Öryggisstjórnun

Öryggisstjórnun

 Í faghópnum öryggisstjórnun er fjallað um þau stjórntæki sem fyrirtæki beita til að auka forvarnir og öryggi við vinnu. Horft er á þær úrlausnir sem notaðar eru til að halda tíðni slysa- og sjúkrafjarveru í lágmarki. Innra umhverfi fyrirtækja lítur að starfsumhverfi einstaklinga. Þar er sjónum beint að aðbúnaði, vinnuskipulagi, fræðslu, félagslegum og andlegum þætti vinnunnar og öryggismálum. Fundir hóps um öryggisstjórnun er kjörinn vettvangur til að hitta fólk sem er að vinna í svipuðum málum, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður

Viðburðir

Viðbrögð, áskoranir og tækifæri í öryggismálum v. Covid 19

Lilja Björg Arngrímsdóttir Sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslustöðvarinnar og O. Lilja Birgisdóttir Öryggisstjóri Marel, verða með sitthvort erindið um reynslu sinna fyrirtækja af Covid 19 þar sem m.a. verður fjallað um: 

  • Hver voru viðbrögðin við Covid-faraldrinum
  • Áskoranir
  • Hvað gekk vel
  • Hvað gekk ekki vel
  • Hvað tökum við með okkur inn í framtíðina.

Fyrirspurnir og umræður í lokin.

Fundurinn verður haldinn á TEAMS

Athugið að fundarboð verður sent á tölvupóstfangið sem fylgir skráningu viðkomandi.

Aðalfundur faghóps um öryggismál

Dagskrá fundarins:

  • Kosning stjórnar
  • Yfirferð á dagskrá síðasta starfsárs
  • Áætlun um viðburði næsta starfsárs 

Fundurinn mun fara fram í gegnum Teams og því er áhugasömum bent á að senda tölvupóst á y.dagmar1@or.is ef áhugi er fyrir þátttöku í fundinum. 

F.h. stjórnar

Dagmar I. Birgisdóttir

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Fréttir

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Innleiðing ISO 45001 á Keflavíkurflugvelli

Í dag hittust Stjórnvísifélagar í ISAVIA og voru það faghópar um umhverfi og öryggi, gæðastjórnun og ISO staðla sem stóðu að vibðurðinum. Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001. Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia fóru yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp..

ISAVIA er þjónustufyrirtæki í flugvallastarfsemi, stofnað 2010 og þar starfa í dag 1.500 manns, heildarveltan var 42 milljarðar 2018 og heildareignir 80 milljarðar.  Nýlega var kynnt nýtt skipurit fyrir samstæðu ISAVIA.  Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni og vinnuverndin skipar stóran þátt.  Hagaðilar félagsins vilja leggja mikla áherslu á vinnuvernd.  Byggt er á þremur gildum, öryggi, samvinnu og þjónustu. Árið 2010 fóru rúmlega 2milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll, 2020 voru þeir 7milljónir en 9 milljónir árið 2018. 

Verkefnið fór í gang í desember 2018 og markmiðið var að klára vottun í ágúst 2019.  Jón Kolbeinn sagði mjög mikilvægt að hafa skuldbindingu æðstu stjórnenda í verkefninu.  ISAVIA var með 9001 vottun og mikla reynslu af sambærilegu kerfi, einnig 14001 á einni einingu fyrirtækisins.  Skjölun kerfisins byggir á númeraröð Áttavitans, rekstrarhandbókar Isavia.  Númeraröðin 100 er t.d. svokölluð yfirskjöl og eru á ábyrgð æðstu stjórnenda.  Þegar farið var í þessa vinnu var mótuð vinnuvernd fyrir allt fyrirtækið.  Markmið voru sett með áherslu á að stuðla að menningu þar sem öryggi er í aðalhlutverki og starfsmenn leitist við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu, að stuðla að góðri heisu, vellíðan starfsmanna og slysalausri starfsemi, fara lengra en lög og reglugerðir gera ráð fyrir, vinna að stöðugum umbótum í vinnuverndarmálum o.fl. 

Næstu skref voru að kanna hvaða áhrifaþættir í ytra og innra umhverfi og lög og reglugerðir geta haft áhrif á starfsemina.  Næst var farið í áhættumatið sem var stærsti og mikilvægasti hluti vinnunnar.  Ferillinn fyrir áhættumatið var teiknaður upp út frá ISO 31000 staðlinum.  Labbað var um svæðin og rætt við starfsmenn á vettvangi og í framhaldi gerð aðgerðaráætlun til að milda áhættu.  Fjöldi starfsmanna tók þátt í áhættumatinu og út frá því var verkefnum forgangsraðað eftir litum; gulur, rauður, grænn.  Í framhaldi var t.d. gefin út handbók um merkingar í flugstöðinni.  Áhættumatið varð grunnurinn að þjálfunaráætlun starfsmanna, vinnuverndarvitund 1, 2 og 3 (sértæk þjálfun fyrir verktaka).  Jón Kolbeinn sagði að hagkvæmast væri að að huga að öryggi og heilsu starfsmanna strax á hönnunarstigi fjárfestingaverkefna.  Mikilvægt er að hafa sameiginlega sýn, stefnu og markmið verktaka og ISAVIA.  Lokaúttekt fór fram í byrjun desember, þrettán athugasemdir bárust og ekkert frávik.  Athugasemdirnar voru allar minniháttar og snerust aðallega um að skerpa á ákveðnum ferlum innan kerfisins.  Vottun fékkst 23.12.2019.

Helstu áskoranirnar voru 1. Umfang vottunarinnar 2. Breytingar í umhverfinu (lykil skjöl á hæsta leveli hjálpar til við allar breytingar, skipurit, stjórnendum, ný svið), 3. Fá réttu aðilana að borðinu (mikilvægt að skoða hvaða fólk þarf að taka að borðinu, mikill tími sem fór til spillis vegna þess að hópurinn var of þröngur, stjórnskipulag verkefnisins var ekki nógu skýrt og það vantaði að virkja stýrihóp 4. Fá þátttöku hjá starfsfólki (viðhorf starfsfólks breyttist, mikil vinna á gólfinu sem voru mjög sýnileg, þátttaka frá lykil stjórnendum mikil.

 

Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund þar sem Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræddi Stjórnvísifélaga um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvirkjagerð fylgir gríðarlegt magn marvíslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun.  

Bjarni byrjaði á að sýna hvað kemur inn á endurvinnslustöðina og móttökuna.  Hvernig verður byggingaúrgangur til og hvar?  Sorpa fylgist með neysluhegðun heimila.  Á höfuðborgarsvæðinu eru 87832 heimili og 132714 fjölskyldur. Það eru því fleiri en ein fjölskylda á hverju heimili.  Bílar, föt og klæði fara ekki í gegnum endurvinnslustöðvar.  Pappír og plast kemur heldur ekki til Sorpu.

Húsasorprannsókn er skipt í 28 flokka m.a. plast, kerti, málmar, timbur, garðúrgangur o.fl.  Sorpa er með vottun skv. ISO9001, 14001 o.fl.  Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu var 31676tonn árið 2019.  Í fyrra var hent í ruslið 8 milljón umbúðum af gosdrykkjum sem er 10% allra seldra umbúða.  Endurvinnslurnar lifa á þeim tekjum sem koma af gosumbúðum.   Sorpa tekur á móti böggum sem er blandaður úrgangur þ.m.t. byggingaúrgangur.  Fyrirtæki eru misgóð að bagga pappír.  Um 50% úrgangs í orkutunnu eru matarleifar eða um 67% kíló/íbúa.  Bjarni sagði að heimilin væru að standa sig einstaklega vel í flokkun á orkutunnu, blárri tunnu og plasti.    Sorpa hóf starfsemi 1991. Í dag fara 300 tonn í gegnum gas-og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. Markmiðið er að urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi verði hætt árið 2020. 

Fram til þessa hefur lítið verið vitað um byggingaúrgang því mest hefur verið fókusað á heimilin.  Hvert er því umfangið?  Óbagganlegur úrgangur til urðunar 2019 voru 5000 tonn á 17,82 ca 90 milljón króna.  Grófur úrgangur frá framkvæmdum til urðunar 2019 var 3200 tonn á 24,46 ca 110 milljónir, óflokkaður úrgangur til urðunar 2019; 50% af 5.300tonn á 25,15 ca 100 milljón krónur eða samtals um 20.000 tonn á ári og um 300 milljón króna á ári. Þegar verið er að byggja í dag ætti að vera í tilboðinu frá byggingaraðilanum að flokka úrganginn.  Árið 2019 voru urðuð um 125þúsund tonn eða rétt rúm 50%.  Þarna liggja heilmikil tækifæri.  Í dag er rekjanleikakrafa á úrgang er varðar að skilgreina uppruna eftir póstnúmeri.  Í dag er töluvert endurunnið á Íslandi t.d. kertavax og landbúnaðarplast.  Önnur efnavinna er lítil sem engin.  Ólitað timbur er hakkað niður og Kísilmálmverksmiðjan nýtir það.  Endurnýting er því þó nokkur en endurvinnslan lítil. 

 

Stjórn

Dagmar I. Birgisdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Orkuveita Reykjavíkur
Anna Kristín Hjartardóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - EFLA verkfræðistofa
Erlingur Jónasson
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Jarðboranir
Erna Sigfusdottir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Securitas
Fjóla Guðjónsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Gísli Níls Einarsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - VÍS
Hallgrímur Smári Þorvaldsson
Annað -  Stjórnandi - HS Orka
Harpa Þrastardóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas
J. Snæfríður Einarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - HSE Consulting
Oddrún Lilja Birgisdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Ragnar Sævarsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Össur
Vilborg Magnúsdottir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?