Öryggisstjórnun

Öryggisstjórnun

 Í faghópnum öryggisstjórnun er fjallað um þau stjórntæki sem fyrirtæki beita til að auka forvarnir og öryggi við vinnu. Horft er á þær úrlausnir sem notaðar eru til að halda tíðni slysa- og sjúkrafjarveru í lágmarki. Innra umhverfi fyrirtækja lítur að starfsumhverfi einstaklinga. Þar er sjónum beint að aðbúnaði, vinnuskipulagi, fræðslu, félagslegum og andlegum þætti vinnunnar og öryggismálum. Fundir hóps um öryggisstjórnun er kjörinn vettvangur til að hitta fólk sem er að vinna í svipuðum málum, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður

Viðburðir

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 26. Maí klukkan 08:30 til 09:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir eru hvattir til að bjóða fram starfskrafta sína til stjórnar.

Fundurinn verður haldinn að 1. hæð Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en einnig er boðið upp á teams link. 

Dagskrá:

  • Uppgjör og lærdómur starfsárs faghópsins 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Click here to join the meeting

Árangursrík Áhættustjórnun

Linkur á fundinn er hér.

 

Fundurinn fer fram í sal VR á jarðhæð. Allir eru velkomnir fyrir fundinn, og eftir, að skoða starfsemin ÖRUGG sem er á 8 hæð. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. 
ÖRUGG VERKFRÆÐISTOFA ehf boðar til kynningarfundar um árangursríka áhættustjórnun þar sem nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í öryggismálum og vinnuvernd flytja fagleg erindi byggð á reynslu sinni við spennandi og krefjandi verkefni. Þema fundarins verður í samræmi við alþjóðlega vinnuverndardaginn 28 apríl 2023 – Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi er grundvallarregla og réttur allra við vinnu. (Sjá nánar á www.ilo.org)

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar fyrir og eftir fundinn þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér nánar starfsemi ÖRUGG.

Tími

Dagskrá*

8:30 – 9:00

Morgunkaffi í boði ÖRUGG.

9:00 – 9:20

Leó Sigurðsson, byggingaverkfræðingur M.Sc., stjórnarmeðlimur faghóps um öryggisstjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

Kynnir síðan dæmi um árangursríka öryggisstjórnun og lykiltölur öryggismála byggt á reynslu við alþjóðlegar framkvæmdir.

9:20 – 9:35

Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur M.Sc. og framkvæmdarstjóri ÖRUGG, kynnir áhættustýringu fyrir öryggi í hönnun.

9:35 – 9:50

Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi M.Sc. kynnir áhættumat fyrir hreyfi- og stoðkerfi, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

9:50 - 10:05

Svava Jónsdóttir, sérfræðingur, kynnir áhættumat fyrir félagslegt vinnuumhverfi með áherslu á EKKO, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

*Fyrirlesarar eru viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd.

Hvernig getur verkkaupi haft áhrif á öryggis- heilsu og umhverfismál verktaka

Öryggismál í framkvæmdaverkum hafa síðustu ár fengið aukið vægi. Í þessu erindi mun Ásta Ósk Stefánsdóttir staðarstjóri hjá Ístak fara yfir með hvaða hætti verkkaupi getur haft áhrif á öryggismál verktakans í byggingarframkvæmdum. 

Hér er linkur á fundinn:
Click here to join the meeting

 

Fréttir

– Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel

Málefni: Fréttatilkynning frá stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi um viðburð hjá VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) – Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel. 

Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 26.apríl n.k. þegar VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) mun halda aðalfund. Á fundinum verður einnig boðið uppá kynningu á ÖHU málum (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) hjá Marel ásamt léttri kynningargöngu um Marel með áherslu á framleiðslusvæði.

Í  meðfylgjandi hlekk er linkur  á viðburðinn: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.

Staður:

Marel á Íslandi. Austurhraun 9, 210 Garabær.

Tími:

Kl. 17 – 18:30  

Skráning á viðburð:

Skráning fer fram á facebook síðu Vinnís: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Making work healthy for all – Andreas Holtermann

Þú bókar þig á viðburðinn hér.
Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 25.maí n.k. þegar  Andreas Holtermann hjá dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd (NFA) mun halda hádegisfyrirlestur (12:00-12:45) sem nefnist „Making Work Healthy for All“ sem byggir á nýrri hugmyndafræði innan vinnuvistfræðarinnar „The Goldie Lock Principle“. Í  neðangreindum hlekk er hægt að fræðast nánar um þessa hugmyndafræði og þeim rannsóknum sem hún byggir á: https://nfa.dk/GoldilocksWork.

Í framhaldi af fyrirlestrinum verður vinnustofa (13:15-15:15) þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kafa dýpra og ræða hvernig þessi  hugmyndafræði getur nýst á íslenskum vinnumarkaði.

Hægt verður að mæta eingöngu á fyrirlesturinn en einnig halda áfram og taka þátt í vinnustofunni.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Verð:

Frítt er fyrir félaga í Vinnís - en annars er gjaldið 3.500 kr.

Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar – þátttökugjaldið að viðburðinum verður þá að árgjaldi í félaginu fyrir tímabilið 2022-2023. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.

Staður:

Vinnueftirlitið, Dvergshöfai 2, 2. hæð, 110 Reykjavík

Tími:

Fyrirlestur kl. 12:00-12:45   (2. hæð)

Vinnustofa kl. 13:15-15:15  (8. hæð)

 

Vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.

Þann 24. febrúar síðastliðinn fór fram málstofa hjá Vinnueftirlitinu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.

Sjónum var beint að kröfum til verkkaupa, hönnuða og verktaka vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig hægt er að framfylgja þeim. Einnig var fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að tryggja aukið öryggi í notkun mannvirkja. Fram kom að mikill ávinningur er af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og þannig koma í veg fyrir kostnað við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun.

Leó Sigurðsson, viðurkenndur sérfræðingur í vinnuvernd hjá ÖRUGG verkfræðistofu fjallaði um samanburð og hæfni við útboð og hönnun.

Upptaka frá málstofunni er að finna hér. 

Stjórn

Fjóla Guðjónsdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - ISAVIA ohf.
Erlingur Jónasson
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Jarðboranir
Gísli Níls Einarsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - VÍS
Hallgrímur Smári Þorvaldsson
Annað -  Stjórnandi - HS Orka
Haukur Grönli
Mannauðstjóri -  Stjórnandi - Versa Vottun
J. Snæfríður Einarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - HSE Consulting
Leó Sigurðsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Örugg verkfræðistofa
Oddrún Lilja Birgisdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Vilborg Magnúsdottir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?