Faghópur um Verkefnastjórnun

Stjórn

Berglind Björk Hreinsdottir Formaður , Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf.
Ásta Lára Jónsdóttir , Háskólinn í Reykjavík
Elka Halldórsdóttir , Marel Iceland ehf
Falasteen Abu Libdeh , Háskólinn í Reykjavík
Haukur Ingi Jónasson , Háskólinn í Reykjavík
Kolbrún Arnardóttir , ISAVIA ohf.
Starkaður Örn Arnarson , Arion banki
Viðburðir á starfsári 4
Viðburðir framundan 0
Fjöldi í hóp 672
Fjöldi mættra á fundum 143
Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Viðfangsefni hópsins lúta að öllu er varðar verkefnastjórnun m.a. skilgreiningu og umhverfi verkefna, markmiðasetningu, skipulag, stjórnskipulag, upplýsingakerfi, áætlanagerð, ferla, gæðamál, ræs og lúkningu verkefna og reynslusögur. Faghópurinn er vettvangur fræðslu og umræðna um málefni er varða verkefnastjórnun. Hópurinn stendur fyrir fræðsluerindum og fyrirtækjaheimsóknum þar sem sérfræðingar ræða um málefni á sviðinu. Á fundum skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður þar sem unnt er að skiptast á skoðunum og deila þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnunar. Hópurinn er fyrir verkefnastjóra, stjórnendur fyrirtækja og stofnana, og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum, óháð þekkingu eða reynslu.

Fréttir

Dagur verkefnastjórnunar 5. maí - ráðstefna á vegum MPM námsins og VSF

MPM nám Háskólans í Reykjavík og Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) taka höndum saman og halda Dag verkefnastjórnunar í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 5. maí.

Dagskrá Dags verkefnastjórnunar 2017 er fjórskipt.

09:00 - 13:00: Málstofa VSF og MPM námsins
13:00 - 13:40: Beverly Paisan dósent við Tækniháskólann í Utrect og aðalritstjóri Project Management and reserach (PMRP)
13:40 - 18:00: Kynningar á lokaverkefnum útskriftarnemenda
18:00 - 20:00: Afmæliskokteill MPM námsins, haldinn í samstarfi við VSF og MPM alumni félag

Málstofa VSF og MPM námsins (Stofa M325)

09:00 - 09:10 Dagur Verkefnastjórnunar settur...

09:10 - 09:30 Stefnumótun VSF og hlutverk félagsins þá, nú og til framtíðar: Þór Hauksson formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands.

09:30 - 09:50 Staða verkefnastjórnunar í íslensku samfélagi: Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM námsins og Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við Háskólann í Reykjavík

09:50 - 11:10 Örfyrirlestrar um verkefnastjórnun í mismunandi greinum atvinnulífsins.

11:10 - 11:30 Kaffihlé

11:30 - 12:20 World Café þar sem staða verkefnastjórnunar í íslensku samfélagi verður rædd í smærri hópum og niðurstöður teknar saman.

12:20 - 13:00 Niðurstöður úr World Café kynntar og boðið verður upp á súpu.

Skráning á málstofu: https://www.vsf.is/is/dagur-verkefnastjornunar-5-mai-2017

13:40 - 18:00: Kynningar á lokaverkefnum útskriftarnemenda
Ráðstefnan fer fram í fimm straumum (A -E) og þrjár kynningar eru í gangi á sama tíma. 
Straumur A: Verkefnafyrirtækið, ferli og verkefnamiðun (Stofa V101)
Straumur B: Leiðtogar, hlutverk og menning (Stofa M101)
Straumur C: Upplýsingar, samskipti og samvinna (Stofa V102)
Straumur D: Frumkvöðlar, nýsköpun og þróun (Stofa V101)
Straumur E: Á slóðum agile og lean (Stofa M101)

18:00 - 20:00 Afmæliskokteilboð MPM námsins vegna 10 ára afmælis MPM námsins, haldinn í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands og MPM alumni.

