Loftgæði að utan sem innan
Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir:
Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.
Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.
VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.
Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.
Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.
Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: