Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun

Viðfangsefni hópsins lúta að öllu er varðar verkefnastjórnun m.a. skilgreiningu og umhverfi verkefna, markmiðasetningu, skipulag, stjórnskipulag, upplýsingakerfi, áætlanagerð, ferla, gæðamál, ræs og lúkningu verkefna og reynslusögur. Faghópurinn er vettvangur fræðslu og umræðna um málefni er varða verkefnastjórnun. Hópurinn stendur fyrir fræðsluerindum og fyrirtækjaheimsóknum þar sem sérfræðingar ræða um málefni á sviðinu. Á fundum skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður þar sem unnt er að skiptast á skoðunum og deila þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnunar. Hópurinn er fyrir verkefnastjóra, stjórnendur fyrirtækja og stofnana, og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum, óháð þekkingu eða reynslu.

Viðburðir

Inngildandi verkefnastjórn, kynslóðabil - eða brú?

Tengill/linkur á fundinn

Í nútíma vinnuumhverfi mætast ólíkar kynslóðir með fjölbreyttar væntingar, vinnulag og gildi. Á þessum viðburði skoðum við hvernig verkefnastjórnun getur nýtt kraftinn sem felst í fjölbreytileikanum — með áherslu á inngildingu, samskipti og skilvirka samvinnu þvert á kynslóðir. 

Um fyrirlesarana:

Anna Steinsen er með BA gráðu í Tómstunda og félagasmálafræði. Hún er einn af eigendum KVAN og hefur síðustu ár haldið fyrirlestra um samskipti, liðsheild, styrkleikamiðaða nálgun, þjónustu og leiðtogafærni. Anna er stjórnarformaður UN women og starfar einnig sem stjórnendamarkþjálfi. Anna mun í erindinu fjalla um kynslóðir og áskoranir og tækifæri fyrir vinnumarkaðinn að vinna saman, ólíkar kynslóðir vinna að sameiginlegum markmiðum.

Irina S. Ogurtsova er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og hefur á undanförnum árum starfað sem mannauðssérfræðingur, þar sem hún hefur sérhæft sig í málefnum starfsfólks af erlendum uppruna og stutt stofnanir og fyrirtæki við að skapa jafnréttisríkari og fjölbreyttari vinnustaði. Hún er jafnframt formaður faghóps um fjölbreytileika og inngildingu, þar sem hún vinnur að því að efla þekkingu og umræðu um þessi málefni og styðja fagfólk við að innleiða inngildandi vinnubrögð í dagleg störf. Í erindi sínu mun Irina fjalla um hvernig inngilding og fjölbreytileiki geta orðið drifkraftur í árangursríkri verkefnastjórnun – hvernig leiðtogar geta nýtt fjölbreytt sjónarhorn til að efla teymisvinnu, nýsköpun og árangur.

Tengill/linkur á fundinn

Innleiðing á Stafrænu Íslandi - væntingastjórnun og samskipti við hagaðila

Fyrsti viðburður faghóps um verkefnastjórnun haustið 2025 verður haldinn á Teams, 4. nóvember kl. 12.00. Þema fundarins er hið stóra stafræna innleiðingarverkefni sem stýrt er af Stafrænu Íslandi - samskipti við hagaðila, hvernig tryggir verkefnastjóri sameiginlegan skilning á verkefninu, upplýsingaflæði og aðlagar mismunandi væntingar hagaðila og annarra þátttakenda í verkefnum.

Fyrirlesari er Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, sem starfar undir fjármála- og efnahagsráðuneytinu og leiðir stafræna umbreytingu opinberrar þjónustu á Íslandi. Hún mun fjalla um innleiðingu á viðfangsefninu, en um er að ræða mjög umfangsmikið verkefni sem margir þekkja af eigin raun sem notendur Ísland.is. Það verður því afar áhugavert að heyra meira um það hvernig Stafrænt Ísland nálgast þessa áskorun, en í lok fundarins mun þátttakendum gefast tækifæri til að spyrja Birnu spurninga.

Um fyrirlesarann:
Birna er tölvunarfræðingur með MBA og diplómu í jákvæðri sálfræði og hefur starfað um árabil í upplýsingatækni, ráðgjöf og stjórnunarstörfum – meðal annars hjá Landsbankanum, Sjóvá, Högum og Össur. Birna hefur lagt mikla áherslu á að nýta tækni til að einfalda líf fólks, bæta þjónustu hins opinbera og auka skilvirkni með samvinnu, trausti og skýrri stefnu. Sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands stýrir hún m.a. þróun Ísland.is og öðrum lykilverkefnum sem miða að því að gera opinbera þjónustu aðgengilegri, notendamiðaðri og öruggari.

Hlekkur á fundinn 

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Fréttir

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Þegar Landspítali fór úr fortíð í nútíð í fyrstu Covid bylgjunni

Á þessum áhugaverða og fjölsótta fundi sagði Ágúst Kristján Steinarsson Stjórnvísifélögum frá einu stærsta breytingarverkefni á Landspítala síðastliðin ár, þegar Landspítali fór yfir í Outlook og Office 365 - úr Office 2007 og Lotus Notes. Breytingin, sem var langt frá því að vera eingöngu tæknileg, hafði áhrif á hátt í 7000 starfsmenn og nemendur spítalans og því í mörg horn að líta. Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Ágúst Kristján lítur á vinnustaði eins og vagn sem allir eiga að vera að ýta á í rétta átt og beina kröftum sínum að því.  Sumir starfsmenn ýta í rétta átt en aðrir reyna að ýta á móti og sumir setjast einfaldlega ofan í vagninn, passa sýna stöðu og þyngja hann.  

Landspítalinn starfar alla daga ársins allan sólarhringinn.  Því var mikil áskorun að halda námskeið fyrir 6-7000 manns.  Meðalstarfsaldur og lífaldur er hár á spítalanum.  20% starfsmanna eru í skrifstofustörfum og 80% í klíníkinni, því er fókusinn á klíníkinni.  

Raf-magnaðir viðburðir!

Viðburðurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Jón Þórðarson hjá Proevents fór í morgun yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. Fundurinn var á vegum faghópa um Þjónustu- og markaðsstjórnunVerkefnastjórnunStafræn fræðsla.

 

Stjórn

Gísli Rafn Guðmundsson
Verkefnastjóri -  Formaður - Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir
Aðalsteinn Ingólfsson
Varaformaður - Marel Iceland ehf
Daníel Sigurbjörnsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - EFLA verkfræðistofa
Hannes Bjarnason
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Sjúkrahúsið á Akureyri
Íris Elma Jónsdóttir Guðmann
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Dómstólasýslan
Lísbet Hannesdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Háskólinn á Akureyri - Gæða og mannauðsmál bt. Vöku Óttarsdóttur
Sigurdur Blöndal
Sviðsstjóri -  Stjórnandi - Háskólinn á Bifröst
Steinunn Anna Eiríksdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Unnur Helga Kristjánsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Landsvirkjun
Þóra Kristín Sigurðardóttir
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Eimskip
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?