Opin fyrirlestur - Are you kidding me!!! Finding Happiness When You're Fat, Broke, and Surrounded by Idiots

Stjórn faghóps um verkefnastjórnun vekur athygli á opnum fyrirlestri á vegum MPM námsins um hamingjuna með heimsþekkta uppistandara Judy Carter, í tilefni tíu ára afmælis námsins.

Opni fyrirlesturinn er með Judy Carter og Eddu Björgvinsdóttur og verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 17-19 í Háskóla Reykjavíkur í stofu M101.

Judy Carter er óvenjulegur fyrirlesari sem er í senn stórkostlega fyndin, djúphyggin og með mjög áhugaverð skilaboð fyrir áheyrendur sína. Hún sýnir í fyrirlestri sínum fram á gildi þess að segja sögur og nýta skop og grín til þess að leysa vandamál, draga úr ágreiningi og sjá gildi þess jákvæða. Viðmið hennar „ekki verða æstur, vertu fyndinn,“ hvetur fólk til að takast á við breytingar, nýja tækni, jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, kulnun í starfi - svo ekki sé talað um yfirþyrmandi vinnuálag - með gríni og glensi í stað örvæntingar.

Judy hefur komið fram í yfir 100 sjónvarpsþáttum, þar á meðal hjá Oprah Winfrey, og hún hefur unnið með Prince, Jerry Seinfeld, Jay Leno og Sarah Silverman. Hún er höfundur bókanna The Comedy Bible og Stand Up Comedy. Þetta er einstakt tækifæri til að læra um leiðtogahlutverkið og faglega stjórnun af þessari bráðfyndnu konu.

Edda Björgvins er landsmönnum að góðu kunn en hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið um húmor á vinnustöðum sl. 10 ár. Á fyrirlestrinum mun hún hita upp fyrir Judy með vangaveltum um hversu grafalvarlegt samskiptatæki húmor er.

Judy mun halda tvo námskeið á vegum MPM námsins í Háskólanum í Reykjavík.
Managing Projects with Comedy - 26. apríl kl. 13-17. Sjá nánar https://www.ru.is/opnihaskolinn/managing-projects-with-comedy/managing-projects-with-comedy-1
Managing with Your Story - 27. apríl frá kl. 13-17
https://www.ru.is/opnihaskolinn/managing-with-your-story/managing-with-your-story-1

Sjá nánar á vef HR undir https://www.ru.is/haskolinn/vidburdir-hr/allir-vidburdir/are-you-kidding-me-finding-happiness-when-you-re-fat-broke-and-surrounded-by-idiots

Set ég þristinn út! - Er A3 ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki?

