ÖÖ: Óvirkur Excel

ÖÖ: Óvirkur Excel
Tilgangur faghópsins er að efla Microsoft Excel notendur, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar.
Fyrir hverja er þessi hópur? Alla þá sem finnst Excel vera frábært verkfæri og vilja læra meira.
Ert þú heillaður/heilluð af því hversu öflugt verkfæri Microsoft Excel er og langar að læra meira?
Þar sem það er ómögulegt fyrir eina manneskju að kunna allt það sem hægt er að gera í Excel hefur þessi faghópur verið stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar við fáum tækifæri á því að ræða saman um Excel tengd málefni og miðla þekkingu okkar á milli. Leitast verður við að fá Excel sérfræðinga í íslensku atvinnulífi til að deila með okkur hvernig þeir nota Excel. Hér hefur þú tækifæri á að tengjast öðru Excel áhugafólki og í leiðinni eflast í þínu fagi.
Stofnaður hefur verið Facebook hópur þar sem við Excel áhugafólk getum spjallað saman um Excel. Endilega komdu í hópinn :)
Viðburðir
Zoom fundur
Á þessum viðburði mun formaður hópsins spjalla við Alan Murray um nýútkomna bók hans Advanced Excel Success.
Alan er Excel og Power BI ráðgjafi og kennari og hefur verið að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki í rúmlega tuttugu ár. Hann er með Excel bloggið Computergaga.com og hefur yfir 70 þúsund fylgjendur á Youtube rás sinni. Árið 2020 fékk Alan viðurkenninguna Microsoft MVP (Most Valuable Professional).
Það verður gaman að sjá hvaða skemmtilegu formúlur og Excel trikk Alan mun sýna okkur. Þetta er klárlega viðburður sem enginn Excel áhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.
Töflureiknar: saga, hlutverk, framtíð og hið flotta fyrirtæki Grid
Click here to join the meeting
Á þessum fyrsta viðburði Excel hópsins mun Hjálmar Gíslason frá Grid fara aðeins yfir sögu, hlutverk og framtíð töflureikna auk þess að sýna GRID lausnina og hvernig hún spilar inn í þessa framtíðarsýn.
Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf, en það er fimmta sprotafyrirtækið sem hann setur á fót. GRID vinnur að lausn sem gerir notendum Excel og annarra töflureikna auðvelt að miðla gögnum og reiknilíkönum með skýrum, lifandi og öruggum hætti á netinu byggt á þeim töflureiknaskjölum og -þekkingu sem notendur búa þegar yfir.
Áður en við hleypum Hjálmari að mun formaður eiga nokkur orð, meðal annars fara yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir meðlimi hópsins.
Fréttir
Yfir 140 manns sóttu fyrsta fund faghóps um Excel sem haldinn var í morgun þar sem Hjálmar Gíslason frá Grid fór yfir sögu, hlutverk og framtíð töflureikna auk þess að sýna GRID lausnina og hvernig hún spilar inn í þessa framtíðarsýn. Formaður faghópsins Guðlaug Erna Karlsdóttir kynnti stjórn faghópsins og hvatann að stofnun hans. Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í faghópinn.
Eins og fram hefur komið var fyrsti stjórnarfundur nýs faghóps um Excel nú í vikunni. Hópurinn var stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar sem við getum lært hvert af öðru og eflt tengslanetið.
Flest okkar nota Excel í sínum daglegu störfum. Sumum finnst það ágætt, öðrum gaman og enn aðrir eru stundum smá að tapa sér í Excel gleðinni. Þeir sem tilheyra þriðja hópnum eru oft á tíðum þeir einu í sínu fyrirtæki eða stofnun með þennan brennandi áhuga og vantar einhvern til að ræða við um „undur“ þessa frábæra verkfæris sem Excel er. Undirrituð er algjörlega í þeim hópi og hefur oft hugsað hvað það væri frábært ef á Íslandi væri til samfélag Excel áhugafólks eins og til er úti í hinum stóra heimi. Og nú er það að verða að veruleika.
Um 30 manns sóttust eftir því að vera í stjórn hópsins, allt frábærir kandidatar og var úr vöndu að velja. Helst hefðum við viljað hafa alla umsækjendur með í stjórn en hámarkið var 12. Úr varð ótrúlega fjölbreyttur og skemmtilegur hópur með mismunandi áhugasvið. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að stilla saman strengi og búa til sameiginlega sýn sem mun leiða af sér skemmtilega dagskrá fyrir komandi mánuði. Ég held að þetta sé byrjunin á ótrúlega lærdómsríkri og skemmtilegri ferð. Komdu endilega með í ferðalagið og skráðu þig í hópinn.
Kær kveðja,
Guðlaug Erna Karlsdóttir
Nýr faghópur hefur verið stofnaður um Excel og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér. Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í mars.
Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Aníka Rós Pálsdóttir Landspítali, Auður Bergþórsdóttir Háskóli Íslands, Andri Þór Skúlason KPMG, Bryndís Björk Ásmundsdóttir A4, Daníel Pálsson Sjóvá, Guðlaug Erna Karlsdóttir Háskóli Íslands formaður, Gunnar Sigurðsson Rapyd.net, Ingi Sturla Þórisson Veitur, Jóhanna Fríða Dalkvist Vínbúðin, Óskar Arason Lýsi, Pálmi Ólafur Theódórsson Securitas og Svava Þorsteinsdóttir Mennta-og menningarmálaráðuneytið.
Stjórn










