Öryggisstjórnun

Öryggisstjórnun

 Í faghópnum öryggisstjórnun er fjallað um þau stjórntæki sem fyrirtæki beita til að auka forvarnir og öryggi við vinnu. Horft er á þær úrlausnir sem notaðar eru til að halda tíðni slysa- og sjúkrafjarveru í lágmarki. Innra umhverfi fyrirtækja lítur að starfsumhverfi einstaklinga. Þar er sjónum beint að aðbúnaði, vinnuskipulagi, fræðslu, félagslegum og andlegum þætti vinnunnar og öryggismálum. Fundir hóps um öryggisstjórnun er kjörinn vettvangur til að hitta fólk sem er að vinna í svipuðum málum, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 Hér er slóð á fundinn 

 

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Verkefni vegagerðarinnar eru margvísleg og því skiptir miklu máli að öryggismál verktaka og starfsmanna séu í góðum farvegi. 

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar fer yfir hvernig Vegagerðin hefur mætt öryggis áskorunum bæði gagnvart verktökum og ekki síst gagnvart starfsmönnum. Stofnun er með margar starfsstöðvar og vinna við mismunandi skilyrði. Þar starfa margir og verk eru oft ekki hættulaus. Því er mikilvægt að öryggismálum sé vel sinnt.

Sævar Helgi er með sveinspróf í bifvélavirkjun og MSc í vélaverkfræði. Sævar Helgi starfaði áður hjá Samgöngustofu en lengst af vann hann við rannsakari og rannsóknarstjóri á umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann hefur sinnt stöðu öryggisstjóra Vegagerðarinnar frá 1. apríl 2023.

Um Vegagerðina

Hjá Vegagerðinni starfa um 350 manns og rekur stofnunin 18 starfstöðvar um allt land. Störfin eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnu skrifstofufólki til ýmissa verklegra starfa í óbyggðum, á sjó og að sjálfsögðu á vegum úti. Að auki er Vegagerðin ein stærsta framkvæmdarstofnun landsins. Sævar Helgi kynnir hvernig uppbyggingu starfsmannaöryggismála er háttað hjá Vegagerðinni. Fer yfir tækifæri og áskoranir.

 Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?

Hér er tengill á fundinn
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi. 

Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins. 

Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia.  Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.

Hér er tengill á fundinn

 

Fréttir

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

Stafræn ráðstefna „Work Smart - Ergonomics in the digital age“ dagana 9 – 10 nóvember 2023

Fyrir hönd Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) og faghóps Stjórnvísi um öryggisstjórnun þá vek ég athygli á að Vinnís sem er aðili af NES (Nordic Ergonomics and Human Factors Society) verður með stafræna ráðstefnu sem nefnist „Work Smart - Ergonomics in the digital age“ dagana 9 – 10 nóvember n.k., sjá hér https://ehss.se/nes2023/
 
NES 2023 verður stafræn ráðstefna fyrir þá sem praktísera og vinna við rannsóknir tengt, og með áhuga, á sviði vinnuvistfræði, vinnuverndar, öryggis- og heilbrigðismála ásamt mannlegum þáttum því tengt. Ráðstefnan mun verða vettvangur fyrir miðlun reynslu og árangurs sem hefur stuðlað að þróun rannsókna, vinnu og hugmynda, myndun tengslaneta auk þess að auka gæði sviða vinnuvistfræði og mannlegra þátta.
 
Það er einnig skemmtilegt frá því að segja að þótt um stafræna ráðstefnu sé að ræða þá er þáttakendum boðið uppá að mæta í hús Verkfræðingafélag Íslands og sjá ráðstefnuna beint í streymi ásamt því að hittast og tengjast öðrum þáttakendum. Boðið verður uppá léttar veitingar. Vinsamlegast látið vita ef þið ætlið að mæta með því að senda póst á vinnis@vinnis.is
 
Til þess að taka þátt í netráðstefnunni þá skráðu þig endilega hér: www.nes2023.org og vertu viss um að þú sért virkur félagi eða skráðu þig sem aðili að Vinnís sem tryggir þér aðgang að netráðstefnunni.
 
Kær kveðja,
Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um öryggisstjórnun

– Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel

Málefni: Fréttatilkynning frá stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi um viðburð hjá VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) – Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel. 

Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 26.apríl n.k. þegar VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) mun halda aðalfund. Á fundinum verður einnig boðið uppá kynningu á ÖHU málum (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) hjá Marel ásamt léttri kynningargöngu um Marel með áherslu á framleiðslusvæði.

Í  meðfylgjandi hlekk er linkur  á viðburðinn: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.

Staður:

Marel á Íslandi. Austurhraun 9, 210 Garabær.

Tími:

Kl. 17 – 18:30  

Skráning á viðburð:

Skráning fer fram á facebook síðu Vinnís: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Stjórn

Fjóla Guðjónsdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - ISAVIA ohf.
Erlingur Jónasson
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Jarðboranir
Gísli Níls Einarsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - VÍS
Haukur Grönli
Stjórnandi
Leó Sigurðsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Örugg verkfræðistofa
Oddrún Lilja Birgisdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Vilborg Magnúsdottir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?