Öryggisstjórnun

Öryggisstjórnun

 Í faghópnum öryggisstjórnun er fjallað um þau stjórntæki sem fyrirtæki beita til að auka forvarnir og öryggi við vinnu. Horft er á þær úrlausnir sem notaðar eru til að halda tíðni slysa- og sjúkrafjarveru í lágmarki. Innra umhverfi fyrirtækja lítur að starfsumhverfi einstaklinga. Þar er sjónum beint að aðbúnaði, vinnuskipulagi, fræðslu, félagslegum og andlegum þætti vinnunnar og öryggismálum. Fundir hóps um öryggisstjórnun er kjörinn vettvangur til að hitta fólk sem er að vinna í svipuðum málum, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður

Viðburðir

ATH! FRESTUN: Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður þessum viðburði frestað fram í janúar.  Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi. 

Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins. 

Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia.  Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.

Hér er tengill á fundinn

 

Skipulag og ábyrgð atvinnurekenda á vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja

Click here to join the meeting

Þórdís Huld Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangseftirlita hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuvernd innan fyrirtækja út frá ýmsum sjónarhornum;

  • Vinnuverndarstarf, vinnuaðstaða- og öryggismenning
  • Ábyrgð atvinnurekandans, helstu reglugerðir, tilkynningar á slysum ásamt öðrum skyldum
  • Skipulag vinnuverndarstarfs
  • Ábyrgð öryggistrúnaðarmanna/öryggisvarða hlutverk þeirra og skyldur
  • Hvað er skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði
  • Hvað er áhættumat út frá 5 stoðum vinnuverndar og hvernig er það gert
  • Forvarnastarf
  • Verklag um EKKO mál
  • Neyðaráætlun

Þórdís Huld hefur starfað hjá Vinnueftirlitinu frá árinu 2022 sem leiðtogi straums vettvangseftirlita. Áður starfaði hún hjá TDK Foil Iceland, lengst af í umhverfis- og öryggismálum með tengsl í gæðamál og stýrði öryggis- og umhverfisdeild fyrirtækisins frá árinu 2018.   Hér er linkur í viðburðinn 

Click here to join the meeting

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Fréttir

Stafræn ráðstefna „Work Smart - Ergonomics in the digital age“ dagana 9 – 10 nóvember 2023

Fyrir hönd Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) og faghóps Stjórnvísi um öryggisstjórnun þá vek ég athygli á að Vinnís sem er aðili af NES (Nordic Ergonomics and Human Factors Society) verður með stafræna ráðstefnu sem nefnist „Work Smart - Ergonomics in the digital age“ dagana 9 – 10 nóvember n.k., sjá hér https://ehss.se/nes2023/
 
NES 2023 verður stafræn ráðstefna fyrir þá sem praktísera og vinna við rannsóknir tengt, og með áhuga, á sviði vinnuvistfræði, vinnuverndar, öryggis- og heilbrigðismála ásamt mannlegum þáttum því tengt. Ráðstefnan mun verða vettvangur fyrir miðlun reynslu og árangurs sem hefur stuðlað að þróun rannsókna, vinnu og hugmynda, myndun tengslaneta auk þess að auka gæði sviða vinnuvistfræði og mannlegra þátta.
 
Það er einnig skemmtilegt frá því að segja að þótt um stafræna ráðstefnu sé að ræða þá er þáttakendum boðið uppá að mæta í hús Verkfræðingafélag Íslands og sjá ráðstefnuna beint í streymi ásamt því að hittast og tengjast öðrum þáttakendum. Boðið verður uppá léttar veitingar. Vinsamlegast látið vita ef þið ætlið að mæta með því að senda póst á vinnis@vinnis.is
 
Til þess að taka þátt í netráðstefnunni þá skráðu þig endilega hér: www.nes2023.org og vertu viss um að þú sért virkur félagi eða skráðu þig sem aðili að Vinnís sem tryggir þér aðgang að netráðstefnunni.
 
Kær kveðja,
Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um öryggisstjórnun

– Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel

Málefni: Fréttatilkynning frá stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi um viðburð hjá VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) – Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel. 

Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 26.apríl n.k. þegar VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) mun halda aðalfund. Á fundinum verður einnig boðið uppá kynningu á ÖHU málum (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) hjá Marel ásamt léttri kynningargöngu um Marel með áherslu á framleiðslusvæði.

Í  meðfylgjandi hlekk er linkur  á viðburðinn: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.

Staður:

Marel á Íslandi. Austurhraun 9, 210 Garabær.

Tími:

Kl. 17 – 18:30  

Skráning á viðburð:

Skráning fer fram á facebook síðu Vinnís: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Making work healthy for all – Andreas Holtermann

Þú bókar þig á viðburðinn hér.
Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 25.maí n.k. þegar  Andreas Holtermann hjá dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd (NFA) mun halda hádegisfyrirlestur (12:00-12:45) sem nefnist „Making Work Healthy for All“ sem byggir á nýrri hugmyndafræði innan vinnuvistfræðarinnar „The Goldie Lock Principle“. Í  neðangreindum hlekk er hægt að fræðast nánar um þessa hugmyndafræði og þeim rannsóknum sem hún byggir á: https://nfa.dk/GoldilocksWork.

Í framhaldi af fyrirlestrinum verður vinnustofa (13:15-15:15) þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kafa dýpra og ræða hvernig þessi  hugmyndafræði getur nýst á íslenskum vinnumarkaði.

Hægt verður að mæta eingöngu á fyrirlesturinn en einnig halda áfram og taka þátt í vinnustofunni.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Verð:

Frítt er fyrir félaga í Vinnís - en annars er gjaldið 3.500 kr.

Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar – þátttökugjaldið að viðburðinum verður þá að árgjaldi í félaginu fyrir tímabilið 2022-2023. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.

Staður:

Vinnueftirlitið, Dvergshöfai 2, 2. hæð, 110 Reykjavík

Tími:

Fyrirlestur kl. 12:00-12:45   (2. hæð)

Vinnustofa kl. 13:15-15:15  (8. hæð)

 

Stjórn

Fjóla Guðjónsdóttir
Sérfræðingur -  Formaður - ISAVIA ohf.
Erlingur Jónasson
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Jarðboranir
Gísli Níls Einarsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - VÍS
Haukur Grönli
Mannauðstjóri -  Stjórnandi - Versa Vottun
Leó Sigurðsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Örugg verkfræðistofa
Oddrún Lilja Birgisdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Marel Iceland ehf
Vilborg Magnúsdottir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?