérfræðingur - Formaður - EFLA verkfræðistofa
Dagmar I. Birgisdóttir
Annað - Stjórnandi - Rio tinto
Erlingur E. Jónasson
Gæðastjóri - Stjórnandi - Munck Íslandi
Gísli Níls Einarsson
Deildarstjóri - Stjórnandi - VÍS
Guðmundur Benedikt Þorsteinsson
Annað - Stjórnandi - Alcoa Fjarðarál
Jóhanna Hreiðarsdóttir
Mannauðsstjóri - Stjórnandi - Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf
María Kjartansdóttir
Verkefnastjóri - Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Michele Rebora
Stjórnunarráðgjafi - Stjórnandi - 7.is
Oddrún Lilja Birgisdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?