Faghópur um verkefnastjórnun hélt í morgun fund í Capacent þar sem umræðuefnið var A3, eða þristar sem gegna veigamiklu hlutverki í "lean" skipulagsheildum. Sumir sérfræðingar ganga svo lagt að halda því fram að þristarnir séu hjartað í lean. Eru þeir ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki? Eru þeir kannski allt þetta og margt fleira til?
Steinþór Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent fjallaði um margvíslegt notagildi þristanna og þá almennu eiginleika sem gera þá að þessu notadrjúga áhaldi og rakti dæmi um notkun þeirra við ólík viðfangsefni frá stefnumótun til afmarkaðra umbótaverkefna. Steinþór ræddi um sína reynslu af notkun þrista í margvíslegu umhverfi, bæði rótgrónu straumlínustjórnunarfyrirtæki og skipulagsheildum sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Steinþór starfaði áður hjá Alcoa. Steinþór hvatti alla til að taka eitt A4 blað og brjóta það í fernt. Vinstra megin átti að skrifa 1. Hvað getur jákvætt leitt af því að mæta á þetta erindi? 2. Hver er staðan? Af hverju er ég hér og að hverju er ég að leita? Allir voru hvattir til að skrá niður hugyndir sem hægt væri að nota til að bæta eitthvað, eitthvað sem rímar við mín markmið.
Þegar horft er á vandamál þarf að spyrja sig margra spurninga Steinþór sagði söguna af Bossie sem kom með vandamál sem þurfti að leysa. Tillaga Bossie var að auka framboð, en vandamálið var eftir A3 rýningu að það þurfti að auka eftirspurn. A3 er tilgáta sem segir að með því að framkvæma aðgerðirnar í áætluninni muni ástandið breytast frá núverandi ástandi í æskilegt ástand og skila þeim ávinningi sem lýst er i byrjun. Þristar snúast um vandamál eða tækifæri. Skilningur birtist á eðli vandans. Þristar eru notaðir til að: greina stöðu, setja markmið, selja hugmynd, leysa vandamál, finna sóun og umbótatækifæri, kynna öðrum hugmynd eða stöðu mála, skapa sameiginlega sýn á vandamál eða tækifæri, fylgja framkvæmd eftir o.fl.
Þristurinn skarast við og kallast á við ýmsar aðrar lean aðferðir og tól: kortlagning virðiskeðju, núverandi og æskilegri stöðu er oft best lýst með virðiskeðjukorti, rótargreining, ætti að vera hluti af flestum þristum sem fjalla um lausn vandamál. A3 er áætlun fyrir PDCA plan-do-check-act. Steinþór sýndi Business Case frá Elkem.. Góður þristur ætti að tilgreina gilda ástæðu fyrir þeirri breytingu sem lögð er til, helst með tilvísun í þarfi viðskiptavinar eða vandamál, innramma núverandi stöðu eins nákvæmlega og hægt er. Nóta vísarnir í stöðluð skjöl þegar hægt er,. Draga upp lýsandi mynd af þeirri stöðu sem stefnt er að. Þarf að vera raunhæf og tímasett t.d. 30, 60, 90 dag a vörður. Segja sögu sem allir skilja. Til er App með spurningunum sem þarf að spyrja sig.

Viðburðir

„Set ég þristinn út!“ - Er A3 ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki?

A3, eða þristar, gegna veigamiklu hlutverki í „lean“ skipulagsheildum. Sumir sérfræðingar ganga svo lagt að halda því fram að þristarnir séu hjartað í lean. Eru þeir ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki? Eru þeir kannski allt þetta og margt fleira til?
Steinþór Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent mun fjalla um margvíslegt notagildi þristanna og þá almennu eiginleika sem gera þá að þessu notadrjúga áhaldi og rekur dæmi um notkun þeirra við ólík viðfangsefni frá stefnumótun til afmarkaðra umbótaverkefna.

Steinþór mun einnig ræða um sína reynslu af notkun þrista í margvíslegu umhverfi, bæði rótgrónu straumlínustjórnunarfyrirtæki og skipulagsheildum sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Höfum við ekki hist áður? - praktísk atriði við tengslamyndun

Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups fjallar um tengslamyndun.
Megin hluti starfsemi Icelandic Startups snýr að því að tengja saman ólíka aðila svo sem frumkvöðla, fjárfesta, bakhjarla verkefna og fleiri. Öflugt tengslanet og viðhald þess skiptir sprotafyrirtæki miklu máli. Hún mun veita hagnýt ráð til tengslamyndunar ásamt innsýn inn í starfsemi Icelandic Startups og íslensku sprotasenunnar.

Verkefnastjórnun og LEAN

Kynningin tekur á ákveðnum Lean verkfærum sem notast má við í verkefnastjórnun og framkvæmdum utan framleiðsluiðaðarins. LNS Saga fékk til sín starfsmenn sem áður höfðu unnið með Lean í framleiðsluiðnaði og séð árangur þess þar. Þeir leituðu leiða til að innleiða Lean í stjórnun verkefna og framkvæmda sem byggjast á stuttum líftíma og framkvæmast í breytilegu umhverfi. Jónas og Svanur fara yfir þau verkfæri sem LNS Saga valdi að nota, innleiðinguna, árangurinn og reynsluna. Þessi kynning kann að vera áhugaverð fyrir þá sem hafa enn ekki náð að tengja Lean við sína starfsemi, þar sem hún tekur á málum sem eru meira innan verkefnastjórnunar en framleiðslu.